Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 með hendinni, þegar brakaði í grein undan skóm okkar. Án minstu aðvörunar fjell slórt espitrje niður í mosann, það skrjáfaði svolítið í runna og heljarstór hjörn kom hlaup- andi niður hól, beint upp í flas- ið á okkur. Byssa „Gargandi andar“ lá þegar við öxl, liann miðaði, hleypti af og tólc síðan á rás með útrjettar hendur, þvi að kúla hans hafði þej'tt burtu toppi af litlu grenitrje rjett hjá. Björninn þaut urrandi fram hjá olckur. Jeg miðaði á miðj- an hlaupandi skuggann gegn- um pílviðarvafninga og hleyjjti af. — Öp o'g köll heyrðust frá Memenowatum liægra megin við mig og aftur komu þessir ægi- legu brestir úr runnunupi fyrir framan. Að þessu sinni kom hin gráleita skepna úr fylgsn- um sínum með geysihraða og uppbrett trýnið svo að það skein í vígtennurnar. — Aftur hleypti jeg af, þegar liann þaut fram hjá. Jörðin skalf af ægi- Iegu öskri, óargadýrið snerist á hæli, mældi okkur út með blóðhlaupnum augunum í eina eða tvær sekúndur og stökk sið- an beint í áttina til „Gargandi andar“. Með viltu ópi þaut Indi- áninn inn í runnana eins og lirædd akurhæna og björninn fylgdi fast eftir. Annað skot heyrðist ásamt hvin í kúlu og kvalaöskri. Jeg heyrði æðis- gengin óp „Gargandi andar“, þegar bann þaut i gegnum píl- viðinn og aftur heyrðist hið ó- heillavænlega urr og brak i runnunum. Hjartað í mjer sló ákaft, er jeg ruddi mjer braut gegn um blautann pílviðinn og bjóst við að finna sundurtætt- an líkama „Gargandi andar“ og standa augliti til auglitis við hina æstu ófreskju, sem neit- aði að taka mark á vel hæfðu skoti. I stað þess rakst jeg á titr- andi krampateygjur hins gráa * bjarnar og blóðið lak i stríðum straumum úr honum i rauða polla. Pílviðurinn sveigðist frá og hlaup riffils Memenowatum gægðist fram og beindist að dauðvona skrokki bjarnarins. En út úr skóginum kom „Garg- andi önd“ brosandi og hafði sloppið með undinn ökla, sein hafði orsakast af því, að hann hafði stigið ofan í holu á hlaup- unum. Jeg horfði á hinn volduga, magra björn alveg steinhissa, því að hann var langtum stærri, en nokkur annar björn, sem jeg hafði sjeð. Og skinnið var grátt og gróft með gulum, óhrein- um skellum hjer og þar, í stað þess að vera svart og silki- mjúkt. Þegar við kveiktum varðeld- inn fóru Indíánarnin að tala um dráp okkar með ákafa hjá- trúarinnar. I einu vetfangi voru þeir orðnir ásáttir um, að þessi björn væri alls ekki í dýrarik- inu, heldur væri það galdra- björn, andi mannætu, sem hefði aldrei átt sinn líka. Á næsta augnbliki voru þeir farnir að álíta hann kynblending milli svarts bjarnar og hvítabjarnar, sem hefði einhvernveginn reilc- að inn á land frá Hudsonfló- anum. Innan klukkustundar vorum við húnir að flá björninn og Mem>en<owatum benti á opin sárin eftir kúlurnar. Xvær kúl- ur höfðu lent i hjartanu og aðr- ar þrjár höfðu farið í gegn um skrokkinn, en samt hafði þrótt- ur^dýrsins verið svo mikill, að það hafði haldið áfram að berj- ast löngu eftir að fyrsta skeyt- ið liafði hæft hjartað. En í mag- anum var ekkert nema nokkur ber visin eftir veturinn. Við vorum ekki fyrr komnir til varðstöðvarinnar daginn eft- ir, en Memenowatum skildi við okkur og fór í smáleiðang- ur fyrir sjálfan sig. Hann kom seint heim og eirrauða andlitið á honum var fölt af ótta. Hann liafði rakið slóð bjarnarins, leið ina, sem hann hafði komið, nóttina sem hann var að snuðra kringum varðstöðina. Bangsi hafði komið eftir þráðbeinni línu frá litlu vatni um tíu kíló- metra til austurs. Enginn venju- legur björn mundi gera það, sagði hinn gamli veiðimaður. Nú vgj- hann alveg viss um, að við höfðum alls ekki drepið björn, heldur sál einhvers hrausts dauðs manns, já, ef til vill eins skyldmenna hans. Enn í dag er jeg að velta fyr- ir mjer, hvort þessi björn hafi getað verið hvítabjörn. Hudson- flóalandið er langt frá þeim landsvæðum, sem hvítabjörninn lifir vanalega á, en einkennileg- ir hlutir vilja oft til í óbygðun- um. Jeg hefi sjeð elgsdýr drep- ið af Dog Rib-Indíánum í Barr- enlandi, þar sem elgsdýr hafði aldrei áður verið, og á hinum rniklu gildruveiðum mínum lief jeg sjeð rauða refi flytja búferl- um frá skógi vöxnum landsvæð- um yfir á freðmýrar Norður- heimskautsins. Ef til vill hefir þessi mjó- slegni „galdrabjörn“ líka aðeins verið sveltur, gamall hvítabjörn í ofurlítilli landkönnun fyrir sjálfan sig. Sta-M-i-M-E H. W. L. SAUNDERS VARA-LOFTMARSKÁLKUR, sem nokkni fyrir jól var skipaður hæstráðandi 11. flugher- deildarinnar, er SuffurAfrikubúi, fæddur i Transwaal, skamt frá Johannesburg. Þar átti hann heima þangað til hann gekk í herinn áriff 19Pi. Hann fjekk heiðurspening fyrir afrek sín í Kaisaki, í Austnr-Afríkunýlendiinni þýsku, árið 1916, en þá var hann þar riffilsstjóri í riddaraliðssveit. Áriff eftir gerðist hann flugmaður og tók þátt í styrjöldinni á vesturvígstöffvun- um, undir stjórn sir Sholte Douglas loftmarskálks. En frá febrúar 1939 til desember 19'fl var hann forseti flugforingja- ráðsins á New Zealand og siffar foringi við orustuflugmanna- ráðið i Englandi, þangaö til hann tók viff núverandi stöffu sinni. ÞÆR LJÓSMYNDA FYRIR FLUGHERINN. . .Stúlkur úr ,,Brilish Woman Royal Naval Service", effa „Wrens“ eins og þaö er skammstafaff, liafa nú verið œfðar i þvi að gegna Ijósmyndatökum fyrir sjóherinn og flugherinn, en þó ekki i flugvjelum, sem sendar eru út i loftárásir eða bardaga. Einn þáttur í náminu er sá, að þær skuli fljúga í sex tíma, til að æfa sig i Ijósinyndatölcu úr lofti. Hjer sjást tvær koma út úr flugvjel, með Ijósmyndavjelina á milli sín.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.