Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Leck Fischer: Þriggja tíma viðstaða. Karsten Engström þurfti að bíða þrjá tíma í Skanderslev áður en hann gœti haldið áfram með næturlestinni. Nú sat hann í biðstofunni og stytti sjer stund- ir með þvi að lesa i blaði, án þess að geta afráðið með sjer hvort liann ælti að labba út í hæinn eða ekki. Eiginlega lang- aði hann til þess, en hinsvegar — var það ekki hættulegt að fara að rifja upp gamlar end- urminningar ? Hann hafði gaman af að horfa á umhverfið. Það var eitt- hvað svo notalegt og hlvlegt að sitja í fátæklegum biðsal á danskri járnbrautarstöð, eftir margra ára dvöl erlendis. Vegg- irnir voru alsettir myndum og auglýsingum, og hann gat ekki stilt sig um, að lesa þær allar með tölu. Hænsnabú auglýsti fóðurblöndu handa hænsnum og hafði skreytt liið ódýra til- boð sitt með litskrúðugum, stór- uin hænum, en annað firma til- kynti með tröllauknu og sann- færandi letri, að mjaltavjel væri nauðsynleg hverjum hónda sem nokkuð kvæði að. Milli þessara auglýsinga tveggja hjekk mynd af Grundtvigskirkj- unni fullgerðri og litmvnd af Kristjáni öðrum í fangelsinu í Suðurborgarliöll á Als. Lang- veggurinn var alsettur lokkandi tilboðum um sumarleyfisvist á Fanö, í fjöllunum suður í Sviss og á Skagen. Mynd ein í um- gerð, af sumardegi í sveitinni var furðulega litlaus í saman- burði við sterkar litaandstæður auglýsinganna. Eftir auglýsinga myndunum að dæma var nátt- úran jafn einkennileg á Skagen og í Sviss, en kanske hefir það verið prentsmiðjunni að kenna. Fyrir fimtán árum hjengu aðrar myndir þarna á veggjun- um, en annars var biðsalurinn alveg eins og þá. Unga stúlkan, sem nú sat við afgreiðsluborðið súr á svipinn, var að suinu leyti svipuð stúlkunni, sem setið hafði á sama stað fyrir fimtán árum. Hve mikið eða live lítið mundi þá bærinn liafa breyst? Engström stóð upp og gekk á- leiðis til dyranna. Það væri nær að nota tímann til þess að ganga um úti, en að sitja þarna inni i slæmu lofti. Ætti hann ekki að heimsækja hann Rasmus gamla Madsen, ef hann væri þá lifandi og borga honum þessar fjórar krónur, sem hann skuld- aði honum? Þá ætti hann þó að minsta kosti eitthvert erindi. Skamt frá stöðinni voru trjá- göngin, sem lágu í boga milli bæjarins og stöðvarinnar. Þau voru alveg óbreytt og vindurinn hvein i gömlu trjánum alveg eins og forðum. Engström hrosti þegar hann sá þau. Hann mint- ist svo rnargra kvölda, þegar liann var einn á gangi undir þessum trjám. Og hjer hafði liann líka gengið með írenu. Hann gekk liægt upp eftir. Það var einmitt vegna írenu, sem endurminningin um gamla daga þarna í bænum liafði orð- ið svo lifandi. Hann hafði ekki hugsað oft til hennar síðustu tíu árin, svo margt hafði gerst síðan, en í þá daga hafði hon- um fallið þungt að missa hana. Þess vegna var einmitt gaman og einkennilegt að ganga þarna undir trjánum og hafa meðvit- und um, að þarna hefði hann forðum gengið með ungri stúlku með hár, sem liafði verið eins og glóandi geislabaugur um ennið, og sem hefði brosað eins og engill. Þannig hafði hann sjálfur lýst henni einu sinni. En nú notaði maður önnur orðatil- tæki. Bærinn hafði stækkað i átt- ina til stöðvarinnar. Hann varð forviða að sjá, að nú voru komn- ar húsaraðir, þar sem áður höfðu verið grænir akrar. Það voru meira að segja komnar verslanir meðfram trjágöngun- um. En þessu og þvíliku gat maður átt von á, þegar maður kæmi á fornar slóðir eftir fim- tán ára útivist. Engström sneri inn á aðal- götuna, áleiðis inn að torginu. Hann kannaðist við þessa götu, en fanst hún þó ekki vera söm og áður. Þar sem verslanir voru hafði framhliðum húsanna verið breytt. Varningurinn var í stór- um nýtísku sýningargluggum, og sterka birtu frá rafmagns- lömpunum lagði langar leiðir út á götu. Hann reyndi árangurs- laust að þekkja fólkið, sem hann mætti, en kannaðist ekki við nokkurn andlitsdrátt þess, sem hann gæti munað. Ekki gæti neinn bær breytt um íbúa á fimmtán árum, eða var það minni hans sjálfs sem var bil- að? Hann gekk á ská yfir kirkju- torgið og niður Skóarasund í þeim tilgangi að finna tóbaks- búðina hans Madsens gamla. Mjóa sundið var dimt og þröngt eins og áður og húsin lág og lirörleg og spyrntu göfl- um saman, eins og þau væru orðin þreytt að standa. Spjaldið yfir búðardyrum Madsens hjekk á skakk eins og áður. Það var ungur maður, sem kom fram í búðina til að af- greiða. — Engström bað um nokkra vindla og spurði um leið, hvort Madsen gamli væri heima. „Gamli Madsen .. vitið þjer ekki að hann er dáinn?“ Ungi maðurinn lagði vindlana á af- greiðsluborðið og horfði for- viða á gestinn. „Það eru nokkur ár síðan jeg keypti verslunina af honum.“ „Jæja.“ Engström tók upp peninga og borgaði. „Jeg skulda honum fjórar krónur, skal jeg segja yður, jeg verslaði hjá hon- um fyrir fimmtán árum, en þá varð jeg að flytja úr bænum í skyndi og gleymdi skuldinni. Auðvitað hefði jeg átt að senda honum peningana fyrir löngu, en það er stundum erfitt að koma smámunum í verk.“ „Þjer hafið þá átt heima hjer í Skanderslev?“ Vindlasalinn spurði í hæverskum viðræðutón. Og nú fór Engström að langa til að spyrja hann um fleira fólk. Því ekki að spyrja hann livernig írenu hefði vegnað? Hún mundi víst hafa gifst Axel Riis. „Jeg hefi átt heima hjerna í bænum í sex ár.“ Engström rifjaði upp fyrir sjer ýms nöfn og spurði. Um sum þeirra fjekk hann upplýðingar, en önnur kannaðist maðurinn ekki við. Ekki vissi Engström hversvegna hann fór krókaleiðir til að kom- ast að því hvemig Axel hði, en hann vildi ekki spyrja beinlín- is um það. Líklega væri Axel fluttur úr bænum fyrir löngu. „Þekkið þjer mann, sem heit- ir Riis?“ Hann ljet eins og liann spyrði af tilviljun, meðan hann kveikti í einum vindlinum. „Riis? Er það umboðsalinn, sem þjer eigið við?“ „Hann var ekki umboðssali þá, hann starfaði í bankanum, Axel hjet hann víst, ef jeg man rjett.“ „Þá er það umboðssalinn, jeg veit að hann var í bankanum hjer fyrir eina tíð, en —“ kaup- maðurinn hikaði við. „þekkið þjer hann nokkuð sjerstaklega vel?“ „Vel og vel ekki.“ Engström vissi ekki liverju hann ætti að svara. „Hvað eigið þjer við?“ „Jæja, jeg vil ógjarnan fara að tala illa um hann, ef hann er kunningi yðar, en hann hefir ekki gott orð núna — og það er liorium sjálfum að kenna. Jeg hefi haft talsvert saman við liann að sælda, svo að jeg veit hvað jeg syng.“ Ungi maðurinn varð talsvert uppvægur. „Mig langar til að vita, hvern- ig honum hefir farnast.“ „Hann er búinn að vera. — Meira er ekki um það að segja. Jeg segi þetta máske full hrana- lega, en hann hefir líka prett- að mig. Sjáið þjer til, hann hröldaðist úr bankanum í þann tíð vegna þess að hann hafði komist í sjóðþurð, jeg veit ekki hvernig það atvikaðist, en eitt- hvað var það í sambandi við peningasendingu — ekki veit jeg hvort hún var stór, en hann misti stöðuna og það þoldi hann ekki. Jeg held að liann liafi ætl- að að flytja úr bænum, enda var hann víst fjarverandi svo sem missiri, en þá kom hann aftur og hafði fengið ýms um- boð til að gegna. Og þeim störf- um hefir hann gegnt síðan, en þau hæfa honum ekki og hann ekki þeim.“ „Hvað segið þjer?“ F.ngström gleymdi alveg að reykja. Yar það ekki Axel, sem ætlaði að leggja undir sig heiminn, þegar hann var ungur, meira að segja eitthvað af himnaríki líka? „Og svo drekkur hann í laumi.“ Kaupmaðurinn horfði órólegur á gestinn. „Jeg segi það ekki til þes að baknaga hann, en allur bærinn veit það.1' „Jeg skil það, en mig furðar bara á því. Og svo vanrækir hann umboðsstörfin, eða hvað?‘ Engström reyndi að stilla sig. „Hann stendur illa i stöðu sinni Jeg hefi kejrpt vörur af honum, — liann hafði umboð fyrir vindlagerð þá, og hann sveik mig á ljelegri vöru, sem hann hafði keypt fyrir eigin reikn- ing. Það eru fæstir kaupmenn hjer í bænum núna, sem vilja versla við hann.“ „Þetta var leiðinlegt," sagði Engström og hann meinti það líka. Hann hafði unnað vini

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.