Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N # 1 BEDRBE5 SIMEnon i | Flæmska BÖÐIN „Snautið þjer nú lieim Dyrnar lokuðust. Einum manni færra á kránni: Gérard Piedbæuf. „Hann sefur þetta úr sjer,“ tutaði Maigret, sneri að borðinu sinú og settist við bjór- glasið. Nú varð vandræðaleg þögn. Sumir settust aftur. Aðrir hikuðu við. Miaigret- saup teig af bjórnum, svo and- varpaði bann: „Látum svo vera! Þetta tillieyrir dagsverk- inu!‘ Svo sneri hann sjer að einum spilamann- inum og bætti við: „Sögðuð þjer ekki að lijarta væri tromp ?‘ Maðurinn vissi ekki bverju svara skyldi, en horfði á spilin sín, sem lágu eins og hrá- viði út um alt gólf. VI. kapítuli: HAMARINN. Maigret bafði ásett sjer að bafa bægt fyr- ir morguninn eftir. Það var þó eiginlega ekki leti, sem að honum gekk, lieldur hitt, að bann vissi ekki livað bann átti að taka sjer fyrir liendur. Klukkan var að enda við að slá tíu, þegar bann vaknaði á mjög óþægi- legan bátt. Fyrst var barið ákaft á dyrnar bjá honum, en það var honum jafnan illa við, jafnvel þegar best lá á honum. Og síðan, meðan hann var að koma til sjálfs sín, var beljandi rigning á gluggunum það fyrsta, sem liann tók eflir. „Hver er þar?“ „Machére!“ Nafnið kom inn um dyrnar eins og sigur- brósandi lúðurhljómur. „Kom inn!“ Og síðan: „Gerið þjer svo vel að, draga gluggatjöldin frá!“ Maigret lá þarna í rúininu, þegar kuldaleg og grá rosabirtan flæddi inn í herbergið. Fyrir neðan gluggann hjá bonum stóð fisk- sölukerling og var að reyna að prakka vöru sinni upp á gestgjafann. „Jeg liefi frjettir að færa. Þær komu með fyrsta pósti í morgun.“ „Frjettir af hverju?" „Af Germaine Piedbæuf.“ „Er hún dauð?“ „Dauð eins og saltkjet.“ „Machére sagði þetta með sjáanlegri ánægju, og dró samstundis upp fjögra hlað- siða brjef í arkarbroti, með ótal stimplum ýmsar opinberra stofnana. Þelta skjal bafði verið sent frá Heródesi til Pílatusar og frá Pílatusi til annara. Machére hljóp yfir fyrirsagnirnar: „Sent áfram af lögreglunni i Huy — inn- anríkisráðuneytinu í Bruxelles.“ „Sent af innanríkisráðuneytinu saka- málalögreglunni í Paris.“ „Sent af sakamálalögreglunni — lögreglu- sveitinni í Nancy.“ „Sent af lögreglusveitinni í Nancy — . . “ „Farið þjei’ fljótt yfir þetta, gerið þjer svo vel, kunningi.“ „Gott og vel. Mergurinn málsins er þessi .... að líkið var slætt upp úr Meuse við Huy — það er að segja 110—112 kílómetra lijeð- an. Það fanst fyrir fimm dögum. Vitanlega hafði jeg látið senda umburðarbrjef til allra lögreglustöðva hjer norður með ánni, en þær höfðu gleymt því og . . . .“ „Má jeg koma inn?“ Það var stúlka með tvíbökur og kaffi. Undir eins og hún var farin út hjelt Machére áfram: „En jeg ætli heldur að lesa þetta fyrir yður . ... I dag, iuttugasta og sjötta janúar eitt þúsund níu hundruð og .........“ „Nei, kunningi. I guðs bænum komist þjer nú að efninu.“ „Jæja þá. Það virðist í rauninni vist, að stúlkan bafi vcrið myrt. Það eru áþreifanleg- ar sannanir fyrir því, hlustið þjer nú á:“ „Likið hefir, að því er best verður sjeð, verið í vatni tíu daga til hálfan mánuð. Að þvi er .....“ „Æ, haldið þjer nú áfram!“ urraði Maigret með fullan munninn. ........ rotnunina snertir ......“ „Já, jeg veit það. Komið þjer með niður- stöðurnar, en hlaupið þjer yfir lýsingarnar.“ „Þetta er heil blaðsíða.“ „Hvaða þetta er heil blaðsíða?" „Lýsingin .... Jæja, en ef þjer viljið ekki heyra hana, þá .... Þeir virðast vera í vafa um sum atriðin. En eitt er alveg víst: Ger- maine Piedbæuf hefir verið dauð talsvert lengi áður en henni var fleygt í ána. Læknis- skýrslan segir: tvo eða þrjá daga ....“ Maigret dýfði tvibökunni í kaffið og muðl- aði hana lnigsandi en starði út um glugg- ann. Macliére hætti sannast að segja að lesa, því að hann hjelt að hinn væri hættur að hlusta á. „Ef yður finst ckki neitt um þetla vert . . þá vitanlega ....“ „Haldið þjer áfram!“ „Hjerna kemur sundurliðuð skýrsla um likskoðunina. Viljið þjer heyra hana? Nei? Þá komum við beint að athyglisverðasta kafl- anum. Það sást að blettur á hauskúpunni var brotinn, og læknirinn segir að þetta bafi verið gert með sljógu verkfæri, svipuðu hamri, og' að alt mæli með því að þetta hafi valdið dauða stúlkunnar.“ Maigret steig öðrum fætinum út úr rúm- inu og siðan hinum. Hann starði um stund á sjálfan sig í speglinum áður en hann fór að bera á sig ralcsápuna. Machére hjelt áfram að lesa vjelritaða skjalið, meðan hinn var að raka sig. „Finst yður þetta ekki talsvert einkenni- legl?......Jeg meina ekki þetta ineð ham- arinn, lieldur liitt, að líkinu hefir elcki verið fleygt í ána fyrr en eftir tvo, þrjá daga eftir að glæpurinn var framinn. Jeg verð víst að fara og rannsaka húsið ennþá betur.“ . „Ilafa þeir skrifað um hvaða fatnaður var á líkinu?“ ,Já. Bíðið þjer augnablik .... IJjerna kem- ur það .... Svartir skór með reim yfir rist- ina, sólarnir og hælarnir mikið slitnir. Svartir sokkar. Ljósrauð nærföt, tjeleg teg- und. Blá kambgarnsföt (ekkert klæðskera- merki). „Er það ait og sumt? .... Engin kápa?“ „Nei .... Það er skrítið.“ „Þelta skeði 3. janúar. Og þá var rigning og kuldi.“ Machére varð þungbrýnn. „Líklega . . . . “ „I^íklega hvað?“ „Líklega hefir hún ekki verið sá aufúsu- gestur hjá Peetersfólkinu að henni hafi verið boðið að fara úr kápunni .... En hinsvegar er þetta: Hafi það tekið af henni lcápuna, hversvegna færðu þau hana þá ekki úr öll- um fötunum, til þess að gera erfiðara að þekkja hana?“ Maigret þvoði sjer svo rösklega, að slcvett- urnar lentu á Machére, sem var úti á miðju gólfi. „Vita þeir Piedbæufs-feðgarnir um þetta?“ „Ekki ennþá. Mjer datt jafnvel í hug, að þjer munduð ekki vilja . . . .“ „Vilja gera neitt úr þessu! Þjer megið ekki gleyma því, að jeg er hjer ekki sem starfsmaður liins opinbera. Þjer haldið áfram rannsókninni alveg eins og jeg liefði aldrei hingað komið.“ Maigret leitaði uppi flibbahnappinn sinn og laulc loksins við að klæða sig. „Nú verð jeg að fara,“ sagði liann og ýtli Machéré úr úr dyrunum. „Jeg sje yður seinna.“ Hann reikaði um göturnar eins og hann vissi ekki livert hann ætti að fara. Hann hafði farið út til þess að fá sjer frískt loft, til þess að komast einu sinni enn í andrúms- loft bæjarins, og hann skeytli því engu livert fæturnir báru hann. Það var einber tilviljun að hann tók eftir að bann stóð andspænis messingplötu, sem á var grafið: VAN DE WEERT læknir Viðtalstími kl. tíu til tólf. Fáeinum mínútum síðar var honum fylgt inn til lítils manns, þrátt fvrir að þrír sjúkl- ingar sátu á biðstofunni. Þessi maður var rjóður í kinnum eins og barn, og liárið á honum silfurhvítt og fallegt eins og á frú Peeters. „Mjer þykir vænt um að kynnast yður, herra fulltrúi. En jeg vona að þjer hafið ekki neinar leiðinlegar frjettir að færa . . . .“ Hann njeri saman liöndunum um leið og liann sagði þetta. Það stafaði bjartsýni frá öllum manninum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.