Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 13
F Á L K i N N
13
KROSSGÁTA NR. 451
Lárjett. Skýring.
1. Skip, 4. Styrkleiki, 10. Kaldi,
13. Innýfii, 15. Högg, 16. biti, 17.
Larfa, 19. Ansvar, 21. Stœkkuðu, 22.
Gana, 24. Reika, 26. Embættismann,
28. Skyldmenni, 30. 3 eins> 31. Rölt,
33. Skammst., 34. Gælunafn, 36. í
viðbót, 38. Fangamark, 39. Trúverð-
ugri, 40. Frostmerki, 41. Hljóð, 42.
3 Samhl., 44. ílát, 45. Tónn, 46.
Tala (í 10 litlir negrastrákar), 48.
Heiður, 50. Stafurinn, 51. Hugarró,
54. í beini, þolf., 55. Neitun, 56.
Ólu, 58. Höfuðborgir, 60. Mölina, 62.
Sagnmynd, 63. Fjármunir, 66. Fram-
vliðinn, 67. Forsetning, 68. Happa-
maður, 69. Suðu.
Lóðrjett. Skýring.
1. Fugl, 2. Litlu, 3. Gera ósljetta,
5. Lýsingarorð, fleirt., 6. Fuss, 7.
Athuga, boðh., 8. Verkfæri, 9. Ham-
fletta, 10. Fiskar, 11. Á fiski, þolf.,
12. Þætti, 14. Fugl, 16. Hátíð, 18.
Veiki, 20. Kvæði, 22. Hraða, 23.
Óhreinka, 25. Hitaveiki, 27. Hljó-
aði, 29. Frægð, 32. Barn, 34. Atv.-
orð, 35. Óhljóð, 36. Flýti, 37. Gauf,
43. Það sem skeður árlega, 47. Ó-
hugguð, 48. Nógur, 49. Maijnsn.,
50. Fæddur, 52. Tímamarkið, 53.
Jarða, 54. Löðra, 57. Kunni vel við,
58. Sæti, 59. Sjaldgæfur, 60. Sarg,
61. Stafurinn.
LAUSN KR0SSEÁTU NR.450
Lárjett. Ráðning.
1. Strika, 6. Atgeir, 12. Angann,
13. Einnig, 15. Lá, 16. Fram, 18.
Einn, 19. Gl., 20. Aka, 22. Iljanna,
24. Ana, 25. Sals, 27. Lönin, 28. Slit,
29. Kríta, 31. Ggg, 32. Meira, 33.
Trúa, 35. Vatn, 36. Óstandinu, 38.
Skur, 39. Lina, 42. Litur, 44. Org,
46. Rumba, 48. Ólar, 49. Ófara, 51.
Marg, 52. Tdm, 53. Maínótt, 55. Ras,
56. Rs., 57. Köln, 58. Flóa, 60. Sa,
61. Útnári, 63. Angrar, 65. Ólagða,
66. Kranar.
Lóðrjett. Ráðning.
1. Snákar, 2. Tg, 3. Raf, 4. inri,
5. Knall, 7. Teinii, 8. Gína, 9. Enn,
10. In, 11. Rignir, 12. Alaska, 14.
Glatað, 17. Mjög, 18. Enig, 21. Álit,
23. Anganóran, 24. Alin, 26. Strókur,
28. Setunum, 30. Ausur, 32. Manir,
34. Atr, 35. Vil, 37. Alótrú,.38. Stam,
40. Amar, 41. Bagsar,- 44. Ófín, 45.
Gróf, 47. Brasar, 49. Óalið, 50. Atlar,
53. Mörg, 54. Tóna, 57. Káa, 59.
Agn, 62. NI„ 64. Ra.
Drekksð Egils ávaxtadrykki
slepti henni, runnu hendur hennar niður
með vöngum hans og um leið greip liún
gletnislega i litla gullhringinn í hægra eyra
hans og hvíslaði:
„Strákanginn! Stráklingurinn minn‘“ —
Ilendur liennar fjellu niður, hún sneri við
og opnaði hurðina.
„Farðu þá,“ sagði hún. „Því fyr sem þú
ferð, því fyr kemur þú aftur!“
Hann sneri sjer við í dyrunum og sagði:
„Sæl á meðan.“
„Sjáumst aftur. Og gættu að þjer. Þú
kemur aftur?“
Hann laut höfði til samþykkis.
Hún stjakaði örlítið við honum. Svo leit
liún upp til hans og brosti. Hann sá, að það
glitruðu tár í augum hennar. Hann gekk
hægt, ofur hægt fram ganginn í gegnum
bjórstofuna og út á veginn. Þar nam hann
staðar og kveikti sjer i pípu. Hann var i
þann vegin að leggja af stað og út i sól-
skinið þegar hann heyrði að gluggi var
opnaður fyrir ofan liann. Hann leit upp og
sá hana. Hann veifaði til liennar og hjelt
svo af stað, en þá kallaði hún til hans í
gæluróm:
„Komdu bráðum aftur .... tígrislilja!“
Hann snarstansaði. En glugganum var
skelt aftur. Hann stökk í þrem skrefum
að bjórstofudyrunum, en heyrði þá manna-
mál. Það var Emma og sennilega vika-
drengurinn, sem hann hafði ekki sjeð. —
Iiann var á báðum áttum, en sneri loks frá
og gekk áfram eftir veginum, sem hann
liafði farið daginn áður. Hann gekk hratt,
eins og hann væri knúinn áfram af sterku
afli, og væri að reyna að hrista af sjer
heilabrotin með líkamlegri áreynslu. Tígr-
islilja! HVer fjárinn var það eiginlega? Og
hvað kemur þetta við liinu, sem gerðist í
gær? I morgun var hann búinn að stein-
gleyma tedrykkjunni og öllu sem þar að
laut. Hann var víst með einhverjar vanga-
veltur jdir því í gærkvöldi — og hann rám-
aði i að hafa dreymt einhverja bansetta
vitleysu. En í morgun var það alveg liorfið
úr huga hans.
Hvað skyldi þetta alt saman þýða? Ein-
hversstaðar hlaut lausnin að finnast, en
ekkert „stóð heima“.
Þáð var ekki heil brú í neinu, að þvi er
sjeð varð. En nú vissi hann að minsta kosti,
hvert ferðinni var heitið. Hann hafði ekki
ætlað sjer aftur lieim að hvíta húsinu, en
uú var hann á leiðinni þangað.
Hann fór sörnu leið og daginn áður, upp
eftir trjágöngunum, stökk yfir girðinguna
og inn í beykiskóginn. í þetta sinn kom
hann á stíginn, sem lá heim að bakhlið
litla hússins. Hann staðnæmdist við garðs-
hliðið og virti fyrir sjer húsið. Á þvi var
engin sjáanleg breyting, jafnvel bláa, mjóa
reyksúlan stóð enn upp úr reykháfnum,
sem var nær. Alt í einu sá hann skýrt fyrir
sjer hið óttaslegna augnaráð telpunnar, er
liún bað hann að „fara ekki“ — og er hún
litlu seinna sárbændi hann um að flýta sjer
burt.
Hann kiofaði yfir girðinguna og gekk
liægt upp troðninginn, á milli hænsnakof-
anna og matjurtagarðsins. Hænurnar görg-
uðu og göluðu, er þær sáu hann og bauna-
stangirnar stóðu í beinum og sakleysisleg-
um röðum. Honum lá við að hugfallast yfir
öllum þessum hversdagsleika, en hjelt samt
áfram. Bakdyrnar stóðu opnar, en þegar
hann gægðist inn fyrir, sá hann ekkert
nema vatnskrana, þvottavask og hlaða af
óhreinum diskum.
Hann hjelt áfram, gætilega, út á gras-
blettinn, þar sem smáborðin blöstu nú við
honum hnípin og dúklaus. Síðan gekk hann
að framhlið hússins og barði á litlu hurð-
ina með stafnum sínum.
Hann beið í tvær minútur — þá barði
hann aftur, fastara. Nú heyrðist fótatak á
steingólfinu.
Hurðin var opnuð og stúlkan stóð fyrir
framan hann. Hún var enn í upplitaða bóm-
ullarkjólnum og með sólskygni á höfðinu.
Fíngerða andlitið hennar var enn fölara
en daginn áður og undir starandi augunum
sáust dökkir skuggar.
Sjómaðurinn brosti til hennar og bauð
góðan daginn.
Varir hennar hreyfðust og kippir komu
i hálsinn, en ekkert hljóð lieyrðist. Hún
starði á hann eins og í leiðslu.
Hann hafði ekki af lienni augun. „Jeg
ætlaði að fá meira tóbak,“ sagði hann vin-
gj arnlega.
Aftur bærðust varir hennar og krampa-
kendur titringur sást í hálsinum, en orða-
skil hejTðust ekki. Hún sneri sjer við eins
og hún ætlaði inn ganginn, en hneig alt í
einu á gólfið. Hún riðaði ekki nje baðaði
út höndunum, heldur fjell saman þegjandi
og hljóðalaust, eins og gúnmiileikfang, sem
stungið er gat á.
Sjómaðurinn flýtti sjer inn fvrii og laut
yfir stúlkuna. Hann lyfti henni varlega
upp og lagði af stað inn ganginn. Á liægri
l'önd urðu fyrir honum hálfopnar dyr. —
Hann ýtti hurðinni upp á gátt með fætin-
um og steig yfir þröskuldinn. Hann hrökk
við og hörfaði undan þeirri voðasjón, sem
blasti við honum. Hann gægðist aftur hik-
andi yfir litlu stúlkuna, sem lá máttlaus i
faðmi hans.
„Herra trúr!“ hvíslaði hann.
Svo sneri hann sjer undan og gekk yfir
ganginn inn í annað herbergi. Það leit út
fyrir að vera svefnherbergi, fátæklega bú-
ið járnrúmi, borði og stól og gamalli skjöld-
óttri kommóðu. Rúmið var óumbúið og
sængurfötin í megnustu óreiðu. Hann lagði
hana upp í rúmið og setti kodda undir fæt-
urna á henni. Svo þreifaði hann eftir hjart-
slættinum og ljetti stórum, er hann fann
hjartað bærast. Hann fór frá henni og skildi
hurðina eftir galopna. Síðan fór hann aftur
inn í hitt herbergið.