Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfí SfiBftn - Vilhelm Dybvad: Evensen með barnavagnin V-j AÐ er mjög hátíölegt mál, seiti rjettui ínvi hafði til me'ðferðar i dag. Barnavagn hefir horfið úi portinu í Torgsundi 27 og fundist nokkrum klukkutímum síðar á Ak- urbergsvegi. Sem betur fer er hjer ekki. um barnsrán að ræða. Vagn- inn var tómur, þegar honum var stolið. Hann hefir bara farið í ferða- lag einn. Eigandinn hefir feng:ð hann óskemdan. Þannig hefir eng- inn orðið fyrir tjóni, en eigandinn hefir kvalist af angist þessa klukku- tíma, sem vagninn vantaði. Þess vegna hefir ákæruvaldið stofnað til umfangsmikillar rann- sóknar til þess að maðurinn, sem stal vagninum, fái makleg mála- gjöld — maðurinn, sem kom barna- vagninum á afvegu. Nokkrum tímum eftir að vagninn hvarf, „var maður staðinn að því að aka honum upp Akurbergsveg.“ Þetta var fullur maður. Ungur, lag- legur, blíður og fullur sjóari. Lög- regluþjónn, sem hafði gæslu í göt- unni, varð vitanlega hneyxlaður, er hann sá þessa sjón. Honum fanst hún meiðandi og grunsamleg. Hjer gat ekki alt verið með feldu. Hvað liafði fullþroska maður, fullur mað- ur í þokkabót, að gera við barna- yagn, sem ekkert barn var í? Hann færði sig nær og spurði með ógnandi rödd: ,— Átt þú þennan barnavagn? — Nei, það er öðru nær! sagði sjóinaðurinn og glotti, — þetta er áhald, sem jeg þarf guði sje lof ekki á að lialda. Jeg ætla bara að aka honum upp á Rjettartorg fyrir kunn- ingja minn, sem jeg hitti á horninu á Norðurbæjargötu og Platónsgötu — Hvað heitir sá kunningi þinn? spurði iögregluþjónninn og tók upp vasabókina sína.... — Svei mjer ef jeg veit það, sagði sjóarinn. Hann er frá Volaengi. Við sigldum á sama skipi fyrir mörg- um árum. Jeg hitti hann fyrir kort- eri. Hann ýtti á undan sjer tómum barnavagni. Svo fórum við að tala saman og hann gaf mjer í staupinu. —• Hvar er konan þín? spurði jeg, þvi að jeg þóttist skilja að hann væri giftur úr því að liann var með barnavagn. Svo sagði hann mjer, að hann hefði orðið ósáttur við kon- una sína, af því að hann hefði drukkið sig fullann, og svo hefði hún tekið krakkann og farið heim með hann. En vagninn hefði hún látið standa eftir til þess að neyða manninn til þess að fara beint heim .... Við hlóum heldur en ekki að þessu, skiljið þjer .... en svo segir Jiann mjer að hann eigi aðra flösku af ákavíti heima lijá sjer á Vola- engi, og hann skuli gefa mjer meira bragð ef jeg róli vagninum upp á Rjettartorg. Hann ætlaði að skreppa heim með sporvagni og sækja flösk- una á meðan. Sá sem fyrr kæmi ætti að biða eftir hinum. — Jeg held að það sje best, að þú verðir mjer samferða á stöðina undir eins, sagði lögregluþjónninn. — Þá færðu að heyra hvort þeir trúa liessari sögu þinni eða ekki. — Getur þú ekki heldur gengið með mjer þennan stutta spöl upp á Rjettartorg, — þá færðu að sjá að þetta er eins og jeg segi, sagði sjó- maðurinn. — Nei, þú gerir svo vel og kem- ur ineð mjer á stöðina, sagði lög- regluþjónninn. — Jæja, eins og jijer sýnist, en þá verður þú að ýta vagninum, því að jeg er orðinn dauðleiður á því fyrir löngu! Nú safnaðist heil halarófa af á- horfendum að. þeiin syndaranum og verði laganna, er þeir jirömmuðu upp á Grænlandslögreglustöðina. — Sjómanninum var stungið inn í fylli- byttuklefa. Engir trúa á skýringar hans. Auðvitað hefir hann stolið barnavagninum sjálfur. Og liann er ákærður fyrir þjófnað. Jeg heimsæki hann í gæsluvarð- haldinu. Hann er feiminn og fer hjá sjer framan af. Honum finst þelta „asskoti ieiðinlegt“. En þegar fram í sækir og hann fer að segja mjer hvernig þetta hafi alt atvikast, og hann heyrir hiáturinn gusast upp úr verjanda sinum er hann heyrir hin dæmalausu atvik sögunnar, fjörg- ast strákurinn allur og lætur alt fokka. „Þjer hljótið að skilja það, verj- andi, að enginn fullvaxta maður getur látið sjer detta í hug að stela barnavagni! Og trilla honum um göturnar um hábjartan daginn! — Hann gerir sig að algeru fífli, í aug- um allra sem hann hittir! Þetta er svo kauðalegt, að enginn ófullur maður mundi gera það, hvað sem í boði væri. Það er svona hjerum- bil eins og að ganga í nærskyrtu utanyfir jakkanum! Ef jeg hefði ekki verið augafullur, og náunginn hefði ekki freistað mín með fleiri snöpsum, hefði mjer aldrei dotíið í hug að taka í mál að trilla barna- vagni út Grænland, þar sem annar hver maður þekkir mig! ........Sem jeg er lifandi maður, — jeg er ekki genginn í barndóm ennþá! „IJvernig tóku þeir þessu á lög- reglustöðinni?" spurði jeg. „Þeir hafa farið með mig eins og jeg væri fífl. Einn þeirra setti ökumæli á barnavagninn, til þess að vera fyndinn, og svo sögðu hin- ir: ,Aktu nú, Evensen, nú setjumst við upp í! .... Hvað liefirðu gert við króann þinn, Evensen?‘ — Þeir hlóu og skemtu sjer svo að jeg var farinn að halda, að þeir hefðu mig eins og einskonar skemtiatriði þarna á stöðinni .... Og eins var það við yfirheyrslurnar. Hún þarna mey- dómarinn, hún Schiöth hló svo að búkurinn á henni fjekk jarðskjálfta, þegar jeg var að gefa skýrslu. Og það gerðu rjettarvitnin líka ..“ Jeg sagði við kauða: „Ef það á að takast að fá yður sýknaðan verð- um við að koma kviðdómendunum til að hlæja.“ Hann brosti dauflega. „Jeg hugsa að við þurfum ekki að hafa mikið fyrir þvi. Allir fara að hlæja undir eins og þeir sjá mig.“ Það gekk mikið á í kviðdómin- um. Ákærða og talsmanni hans tókst að sannfæra rjettinn um að barna- vagn — tákn frjósams og gæfusams HALDIÐ HLNNI ÞUkRI OG SUNLIGHT YÐAR ENDIST LENGUR Einföld aðferð til að spara Sunlight-sápurta yðar ei sú, að láta hana ekki ofan í þvottavatnið Þegar þ)er þvoið, þá vætið þvottinn, nuddið svo Sunlight-sápustykkinu a þá blctti, sem óhreinasiu eru l'jer þurfið ekki aö uota rneiri sápu til þess að þvó flíkurnai úr, og á þann han endist Sunlight-sápustykkið yðui til ntiklu fleiri þvotla cn áður. O.g hinn mjög frevöandi ^unlight sápulögui nær óhreinindununi á burt án þess a.ð þjer slítið þvottinum með því uð nudda hann eins og sjá m á á t vei m u r m eð • lylgjandi myndtnu Með því að nota Sunligld þá spartð þjer ekkt uöcin- ápuna, heldur snartð þ)ei iíka fatnaðinn SUNLICHT * C ^ j%j| sparar vinnu toPsparar peninga X-S 1351,'5-151 ______U'.l / /.■-framltiS.U Sltekkuó lyósmynd af þvotb IIISS ÞVIÍGNU.M OR ÓDVRRI VONDRISÁPU ÁtÞ'öinn rangrar pv.it i a ii ó f eróar. L|or« fttó bkcint. |)ra**'iiruir sliinir. ÞVEGNUM ÚR SUNLIGHT Fullkorrnn aflciAing Sunlight -þvottar Ljereftió sem nýtt. Jjráóurinn óskemdm heimilislifs — sje það siðasta, sem lausum og Iiðugum piparsveini dytti i hug að missjá sig á. „Blygðunartil- finning“ hans fyrirbýður honum það beinlínis. Jafn fagurt og það er að sjá unga móður með barnavagn, jafn erkihlægilegt er að sjá ungan piparsvein aka tómum barnavagni um göturnar .... Ákærði setti sjáif- ur kommuna yfir í-ið með því að lýsa yfir því, „að ef karlmanni sje falið að' fara eitthvað með barna- vagn þá beri hann vagninn, en aki honum ekki. Það getur hver maðor skilið.“ „En þjer ókuð vagninum upp Ak- urbergsveg,“ tók sækjandi fram í. „Já, það sýnir bara hve fullur jeg var,“ svaraði ákærði. „Fullur maður gerir livað sem er, ef hann á von á að fá nokkur staup til fyrir það. En jeg held varla að þjer vitið nokkuð dæmi þess að fulloiðinn maður hafi stolið barnavagni og ekið honum heim. Að minsta kosti ekki maður, sem engann á króann til þes að láta í vagninn ....“ Og svo fóru leikar að rjetturinn trúði sögunni um „ókunna mann- inn.“ — „Evensen með barnavagn- inn“ var sýknaður. Gestur (á veitingahúsi, við hljóm- sveitarstjórann): — Spilið þjer sam- kvæmt áskorun? Hljómsveitarstjórinn: — Já, með mestu ánægju! Gestur: — Þá ætla jeg að biðja yður að spila dómino meðan jeg er að borða. Egils ávaxtadrykkir r A Laitozone | jaðmjólk 1 mýkir vatnið 1 Ls>ito^or»e 1 og gefur yður rnWMÉHlrf lXu!ES3 mjúka og i sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.