Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 GERIST ÁSKRIFENDUR FÍLKANS HRINGIB í 2210 KROSSGÁTA NR. 452 Lárjett skýring: 1. Hlifðarfats, 6. Sauðarfita, 12. Batnar, 13. Rissar, 15. Fangam. 16. Hrörnun, 18. Eggjunarorð, 19. Fangam., 20. ílát, 22. Áhaldið, 24. Segja fyrir, 25. Millibil, 27. Gang- fletir, 28. Skraf, 29. Æ, 31. Loft- tegund, 32. Tölu, 33. Heila, 35. Grun- að, 36. Frjettnæmar, 38. Yfirvinna, 39. Tóma, 42. Frjett, 44. —ti, 46. Geymi, 48. Dýri, 49. Ráða, 51. Ment- uð, 52. Þrir samhl. 53. Mikill hiti, 55. Torf, 56. Fangam., 57. Ramba, 58. Bíta, 60. Skima, 61. Sáðlöndin, 63. Fætur, 65. Áhaldið, 66. Litur, Lóðrjett skýring: 1. Dansskemtanir, 2. Á fæti, 3. Ella, 4. Glettni, 5. Vik, 7. Á Sáms- stöðum, 8. Stjarna, 9. Mætti, 10. Fangam., 11. Gumar, 12. Plögg, 14. Fitlar, 17. Feiti, 18. Flýtir, 21. Ýlda, 23. Skip, 24. Pyngju, 26. Fláræðinu, 28. Flokks, 30. Fánar, 32. Lagði, 34. Siða, 35. Sk—, 37. Skjálfa, 38. Áll, 40. Ber, 41. Fámennur, 43. Klakatak, 44. Hagga, 45 Þungu hljóði. 47. Traðkað, 49. Háskann, 50. Stjett, 53. Mjúku, 54. Siðar, 57. Titill, 59. Herma eftir, 62. Fangam., 64. Fangam. LAUSN KROSSGÁTU NR.451 Lúrjett. Ráöning. 1. Örk, 4. Ofurafl, 10. Kul, 13. Nýra, 15. Áfall, 16. Nagi, 17. Drusla, 10. Karfar, 11. Ugga, 12. Lið, 14. Ráfa, 26. Landstjóra, 28. Afa, 30. AAA, 31. Ról, 33. Kr„ 34. ína, 36. Auk, 38. V F, .39. Sannari, 40. ís- rákir, 41, Óm, 42. N B G, 44. Aslc, 45. Ta, 46. Tíó, 48. Æra, 50. Oið, 51. Sálarfriður, 54. Merg, 55. Nei, 56. Urpu, 58. Soffíur, 60. Urðina, 62. Eruð, 63. Auður, 66. Andi, 67. Til„ 68. Erfingi, 69. Nið. LóÖrjett. Ráöning. 1. Önd, 2. Rýru, 3. Krukla, 5. Fáa, 6. Uf, 7. Rannsak, 8. Al, 9. Flá, 10. arfar, 11. Ugga, 12. Lið, 14. Assa, 16 Nýár, 18. Lungnabólgu, 20. Bróðurs óður, 22. Asa, 23. Ata, 25. Taksótt, 27. Ýlfraði, 29. Frami, 32. Óviti, 34. Inn, 35. Arg, 36. Asa, 37. Kák, 43. Árferði, 47. Ósefuð, 48. Ærn, 49. Ari, 50. Orpinn, 52. Árið, 53. Urða, 54. Mora, 57. Undi, 58. Set, 59. Rar, 60. Urg, 61. Áið. Manntjón í ölfusá. Framhald af bls. 11 þjófurinn á hest, reið út í ána og drap sig þar. 1793. Einar yngri sonur Brynjólfs sýslumanns Sigurðssonar í Hjálm- holti, druknaði í Hólmsós í Ölfusi, við Ölfusá. 1800,1. júlí. í Ósey rarnesi sökk skip af ofhleðslu í streng á miðri ánni. Druknuðu þar 7 manns, flest Skaptfellingar, er voru að koma úr kaupstaðar og skreiðarferð. Meðal þeirra er fórust var Sigríður Jóns- dóttir, kona Markúsar prests að Reyni og Höfðabrekku i Mýrdal. Náðist hún þó aðeins með lifsmarki. Einnig druknaði þar ferjumaðurinn, Snorri Ögmundsson, faðir Jóns bónda í Nesi. En 4 varð bjargað og þ. á m. prestinum nýnefnda, sem hlóð skipið til ófæru. (Minnisv.tíð. II. 432, og nánar: ísafold 1887, bls. 115). 1820. Farandkona druknaði í Ölf- usá. ^ 1831. Maður frá Oddgeirshólum fórst í Ölfusá. 1842. Merkur bóndi, Hannes, frá Sandvík i Flóa druknaði i Ölfusá. (Þá druknaði líka maður í Hvítá). 1844. Fimm menn fóru á bát út i Hólma, nálægt Ármóti í Flóa. Brotn- aði önnur árin, svo bátinn rak á stein og hvolfdi. Einn þeirra gat svamlaði til lands, með undarlegum hætti, og komst heim að Ármóti. Fjekk þar mannhjálp og færi. Er að ánni kom aftur, stóðu 2 menn í ánni og lijeldu sjer svoleiðis í fasta steina, að árvatnið rauk yfir höfuð þeirra. Með því að kasta vað til þeirra tókst þó að bjarga þeim, en 2 höfðu druknað. Annar sem bjargað var, Ólafur Þorgeirsson frá Vaðnesi i Grimsnesi, var merkur bóndi. (Annáli 19. aldar). 1853, 30. júní. Gísli Jónsson prest- ur í Kálfhaga (hjá Kalln.) og 2 menn aðrir báðu um ferju yfir Ölf- usá, með kú og naut áleiðis til Reykjavikur. Ferjuskipin voru tvö og tekið minna skipið. Átti fyrst að ferja kúna, en presturinn hjelt i nautið á meðan. Ut á ánni braust kýrin um og hvolfdi bátnum. Ann- ar maðurinn komst á kjöl. Vildi þá prestur bjarga, og lagðist til sunds, því að hann var syndur vel, en dapraðist sundið, svo að hann druknaði, ásamt þeim manni er ekki komst á kjölinn. Það var Guðni sonur Simonar hreppstj. i Laugar- dælum.. (Ann. 19. a.). 1858. Sigurður frá Litlabæ á Álfta- nesi var ferjaður yfir Ölfusá í Ós- eyrarnesi, að áliðnum degi i nóv- embermánuði. Var hann með nokkr- ar kindur og tvo hunda, vildi kom- ast i Hraunshverfið til gistingar. Dimt var um kvöldið og hörku að- fall í ánni. Fáum dögum síðar fund- ust 2 kindur og hundarnir báðir reknir upp úr ánni. Hefir maðurinn ætlað að stytta sjer leið um leirur þær er flæðir yfir i miklu aðfalli. Og var haldið að maðurinn hefði týnst þar og horfið í sandleðjunni. (Ann. 19. a.). 1869, 22. ágúst. Runólfur Run- ólfsson, verkstjóri úr Reykjavik, var að vegargerð í Ölfusi, með 5 mönn- um. Fór liann niður á Eyrarbakka til sýslumanns að sækja verkalaun. Ætlaði svo út yfir ána aftur, en var ölvaður, reið gæðingi og lagði út i ána á hestinum, við Laugardæla ferjustað. Fórst þar bæði maður og hestur. Níu mánuðum siðar fanst lík RunóJfs óskaddað, ofan við Ós- eyrarnes, og var jarðsett í Kallaðar- nesi 29. mai 1870. Runólfur hafði tekið lijá sýslumanni 100 rd„ og greiddi af þeim þá þegar 31 rd. til tveggja verkamanna. 24 rd. átti liann sjálfur, en afganginn 45 rd. taldi Þorsteinn Jónsson sýslum., i brjefi til amtmanns (Brjefabók) sjálfsagt að greiddir yrðu af dán- arbúinu. En nú vildi svo vel til, að þessir peningar allir fundust á lik- inu. 1873, 28. febr. Sjera Guðmundur E. Johnsen i Arnarbæli, var þann dag að skíra barn í Hraunshól (Eyleif, son ólafs Eyjólfssonar og konu hans Guðrúnar Hermannsd.). Um kvöldið fylgdi Jón Halldórson bóndi á Hrauni prestinum heim á leið, voru ríðandi og lentu í vök eða ónýtum ís, á ósi fyrir vestan Arnarbæli, og druknuðu þar báðir. — Jón var faðir Kristins vagnasmiðs i Reykjavík og þeirra mörgu systk- ina. 1877. Gamall bóndi, bilaður á geði fórst af is i ölfusá. 1887. Arnbjörg Magnúsdóttir frá Tannastöðum í Ölfusi fanst önduð i Ölfusá. Hefir verið geðveik og farg- að sjer, þar eð sýslumanns leyfi var fengið til jarðsetningar á venjuleg- an hátt. 1890. Maður druknaði þannig i Ölfusá, að hann sundreið til þess að sækja ferju. 1891. Við smiði Ölfusárbrúarinn- ar, 15. júnl, druknaði þar 1 mað- ur enskur. — Brúin var vígð um haustið (8. sept.). Eftir það hverfa stóru slysin. 1895. Páll Pálsson vinnupiltur á Kotströnd var sendur með 2 hesta 8. jan„ að Kirkjuferju, sem líka er i Ölfusinu — við ána. Skilaði hann þar erindum og flutningi. Lagði svo á stað heimleiðis i byl og frosti, viltist út á Ölfusá, tapaði þar hest- unum niður um ísinn og vöknaði mikið sjálfur. Sást þetta allt siðar, er lik piltsins fanst þar á ísnum spölkorni fjær (Þjóðólf. ’95 bls. 15). Sama ár, 18. febr. Sigriður Þor- varðsdóttir, kona á Egilsstöðum í Ölfusi, fyrirfór sjer i Ölfusá. 1917., Filippus Gíslason frá Stekk- um í Flóa, druknaði i Ölfusá, 29. júni. 1919. Helgi sonur Ólafs prests Helgasonar á Sfóra-Hrauni (var 27. ágúst á austurleið i brúðkaup syst- ur sinnar), druknaði (i Hólmsós?) i Ölfusi. Likið fanst, og hesturinn dauður i sandbleytu. Helgi var „ung- ur maður, efnilegur og vel látinn“. 1922. Tómas Stefáns, skrifstofu- stjóri við Landsimann i Reykjavik, var 2. júli að klifra upp vírstrengi Ölfusárbrúar, datt þaðan í ána og druknaði. 1933. Maður frá Oddgeirshólum í Flóa, fórst í Ölfusá. 1942. Baldvin Lárusson, bílstjóri, steyptist í ána af Ölfusárbrú og druknaði. Aths. Tala þess fólks, sem hjer er getið að druknað hafi, er fult 100 i Ölfusá, þó tekin sje lægsta tal- an (30) af fyrsta hópnum, og þar af 6 konur, sem aðgreindar eru. Og með viðbótinni, litið eitt út frá sjálfri ánni, eða í ósum við hana (og sennilega álum úr henni milli hólma, er áður voru nokkrir i Arn- arbælislandi), verða druknaðir ekki færri en 115. Þar af 6 prestar (1 próf.), prestskona og prestsdóttir, 9 bændur, Skálholts ráðsmaður, m. fl.. göfugra manna Þar sem nú meira en helmingur þessara manna allra (65, eru alveg óaðgreindir eftir stöðu, nafni og kyni, þá má geta nærri að fleiri hafa verið en sjeð verður meðal druknaðra, bæði kvennmenn og bændur. Fátt eitt er lijer nefnt af hestum þeim, nautpeningi og sauðfje, sem i sambandi við flutning yfir ána, hlýtur að hafa farist í henni. Og ekkert orð um verðmæti eyðilagðrar vöru, fatnaðar og annara liluta. Mannslífið verður aldrei metið til peninga, með sannvirði. Ferjutollar voru ótrúlega lágir á siðustu aðal- ferju áratugum, og kjör ferjubænda þvinguð miklu meira en áður, (svo sem sagt verður á öðrum stað). En flutningur yfir ölfusá, með fólk og fjenað, fiskæti og kaupstaðarvörur og búferli hefir verið óhemju mikill á öllum öldum — að loknu land- námi. Fróðlegt væri að vita, hversu þetla alt hefir kostað þjóðina mörg and- virði Ölfusárbrúar. Og ánægjulegt væri (ef þess væri fremur kostur) að vita, liversu mörg mannslíf brú- in sparar þjóð vorri á hverri öld. V. G.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.