Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 5
FÁLKINN i land, og Eggert er einn af ástmögum þjóðarinnar og hennar mikli við- reisnarmaður meðan hans stuttu starfsœfi naut við. Kom ferðabókin lil á dönsku árið 1772, að Eggerti látnum, og síðan á þýsku, frönsku og ensku, nokkuð stytt á síðusfu tveimur málunum. En á íslensku hefir liún ekki birst fyrr en nú í ár, þó merkilegt megi virðast. Og hvorki eru það menningarsjóðir nje starfandi bókaútgefendur, sein ráð- ist hafa í þessa útgáfu og rekið af þjóðinni slyðruorðið, heldur tveir ungir áliugamenn, Haraldur Siguðs- son og Helgi Hálfdánarson. Þetta er mikil bók, um 750 síður í tveimur bindum, auk sjerprentaðra koparstungumyndanna, sem voru í dönsku útgáfunni, en þær voru alls 51. Er það Steindór Steindórsson mentaskólakennari á Akureyri, sem hefir þýtt bókina, og skrifar liann rækilegan formála fyrir henni. Segir þar m. a. frá því livernig lnin varð til. Þeir Eggert og Bjarni höfðu ferð- ast um landið árin 1752—57, en því loknu tók Bjarni við iandlæknis- embættinu á íslandi, en Eggert sat næstu jirjú ár í Kaupmannahöfn og starfaði að ferðabókinni; siðan vann hann áfram að henni í Sauðlauksdal næstu fjögur ár, til 1764, og safnaði miklu efni til viðbótar, en .hvarf þá aftur til Kaupmannahafnar og lauk við handritið þar, árið 1766. En tveimur árum síðar druknaði liann á Breiðafirði. Það urðu þeir Jón Eiríksson og Gerhard Schöning prófessor, sem sáu um útgáfu Ferða- bókarinnar fyrir Visindafjelagið, en ýmsir aðrir áttu þó hlut að. Vísindafjelagið fól þeim Eggerti og Bjarna að safna allskonar upp- týsingum um landið og náttúruríki þess, svo og um daglega háltu og venjur. Þetta átti því að verða hvort- tveggja í senn drög til íslenskrar náttúrufræði og til íslenskrar menn- ingarsögu. Má sjá þetta nokkru nán- ar með því að líta yfir undirfyrir- sagnir einhvers kaflans. Hjer er t. d. innihald kaflans um Snæfellsnes- sýslu: Lega Snæfellsness — Ferð til Snæ- fellsjökuls — Ferð til Drápuhlíðar- fjalls — Um ölkeldur — Loft og veð- urfar — Jarðvegstegundir — Stein- tegundir — Stein- og málmefni — Gróður — Fótkið — Aðalstörf manna — Um fiskveiðarnar — Dýr- in — Ýmislegt merkilegt um nátt- úruna — Ýmislegt merkilegt um fólkið. Þeir fjelagar ferðuðust ekki aðeius um bygðir heldur gengu þeir og á fjöll, en það þótti bíræfni í þá daga. Sjerstaklega skoðuðu þeir ýms nátt- úrufyrirbrigði, sem einkenna ístand, svo sem hveri og laugar, og könn- uðu þau efni steinarikisins, sem lik- legt þótti að mætti gera arðberandi. Því að í þá daga beindist hugur stjórnarinnar einkum að þvi að geta komið lijer upp námugrefti á grund- velli ýmsra jarðefna, í stað þess að reyna að koma fótum undir jarð- rækt og sjávarútveg. Eggert Ólafs- son var þar þó undantekning, hann trúði á hóndann og starf hans og merkileg eru þau nýmæli, er þeir beittu sjer fyrir í garðrækt, hann og síra Björn í Sauðlauksdal, sem rækt- uðu í laukagarði ýmislegt það græn- meti, sem nú er farið að rækta á ný hjer á landi,, eftir hálfrar ann- arar aldar svefn í málinu. Það er nú svo um ýmislegt af náttúrufræðilegum athugunum þeirra Eggerts og Bjarna, að það er nú úr gildi fallið. Þeir höfðu að bakhjarli náttúruvísindakenningar sinna tíma, sem eigi hafa staðist tímans tönn en orðið að víkja fyrir nýjum upp- götvunum og nýrri þekkingu. En eigi að síður eru jiessar atliuganir mikils virði, m. a. fyrir það hve vel Jiær lýsa viðhorfi mannsins til náttúrunnar. Um liitt er meira vert, hvernig Ferðabókin og starf þeirra Eggerts og Bjarna liefir varðveitt ómetanleg- an fróðleik um alda'rhátt 17. aldar og enda fyrri tima. Þar geymist merkasti menningarsögukafli, sem skráður hefir verið á íslensku. Og þeim, sem halda því fram að ver- öldin,-og þar með talið ísland, standi í stað, ælti að vera það nokkur fróð- leiksauki að lesa Ferðabókina. — Kyniia sjer lífskjörin, húsakynnin, fatnað og mataræði landsbúa þá. Kynna sjer trú þeirra og hjátrú þeirrar aldar, sem áleit það hálf- gerða villutrú að trúa ekki á drauga og forynjur. Svo ramaukin er mynd- in, sem Eggert gefur af menningar- lífi þjóðarinnar, að lnin gelur ekki gleymst, og þó er lhin dregin með línum, sein eiga ekkert skylt við öfgar. Og reynt að skýra ástæður og uppruna alls sem fyrir ber, og sag- an þá stundum rakin alla leið aftur í heiðni. Hjer er það hinn upplýsti maður, sem lítur yfir andlegt ástand samtíðarmanna sinna, ekki til að skopast að þeim, heldur til þess að bera fram varnir fyrir þá. Eggert tekur eftir öllu. Hann skýr- ir frá mismun þeim á framburði tungunnar og orðaváli, sem tíðkast í mísmunandi landsfjórðungum, seg- ir livar málið sje best talað og því um líkt. Ekkerl mannlegt er honum óviðkomandi. Og þó að jarðfræðilýs- ingar hans sjeu úreltar, þá munu atliuganir jiær, er liann gerði bæði í grasafræði og dýrafræði liafa verið ærið góð lindirslaða undir þann fróðleik í þessum greinum, sem svo mikið hefir hæst við síðan og enn á eftir að hætast við. Mataræði almennings er eill af þeim efnum, sem Eggerl skrifar hvað ítarlegast um, og má eflaust margt af lionum læra í því tilliti, einkum að því er snertir notkun innlendra efna. Nú á síðustu árum eru menn á ný farnir að skilja hve mikil búbót og liollusta sje í því að nota fjallagrös, söl og ýmsar inn- lendar kál- og súrutegundir. Það þykir liverri þjóð holt að þekkja sjálfa sig og glata eigi tengsl- um við fortíð sina. Þjóðin hefir lif- að af fram á þennan dag vegna þess að hún glataði ekki tengslum við hókmentir sínar. En sama gildir auðvitað um aðra þætti menningar- innar. Ferðabólc Eggerts og Bjarna er og verður vafalaust á komandi öldum einn sterkasti hlekkurinn í þeirri festi, sem tengir saman nútið og fortið. Hún hefir til þessa ver- ið íslendingum fleslum liulinn fjár- sjóður. Nú hefir sá sjóður verið graf- inii upp og kemur í fyrsta sinn ís- kndingum fyrir sjónir á þeirra eig- in tungu. Vel sje þeim, sem iinnn að því verki. A LÞINGISHÁTÍÐIN 1930 hefir nú eignast sína sögu, skráða af próf. Magnúsi Jónssyni alþingis- manni, sem var einn þeirra sjö er sæti átlu í Alþingishátíðarnefndinni. Hafði nefndin ætlast svo til að skráð væri rit um Alþingishátíðina skömmu eftir að henni lauk, og fal- ið próf. Magnúsi Jónssyni og Pjetri G. Guðmundssyni að annast undir- búning þessa rits. En ráðamenn þjóðarinnar tóku dræmt i þetta og drógu það á langinn, uns málið sofnaði svefni hinna rjettlátu. En eigi alls fyrir löngu vakti bókaútgáfan „Leiftur“ máls á því, við Magnús Jónsson, að hann skrif- aði sögu Alþingishátíðarinnar og ,,Leiftur“ gæfi út. Og nú er bókin komin, mikið og glæsilegt rit í stóru broti, með á þriðja liundrað mynda frá liátíðinni og af ýmsum, sem við hana voru riðnir. Margt af hátíðarmyndunum liefir aldrei komið fyrir almenningssjónir áður og eigi lieldur af minjagripum þeim og ávörpum, sem sendimenn er- lendra þinga og fulltrúar ýmsra fjelaga og stofnana fluttu Alþingi um hátiðina. Öllum þorra manna er ókunnugt um margt af þessu, jafnvel Reykvikingum, og væri eigi ástæðulaust að hafa sýningu á þessu við tækifæri, þó að myndirnar í Alþingishátíðarsögunni bæti mjög úr því að þær eru snildarvel teknar. Höfundur skiftir bókinni i þrjá aðalkafla. Sá fyrsti segir frá drög- unum til Alþingishátiðarinnar og undirjjúningi hátíðarnefndarinnar og þeirra, seni hún hafði sjer til að- sloðar. Tekur liessi kafli yfir nær- felt þriðjung bókarinnar. Næst kem- úr ítarleg lýsing á sjálfri hátiðinni, hátiðardögunum þremur og „eftir- leiknum“ fjórða daginn, sem liöf. kallar svo. Er þetta lang lengsti kafl- inn enda eru i honum flestar þær ræður og ávörp, sem flutt voru hátíðardagana, svo og liátíðarljóðin þrenn, sem verðlaun fengu, textinn að sögulegu sýningunni, sem þeir prófessorarnir Ólafur Lárusson og Sigurður Nordal sömdu, og ýmislegt fleira. Loks er i þriðja kaflanum — „Ýmislegt, sem fram fór um Alþing- ishátíðina“, sagt frá gjöfum þeim og ávörpum, sem Alþingi hárust, mót- um þeim, sem lialdin voru um og kringum hátiðina, sýningum, liáskóla fundi og doktorakjöri. Leiksýningu (Fjalla-Eyvindi) og loks umsögnum ýmsra um Alþingishátíðina. — Hefði verið æskilegt, að sá þáttur hefði verið hafður nokkuð lengri. Hjer er saman komið á einn stað flest það, sem almenningur óskar að geyma sjer í minni um þessa merki- legustu hátíð, sem haldin hefir verið á íslandi. Höf. getur þess, að þó hefði sagan getað orðið itarlegri, ef hún hefði verið skrifuð fyrr, og er það sennilegt. Því að þó að blöð- in hefðu sig öll við að lýsa hátíðinni sem best jafnóðum, þá lilaut þeim vitanlega að sjást yfir margt, sem gjarnan hefði mátt halda til haga, og er sist að furða sig á því, jafn margir viðburðir gerðust samtímis þessa minnisverðu daga. En höf. getur jiess, að auk þeirra gagna, sem geymst hafa um hátíðina hjá ritara nefndarinnar og framkvæmda- stjóra liennar, hafi liann, auk eigin minnis, einkum stuðst við blöðin. Alþingisliátiðarsaga er bók, sem margir munu vilja eiga. Útgefand- inn hefir ekkert sparað til þess að gera liana sem best úr garði og liöf. var manna best til þess fallinn að taka bókina saman. 1_J ORNSTRENDINGABÓK heitir -* glænýtt rit, sem Þórleifur Bjarnason hefir samið, en Þorst. M. Jónsson á Akureyri gefið út. í fyrra kom út Barðstrendingabók, samantekin af ýmsum góðum mönn- um, en hjer er aðeins einn maður að verki, Hornstrendingur að ætt og uppruna, þó að eigi sje hann framar búfastur á ættarslóðunum. Og styðst liann mjög við frásagnir afa síns, Guðna Kjartanssonar, sem hlýtur að liafa verið hinn mesti sagna- og fræðaþulur. Honum til- einkar höf. bókina. Sögurnar, sem afi sagði höfundi — eða máske fremur skrásetjara —■ þeirra, urðu undirstaða ]iess, að bókin varð tii. Land og lif nefnist fyrsti þáttur Hornstrendingabókar. Segir þar frá staðliáttum, samgöngum, útræði og viðburðum úr daglegu lifi manna. Mörgum mun vera forvitni á að lesa þessar lýsingar, því að löngum hefir það verið trú manna, að líf fólks á Hornslröndum væri ineð mjög öðru móti en annara lands- manna. Þeir liafa lönguni verið afskektir, en þó tæplega eins og t. d. Öræfingar, því að Hornstrendingar eiga samgöngutæki á sjó en liinir ekki. — Baráttan við björgin lieitir næsti þáttur, og segir þar einkum frá bjargsigi og afrekum „fygling- anna‘; svo nefna Hornstrendingar sigmcnn sína. Það sem segir í þess- uni kafla mun vera flestum lands- búum algert nýnæmi, og' stórfróð- legt aflestrar óg átakanlegt um leið, þar sem segir frá slysförunum, sem oft sigldu í kjölfar liinnar áhættu- sömu atvinnu. En fuglatekja og eggja var atvinnugrein Horiistranda- búa og hún eigi ómerk. — Þá er siðasti kaflinn, sem höf. nefnir Dimmu og dulmögn. Þetta er í raun rjetlri sjálfstætt þjóðsagnasafn, er sýnir að á Hornströndum hefir ver- ið góður jarðvegur fyrir ýmiskon- ar hjátrú, enda þrífst hún best í fámennum sveitum og afskektum, undir snarbröttum fjöllum með brinisog undir rótunum, þar sem mikið er um hættur og slysfarir. Þar var jafnan hægurinn hjá að varpa sökum á drauga og galdra- menn, þegar eðlilegar skýringar skortir, því að fátl segir af einum. Það sem lijer hefir verið sagt af efni Hornstrendingarbókar ætti að gefa nokkra liugmynd um, að það sje óvenjulegt og nýstárlegt. En um liitl er ekki ininna vert, að höfundur- inn kann að segja frá. Framsetn- ing lians öll er eins og í bestu þjóð- sögu og stilíinn viðfeldinn og fág- aður. Bókin flytur landslýð öllum ný kynni af einum afskektast út- kjálka landsins og þau kynni verða til ánægju.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.