Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.04.1943, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N - LITLfl SflBfln - Á UPPBOBI UPPBOÐIÐ var að byrja, þegar Gwen og Billy tróðu sjer inn. Uppboðshaldarinn var krangalegur, kvefaður og geðvondur. Hann þekti svona fólk. Ungt fólk, sem gérði sjer von um að fá eitthvað ódýrt í búið. Nærri borði hans sat lafði Sutley, hún hafði einhverja meðgjörð með skranið. Tveir menn báru 25 fyrstu númerin í uppboðsskránni fram. Númer 25 sló og sagði hvað klukk- an var. Uppboðshaldarinn hafði margt að liugsa. Nr. 6 var gamall látúnsbakki; á honum voru 5 billiardkúlur, tveir öskubakkar og eitt vindlingabylki. Aðstoðarmaðurinn lyfti bakkanum, svo fólkið gæti sjeð, en allir litu heldur kuldalega á gripinn. „Hver gerir boð í þessa þörí'u muni?“ spurði uppboðshaldarinn. „Lyftu bakkanum hærra, Jerry!“ En þá fataðist Jerry; hann misti bakkann og alt datt af honum nið- ur á gólf. Ekki varð uppboðsliald- arinn skapbetri við það. í sama bili spurði forvitinn mað- ur lögregluþjóninn við innganginn um eitthvað. „Spyrjið mig ekki um það,“ svaraði hann. „Það kemur' mjer ekkert við.“ Jerry kom nú nær dyrunum, og forvitni maðurinn, sem tók eftir svuntunni á honum, fór að spyrja hann einhverra upplýsinga. Lög- regluþjóninum ljetti; hann hallaði sjer að dyrastafnum og fór að leita með augunum að glæpamönnunm, sem liann vissi að ekki voru þarna inni. En Jerry var þarfari, því að hann tók skrá forvitna mannsins og skrifaði nokkrar tölur aftan á hana. Lafði Sutley langaði til að kaupa nr. 17. Hún handljek gleraugun sín. „Hver vill bjóða jafn hlægilega lítið óg 100 krónur i þetta skrif- borð?“ hrópaði uppboðshaldarinn. Lafði Sutley hóstaði. „Bjóðið þið i!“ „Fimm krónur boðnar,“ sagði lornsali einn. „Sex — — tíu!“ Svo varð þögn. „Má jeg bjóða fimtán?“ sagði lafði Sutley og stóð upp. — „Átján!“ sögðu tvær konur. „Nítján!‘ æmti sú þriðja. Lafði Sutley var eins og úti á þekju. Loks settist hún, rjóð og sneypl, eftir að hafa komið borð- inu upp i fimtíu krónur. „Kerlingarálftin hefði getað feng- ið það fyrir helmingi lægra verð,“ tautaði frú Wáller. Nú var nr. 18 dregið fram undan borði. Það voru tvö ljót leirker með sterkum litum. IJppboðshaldarinn lijelt áfram. „Hver vill bjóða tuttugu krónur i þessa skrautgripi —- mesta heimilis- prýði?“ „Fimtíu aurar boðnir,“ sagði kona þyrkingslega. „Hærra,“ sagði uppboðshaldar- inn. „Tvær — þrjár — hver býður fimm?“ Nú settist fluga á hárið á Gwén. Billy lyfti hendinni til að reka hana burt. Uppboðshaldara varð litið á hann og sagði: „Ágætt, he'rra minn. Fimm krón- ur — þarna gerðuð þjer góð kaup!“ „Jeg vil ekki eiga þessi ljótu leir- ker,“ sagði Gwen. „Vitanlega ekki,“ sagði Billy. „Hvers vegna keyptir þú þau þá?“ „Jeg keypti þau ekki.“ „Segið mjer nafn yðar,“ sagði uppboðshaldarinti og svo var haldið áfram. Billy hlaut nr. 33. Og þau keyptu Jíka nr. 80. Það voru eikarliúsgögn, sem aðrir kærðu sig ekkert um eða leist ekki á. „Nú skulum við fara, elskan mín,“ sagði Gwen. Uppboðshaldarinn gaf þeim liornauga. Nr. 81 var líka tvö ljót leirker. Sá fyrsti sem bauð var ungi maðurinn forvitni. „Tvær krón- ur,“ sagði hann. „Þrjár!“ hrópaði einhver. „Fjórar!“ öskraði sá þriðji. „Hirðið þjer þau þá,“ sagði ein kerlingin. Og þá heyrðist hamars- högg. Tveim tímum siðar nam vagn lafði Sutley staðar fyrir utan lög- reglustöðina. Hún náði tali af full- trúanum. Hún hafði mist perlufest- ina sính. Lögregluþjónninn, sem verið liafði á uppboðinu, var spurð- ur. Nei, engir grunsamlegir menn voru á uppboðinu. Fulltrúinn tók fram myndabók. „Jú, þetta er hann, þessi var að spyrja mig.“ Nú var leitað i ruslinu í uppboðs- salnum, þar fanst samanbögluð skrá yfir munina, og aftan á hana var skrifað: nr. 81. Svo var flett upp á kerunum, nr. 81. Jú, forvitni mað- urinn sem liafði keypt þau, hjet John Smith, Suðurgötu 4. Lögreglu- fulltrúinn fór óðar í Suðurgötu 4. Digur kerling opnaði fyrir honum. Jú, Smith var heima. Ilann bjó þar um stundarsakir, en húsmóðirin vissi engin deili á honum. Fulltrú- inn þaut upp stigann og opnaði varlega fyrstu hurð. „Nú.jæja, Sharkey. Eruð þjer nú byrjaður aftur?“ Jolin Smith leit við og biturleik- inn i andlitinu breyttist i bros. „Góðan daginn, fulltrúi. 1 þetta sinn farið þjer fýluferð.“ Fulltrúinn brosti óþolinn. „Hvað eruð þjer að gera hjerna?“ Á borð- inu var mikið af leirbrolum. „Jeg varð fyrir óhappi. Jeg keypti tvö leirker í dag, en nú eru þau bæði i molum . .. .“ „Jæja,“ sagði fulltrúinn liugsandi og tók fram liamar, sem lá undir blaði á borðinu. „Mjer þykir þetta leitt, Sharkey, en jeg neyðist víst til að rannsaka herbergið.“ Ekkert fanst, en Sharkey hefði víst gjarnan viljað vita hvað full- trúinn var að tína úr brotunum og stakk i vasa sinn. En þetta var nú ekki annað en brot úr botninum á kerinu, með skrármerkinu á. Gwen og Billy voru að koma liús- gögnunum fyrir. Það gekk seint, þvi að BiIIy var altaf að taka utan um Gwen og segja lienni hvað sjer þætti vænt um hana. „Jeg get ekki horft á þessi Ijótu leirker þarna!“ sagði hún og mynd- aði sig til að kasta hamrinum í þau. En hamarinn rann úr liendinni á henni og mölvaði stútinn á öðru kerinu. „Þarna fjekk það það sem það vantaði/1 sagði Billy og hló. Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? AUGUST STRINDBERG Fæddur i Slockholm 1849. Dáinn í Stockholm 1912. Maurice Maeterlinck hefir stund- um verið kallaður Shakespeare Belg- iu og stundum hefir August Strind- berg líka verið kallaður Shakespeare Svía, sakir hinna skýru og máttugu lýsinga sinna. Þegar leikrit lians „Faðirinri' kom fram, árið 1887, varð ekki um það deilt, að Strind- Þau lieyrðu að barið var á dyr. Það var fulltrúinn. Hann hafði feng- ið heimilisfang þeirra hjá uppboðs- haldaranum. „Þetta var leitt,“ sagði Gwen. —- „Jeg liafði ekki haldið, að nokkur maður kærði sig um þessi ker. Mað- urinn minn keypti þau í ógáti. Þjer hefðuð gjarnan mátt fá þau, en nú hefi jeg þvi miður brotið annað.“ Fulltrúinn leit á liamarinn og hló. Svo athugaði hann brotna kerið nánar, en hjónin liorfðu undrandi á. Upp úr kerinu dró liann perlu- festi lafði Sutley, vafða inn í papp- ir. Svo sneri hann sjer að lijónun- um og talaði lengi við þau. „Er yður alvara, að við fáum þóknun fyrir þetta?“ spurði Gwen. „Lafði Sutley liefir lofað tvö þús- und krónum,“ svaraði fulltrúinn. „Elskan mín;“ sagði Gwen og faðmaði Billy að sjer. „Og nú ætla jeg að biðja yður að lána mjer perlufestina yðar frú, og lofa mjer að vera lijerna i stofunni í nótt. Mig langar til að ná í þorp- arann.“ Klukkan var hálflvö og tunglið var nýhorfið bak við ský, þegar Sha-rkey ldifraði inn um gluggann. Hann var að brjóta stútinn af ker- inu og liirða perlufesti Gwen, þeg- ar hann fann eitthvað kalt snerta úlfliðinn á sjer, og albjart varð í herberginu, „Munið það næst,“ sagði full- trúinn rólega, að líta á tölurnar frá báðum hliðum. Hafið þjer íhugað, að 18 á höfði lítur út eins og 81?“ „Já,“ sagði Sharkey súr, „en það er of seint.“ „Já, þá erum við loksins sam- mála!“ sagði fulltrúinn. berg væri einn af fremstu rithöf- undum Evrópu. En áður en Strindberg fjekk sig- urinn hafði hann lifað æskuár, sem voru eitruð af basli. Hann var skap- mikill og átti i sifeldum útistöðum við prófessorana við Uppsalahá- skóla, og loks hröklaðist hann það- an án þess að ná prófi. Síðan lifði hann frá hendinni til munnsins, af kenslu, blaðamensku og öðrum skrif- um, þangað til 1874, að vinum hans tókst að útvega honum bókavarð- arstöðu við kgl. bókasafnið i Stock- holm. Hann lauk við fyrsta leikrit sitt, Mester Olof, árið 1872, en sex ár liðu þangað til honum tókst að fá það tekið tii leiks. Þegar það loksins kom fram, árið 1878, varð það til þess að boða byltingu gegn liinum gamla sið í bókinentum Svía. Styrkur Strindbergs í leikritagerð liggur i því, hve sýnt lionum er um að bregða upp andstæðum í hugar- fari manna og lýsa þeim. Líklega hefir ekkert leikritaskáld lýst gremju sinni og litilsvirðingu á kvenfólk- inu jafn hatramlega og Strindberg. Rithöfundurinn Martha Bellinger segir (í bók sinni „A short history of the drama) að Strindberg hafi hvað eftir annað fengið brjálæðis- köst og þjáðst af kynferðiskvillum, sem ollu því, að liann hafði enga ánægju af hjónabandinu. Víst er uni það, að ýmsir af leikjum lians, svo sem Julia, FaOirinn, IJlekkurinn, Lánardrotnar og Ffelagar lýsa kon- unni sem fullkomnum óvini. B. H. Clark segir í bók sinni „The Cont- inental Drama and' Today“, að í Lánardrotnunum komi fram hið full- komnasta andlega einvigi, sem hægt sje að finna i nokkru nútíma leik- riti. Eftir að Strindberg hafði dvalið heilt ár á liæli, sjer til lieilsubótar á sálinni, eftir að liann hafði lagt að sjer vinnu fram úr hófi og átt i einu hjónaskilnaðarmálinu af þrem- ur, sem liann lenti í um æfina, stofn- aði hann sjálfur leikhús í Stockholm árið 1897, Intinia Teatern. Þar sýiidi hann leikrit eftir sjálfan sig að kalla mátti til æfiloka. Ritstörfum Strindbergs er stund- um skift í þrent: æskuverkin, þar sem viða verður vart hneigðar í rómantíska átt, verk hins drepandi raunsæis, er liann samdi um miðja æfina og þar sem hann prjedikaði að konan væri lágstæð að gáfum, siðgæði og líkamlegu atgerfi, og loks þriðja timabilið, þegar hann hneigð- ist til dulspeki að dæmi Maeterlincks og skrifaði leikritin Svanhvíl, Draumalandiö og Dauðadansinn. — Sagnleiluir hans, För Pjeturs hepna, er ekki sjerstaklega eftirtektarverð- ur, en náði miklum vinsældum. Alls samdi Strindberg 49 leikrit. Faðirinn. Þessi leikur, sem stundum hef- ir verið kallaður hræðilegasti leikur, sem þýddur hefir verið á enska tungu, var sýndur í fyrsta sinn í Paris 1887 af Ant- oine, á Théatre Libre. í Kaup- mannahöfn var liann frumsýnd- ur 1889, á Freie Buhne i Ber- lin 12. október 1890, í London 23. júli 1911 og á Berkeley The- ater i New York í apríl 1912. Hjúskapur riddaraliðskapteinsins og Láru konu hans hefir verið sí- feld barátta mannsins fyrir því að verða konu sinni yfirsterkari, en reyndin varð sú, að konan hefir haft Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.