Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ✓ Nýju bækurnar Nokkur undanfarin haust hefir þetta jafnan verið við- kvæðið: Aldrei hefir bókaflóðið verið meira en í ár. — Og þetta er sannmæli. Peningaflóðið hefir valdið bóka- flóði og er það vel, því að betur eru peningarnir komnir í góðri bók en fánýtu glingri. — Hjer verður getið nokk- urra góðra bóka, sem komið hafa út síðustu mánuðina, en eigi verið getið hjer áður, og reynt að fylgja þeirri röð, sem þær bárust blaðinu í. IBNSAGA ÍSLANDS heitir mikið, tveggja binda rit, sem út kom á síðastliðnu sumri, á 9. hundraS blaðsíður alls og með l'jölda mynda, bæði í texta og á sjerstökum örk- um. Það er Iðnaðarmannafjelag Reykjavikur, sem stendur að þess- ari úlgáfu og er hún til minningar um 75 ára afmæli fjelagsins á s.l. ári, en frumlcvæðið að henni mun Sigurður Halldórsson trjesmiða- meistari hafa átl. Fjelagið fjekk fjölvísan mann og ágætan rithöfund, dr. Guðmund Finnbogason, fyrv. landsbókavörð til þess að gerast ritstjóri þessa mikla verks, en ásamt honum hafa margir um efnið fjallað, enda eru kaflar bókarinna yfir tuttugu, og þó einn langstærstur og í rauninni heil bók og liarla merkileg. Það var fyrsti lcafli bókarinnar og nefnisl „Um húsagerð á íslandi", ritaður af Guð- mundi Hannessyni prófessor. Það er kunnugt um próf. Guðmund, að hann hefir flestum, ef ekki öilum íslendingum fremur fylgst með öll- um nýjungum í liúsagerð um sína daga og ritað um þau mál meira en flestir aðrir. En hitt var alinenn- ingi ókunnugra hve margfróður liann er um húsagerð á íslandi alt frá upphafi, og meira að segja um húsagerð Norðmanna og þeirra þjóða annara, sem fslendingar höfðu mest mök við fyrir þúsund árum. Er liúsagerð íslendinga rakin frá upphafi og um liðnar aldir alt til síðustu nýjunga í liúsagerð nú á árum. Er þella milda rit Guðmund- ar Hannessonar eigi aðeins stórfróð- legt heldur jafnframt svo ljóst og skemtilega skrifað, að unun -er að því að lesa það. Sjálfur skrifar ritstjórinn, dr. Guð- mundur Finnbogason, um tíu grein- ar íslenskrar iðnar í bókiiia. f fyrra bindinu eru ritgerðir lians um: Skipasmíðar, Húsgangasmíðar, íláta- smíðar og Skurðlist (ásamt Ríkarði Jónssyni), en í siðara bindinu skrif- ar liann um Söðlasmíði, Saltgerð, Brauðgerð, Litun, Dráttlist og hand- ritaskraut og Bókband. Ritgérðir þessar eru yfirleitt stuttar en stór- miklum fróðleik komið þar fyrir í sem minstu rúmi. Er ritgerðin um skipasmiðarnar umfangsmest, sem eðlilegt er, en ýmsum mun þykja mest koma til greinanna um Skurð- listina, og tvær þær síðastnefndu. Hlýtur hver maður að undrast hve höfundurinn er vel heima á svo margvíslegum sviðum, sem ætla mætti að væri fyrir utan það starf- svið, sem hann hefir haft um æfina. Þá skulu nefndar ritgerðir um aðrar iðngreinir og höfundar þeirra. Þorsteinn Konráðsson skrifar um Klyfjareiðskap, dr. Þorkell Jóliann— esson um járngerðina til forna, Jón E. Vestdal um brennisteinsnám, Helgi H. Eiríksson um silfurbergs- nám. Eftir Björn Kristjánsson er ritgerð um Kalkiðnað við Mógilsá, Guðbrandur Jónsson skrifar um öl- gerð, Gísli Þorkelsson um skinna- verkun, Þorkell Jóhannesson um ullariðnað, Inga Lárusdóttir um vefnað, prjón og saum, Hallbjörn Halldórsson um prentlistina og Matthías Þórðarson um málmsmíði fyrr á tímum. Allar eru þessar rit- gerðir hver annari fróðlegri, ekki síst sú síðarnefnda enda hefir höf- undur hennar haft sjerstaklega golt tækifæri lil rannsókna á efninu. — Loks skrifa þeir hagfræðingarnir Klemens Tryggvason og Torfi Ás- geirsson um íslenskan id/urekstur, sem aðallega hefir risið upp á sið- ari árum, en Sveinbjörn Jónsson manna liefir gert skrá yfir iðju- greinar og iðnaðarmenn i landinu í lok síðasta árs. Þá fylgir að lokum efnisskrá, er Finnur Sig- mundsson hefir samið, og nafnaskrá eftir Lárus Blöndal. [ðnsagan er frumstætt rit í- ís- lensluim bókmentum, og má vel Vera að fróðir menn hafi einhverju við ]iað að auka eða um að bæta. En hitt er fyrir mestu að hjer er skap- aður merkilegur grundvöllur und- ir vitneskju þjóðarinnar um merki- legan þátt í menningu hennar. Og hjer er varðveitt býsna margt, sem ella mundi glatast. Ennfremur gefur rit sem þetta ávalt tilefni til að einhverjir aðrir gefi sig fram og skili ýmsu í leitirnar, sem ella hefði farist. —- Iðnaðarmannáfjelagið og ritstjórinn hafa mikinn og varan- legan heiður af þessu merkilega verki. HUGANIR nefnir dr. Guðmund- ur Finnbogason safn af ritgerð- uhi eftir sig, er út kom í liaust á forlag ísaföldárprentsmiðju h.f. - Heitið er nýyrði eftir liöfundinn og táknar það ritgerðaform, sem Eng- lendingar nefna „Essays“. Gerir liöf. ]>essa grein fyrir þvi i ’formála: „Jeg hefi nefnt þær huganir. Hugan er gamalt orð, kemu lika fyrir í orðunum athugan og íhugan, en grípur yfir hvorltveggja og ætti að geta jafngilt útlenda orðinu essay.“ Og hann bætir við: „ Þegar ég nú les þessar liuganir i samfellu, virðast mér þær raunar vera þættir i sömu viðleitni og að ég hafi altaf verið að klappa sama steininn. Um árang- urinn verða aðrir að dæma.“ Hin elsta af hugunum þessum er um Egil Skallagrímsson og kom út í Skírni fyrir 38 árum. Og í því riti hafa þær allflestar birst, en þær eru þrjátíu talsins — gamlir kunn- ingjar um hin ólíkustu efni, sem menn minnast að hafa lesið sjer til ánægju fyrir skömmu eða löngu. En það er nú svo um þessar ritgerð- ir allar, sem menn áður hafa lesið á stangli, að þær njóta sin enn het- ur, er þær eru lesnar hver af ann- ari í samhengi. Allar bera þær tvö höfuðeinkenni, annarsvegar að fræða um alnicnn mál og liinsvegar að skýra og brjóta til mergjar ýmislegt það, sem öðr- um ér torskilið. Höfundur hefir löng um haft lag á því að brjóta til mergj- ar og' sýna í nýju ljósi margt það, sem venjulegum dauðlegum mönn- um er ýmist í myrkrum liulið eða þeir hafa skilið öðruvísi. Og liann hefir aldrei verið smeykur við að ganga í berhögg við vanafestan skilning eða skilgreining ó efninu, hvort það hefir verið setning eða vísa. Og óvalt hefir hann dýpkað skilning lesandans ó því, sem um er íið ræða. Þá liefir það og jafnan verið eiu af hinum skemtilegum hliðum þessa ágæta andans manns hve fjölbreytt viðfangsefni hann liefir valið sjer. Hann er jafn hagur „á Ij-je og járn“ og ótal fleiri efni. í hugunum sín- um skrifar liann jöfnum höndum um Egil Skallagrímsson og Púkann og fjósamanninn, liann skrifar öðr- um þræði um sálarlífið og svip- brigðin en hinuni um þorskliáusana og þjóðina. Hann skrifar um Bölv og ragn og um Ilreint mál og liann skrifar um Andlitsfarða og um Dimmuborgir. Og hann skapar nýyrði til að tákna liugtök, sem áður áttu sjer ekki búnilig i íslensku máli, og önn- ur til þess að víkka merkingar eða dýpka merkingar íslenskra orða. Hann er manna málfróðastur og ger- ir sjer víða far um að skýra merk- ingarorð nieð þvi að benda á skyld- leika þess við annað orð. Hann þekk ir livern krók og kyma margra mannssálna. Þessvegna verður ræða lians þrúngin speki og andagift, sem þó er þeim búningi gædd, er liægt er að greina deili á. - Það var mikill fengur að fá þessar þrjátíu Iluganir Guðmundar Finnbogasonar á einum stað í fall- egri bók. ísafoldarprenlsmiðja á heiður af því að liafa komið þess- ari bók út, í tilefni af sjötíu ára af- mæli hins virisæla og síhugula fræði- 'manns. A?ANGAR Sigurðar Nordal pró- -**• fessors eru fyrsta bindi ritsafns, sem vænta má að verði sem lengst. Flest af því, sem þetta bindi geymir, íiefir áður verið prentað, á víð og dreif í tímaritum (einkum' Vöku og Iðunni) eða í bókarformi. Upp- haf þessa bindis er úívarperindin sex, Líf og dauði, sem út komu ásamt eftirmála liaustið 1940, en seldust þá upp á svipstundu að kalla inátti, svo að nýrrar útgáfu var brýn þörf. Nú eru þessi erindi kom- in út ó ný, í Áfangasafninu, en að auki átta liugleiðingar, sem sje Dia- Iekti.sk efriishyggja, sem er einskon- ar eftirrriáli við eftirmála, María Guðsmóðir, Laugardagur og mánu- dagur, ístensk Yoga, Samlagning, Viljinn og verkið, Kurteisi, og Mann- dráp, en það er erindi, sem pró- fessorinri flútti á Háskólahátíðinni haústið 1942. Höfundur Áfanga er skáld og fræðimaður í senn og einri allra vinsælásti ræðumaður þjóðarinn- ar — eða kenriimaður, mætti líka segja. Hann er vinsæll af allri þjóð- inni, eins og vitað er af undirtekt- úni þeini, er útvarpserindi hans hafa hlotið. Það er jafnan fagnaðarefni á hverju heimili þegar Sigurðar Nordal er á dagskránni. Og stund- um, þegar maður lilustar á Nordal í litlum sal, þar sem aðeins fá hundruð fá að lieyra til hans, sárn- ar manni talsvert, að eigi skuli fleiri fá að njóta þess, sem „framgengur af hans munni“. Því að flutningur erinda lians er nieð söniu ágætum og efnið. En flestir munu freniur kjósa að eignast erindin í bókar- formi, til ævarandi eignar, en að lieyra þau aðeins einu sinni. Ákjós- anlegast væri auðvitað að fá tæki- færi til hvorttveggja, að lesa erind- in og lieyra liöfund flylja þau. Sigurður Nordal getur verið refs- andi í ræðuni sínum, eins og til dæmis er hann talar um eyðslusemi „gullaldarinnar" hjer i Reykjavík i erindinu „Manndráp". Hann liefir þar gert að umtalsefni þá sem eyða tinia fyrir sjálfum sjer og öðrum, en vikur einnig að fjársóuninni. Um „tímadrápið“ segir hann m. a.: — „Menn, sem væru altof stórir upp á sig til þess að standa á einhverju götuliorni með hattinn i hendinni og biðja vegfareiidur um smáskild- inga, blygðast sín ekki fyrir að vaða inn á náunga sinn og biðja hanii um líf lians í bútum og pör.tum, og þó þurfa ekki nema nokkrar land- eyður að sitja um jafn marga nienii, sem eitthvað vilja gera, til þess að svíkja af þeim allar tómstundir þeirra og nieira til. Sauðfrómir lieið- ursmenn, sem aldrei mundu stela túskildingsvirði, gera sjer enga rellu út af þvi að stela tíma annara manna frá störfum þeirra eða hvíld með hjegómlegu þvaðri. Menn telja það ekki til innbrota, þó að þeir hringi í síma að erindislausu, nje banatilræði, ]ió að þeir troði sjer inn á fólk, hvernig sem á stendur .... En í rauninni stappar liað nærri nianndrápum, svo framarlega sem lífið er mælt á annan kvarða en að tóra eins og skar.“ — Og um fjársóunina segir liann: „Ef Reyk- víkingar stýra peniingum, hættir þeim við að hugsa eins og Gröndal lætur Þórð í Hattardal segja, þeg- ar þeir Eggert senda Odd í Fjelags- garði me.ð gullpeninginn inn í hæ- inn: „Kauptu bara eitllivaðL Kauptu einhvern andskotann!“ En á liinu leytinu er svo tær við- kvæmni, sem aldrei verður væmin, og gætir liennar einkum þar sem böf. hjalar við nóttúruna eða talar um hana. Þar er óniur frá Jónasi Hallgrímssyni. En fyrst' og fremst er það næm athygli og rík sannleiks- ást, sem einkenir ræðu og rit höf. Hann veit að það er stundum óvin- sælt að segja sannleikann, en hann þorir það og Iiefir aðslöðu í al menningsálitinu lil Jiess að segja liann þannig, að mark sje á tcki'ð. I formála tætur höf. þess getið, að næsta bindi Áfanga muni flytj i mannlýsingar ýmsar. Mun því bindi tekið méð fögnuði, eigi síður en læssu, ]>ví að það er kunnugt orðið, að höf. tekst sú tegund Iýsinga jafn meistaraléga og aðrar. Helgafellsútgáfan liefir gefið þessa bók út, mjög snyrtilega. Er frá- gangur allur liinn sami og á sögum Jóns Thoroddsens, sem úl komu i fyrra frá sama forlagi. PERDABÓK Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hefir löngum verið talin merkasta ritið, sem út hafi komið á erlendu máli um ís-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.