Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 »—• KROSSGÁTA NR. 471 Lóðrjett skýring: 1. Rölt, 2. Vonds, 3. Anga, 5. Keyri, 6. Beygingarending, 7. Leið- sögn, 8. Hóf, 9. Urgangur, 10. ISn- aðarmaður, 11. Menn, 12. Titill, 14. Álfa, 16.'Áttu afkvœmi, 18. Stirður, 20. Sjúkdóminn, 22. Komist, 23. Skammstöfun, 25. Fuglana, 27. Hey- skaparveður, 29. Vefja, 32. Rödd, 34. Halli, 35. Úrkoma, 36. Manns, 37. Yfirgefin, 43. Reiðhesta, 47. Færa úr lagi, 48. Á litinn, 49. Óðagot, 50. Arfleifð, 52. Steinefni ef., 53. Nudd- uðu, 54. Mætast, 57. Streymdi, 58. Smóki, 59. flát, 60. Upphaf, 61. Bók, 64. Ögn, 65. Einkennisstafir. Lárjett skýring: 1. Halli, 4. Prestsetri, 10. Dýr, 13. Fugl, 15. Skreyta, 16. Þraut, 17. Svínakjöti, 19. Öskrar, 21. Bil, 22. Nudda, 24. Fjær, 26. Gata í Reykja- vík, ■ 28. Veitingastaður, 30. Menn, 31. Tröllkonu, 33. Raddstafir, 34. Vend, 36. Bæn, 38. ögn, 39. Þverr- aði, 40. Kveitur, 41. Forsetning, 42. Fisk, 44. Vatnsfallið 45. Þyngdarein- ing, 46. Komast (danskt), 48. Stilt, 50. Mötuðust, 51. Gleðin, 54. Stúlku, 55. Lauf, 56. Nálægt (enskt), 58. Einstaklinga, 60. Sútar, 62. Sjóntæki, 63. Raki, 66. Elskaði, 67. Á litinn, 68. Kýr, 69. Umhugað. LAUSN KR0SS6ÁTU NR.470 Lárjett ráðning: 1. Stóll, 5. Kvabb, 10. Murta, 12. Árbær, 14. Konur, 15. Fró, 17. íbjúg, 19. Enn, 20. Útrásin, 23. Ani, 24. ítar, 26. Nasir, 27. Bran, 28. Panel, 30. Mið, 31. Sigra, 32. Viar, 34. Kirj, 35. Vinsar, 36. Hyllan, 38. Nýtt, 40. Sjal, 42. Aldna, 44. Ara, 46. Aðdáð, 48. Gaua, 49. Ógeði, 51. íktu, 52. Súr, 53. England, 55. Ein 56. Apinn, 58. All, 59. Rirna, 61. Snóta, 63. Kóran, 64. Níall, 65. Lagar. Lóðrjett ráðning: l.Sunnanvindurinn, 2. Trú, 3. Ótrú 4. La, 6. Vá, 7. Arin, 8. bbb, 9. Bæjargjaldlcerar, 10. Monta, 11. Krásir, 13. Rúnar, 14. Keipa, 15. Fram, 16. Ósið, 18. Gínan, 21. Tn, 22. ír, 25. Reinina, 27. Byrlaði, 29. Lasta, 31. Silja, 33. — Rat, 34. Kýs, 37. Bagsa, 39. Brella, 41. Öðuna, 43. Laups, 44. Agga, 45. Aðal, 47. Átinu, 49. Ón, 50. In, 53. Enta, 54. Dróg, 57. Nói, 60. Ira, 62. Al, 63. Ka. TOSCANINL Framhald af bls. 11: sveit við hátíðaleikina í Salzburg í tvö ár, sagði hann því starfi af sjer i mótmælaskyni við kúgunar- starfsemi Hitlers gagnvart Austur- ríkismönnum. — — Árið 1936 yfirgaf hann einnig New York Philharmonic, og gaf það ástæðu til þess, að sá orðrómur barst út, að hann væri hættur allri tón- listarstarfsemi. En því fór fjarri. Þegar liann varð sjötugur sagði hann: „Mjer finst jeg alls ekki vera meira en 50 ára“. Og næsta ár fór hann að stjórna hljómsveit National Broadcasting Company í Bandaríkj- unum. Eftir að Bandarikin lentu í ófriðn- um hefir Toscanini verið óspar á tíma sinn og snilli. Hann hefir stjóru að ýmsum hljómleikum National Broadcasting Company, sem haldnir hafa verið til að safna fje til striðs- brjefakaupa. Við eitt tækifæri urðu tekjurnar af hljómleikum hans 10.- 190.945 dollarar. Síðastliðið vor hjelt liann hljóm- leika til ágóða fyrir styrktarstarf sjóðs, sem berst gegn barnalöm- unarveiki, og fjekk hjartnæinl þakk- arbrjef frá forsetanum. Toscanini hefir barist fyrir frelsi alla sína daga. Hann trúir að listir geti ekki blómgast, nema meðal frjálsra manna. „HafSi hún nokkurntíma liaft orð á að fyrirfara sjer?“ „Nei, svoleiðis stúlkur fyrirfara sjer ekki .... Má jeg ekki bjóða yður meira kaffi? .... Og svo lítinn tertubita. Hún Anna mín hefir bakað liana ......“ Anna sat róleg í sínum stól. Hún hafði nákvæmar gætur á fulltrúanum, eins og skift hefði verið um hlutverk, og að hún starfaði í sakamálalögreglunni, en hann í flæmsku búðinni. „Hvað höfðuð þið fyrir stafni þetta kvöld? Munið þið það?“ Nú var það Anna, sem svaraði. Og hún brosti dauflega: „Við höfum orðið að muna það. Þeir hafa spurt olckur aftur og aftur. Þegar jeg kom úr búðinni fór jeg upp á loft til þess að ná mjer í prjónagarn. Systir mín sat hjerna og var að leika á píanóið. Þegar jeg kom niður aftur var Marguerita alveg ný- komin inn úr dyrunum.“ „Marguerita?“ „Það er frænka min, dóttir dr. Van de Weert. Þau eiga heima í Givet .... Og það er eins gott að jeg segi yður það undir eins — þjer frjettið það óhjákvæmilega fyrr eða síðar livort sem er — hún er unnusta Jósephs.“ Frú Peeters stóð upp og andvarpaði, því að nú hringdi búðarbjallan. Svo heyrðist hún vera að tala flæmsku fram í búðinni og virtist glaðleg í málrómnum meðan hún var að vigta út ket og banir. „Þetta hefir fengið ákaflega mikið á hana móður mína. Það hefir þótt sjálfsagður hlutur síðan þau voru krakkar, að þau ættu að verða hjón. Og svo trúlofuðust þau þeg- ar þau voru sextán ára. En vitanlega kom ekki til mála að þau giftust fyrr en Joseph hafði lokið háskólanáminu .... Og svo kom þetta barn ....“ „Og það hefir breytt öllu, geri jeg ráð fyrir?“ „Já. En Marguerite var staðráðin í því, að hún skyldi aldrei giftast neinum öðrum. Hún og Joseph hafa altaf unnast heitt.“ „Vissi Germaine Piedbæuf um hana?“ „Já. En hún hafði einsett sjer- að giftast Joseph, og hún linnti ekki látum við hann þangað til hann lofaði henni eiginorði, til þess að liafa frið. Það hafði verið afráðið að þau giftust undir eins og hann hefði lokið prófi.“ Nú hringdi búðarbjallan aftur, og frú Peeters kom þrammandi inn í stofuna. „Þjer voruð að segja mjer hvað þjer höfðuð fyrir stafni 3. janúar.“ „Já, og eins og jeg sagði, kom jeg ofan og hitti Marguerite og systur mína hjerna í stofunni .... Við ljekum lengst af á liljóðfærið þangað til um klukkan hálf- ellefu. Og þá, þegar Marguerite fór, fvlgd- um við systir mín henni upp að brúnni.“ „Mættuð þið nokkrum á leiðinni?“ „Engum .... Enda var mjög kalt .... Svo fórum við heim, og morguninn eftir tókum við til venjulegra starfa, án þess að gruna að nokkuð sjerstakt hefði borið við. Siðdegis var eitthvað farið að ympra á þvi, að Germaine Piedbæuf væri horfin. Og daginn þar á eftir var þetta orðið alvar- legt; en þó var það ekki fyrr en næsta dag, sem við gerðum okkur ljóst, að grun- ur væri fallinn á okkur, vegna þess að slúlkan hefði komið hingað í búðina. Við urðum að mæta fyrir lögreglunni og láta yfirheyra okkur, og lögreglan gerði hús- rannsókn hjá okkur. Þeir grófu meira að segja gryfjur hjerna í garðinum.” „Bróðir yðar var ekki hjerna í Givet 3. janúar?“ „Nei, hann kemur ekki hingað nema um helgar. Það er mjög sjaldan, sem hann vkemur um miðja viltu. Hann kemur hing- að á mótorhjólinu sínu .... Hjer eru allir á móti okkur. Við erum útlendingar, lílið þjer á .... og við erum efnaðri en flestir hjer um slóðir.“ Það vottaði fyrir stolti i röddinni. Eða rjettara sagt sjálfbyrgingsskap. „Þjer rennið ekki grun í hvað það er voðalegt, sumt sem þeir hafa sagt ....“ Búðarbjallan hringdi enn, og nú var kallað með unglegri rödd: „Það er bara jeg!“ Svo heyrðist hratt fótatak, og eftir augnablik kom Marguerite hlaupandi inn í slofuna, en hrökk við þegar hún kom auga á Maigret. „Afsakið þið .... Jeg vissi ekki ....“ „Þetta er Maigret fulltrúi .... Þú kann- ast við hann .... Hann er kominn hoingað til að hjálpa okkur.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.