Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N LAUGARNES- SPÍTALINN BRENNUR Á miðvikudagskvöld annað en var brann Holdsveikraspítal- inn í Laugarnesi til kaldra kola. Eldsins varð vart klukkan rúm- lega átta og kom ameríkanska slökkviliðið á vettvang kl. 8.10 en íslenska slökkviliðið 7 mín- útum siðar. Eftir nálægt liálfa aðra klukkustund var hin mikla bygging orðin að rúst einni. Það er efamál hvort holds- veikraspítali verður nokkurn tíma reistur aftur á íslandi. Á þeim tæplega 45 árum, sem spít- alinn stóð í Laugarnesi hefir skipast svo um, að holdsveikin er nær horfin úr landinu. ------Suinarið 1940 voru þeir fáu sjúldingar, sem á spítalan- um voru, fluttir á hressingar- hælið 1 Kópavogi, og í mörg ár hafði spítalinn ekki verið full- skipaður. En fyrir fimmtíu árum var iioldsveikin einn versti sjúk- dómurinn, sem þjóðin hafði af að segja. Eftir að danski próf- essorinn Ehlers liafði ferðast hjer um landið til þess að rann- saka lioldsveikina, beitti hann sjer fyrir því, að danskir Odd- fellowar kæmu lijer upp spít- ala, og var bygging hans liafin sumarið 1897. Hinn 4. febrúar 1898 voru samþykt lög um árs- útgjöld til spítalans og 27. júlí um sumarið var spítalinn af- hentur landstjórninni að gjöf, af nefnd danskra Oddfellowa, er liingað komu í því skyni, undir stjórn Petrus Beyers stór- sire reglunnar. Var spítalinn vígður sama dag með mikilli viðliöfn. Læknir spitalans var ráðinn Sæmundur Bjarnhjeðinsson hjeraðslæknir á Sauðárkróki, en prestur spítalans Friðrik Hallgi’ímsson núverandi dóm- prófastur. Yfirhjúkrunarkona spítalans var ráðin Christiane Jörgensen, sem síðar várð kona Sæmundar yfirlæknis, en þá tók við Harriet Kjær, sem var yf- irhjúkunarkona í Laugarnesi í fjölda ára. Sæmundur var yfir- læknir spítalans uns hann hafði náð liámarksaldri lækna og fluttist liann þá til Danmerkur, íslenskt og erlent slökkvilið að verki. en við tók Maggi Júl. Magnús. En raðsmaður spítalans var um langan aldur Guðmundur Böðv- arsson. Haraldur heitinn Níels- son prófessor var lengi prestur spítalans. Framan af árum var jafnan fult á spítalanum og jafnan nægilegt af nýjum sjúklingum í stað þeirra, sem fjellu frá. En síðar fór nýjum sjúklingum að fækka. Spítalinn og einangr- un sjúklinganna hafði þau áhrif að holdsveikin tók að þverra, og nú eru horfur á, að veilcin hverfi innan^skamms úr land- inu. Hefir þvi stofnun spítalans bjargað landinu frá einum hin- um þungbærasta sjúkdómi sení þjóðin hefir átt við að stríða, og hin rausnarlega gjöf Dana borið tilætlaðan ávöxt. Laugarnesspítalinn var lengi vel ein allra stærsta bvgging í landinu, enda var Reykjavík um aldamótin hýsna ólík því, sem nú er. Þá var Latínuskól- inn i rauninni eina stórbvgg- ingin á landi hjer. Nú má heita að komin sje samfeld bygging inn að Laugarnesi, en þá þótti komið út fyrir hæinn, er komið var inn að Rauðará. Laugarnes- spítalinn stóð á fögrum stað og bar hátt við, svo að allir hlutú að veila þessu stórhýsi atlivgli. Og þrátt fyrir það að bygging er nú orðin mikil inn með sjón- um, munu menn „sakna vinar í stað“ nú, þegar hin fagra hygging er horfin. Hún hafði að mestu gegnt, hlutverki sínu, er hún varð Loga að bráð. Spítalinn var vátrygður fyr- ir 800.000 krónum, er hann hrann, og vitanlega væri óhugs- andi að byggja slíka stórbygg- ingu fyrir það fje nú. Skaðinn er því tilfinnanlegur, frá hvaða sjónarmiði sem á er litið. Um upptök eldsins er enn ekki kunnugt , en sennilegt er, að þau stafi frá miðstöð húsáiits. Eldsins varð fyrst vart um mið- hik hússins og mátti heita að það yrði alelda á svipstundu. Mgndirnar tók V. S. Army Signal Corps.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.