Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.04.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N ,Thunderbolt‘ hefir farist Fyrir nokkru uar þess getiö í enskum útvarps- frjettum, að kafbáturinn „Thunderbolt“ vœri tal- inn af. Þessi kafbálur á sjer merkilegri sögu, en nokkur annar kafbátur. Þegur honum var hleypt af stokkunum var hann skirffur „Thetis“. Þegar hann fór reynsluför sína vorið 1939 sökk hann og fórust þar 99 maiuis, þ. á . m. ýmsir sjerfræð- ingar og hátlsettir menn úr flotamálastjórninni. Kafbátnum var náð upp aftur og gert við hann og hóf hann nú störf sín undir nafninu „Thunder- bolt“. Haiui var altaf á ferli og alsstaðar sigur- sæll. Hann hefir skotið niður tvo kafbáta og 5 birgðaskip, skotið á strandvirki óvinanna og merkinu D.S.O. fyrir frábæran dugnað. Hjer sjest bjargað 43 enskum sjómönnum úti á reginhafi. „Thunderbolt“ þegar hann er að fara í kaf. Foringinn, C. R. Crough var sæmdur heiðurs- ÁRÁS A ÞÝSKA SKIPALEST. Sjaldan er talað um árásir Randamanna á skipalestir Þjóðverja en þó er það eiyi fátitt, að um slíkt sje að ræða. Það eru að jáfnaði flugvjel- ar, sem gera þessar árásir. Hjer er mynd af árás Rreta á þýska skipaiest undan HoIIctndh- ströndum. EFTIR SIGUR f EYÐIMÖRKINNI. Hjer er hópur þýskra og ítalskra fanga, sem lekinn hefir verið liönd- um i eyðimörk Afriku, af áttunda hernum. Nú eru hennenn úr „Rrit- ish Highland Division“ að fara með þá afvopnaða i fangabúðirnar, þar sem þeir fá að hvila sig þangað til stríðið er úti. Stutt athngasemd. Hr. ritstjóri! í 16. tölublaði „Fálkans" 9. apríl ]). á. er smáklausa með yfirskrift- inni „Jón í Móum“. Það er ekki um að villast að þar er sveigt á óvið- feklinn hátt að minningu merks manns Jóns heit. Jónssonar bónda í Eystri Móliúsum í Stokkseyrar- hreppi. og dregnir fram gamlir „brandarar" sem þektir voru í ver- stöðvunum austanfjalls, en eru ýmist hreinn tilbúningur eða mjög úr lagi færðir. Þykir j)ví hlýða að minnast Jóns að nokkru. Jón Jónsson var fæddur í Ara- bæjarhjáleigu í Villingalioltssókn ár- ið 1841. Byrjaði búskap í Móhúsum eystri, smábýli við Stokkseyri, árið 1872 og dó þar 7. febr. 1903. — Jón byrjaði búskapinn með tvær hendur tómar, en hann átli það í fórum sínum, sem var gulli betra: frábæra starfsorku og starfsvilja. Hann sljett- aði túnið í Móliúsum og stækkaði meira en um helming. Hann reisti ibúðarhús úr timbri á ábúðarjörð sinni, sem var fyrsta timburhúsið i Stokkseyrarhreppnum og kalla mátti stórhýsi á þeim tíma. Hann ljet smiða þrjú opin róðrarskip og var sjálfur með eitt þeirra. Hann sótti sjóinn djarft af kappi miklu, en stjórn hans um brimsund Stokkseyr- ar var viðbrugðið. Hann var stór- huga og bjartsýnn og var í fremstu röð athafnamanna austanfjalls. — Jón var ekki til menta settur og sinti lítið fjelagsmálum i sveit sinni. Þó var liann vitmaður og hafði til brunns að bera þau hyggindi, sem í hag koma. Hann var glaðlyndur á yngri árun^ og hafði þá oft spaugs- yrði á vörum sem almneningur átti stundum örðugt með að átta sig á og hafði það til að gefa tvíræð svör í glettni. Þegar Jón heilsaði eiganda selstöðuverslunarinnar dönsku á Eyrarbakka mun honum ekki hafa hugkvæmst að krjúpa i duftið ai' lotningu! Slíkt var ekki að skapi Jóns í Móhúsum. — Tvíkvæntur var liann og eignaðist 9 börn, 6 þeirra dóu í æsku. Loks eru lijer ummæli sóknar- prests Jóns, sjera Ólafs heit. Helga- sonar á Stóra-Hrauni tekin orðrjett upp úr óprentuðum eftirmælum. Þar segir svo: „Að lýsa lífsferli Jóns sál. Jóns- sonar hefi jeg að nokkru gert hjer að framan. En jeg vil enda mál milt með þvi að taka það fram að eins og stjórnsemi hans var á sjó og landi eins var fögur framkoma ein- kenni allrar starfssemi hans. Hann var islenskur bóndi i orðsins beslu merkingu og grandvar til orða og verka, ljúfmannlegur í viðmóti, starf- samur og atorkusamur sæmdarmað- maður i hvivetna/ Þetta er vitnisburður hins mæta manns um líf og starf Jóns Jóns- sonar, Með þökk fyrir birtinguna. J. S. Tennisboltinn fer með iniklum hraða i þeirri svipan, sem dugleg- ur tennismaður slær liann. Þannig er talið, að bolti sem sleginn var af heimsmeistaranum Tilden hafi ver- ið sleginn með 37 metra byrjunar- hraða á sekúndu, og svarar það til jiess, að boltinn færi rúma tvo kíló- metra á mínútu, ef liann hjeldi sama hraða áfram. GENERALMAJOR CARL SPAATZ er yfirmaður alls flugflota Randa- ríkjanna í Evrópu. Iíann var einn af fyrstu Randaríkjaflugmönnunum sem kom til vígstöðvanna i Frakklandi i siðustu styrjöld, og stjórnaði þá stærsta flugskóla Randaríkjanna þar. Spaatz hershöfðingi er rúmlega fim- tugur að aldri. J. E. A. BALDWIN loftmarskálkur hefir yfirstjórn enska flughersins í Indlandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.