Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sj’ómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 7 „Þjer megið ekki fara! SkiljiS þjer það ekki? .... Nei, segið þjer ekkert .... Hlust- ið þjer á mig. Þjer veriðið að hlusta á mig! Kyssið mig — bara einu sinni ... og' svo skal jeg vísa yður á herbergið, og fara und- ir eins aftur .... og jeg lofa því að koma ekki aftur!“ Rödd hennar var þrungin af ástríðufullri einlægni. „Hvert í logandi!“ sagði sjómaðurinn. Hún vafði handleggjunum um liáls lians og hann tók utan um hana. Miðdegiskossinn var ekkert á við þennan koss. Þegar liann var búi'nn, gekk liún steinþegj- andi úr stofunni og sjómaðurinn á eftir. Þau fóru upp stigann og inn i herbergi í öðrum enda hússins, og lágu þrjú lítil og ólöguleg þrep niður í það. Hún opnaði hurðina og nam þar staðar. Svo sagði hún annarlegum, þvinguðum róm: „Það er ekkert orðið framorðið. Það er ástæðulaust fyrir yður að hátta strax, frem- ur en þjer viljið. Það er í rauninni eftir klukkustund af opnunartímanum. Ef vður langar til að vera niðri, þá getið þjer fengið yður það, sem yður sýnist, og sagt mjer mjer frá því í fyrramálið. Jeg ætla að fara a’ð hátta.“ Ilann gat rjett í svip greint dökku augun hennar, sem sýndust óeðlilega stór í fölu og þreytulegu andlitinu. Svo var hún farin. Hann heyrði fótatak hennar fjarlægjast á ganginum og hurð, sem var opnuð og lögð aftur. Hann stóð kyr dálitla stund, en beygði því næst höfuðið og smeygði sjer inn í her- bergið og lokaði. Hann sat um stund við gluggann, reykti og starði út i kvöldhúmið. Hugsanir hans voru á sorglegri ringulreið. Þegar hann reis á fætur, var orðið koldimt; liann gróf upp eldspýtur og kveikti á kerti. Svo fór hann úr treyjunni og skyrtunni, helti vatni i skál og byrjaði að þvo sjer. Handklæðið, sem hann hafði til að þurka sjer með, var eins og vasaklútssnipsi í sam- anburði við skrokkinn á honum. Hin stór- vaxni bolur virtist í blaktandi birtunni frá kertaljósinu sem liöggvinn úr lifandi steini, en um liann ljeku síkvikir, djúpir skuggar, er hinir mjúku, miklu vöðvar breyttu sam- spili sinu án afláts. Alt í einu hætti hann að þurka sjer, stóð grafkyr og hlustaði með handklæðið um hálsinn. Lágt, en greinilegt þrusk barst að eyrum hans utan af ganginum. Það ýskr- aði ögn í hurðarhúninum, er gripið var um hann, en svo tók hann að snúast undur hljóðlega. Sjómaðurinn stóð í sömu stell- ingum og beið átekta. Hurðin opnaðist og konan stóð frammi fyrir honum eins og dökkur skuggi í svartri gættinni. Hann heyrði ekki hvað hún sagði, hún talaði .svo lágt. Hann hreyfði hvorki legg nje lið. Hún teygði höndina aftur fyrir sig og ýtti hurðinni hægt að stöfum. Smell- urinn í lásnum kvað við líkt og ögrun í næturkyrðinni. Handleggir sjómannsins fjellu niður og handklæðið rann ofan á gólfið. Það mynd- aði eins og ljósan poll á svörtu fjalagólfinu. Hún færði sig nær, inn í flöktandi skinið frá kertaljósinu. Hún hafði sveipað um sig síðum, dökkum morgunslopp. Hún gekk til hans, fast upp að honum, niðurlút og hjelt að sjer höndum. I þetta sinn kastaði hún ekki djarflega til höfðinu, svo að hún sæi i augu hans. Hann horfði ofan á þenn- an dökka koll, og sá hvar hárið skiftist og fjell í bylgjum niður með vöngunum. Svo sagði liún lágt, en skýrt og í alt öðrum lón, en hún var vön að tala í: „Þjer megið ekki reiðast mjer . . . jeg lofaði .... en .... en... .“ Þau fjellust i faðma í myrkrinu . . . III. kafli. Hann var einn i herberginu, þegar hann vaknaði, — sólin var komin hátt á loft og streymdi nú inn um litla gluggann. Hann stökk fram úr rúminu, þvoði sjer og rakaði sig. Jafnskjótt og liann var klæddur, flýtti hann sjer niður stigann. Þar rakst hann á konuna. Hún var á leiðinni upp með full- an hakka. „Þetta er handa yður,“ sagði hún og brosti til hans. Þannig hafði hann aldrei sjeð hana brosa áður; þetta bros var gersneytt allri hörku, beiskju eða óánægju; það var hið sanna bi'os. Það varpaði Ijóma á andlit hennar og yfir hana alla; slik bros gefa laglegu andliti hrífandi fegurð. „Komdu hingað inn,“ sagði hún og fór á undan inn í dagstofuna. Hún setti frá sjer bakkann og leit fram- an í hann. Hún þagði og brosti nú ekki lengur. Sjómaðurinn vissi ekkert hvað liann átti að segjá og þagði lika. Hann stakk höndunum í vasana og ljet hringla í pen- ingum sínum; hann nuggaði sjer á hæl- um og tám og brosti hálfvandræðalegur til hennar. Alt í einu sagði hún: „Hann er feiminn!“ Og svo kastaði hún til höfðinu og hló rólegum, þýðum hlátri, sem var livorki kaldur nje hrjúfur. Hún flýtti sjer til hans, tylti sjer á tá og vafði handleggjunum um háls hans. Svo dró hún höfuð hans niður til sin og kysti hann. „Strákanginn!“ sagði hún svo og þaut út. Sjómaðurinn starði á hurðina, sem skall á hæla hennar. 1 öngum sínum reif hann óþyrmilega í hárið á sjer, og tautaði með sjálfum sjer. „Strákanginn, strákanginn!“ Hann fór að hlæja, en brátt varð hann hugsi og hnyklaði brýrnar. Það var eitthvað, sem „ekki stóð heima“ eins og hann var vanur að segja. Þetta atvik var nógu hversdags- legt i sjálfu sjer, en samt sem áður óvenju- legs eðlis, fanst honum. En það sem hann síst gat skilið, voru tilfinningar hans sjálfs. Samkvæmt fyrri reynslu hans hefði öllu átt að vera lokið um morguninn. En nú stóð hann hjer með höfuðið fult af allskvns firr- um, og fann glöggt til þess, að sjer myndi veitast erfitt að skilja við hana nú. Hann settist að snæðingi. Svona góðan morgunverð hafði hann ekki fengið í liáa herrans tið. Þegar hún kom aftur, var liann farinn að reykja og skálmaði nú fram og aftur um stofugólfið. Hún ljet aftur hurðina og hallaði sjer svo upp við liana. Þá nam hann staðar og tók út úr sjer pípuna. „Jæja?“ sagði liún. Ilann leit á hana og mælti hikandi: „Jeg er ekki almennilega viss um . . mjer er ekki alveg ljóst — — „Hvað áttu við?“ spurði hún snöggl, og röddin varð aftur hranaleg. Sjómaðurinn starði á hana. Loksins svar- aði hann: „Jeg veit það ekki . . . .“ „Ætlarðu að fara — eða vera kyr?“ Hann stakk pípunni upp í sig og þeytti svo frá sjer bláum reykjarstrók heint upp i loftið. Síðan svaraði hann: „Jeg neyðist til að fara . . það er óhjá- kvæmilegt.“ „Ó,“ sagði hún, en hjelt svo áfram: „Já — jeg skil. Auðvitað verður þú að fara . . En kemurðu aftur?“ „Mjer finst,“ sagði hann liægt, „sem þetta liafi átt að fara svona .... jeg gat ekki rásð- ið við það. En hvar lendir þetta . . ?“ Hann vpti breiðum öxlunum og sagði skyndilega ákveðinn: „Já, nú fer jeg — alveg á stund- inni! Jeg ætla að sækja stafinn minn“ „Nei, þú hreyfir þig ekki!“ sagði hún og þaut út. Hann lieyrði að hún hljóp upp stigann og kom niður aftur að vörmu spori Hún kom inn, lokaði á eftir sjer og liallaði sjer upp við hurðina eins og áður. í liægri hendi tiennar var stafurinn og böggullínn hans. „Það er eitt, sem . .. .“ byrjaði hann. „Já, jeg veit,“ tók hún fram í fyrir hon- um. „Þú vilt fá að borga?“ Hann kinlcaði kolli. „Það er fiúnn, sem veitir .... Hvað er það mikið?“ Hún hugsaði sig um og nefndi þvi næst upphæðina. Hann lagði peningana í hrúgu á hornið á arinhillunni. Svo gekk liann til hennar, rjetti frain höndina og tók af henni stafinn. „Jæja, þá er jeg farinn.“ „Hvert?“ Hann ypti öxlum. „Jeg rölti eittlivað út í buskann. „Hvað verðurðu lengi?“ Rödd hennar skalf. Aftur ypti hann öxlum. „ Við sjáum nú til. En jeg kem aftur.“ Hún greip báðum höndum í treyjuhornin hans, hristi þau til og sagði. „Þú lofar því? Þú verður að koma aftur! Iiomdu í kvöld!“ Hann hristi höfuðið „Jeg lít inn á morg- unn .... þegar jeg verð búinn að finna einhvern hotn í þetta.“ „Skammastu þín!“ sagði liún blíðlega og brosti örltið. „Jæja, kveddu mig nú!“ Hann laut niður að henni og faðmaði hana að sjer. Hún spenti greipar um liáls- inn á honum er þau kystust; þegar liann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.