Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Miðnæturgestur Hið taugaæsandi æfintýri, sem rithöfundurinn lendir í, stuttu eftir að hann gekk í þjónustu Hudsonflóafjelagsins. Regnið buldi á þaki varð- stöðvar Hudsonflóafjelagsins við Pepekwatooke, sem er í miðjum óbygðum Kanada aust- an við Iludsonflóann.. Við og við Jvlufu eldingar himininn eins og ógnandi sverð og sungu ömurlega yfir toppum greni- trjánna. Það hafði verið harður vetur, jafnvel í Norður-Manitoba, og síðan sumarið áður hafði jeg hvorki sjeð hvítt andlit nje tal- að eitt orð i ensku. Núna, þeg- ar ísa var farið að leysa komu Cree-Indíánar daglega á bark- arbátunum sínum, hlöðnum af skinnavöru, hundum, konum og krökkum, og komu bátunum fyrir nálægt varðstöðinni, áð- ur en þeir fóru að versla með veiði sína, bjarnar-, bjóra- og moskusfeldi. Dyrnar á bjálkakofanum min- um lirukku upp og inn kom Memenowatum geitarskinns- klæddur, og virtist hið mahog- ny-lita andlit hans áhyggjufult. „Okemow,“ sagði hann kverk- mæltur, „er það satt að þú haf- ir sjeð snák nálægt húsinu þínu í dag?“ Jeg fullvissaði hann um að svo væri. „Hu! Hu;“ hrópaði hann á- liyggjufullur og Ijet brýrnar siga. „Veistu það ekki, að Pina- sen, hinn geysistóri þrumufugl sem er valdur að eldinguni, jetur snákana? Bráðlega mun eldingu ljósta niður í þetta hús og drepa þig. Komdu, Okemow, og sofðu í mínum kofa í nótt. Þar er þjer óhætt!“ Þegar jeg neitaði, hristi hann liöfuðið og reyndi að sannfæra mig um, að jeg væri heimskur „Shagonash“ og að mig mundi innan margra klukkustundaí iðra ákvörðunar minnar. Hinn geysistóri skrokkur hans þriggja álna, hvarf því næst út um dyrnar eitthvað út í regnið. Bjálkakofinn minn var aðeins eitt herbergi, fimtán feta breitt og átján feta langt. Gólfið var úr tilhöggnum grenitrjám og þakið úr bjálkum, leir og berki. Tuttugu metra í burtu var verslunarliúsið og nærri þvi var birgðaskemman. — Þegar Memenowatum var farinn kast- aði jeg mjer á trjefletið mitt, kveikti á kerti og reyndi að lesa. En þrátt fyrir það hve fráleitt það var, sem Rauðskinn- inn hafði spáð, leið mjer hálf illa. Þetta var fyrsti veturinn minn, aleinn í Indiánalandi, og jeg hafði ósjálfrátt drukkið í mig talsvert af sálarlífi Indi- ánanna. Svæfður af hávaðanum í hinu lemjandi regni, sofnaði jeg. Jeg veit ekki hve lengi jeg svaf. Það var koldimt og kert- ið var brunnið út, þegar jeg vaknaði loksins. Oti hvein vind- urinn eins og í dauðasorg og lamdi regninu óaflátanlega á gluggann. Skyndilega slóst einhver þung ur hlutur í vegginn að utan- verðu með geysilegum hávaða og leirinn hrundi niður úr þak- inu. Hjartað í mjer hætti að slá. Að undanskildu ýlfrinu i vind- inum og niðnum í regninu var alt hljótt eins og í dauðs manns gröf. Sannfærður um, að ímynd- unin væri að hlaupa með mig í gönur, sneri jeg mjer því aft- ur upp í horn. Húsið skalf og nötraði af öðru höggi og ann- að regn af leir fjell á gólfið. Þessu fylgdi hljóð, sem lílctist því, að eitthvað væri að klóra og krafsa að utanverðu í vegg- inn við hliðina á rúminu mínu. Því næst kom þungur dynkur og svo óhugnanlegt urr, að mjer rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hálfklæddur settist jeg á rúmbríkina og hugsaði árang- urslaust um, hvaða dýr gæti verið fyrir utan. Það skyldi þó aldrei vera svartur björn! Eng- inn tók neitt tiltakanlega mikið mark á svarta birninum. Hann var aðeins einskonar heimskur klunni skógarins, sem mundi bjástra þunglamalega í burtu, ef hann sæi mann nálgast. En þá fór jeg að hugsa aftur um það, sem Cree-Indíánarnir höfðu sagt mjer, hvernig karl- björninn gæti ferðast í burtu frá vetrarhýði sinu í vígahug, magur og reiður, rifið stór trje í sundur með óhemju afli og tætti sundur börkinn með kjafti og klóm. Boms! Kofinn skalf aftur. í þetta sinn var ekki um að vill- ast, þetta óheillavænlega hljóð sem fylgdi. Það filaut að vera björn — já, riieir að segja mjög stór björn. Hvað yrði um mig, ef hann fyndi nú hinar veik- bygðu dyr. Riffillinn minn var úti í birgðaskemmunni, tuttugLi metra í burtu, einu vopnin min voru stríðsaxarlöguð exi og slátrarahnifur. Jeg var hálft í hvoru að hugsa um að þjóta út í skemmu og þrífa Winchest- erriffilinn minn, þegar jeg mint- ist þess, að björn getur hlaupið á við veðhlaupahest. Dýrið úti gæti stokkið á mig áður en jeg næði að stinga lyklinum inn í ryðgaða skráargatið á skemm- unni. Hve lengi björninn barði og ýtti á vegginn, veit jeg ekki, en jeg verð að viðurkenna, að þessi miðnæturræningi hræddi mig ekki alllítið. Að lokum varð aftur alt hljótt. Björninn hafði auðsjáanlega farið í burtu þreyttur af öllum hinum ár- angurlausu tilraunum til að komast inn. Nú var tækifærið til að læðast út í skemmuna ok ná í riffilinn! Jeg byrjaði að fikra mig áfram í áttina til dyranna, en vegna dimmunnar datt jeg um stól. Um leið reið eitt högg enn á veggnum. Hann hafði augsýnilega ætlað að lokka mig út og stökkva svo á mig, karlinn sá. Loksins sendi dögunin fyrstu gráu morgunskímuna inn um gluggann minn, rigningunni ljetti og stjörnurnar fóru að mást af himninum. Jeg var nú búinn að fá háar hugmvndir um þolinmæði og kænsku hins óþekta andstæðings míns, svo að það var ekki fyr en albjart var orðið, að jeg þorði að opna dyrnar, þjóta út í skemrnu, þrífa riffilinn og staðnæmast til að lita í kríng um mig. Alt í einu heyrði jeg þrusk á bak við mig, sneri mjer snögg- lega við með fingurinn á gikkn- um og stóð augliti til. auglitis við — ekki björn i vígahug, heldur dauðskelkað andlitið á Meinenowatum. Þó hann væri hissa á, að jeg væri enn á lifi, gekk þó fram af honum, er jeg miðaði á hann byssu. En jeg skýrði alt út fvrir honum í flýti og síðan fórum fórum við báðir að aðgæta fót- sporin. För eftir geysistóra hramma voru greinileg í blautri leðjunni. Alt í kring um kof- ann minn var búið að trampa moldina út í eina forarleðju og djúp för og rifur eftir bogn- ar klær voru á veggjunum. — Indíáninn tók höndum fyrir munn sjer og rak upp hálfkæft óp af undrun. Bráðlega höfðu frjettirnar kallað Indíánakonur og stráka á staðinn. Þau gláptu galopn- um augum á stór förin og töl- uðu í hálfum hljóðum. Þetta var alls ekki björn. Þetta var endur- holdgaður andi einhvers dauðs Indíána, sem átti eftir að jafna einhverja gamla reikninga, og hafði valið til þess bjarnar- gerfi. Anægður yfir að hægt var að finna miklu betri skýringu fjekk jeg Memenowatum og annan Indíána, sem kallaður var „gargandi öndin“, til að hjálp.a mjer að elta óboðna miðnætur- gestinn. Við lögðum af stað klukku- tima síðar, vopnaðir Winchest- errifflum, með teppin okkar ásarnt nokkru af mat. Memeno- watum gekk fyrstur. — Þungi dýrsins og hin blauta jörð auð- velduðu mjög að rekja sporin. Við fylgdum svo slóðinni upp að knjám í gljúpum mosa og leðju, fram hjá grenitrjám, sem hætt voru að vaxa, og ógeðsleg- um eitursveppum. Einu sinni eða tvisvar mistum við af slóð- inni á granítklöppum, en æfð augu Memenowatum fundu hana brátt aftur. Þreyttir og sveittir af erfiði ferðalagsins og hinum mikla hita í greniskóginum, hvíldum við okkur, kveiktum undir katl- inum, borðuðum nokkuð af þurru kjöti og lögðum þvínæst af stað aftur. — Við töluðLrm varla orð, meðan við þrömm- uðum á mosanum klukkutima eftir klukkutíma í vesturátt og fylgdum nálcvæmlega slóðinni. Skuggarnir tóku að lengjast og að lokum seig sólin niður bak við liin oddhvössu grenitrje og rauðgullnum bjarma sló á vest- ur himininn. Við vorum inni í miðju þjetts greniskógar, sem rauður pílviður var í þann veg- inn að yfirgnæfa. Stóru sporin voru altaf að verða nýrri og nýrri og Memenowatum hafði tvisvar gefið aðvörunarmerki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.