Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 5
F Á L K VI N N 5 Mussolini einvaldur. Upp frá því rjeð Mussolini einn öllu. Þyrfti margar bæk- ur til þess að segja frá afrek- um hans og ódæði. Hann tók helstu ráðherra embættin í sín- ar hendur. Hann auglýsti sjálf- an sig óskeikulan. Hann stofn- aði allsherjarstjettarráðsríki, sem rjeð yfir allri starfsemi; og til þess að tryggja sjer að engir yrðu embættismenn nema fasc- istar, ljet hann drepa eða flæma úr landi alla þá, sem noklcuð kvað að meðal andstæð- inganna nema lieimspekinginn Benedetto Croce, sem hann þorði ekki að drepa, en á hinn bóginn rændi hann bókasafni hans. Blöðin voru kúguð og gerð að þýjum fascismans. Jafn- vel minsta gagnrýni var eigi liðin. •Mussolini gaf ítölsku þjóðinni einskonar frægðarljóma fvrir frelsið, sem hún liafði mist. — Arið 1923 hafði hann gert inn- rás á Korfu. Síðan ljet hann reisa fjölda opinberra bygg- inga, herti á eftir þurkun Pont- isku mýranna, jók iierinn, flot- ann og flugherinn, lagði mikla vegi í Trípolítaniu og Libyu, hið tignarlega „stói-veldisstræti“ í Rómaborg og talaði digur- barkalega um að endurreisa Rómaveldi hið forna og gera Miðjarðarhafið að Mare nostr- um — hafinu, sem Italir einir rjeðu yfir. Bak við þetta gljáða yfirborð dafnaði spilling og klækir. Forráðamenn fascista fóru ránsliendi um landið. Er- lendir sendiherrar og smjaður- gefnir ferðamenn ljetu blekkj- ast af hinu ytra gliti. Þeir sem þektu ítaliu í raun og veru þótt- ust fullvissir um, að þetta tild- ur mundi enda með hruni. En spurningin var hvort þetta hrun mundi koma eftir mótdrægt stríð eða án þess. Fyrir tíu árum heimsótti ung- ur italskur háskólaprófessor mig í London á laun. Hann færði mjer brjef frá elsta vini mínum i ítaliu, öldungaráðs- manninum Luigi Albertini, sem nú er látinn, og hafði verið eig- andi stórblaðsins Corriere della Sera í Mílano, en hann hafði Mussolini rekið frá og hafði hann undir strangri lögreglu- gæslu. Brjefið var með rithönd Albertinis, en bæði ódagsett og óundirskrifað. En þar sagði, að jeg gæti sagt við brjefberann hvað sem jeg vildi. Veslings ungi prófessorinn var orðinn svo óvanur að tala eins og frjáls maður að það losnaði ekki um málbeinið á honum fyr en hann hafði verið tíu daga í London. Loks leysti hann frá skjóð- unni, og þegar jeg spurði hann um raunverulegt ástand í Ital- íu svaraði hann: „Þetta er al- gert hrun. Við eigum ekkert í bakhendinni — fjárhagslega, stjórmnálalega eða siðferðilega4. Jafnaldrar hans væru gersam- lega umsnúnir. Meðal yngstu stúdentanna mætti þó finna einhverj ar samviskuhræringar, einhverjar umhugsanir um fram tíðiná, sem eigi væri allsendis ósamboðnar fortíð ítala. En stúdentarnir fengi lítið sem ekk- ert að vita um fortíðina. Hon- um fanst vonlítið um framtíð- ina, hjerna megin hrunsins. Stórveldisdraumarnir. En þá var hrunið farið að grafa um sig. Mussolini óx hugur, er hann sá að Japanir fengu óáreittir að ráðast inn í Mandsjúriu 1931, og að Hitler hjelst uppi að rífa Versailles- samningana í tætlur og vopna Þjóðverja á ný, og nú fór hann að dreyma um að leggja undir sig Abessiniu og stofna „ítalskt keisaradæmi“, sem yrði til þess að hrekja Breta úr Egyptalandi og Sudan. Hernaðarvegir voru lagðir í Eritreu, á landamærum Sudans. De Bono var skipað að undirbúa .herferð til Abessiniu. Þegar Bretum og Frökkum mis- tókst að girða fyrir þessi á- form á Stresa-ráðstefnunni 19- 35 ákvað Mussolini að hefjast handa. Sú sorgarsaga er svo ný, að óþarft er að ryfja hana upp. Og bæði Bretar og Frakkar eru lastverðir fyrir það mál. Þó að De Bono mistækist að vinna sigur á hinum vopnsnauðu Ab- essiniumönnum, þá tókst Bad- oglio marskálki það — með sinnepsgasi, látlausri sprengju- hríð og vjelbyssum. Hann fjekk að launum titilinn „Hertogi af Addis Abeba“, en konungurinn var gerður „keisari Etiopiu“. Hinn rjetti keisari, 'Haile Sel- assie, flýði til Englands. 1 janúar 1939 heimsótti enski forsætisráðherrann, Neville Chamberlain, Rómaborg, ásamt Halifax lávarði, utanríkisráð- herra. Chamberlain sagði í svar- ræðu sinni til Mussolini: „Jeg lullvissa yðar hágöfgi um að jeg met mikils vinarorð yðar. Og í þeirri von að hinar tvær þjóð- ir okkar megi vinna saman að því að varðveita friðinn í Ev- rópu, lyfti jeg glasinu og drekk skál hans hátignar Ítalíukon- ungs og keisara Etiopiu, og vel- ferðar ’ og hagsældar þjóða þeirra, sem hann ræður fyrir.“ Leiðin til heimsstyrjaldarinnar. Chamberlain og Halifax lá- varður fengu sín laun, eins og aðrir stuðningsmenn Mussolinis. Innan fjögurra mánaða, og án þess að bera málið undir þá, sendi Mussolini her manns til innrásar í Albaniu, sem Italir höfðu gert varnarbandalag við árið 1927, lagði landið undir sig og nú hjet konungurinn „Kon- ungur Ítalíu og Albaníu og keis- ari Etiopíu.“ Milli 1936 og 1938 höfðu þeir Mussolini og Hitler iðkað „hlutleysi í Spánarstyrj- öldinni (sem þeir höfðu hjálp- að til að hrinda af stað), á þann hátt að þeir notuðu Spán sem æfingavöll fyrir vigvjelar sin- ar. En Bretar og Frakkar horfðu á, og stofnuðu „Alþjóðlega hlut- leysisnelnd“ í London. Þeir þrömmuðu blindandi „friðun- arveginn“ áleiðis í blóðuga heimsstyrjöldina. Þegar Hitler færði þeim blóð- uga heimsstyrjöldina að gjöf, með árásinni á Pólland, sem hann hafði undirbúið lengi, i september 1939, geymdi Musso- lini sjer eina svívirðilegustu hetjudáð sína. Hann beið þang- að til Frakkland engdist sund- ur og saman uinjir höggum þýska hersins, og rjeðst svo aft- an að Frökkum með rýtinginn. Engan, sem hafði fylgst með at- hæfi Mussolinis, furðaði á þessu. Þetta var í fullu sam- ræmi við manninn, sem árið 1922 sendi erkibiskupnum í Milano sprengju í fallegum böggli, og ljet annan mann skrifa utan á hann. I saman- burði við þessi glæpaverk var það ekki nema smáræði, að Mussolini skyldi biðja Hitler um að lofa ítölskum flugmönn- um að taka þátt í sprengjuárás- unum á London. En orustan um England setti innsiglið undir dóm Mussolinis eins og Ilitlers. Eftir það fór refsinornin að elta spor „II Duce“. Hann hafði engan sóma af hini sviksamlegu árás sinni á Tjrikkland. Abessinía, Eritrea, Libya, Tripolitania fjellu fyrir breskum vopnum. Hundruð þúsunda af ítölsku herliði á- samt fjölda af járnkrossuðum þýskum hershöfðingjum fengu vist um stundarsakir innan breskra gaddavirsgirðinga. Getur Ítalía rjett við? Innrás Bandamanna á Sikiley sprengjuárásir Bandaríkjanna á útjaðra Rómaborgar og ör- þrifaráð Hitlers liafa nú valdið hruni glæpamannsins Mussolinis og hins rangsleitna skipulags hans. En Italía hefir ekki bitið úr nálinni. Þó að hún fái það, sem Churchill nefndi í ræðu sinni 27. júlí, „virðingarvert sæti í nýrri, frelsaðri Evrópu“, handarkrika GREH DEODORiNT stöðvar svitan örugglega mannaskyrtur. Meiðij ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- v krikunmn þurrum. 4. Hreint, hvítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðlaust fatnaði A r p i d er svilastoðv- unarmeðalið sem selst mest . . . reynið dós I dag ARRID Fæst í öllum betri búðum -7 J t \\ Notið einusinni Ozolo furunálaolíu í baðið - og þjer aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo jregst engum. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. verður þess langt að bíða, að svívirðingar fascismans afmáist og hætti að verða blettir á lieiðri Itala. Því að „sú þjóð á enga gilda vörn, sem líður það að frelsi hennar og arftekinn rjett- ur sje hrifsaður af henni“, eins og Churchill einnig sagði. Það er eftir að skrifa alla sögu Mussolini og fascismans. Einhverntíma verður það gert, með ítölskum penna. Og þá get- ur ítalska þjóðin farið.að feta sig upþ grýtta brautina til sið- f.erðilegrar endurreisnar, ef hún les söguna kostgæfilega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.