Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 5T Brjef frá Hollywood Spánska stúlkan Maria (lngrid Bergman) færir Banda- rikjamanninum Robert Jordan (Gary Cooper) mat í felu- sfað hans. Nokkrir af leikendunum í „For Whom The Bell Tolls“, eftir Ernest Hemmingwag. í aftari röð, frá v.: Victor Varoni, Fortunio Bononova, Eric Feldary og Vladimir Sokoloff Fremri röð: Mikhail Rasumny, Ingrid Bergman, Eatina Paxinou, Akim Tamiroff og Arturo de Cordova. o Ein af áhrifamestu sýningunum í „For Whom The Bell Tolls“ er sú, þegar þessi brú er sprengd í loft upp. fivern hringja klukknrnar til orafar? Úr „For Whom The Bell Tolls". Gary Cooper (t. v.), sem leikur Robert Jordan, er eini am- ertski leikarinn i myndinni. Nýlega hefir verið lokið við að kvikmynda sögu Ernest Hemniiug- way, „For Whom The Bell Tolls“, sem ýmsir gagnrýnendur telja oera aí öllu því, sem þessi frægi rith; f- undur hefir skrifað. Saga þessi segir f:á Bandaríkjamanninum Robert Jordan, sem tekur þátt í borgara- s'.yrjöldinni á Spáni. Annars er sag- an alþjóðleg að efni til enda nafa verið valdir í hana leikendur af mörgum þjóðernum. Jordan er falið það starf að sprengja upp brú eina, rjett fyrir orustu, og fær spanska bændur til að hjálpa sjer. Hann verður ást- fanginn af spanskri stúlku. Sagan segir frá samvistum þeirra i þrjá daga sem hann lifir, þangað til hann týnir lífi við brúarsprenginguna. Gary Cooper er eini ameríski leik- andinn í þessari mynd. Iíatina Pax- inou, aðal leikkona kgl. leikhússins í Aþenuborg, leikur Pilar, sveila- konu, sem hjálpar Jordan til að sprengja brúna, en sænska leikon- an Ingrid Bergman leikur stúlkuna, sem Jordan verður hugfangion of. Akim Tamiroff, rússneski skap- gerðarleikarinn, Arturo de Cordova sem er mexikanskur, Austurrikis- maðurinn Victor Varoni, Ungverj- inn Eric Feldary, Spánverjinn For- tunio Bononova, Rússinn Mikhail Rasumny, Rússinn Feodor Chalja- pin (sonur barytonsöngvarans mikla), ítalinn Josef Calleia og Rússinn Vladimir Sokoloff leika önnur aðalhlutverk í myndinni. — En tónskáldið Victor Young hefir samið hljómlistina i myndinni eft- ir ýmiskonar spanskri tónlist. Nafn sögunnar er tilvitnunin eft- ir Englendinginn John Donne, sem Somerset Maugham segir að sje mesta setningin, sem nokkurntíma hafi verið rituð á ensku; „Enginn maður er eyja, aðskilinn frá öðr- um; sjerhver maður er hluti úr meginlandi, hluti úr heild; ef sjór- inn skolar á burt einum hnaus verð- ur Evrópa minni, eins og væri þetta höfði, eins og það væri hús vina þinna eða þitt eigið; dauði hvers eins manns minkar mig, vegna þess að jeg er hluti af mannkyn- inu; spurðu þess vegna aldrei hvern klukkurnar sjeu að hringja til graf- ar. Þær eru að hringja þig“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.