Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Side 5

Fálkinn - 08.10.1943, Side 5
I F A L K T N N 5 XJr upplysingasofu Scotland Yard. Slarfsmenn að færa til tölurnar, er sýna, hvar löoreglubifreiðarnar sjeu staddar i borginni. Starfsmaður i Scotland Yard markar á uppdrátt götur, sem orðifí hafa ófærar, vegna loftárása. _l eftirlit á hverri mínútu svo að segja um hvernig ástatt er í hverju einasta hverfi borgar- innar. Ef strætin eru ófær, eða að nokkru leyti illfær vegna viðgerða, sprengjuskemda eða eldsvoða, verður að flytja um- ferðina í aðrar nálægustu göt- ur. Þegar hergöngur eða flutn- ingur fyrirferðamikilla tækja, svo sem flugvjela, fer fram um borgina, yerður að láta lögregl- una á staðnum gera almenningi aðvart um þetta, svo að ekki verði samgönguteppa í götunni. Jeg ætla mjer ekki þá dul að fara með lesandann hringferð í allar stofirrnar í Scotland Yard, þó víðast hvar sje margt merkilegt að sjá. En næst skul- um við líta inn í fingrafara- deildina. Henni er ekki ólíkt komið fyrir og farmiðaafgreiðslu á stórri járnbrautarstöð, en birtan þar inni er mjög einkennileg, ekki ósvipuð og glampi af bláleitri eldingu. F'iligrafaradeildin er sá hluti Scotland Yard, sem stofnunin getur með rjettu ver- ið liróðugust af, þvi að einn af forstöðumönnunum, sir Edward Henry, varð fyrstur manna til þess að flokka fingraförin eft- ir einkennum og lögun þeirra. Aðferð hans er nú notuð af nær- felt öllum lögreglustöðvum i heimi. Á síðustu tíu árum hefir Scot- land Yard komist enn lengra í þessu máli og tekið upp nýja aðferð, sem hægt er að nota til þess að þekkja menn af fingra- förum þeirra, þó að ekki hafi náðst far nema eftir einn fing- ur. Hefir flokkunin verið gerð miklu margfaldari og ýtarlegri en áður. Allir glæpamenn, sem grunaðir eru um að hafa „brot- ið upp og komist inn“ eru nú skrásetir í „einfingurs“-safninu. Aðal fingrafarasafn Scotland Yard nær nú yfir 800.000 ein- staklinga, en reynt er þó að liafa safnið eins umfangslítið og unt er, og ekki að geyma fingraför manna, nema brýn nauðsyn þyki bera til. Yfir 70.000 fingraför eru send til Scotland Yard á ári, til þess að láta stofnunina atliuga, livort hún þekki ekki hverjir eigi þau, og tekst henni að jafnaði að þekkja um 40% þeirra. Sum þessi fingraför hafa verið eftir- skilin af glæpamanninum þar sem liann var að verki, en önn- ur tekin af fingraförum hans eftir að lögreglan hefir hand- samað hann.------ Næst komum við inn í nýju bygginguna og göngum gegnum skrárnar, en hinumegin röð af aðstoðarmönnum, hver við sitt borð, sem færa alt inn á skrárn- ar jafnóðum. Þarna eru og nafnaregistur glæpamanna og allar upplýsingar um þá. Spjald skráin þarna í salnum nær yfir 1.250.0000 númer. — Þarna eru og skrár yfir muni, sem lögregl- an hefir náð, en enginn eigandi gefið sig fram að, og ennfrem- ur skrár yfir horfna muni, sem eigi liefir tekist að hafa upp á enn þá. Sjerstök skrá er haldin yfir stolnar bifreiðar ög reið- hjól. — Lögregluþjónar ^ geta hringt hvort heldur er að degi eða nóttu og leitað upplýsinga úr þessum skrám. Þylckar bælcur, bundnar í skinn hafa inni að halda skrár yfir menn, sem lögreglan þekk- ir nafn og lýsingu á, en ekki hafa verið fangelsaðir eða tek- ist að þekkja. Þegar grunaðir menn eru liandteknir er jafnan leitað í þessum skrám. Af 160.- 000 óþektum glæpamönnum tekst Scotland Yard að þ^kkja um 20.000 á ári. Eitt registur er enn vert að nefna, sem geymt er i þessum mikla sal. Það er kallað M.O., sem er skammstöfun á „modus operandi“. Þetta registur kemur oft að lialdi og árið 1930 tókst að þekkja með hjálp þess 726 glæpamenn af 1716, sem leitað var að. 1 þetta registur er glæpa- mönnum raðað eftir aðferðun- um, sem þeir beita við fram- kvæmd glæpa sinna, ýmiskonar ávana og einkennum í fram- göngu. Hjer er um margvísleg einkenni glæpamanna að ræða, svo sem að gefa fátæklingum, og setjast við að jeta og drekka i húsum, sem glæpamaðurinn hefir lokið við að stela í, eða Framhald á bls. 14. langa ganga, þar sem allir vegg- ir neðan frá gólfi og upp í loft eru alþaktir fallegum bindum, með rauðum og hvítum ræmum en þessi bindi hafa að geyma ýtarlega sögu allra þeirra, sem sannir hafa orðið að glæpum síðan 1897. Þegar komið er inn í þessa nýtísku viðaukabyggingu New Scotland Yard fer maður í lyftu upp í glæparegistursstofuna en komum í leiðinni við i „Vitna- stofunni“, þar sem skrár með ljósmyndum eru til sýnis þeim, sem eiga að bera vitni í mál- um. Þessum myndum er ná- kvæmlega raðað niður eftir þvi hverskonar glæpur það er, sem drýgður hefir verið. Aðalsalurinn er stór og Ijós- gulir veggirnir. Á aðra hlið eru raðir með efnisyfirlitum yfir Hjer er verið að taka fingraför af skál.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.