Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Nýr bresknr sendiherra á tslandi Edmond H. 6. Shepherd VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framku.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSp/e/d. Skr ad daraþankar. Það kom fram bæði í ræðu og riti núna á sumardaginn fyrsta, a‘ð sá dagur væri þjóðlegasti dagurinn á árinu og mesti hátíðisdagur, næsl jólunum. Það var talað svo hjart- næint um þetta, að ókunnugir skyldu halda, að einhver merki allra þess- ara „þjóðlegheita“ myndu sjúst og að dagurinn fengi svip er sýndi og sannaði, að alt þetta þjóðlega tal væri ekki fimbulfamb út í toftið. En það er mála sannast, að sum- ardagurinn fyrsti hefir gersamlega mist þau þjóðlegu einkenni, sem hann- hafði. Að minsta kosti er svo i Reykjavík. Hann er í raun og veru engirin tyllidagur, hvað þá liútíðis- dagur. Það eina, sem setur svip á daginn i höfuðstaðnum, er fjársöfn- un Barnavinafjelagsins Sumargjöf, en lienrii var ekki einu sinni til að dreifa i þetta sinn, því að daginn bar upp á helgidag í sjálfri páska- vikunni. Það sem Sumargjöf hefir efnt til un^anfarin ár á sumardag- inn fyrsta hefir jafnan verið gerl með röggsemi og myndarskap, svo að það hefir tosað deginum upp úr því hversdagslega. Nú var þessu ekki lil að dreifa, og þess vegna sá fólk betur en ella nú siðast, live lítið er orðið eftir af því, sem áð- ur tilheyrði sumardeginum fyrsta. Ilvað er nú orðið um allar venj- urnar, sem samfara voru þessum degi fyrrum, og sagt er frá í þjóð- menningarsögu Jónasar Jónassonar. Hvernig er um mataræðið? Og hvar eru sumargjafirnar? Skyldu það ekki vera .fáir, sem eru svo gamaldags að gefa sumargjafir? Það hefir farið um þetta, eins og svo margt annað, það liefir týnst og gleymst — vís- vitandi. Þrátt fyrir alt þjóðræknis- hjalið eða þjóðernishræsnina, sem allir ganga með i nösunum, sem þykjast vilja vera menn með mönn- um, varpa menn fyrir borð öllu því þjóðlega, sem þeir geta mögulega losað sig við. Það þykir ekki fínt. Látum svo vera. En þá ætti fólk að viðurkenna þetta hreinskilnislega, en ekki vera að stæla þjóðernis- farísea á strætum og gatnamótum, og þykjast vera alt annað en það í raun og veru er. En hitt er víst, að þjóð sem vili varðveita sjálfa sig, á betri stoð i siðum og háttum forfeðranna, en margan grunar, ef hún vill nota þetta. Það þarf fleira en tungu og bókmentir til að varðveita þjóðern- ið. Það þarf útsýn um öxl — tengsl við fortíðina. Svo sem áður er frjett var nýr sendiherra skipaður fyrir Bretland hjer á landi þann 21. janúar s. 1., i stað Howard Smith sendiherra, er andaðist hjer á siðastliðnu sumri. Af ýmsum ástæðum hefir koma hins nýja sendiherra Edmond H. G. Shep- herd dregist, m. a. vegna þess, að hann hafði störfum að gegna fyrir bresku stjórnina vestur í Ameriku þegar hann fjekk skipunina, enn- fremur þurfti hann að verja nokkr- um tíma í Englandi til þess að kynna sjer sjerstaklega ýms málefni, sem vifa að íslandi, ekki síst á versl- unarsviðinu. Hinn nýi sendiherra kom hing- að fyrra laugardag, 17. apríl, og á þriðjudaginn var kallaði hann blaða- menn á fund sinn á skrifstofu sendi- ráðsins i Þórshamri. Sendiherrann er maður hátt á sextugsaldri og liefir langan starfs- feril að baki sjer í þágu breskra utanríkismála. Hann dvaldi í Dan- zig frá 1937 þangað til í júlí 1939 og hafa verið birtar sltýrslur eftir hann frá þeim tima, sem einkanlega eru athyglisverðar fyrir það hve vel þær lýsa undirbúningnum undir inn- llmun þessa fríríkis í Þýskaland þá um liaustið. Síðan dvaldi hann í Amsterdam til vorsins 1940 og var með þeim síðustu er þaðan fóru, er borgin fjell í hendur Þjóðverja. Það má þvi segja, að sendiherrann hafi dvalið „nálægt eldinum“ árin fyrir stríðið og framan af stríðinu. Síðan hefir hann verið i þjónustu bresku stjórnarinnar á ýmsum stöð- um, þar á meðal i Amerilcu. Sendiherrann ávarpaði blaða-/ mennina þessum orðum: „Mjer þykir sjerstaklega vænt um að fá þetta tækifæri til þess að hitta yður, blaðamenn, vegna þess að samvinna mín við stjettarbræður yðar á öllum þeim stöðum, serii jeg hefi áður starfað á hefir jafnan ver- ið hin ánægjulegasta. Við höfum oft unnið saman og liaft gagnkvæman hag af því, og þeir hafa hjálpað mjer, sem milliliður gagnvart al- menningi, sem blöðin vinna svo á- byrgðarmikið starf fyrir, ekki síst nú á tímum, í því að safna og dreifa frjettum og skoðunum, sem fram koma. Vegna þess að jeg kýs jafnan að minnast þess, sem mjer er ánægja að, þá hefir mjer þótt sjerstaklega vænt um að minnast þeirra staða, sem mjer hefir hlotnast að starfa ú, og jeg lit til baka með einlægu þakklæti og ánægju til þess, sem á dagana liefir drifið þar sem jeg hefi átt dvalarstaði í síðastliðin þrjátíu ár. Jeg hefi því enga ástæðu til að halda, að ísland muni reynast nokk- ur undantekning frá þessari ánægju- Iegu reglu; þvert á móti er jeg sann- færður um, að dvöl mín hjer mun ganga að óskum í öllu tilliti og þess vegna tek jeg við hinum nýju störf- um mínum með glöðum hug. Jeg er sjerstaklega viss um þetta vegna þess hve jeg hefi notið einstæðrar alúðar af liálfu íslenskra embættis- inanna og einstakra borgara, fyrst i Bandaríkjunum og síðar í Bret- landi, og nú hjer á íslandi, þar sem mjer hefir verið tekið með svo mikilli hlýju og alúð og notið svo mikillar gestrisni hjá öllum þeim, sem jeg hefi kynst hingað til, eigi sist af hálfu ríkisstjóra Sveins Björns sonar og frúar hans, svo og í utan- ríkismálaráðuneytinu, að mjer finst jeg vera alveg eins og heima hjá mjer. Það verður eigi aðeins _hlut- skifti mitt heldur og ánægja mín að gera ávalt mitt besta til þess að styðja að samfeldum vináttutengsl- um og greiða fyrir gagnkvæmum hagsmunum íslands og breska þjóða- sambandsins.“ í viðtali sinu við blaðamenn ljet sendiherrann þess getið, að vestan hafs hefði hann m. a. kynst Vil- lijólmi Stefánssyni og dr. Helga Briem, auk margra annara íslend- inga. „Þó jeg komi ekki fyr en seint þá megið þið ekki slcilja það svo að því hafi verið um að kenna, að það hafi verið hik á mjer hvort jeg ætti að taka við stöðunni. En eins og áður er sagt varð svo margt til að tefja fyrir. Mjer var boðin staðan 14. okt. og 28. nóv. var feng- ið samþykki íslensku stjórnarinnar.'1 Sendiherrann hefir frá mörgu að segja frá æfintýrum sínum i Danzig og Hollandi. En að lokum berst tal- ið að verslun Breta og íslendinga og þá einkum fiskversluninni, með tilliti til hinnar væntanlegu verð- lækkunar á íslenskum fiski, og kröf- unni um að íslendingar sigli með fisk til austurstrandarinnar. Hafði sendiherrann kynt sjer þau mál áð- ur en hann fór frá Bretlandi og m. a. átt tal við ýmsa í Fleetwood því viðvíkjandi. Greinir liann ítar- lega frá sjónarmiði Breta og matvæla- ráðuneytisins í þessu máli, svo og frá samgönguaðstæðum, bæði með og móti. Fleetwoodbúar eru þar ó bandi íslendinga, enda gefur fisk- verslunin þeim mikla atvinnu. Þeir sýna fram á, að ákvæðið um að ís- lensk skip sigli á austurströndina hafi þau álirif, að Bretar fái bæði minni fisk og lakari fislc, en ef siglt væri á Fleetwood, því að hver ferð tekur talsvert lengri tíma. Hafði sendiherrann ráðlagt fiskkaupmönn- um í Fleetwood að skrifa um þetta ítarlega skýrslu til stjórnarinnar. Annars kvaðst liann eigi vera nógu fróður um þessi mál lil þess að geta gefið ákveðin svör um þau, en ljet Jiess getið, að hann teldi víst að fisksölustjóri ríkisins, John Adams, gerði sjer ferð hingað til þess að kynna sjer aðstæðurnar hjer. Guðgeir Jónsson bókbandsmeistari varff 50 ára 28. b. m. V1 Frú Vigdís Ketilsdóttir, Grettisgötu 26, verffur 75 ára í dag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.