Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 3
FÁLKiNN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTS prent. Skradðaraþanfcar. í ræðu þeirri, er ríkisstjórinn flutti, er hann opnaði sýningu myndlistarmanna síðastliðinn laug- ardag, segir liann meðal annars svo: „Margir hafa þótt litlir listamenn, ef þeir fylgdu ekki nógu vel i fót- spor þeirra, sem tiskan hefir tekið á arma sína — og öfugt. Seinna finst mönnum myndir þessara sömu manna skara fram úr. Menn hafa sjeð seinna, að þeir voru' að ryðja nýjar brautir, betri þeim sem áður þektust. í þessum hópi eiga þó ekki lieima aðrir en þeir, sem jeg vil kalla sanna listamenn. Menn, sem gæddir eru listgáfu, nægri þekkingu og tækni og hafa áræði og djörf- ung til þess áð leggja i myndina það, sem þeir vita sannast og best. Sem þora að aflijúpa sjálfa sig i allri sinni nekt, ef svo mætti að orði komast.“ „Hvort mjer þykir myndin falleg eða ijót, lík eða ólík, girnileg til hibýlaprýði eða ekki, þetta mun ráða því, hvort mig langar til að fórna einhverju til þess að eignast myndina. En það eitt verður ekki ávalt fullnægjandi og sanngjarn dómur um listagildi myndarinnar.“ — — Þessi sannleikur verður aldrei of oft brýndur fyrir fólki, ekki sist fyrir okkur íslendingum, því að vitanlega getur ekki verið um þroskaðann lkstasmekk að ræða gagnvart myndinni, þar sem saga myndlistarinnar er aðeins tæplega hálfrar aldar gömul með lijóðinni, og um þjóðlega myndlist getur al- drei orðið að ræða, samanborið t. d. við þjóðlega ljóðlist. Flestir ef ekki allir myndlistarmenn okkar hafa framast og aflað sjer þekkingar erlendis, og langflestir hafa tileink- að sjer einhvern þann skóla, sem nú er í tísku, þó að sumir hafi að visu farið sínar eigin brautir. Hjer á árunum kvað það oft við hjá fólki, að það skildi ekki kvæði Einars Benediktssonar, að hann væri óskiljanlegur á köflum og því um líkt. En nú er liann viðurkendur mesta skáld okkar á þessari öld. Og þrátt fyrir „skilningsleysið" þykjast íslendingar bera skyn á ljóðagerð og skáldskap. Er þá nokkur furða, þó að okkur fákunnandi almúgan- um veitist erfitt að skilja tilgang málarans, sem beitir nýrri tækni og skilningi til að setja fram hugsanir sínar. Til þess að kynnast tilgangi myndlistarmannsins með verki sínu, þarf maður að sjá það Ljósm. Vigf. Sig. Sýnmgmpdlistamanna í nýja skálannm ógerningur að gefa út eftirlikingar af þeim, þannig að þær jöfnuðust á við frummyndina. Og frummynd- in væri dýr og þyrfti mikið hús- pláss. Fæstir gætu því notið mynd- listarinnar að nokkru ráði í heima- húsum. Eini vegurinn til þess að gefa almenningi kost á að njóta verka myndlistarmanna væri því sá, að eiga myndasöfn og halda þeim opnum, þannig að almenningur gæti komið þangað i tómstundum sin- um að skoðað listaverkin, eigi að eins í svip heldur hvað eftir annað. Á þann liátt einan væri liægt að láta fjöldann verða aðnjótandi þeirra menningarfjársjóða, sem myndlist- armenn sköpuðu, og sem öllum þyrfti að koma að gagni. Ríkisstjór- inn taldi opnun þessa sýningarskála mikilsvert spor í' áttina, en takmark- ið þyrfti að vera það, að íslendingar eignuðust fullkomið listasafn, sem yrði opið alt árið, þvi að þá fyrst væri þessum málum komið í það horf, sem menningarþjóð sæmdi. Þegar listamannaþingið var háð á síðastliðnu hausti hjeldu mynd- listarmenn dálitla sýningu í litlu sölunum í Oddfellowhúsinu uppi og var hún að ýmsu leyti af vanefn- um gerð, en jió bar einkum á því, hve myndirnar nutu sín illa í þeirri birtu, er þar var. Þá var þess get- ið, að byrjað væri á að reisa sýn- ingarskála á lóðinni vestan við Al- þingishúsið, sem yrði þannig gerður að hægt væri að sýna þar myndir i „rjettu ljósi“. Nú er skáli þessi fullgerður, og á laugardaginn var opnaði ríkisstjórinn fyrstu sýning- una, sem myndlistarmenn halda þar, og er gert ráð fyrir, að hún verði opin allan þennan mánuð. í nýja skálanum er tvímælalaust besti sýningarsalurinn fyrir mynd- ir, sem nokkurntíma hefir verið til hjer á landi, þó að eigi sje hann ætlaður til frambúðar, því að skál- inn er allur úr timbri, pappalagður að utan, en klæddur einangrunar- plötum að innan. Mest af gólfinu er flisalagt, eða með „parket“. En það sem mest munar er, að þarna er birtan öll að ofan frá, um þrjár gluggaraðir í þaki, eina í mæni og sína til hvorrar hliðar. Er því jöfn og góð birta í öllum salnum, hvorki of sterk eða of dauf. Skálinn er 24 sinnum 12 metrar, með anddyri og fatageymslu. Er hann smiðaður^ eft- ir teikningu Gunnlaugs Halldórs- sonar, en verkið framkvæmdi Einar Einarsson byggingameistari. — Á sýningunni eru myndir eft- ir 20 málara, 71 mynd alls, og högg- myndir eftir fjóra my^pdhöggvara, nfl. Einar Jónsson, fjórar myndir, Guðmund Einarsson, Gunnfriði Jónsdóttur (3) og Ríkharð Jónsson (12). En málverkin eru eftir þessa listamenn: Ásgrím, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórarins- son og Jón Þorleifsson, sem eiga þarna fimm myndir hver; Jón Stef- ánsson, Júlíana Sveinsdóttir, Karen Þórarinsson og Eggert Laxdal eiga þarna 4 myndir hvert; Kjarval, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Ein- oft og helst njóta leiðbeiningar fróðra manna um að skilja það. Er ekki hægt að flytja stutt fræðsluer- indi á sýningunni á kvöldin, til þess að kynna okkur myndlistina og byggja á dæmum, sem við höfum fyrir augum þar? arsson, Jóhann Briem, Freymóður og Höskuldur 3 myndir livert og Greta Björnsson og Jón Engilberts 2 inyndir hvort. Loks eru á sýningunni fjórar myndir eftir Þórarinn B. Þorláks- • son, Nestor íslenskra málara, og altaristaflan stóra eftir Guðm. Thor- steinsson. Myndlistarmenn höfðu boðið fjölda gesta að vera viðstaddir opn- un sýningarisnar, nær 400 alls. Hún liófst kl. 1.30 á laugardaginn með þvi að Sveinn Björnsson ríkisstjóri flutti ræðu. Hann gerði þar saman- burð á útbreiðsluhæfileika bókar- innar og myndarinnar. Bókina mætti gefa út í svo miklum fjölda eintaka, sem þurfa þætti þannig að allir gætu eignast hana og notið liennar að fullu. Öðru máli væri að gegna um myndlistarverk. Það væri nær „Fálkinn“ birtir myndir lijer af tveimur úr flokki hinna yngri starf- andi leikara á Akureyri, og lætur nokkur orð þar fylgja með. Leikend- ur þessir eru þau ungfrú Margrjet Ólafsdóttir, skrifstofumær hjá Kaup- fjelagi Eyfirðinga og Guðmundur Gunnarsson, trjesmiður, en bæði hafa þau, flestum yngri leikendum fremur getið sjer hinn besta orðstír fyrir leikmeðferð sína þar. Margrjet Ólafsdóttir mun eitthvað lítilsháttar hafa á leiksvið komið, áður en liún fluttist með foreldrum sínum frá Vopnfirði, fyrir nokkr- um árum. En hjá Leikfjelagi Akur« eyrar kom hún fyrst fram i hlut- verki Öddu í gamanleiknum „Þor- —■ — Valið á myndunum á þessa sýningu virðist hafa tekist mjög vel og húsrýmið er svo mikið, að þarna er rúmt um myndirnar, og myndir hvers málara um sig fá að vera sam- an. Nokkur lausaþil hafa verið sett upp á gólfinu, en alsstaðar er nægt undanfæri til þess að sjá hvaða mynd sem vera skal úr hæfilegri fjarlægð og við rjetta birtu. Þess vegna njóta inyndirnar á þessari sýningu sin betur, en við höfum átt að venjast á fyrri málverkasýn- ingum. Munu allir finna það, sem reyna. Og það þarf varla að draga i efa, að þessi sýning verður stórum fjölsóttari, en títt hefir verið um sýningar áður. Hjer að ofan er mynd af ríkis- stjóra, er hann heldur ræðu sína við opnun sýningarinnar. lákur þreytti". Vakti hún þá þegar talsverða atliygli leikhúsgesta fyrir frammistöðu sina. Síðan hefir Mar- grjet haft ineð höndum lilutverk i flestum þeim leikjum, er L. A. liefir sett á svið, og hefir hún átt miklum vinsældum að fagna. Hafa sum hlut- verkanna, er hún hefir farið með verið all vandasöm, má þar til nefna hina draumlyndu og fingerðu Önnu- Mariu í „Dún-unginn“, eftir Selmu Lagerlöf; Elisabetu í „Tengdapabbi“, Mjöll í „Nýársnóttin“ og nú siðast Mettu i „Þrír skálkar“ o. fl. mætti telja. Leikmeðferð Margrjetar er ætíð mjög látlaus, sönn og sjerlega hug- næm. Framhald á bls. 14. Tveir ungir leikendur. «

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.