Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsms Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 7 Það var óyndislegt greni, sóðalegt og ósmekklegt eins og sú, er þar hafði búið. Á milli hurðarinnar og legubekksins lá „frænka“ — eða það sem var eftir af henni. Fæturnir voru þar, búkurinn og handleggirnir, en hálft höfuðið var inar- in kássa af beini og holdi; viðbjóðsleg sýn. Sjómaðurinn blistraði á milli tanna sjer. Hann kraup niður hjá líkinu og þreifaði á því. Það var hvorki volgt, nákalt nje stirnað. Hún var nýdáin. Hann svipaðist um í herberginu án þess að rísa á fætur. 1 fyrstu sá hann ekkert ó- venjulegt; herbergið var troðfullt af hús- búnaði. Þar stóðu ótal smáborð með mynd- um í skrautlegum, en óvönduðum römmum, ennfremur þrír gríðarstórir hægindastólar með sama skjannalega áklæðinu og var á legubekknum, útflúraður skennur, burkn- ar í pottum og litlir stólar. All stórt kringl- ótt borð var klemt upp að vegg á bak við einn stóra stólinn, og á því stóð bakki með óhreinum diskum, bolla, tepotti og eggjaleyfum. Á arinliillunni var upplitaður, vírofinn flauelsdúkur og á honum stóðu líka myndir og klukka. Undir rykugum glerhjálmi stóð kross á flauelspúða. Var krossinn úr kuðungum og skeljum greypt- ur í steinlím. Glugginn var kræktur aftur og loftið í herberginu var dautt og fúlt. Sjómaðurin ætlaði að fara að risa á fæt- ur, þegar hann rak augun í hlut, sem hon- um hafði sjest yfir. Það var raunar tvent, sem vakti athygli hans, en fyrst og frerrist var það stóra sleggjan, sem var reist upp við hægindastólinn næst honum; hana þurfti að athuga. Hann stökk á fætur og lók hana upp. Öðru megin á sleggjuhausn- um voru storknaðir blóðkleprar og hold- tætlur. Hann vóg gripinn í hendi sjer. Eitt iiögg með þessum drelli hefir nægt, hugs- aði hann með sjálfum sjer. Hann ljet sleggjuna aftur á sama stað, en sneri sjer alt í einu við og virti hana fyrir sjer með hendur á mjöðmum. Svo bölvaði hann og dró indverskan hálsklút upp úr vasa sínum. Hann kraup á knje og nuddaði skaftið duglega með klútnum, rjett fyrir ofan hausinn. Jeg var heppinn að snerta ekki á endanum á skaftinu, hann, þá hefði jeg líka orðið að þurka út fingra- för liins. Hins! Honum varð ónofalega hverft við þessa hugsun. Hann klóraði sjer annars vegar á hökunni; tók síðan viðbragð, stikl- aði gætilega yfir hrúgaldið á gólfinu, hjúp- að óhreinum, íburðarmiklum greiðsluslopp, og flýtti sjer út. Þegar hann kom fram á ganginn, heyrði hann liljóð, sem kom hon- um til að hraða sjer inn í svefnherbergið. Stúlkan var ekki í rúminu. Hún var kom- in með annan fótinn upp í gluggakistuna og neðri rúðan var galopin. Hann þaut vfir að glugganum, þreif utan um hana, og ljet hana niður. Svo lokaði hann glugganum með annari hendinni, en hjelt iienni fastri með hinni. „Við þurfum að tala dálítið saman, barn- ið gott. Þú verður að reyna að harka af þjer.“ Hann var naumast búinn að sleppa af henni hendinni, þegar hún rjeðist á hann sem óð væri, barði liann með litlu hnef- unum og sparkaði í hann með öllum kröft- um. Það skein í tennurnar og hálf-kæfðar setningar brutust fram úr henni. „Sleptu mjer! Sleptu mjer! Þeir ná í mig — taka mig fasta! Lof mjer að fa-ra .... Þeir loka mig inni!“ hljóðaði hún upp. „Jeg veit það .... þeir ætla að læsa mig inni!“ Hún barðist um á hæl og hnakka, en sjó- maðurinn lyfti henni upp og bar hana að iúminu. Þar settist liann með hana, og hristi hana dálítið til eins og óþekkan krakka. Svo sagði hann ákveðinn: „Vertu róleg! Róleg! Heyriðu það?“ Og hún varð róleg, og grúfði sig hljóð og hreyfingarlaus upp við öxlina á honum. Eftir svolitla stund ljet hann hana setj- ast við hliðina á sjer, studdi hönd á öxl hennar og spurði: „Hvernig vildi þetta til?“ Hann benti með þumalfingrinum í áttina fram gang- inn. Hann fann hvernig hrollur fór um hana. Hún hristi höfuðið með erfiðismunum.. „Jeg .... veit það .. ekki,“ sváraði hún seint og slitrótt. Röddin var hljómlaus og sljó. Hún starði án afláts niður fyrir fæt- ur sjer. „Hvenær sástu . . uppgötvaðir þú þetta?“ spurði hann blíðlega, en með festu. Hún svaraði ekki, og hreyfði sig ekki að heldur. Bláu augun störðu í sífellu galop- in og sljó á gólfið við fætur hennar og and- litið var öskugrátt. Hann kom fastara við öxlina á henni og sagði aftur: „Hvenær fanstu það?“ , „Svo sem klukkutíma .... “ Hún talaði þvoglulega og eins og ósjálfkrafa. „Hvernig var það?“ „Þegar jeg kom inn aftur .. fór að sækja í eldinn .. þá lá það þarna.“ Sjómaðurinn velti þessu fyrir sjer. — „Hverjir búa i húsinu?“ spurði hann loks. Nú leit hún upp í fyrsta sinn. „Bara jeg,“ sagði hún. „Og — og— og ..“ svo gafst hún upp og leit fram að dyrunum. „Bara þið tvær, eða hvað?“ spurði hann. „Hvenær sástu hana síðast, áður en þetta kom fyrir?“ „Rjett áður en jeg fór eftir eldiviðnum." Hún var aftur orðin niðurlút og augun starandi. „Var alt i lagi með hana þá?“ Honum til mikillar undrunar, lyfti hún höfðinu og gaf frá sjer hlátur. Hann stóð upp og virti hana fyrir sjer með athygli. Svo spurði hann: „Gat nokkur hafa komið hjer i morg- unn? — Á meðan þú varst í burtu?“ Hún hristi liöfuðið og grúfði sig niður. „Jeg veit það ekki.“ „Þú hreyfir þig ekki hjeðan!“ sagði liann svo og tók eitt skref í áttina að dyrunum. Hann bjóst við afleiðingum af þessu til- tæki sínu, en hraus hugur við þeirri óstjórn- iegu skelfingu, er það vakti. Hún rak upp æðisgengið óp og þaut fram úr rúminu, þangað sem hann stóð, og kreisti á honum handlegginn með örvæntingarafii „Ekki fara! Ekki fara! Ekki fara!“ Það var ægi- legt að hlusta á þessu hálfkæfðu. trvllings- legu hljóð. Hann sneri sjer snöggt við. Hún slepti takinu og fjell á knje fyrir framan hann, vafði handleggjunum um fætur hans pg mændi biðjandi upp til hans. Hann leit nið- ur, og nú skildi hann fyrst, hvað það var, sem hann sá í augum hennar, þegar hún opnaði fyrir honum stundarfjórðungi áður. Það var ótti; óumræðileg, ofsaleg angist, sem hann hafði ekki órað fyrir að væri til og þess vegna ekki þekt. Hann laut niður og reyndi að taka haiia upp. „Svona nú, svona nú, góða. Það er alt í lagi.“ sagði hann sefandi. En hún vildi ekki rísa upp og hnipaði sig saman. alveg niður á gólfið. „Sjáðu nú til,“ sagði hann í öngum sín- um. „Jeg er vinur þinn. Reyndu að skilja það barnið gott. Vinur þinn!“ En hún hjelt áfram i hann dauðahaldi, svo hann neyddist til að beita hana valdi. Hann beygði sig og losaði hendurnar, sem læstu sig um fótlegg lians, og lyfti lienni upp. Aftur bar hann hana yfir að rúminu og settist með hana í fanginu. Ekkert orð hafði komið af vörum henn- ar frá því að angistarvein hennar sneru honum aftur. En hann fann, hvernig stif- ur grannur líkami hennar skalf öðru hvoru eins og af krampakendum ekka eða hrolli. Hann reyndi að gægjast framan í liana og uppgötvaði þá, að hún hafði bitið í brún- ina á treyjuhorninu hans; það stríkkaði á kjálkavöðvunum við áreynsluna. Þegar liann leit upp, tók hann eftir öðru. Höfuð hennar hafði sveigst aftur, er hún beit i treyjuhornið og við það gapti kjóll- inn hennar í hálsinn svo að hann sá blá- lauða, þrútna rák, eins og eftir svipuhögg. Hún hafði skorist inn í hvítt og viðkvæmt börundið, þvert yf jr grannar herðarnar. Andardráttur hans varð líkastur hvæs- andi blístri. Hann vatt sjer við í sætinu og tók undir hökuna á telpunni. Blitt en ákveðið reisti hann upp á henni höfuðið, svo að tennurnar neyddust til að sleppa takinu. „Starðu ekki svona. Hættu þessu!“ Rödd hans virtist liafa snert einhvern nýjan streng í brjósti hennar, því að það kom nýr svipur á andlitið, hinir stirðnuðu steingerfingslegu drættir mýktust svo að nú líktist hún aftur hinum dreymandi ung- ling, sem bar honum teið daginn áður. ótt- inn skein enn þá úr blíðum augunum og fölu andlitinu, en á bak við hann brá fyrir fölum vonarglampa. „Þú lætur þá ekki gera það. Þú lofar að láta þá ekki gera það.“ hvíslaði hún og greip báðum höndum um úlnliðinn á hon- um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.