Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Elsta brú landsins fallin. Aðfaranótt s.l. miðvikudags kl. 2 slitnaði efri burðarstrengur Ölfus- árbrúarinnar við stöpulinn á nyrðri bakka árinnar, og hangir brúin enn uppi á neðri strengnum, en búast má við að þeir slitni þá og þegar undan þunga brúarinnar. Það hefir verið vitað undanfarinn ár, að þungi sá sem ekið hefir verið gfir brúna, hefir verið henni gersamlegu um megn, og í sumar sáust svo alvar- legar bilanir á brúnni, að vegamála- stjórinn mælti svo íurir, uð farþegar í stórum bifreiðum skyldu fara gang- andi yfir hana. Það sem að lokum gerði út af við þessa elstu storbrú landsins var það, að tvœr bifreiðir voru á henni samtímis. Fóru þær báðar i ána, önnur á grunnu en hin í aðálálinn. En mennirnir björguð- ust af báðum bifreiðunum. Þegar Ölfusárbrúna skorti tæpar 60 klukkustundir í 53 ára aldur, talið frá vígsludegi brúarinnar, 8. sept. 1891, féll liún í valinn, södd lífdaga og eftir mikla níðslu af völd- um. hernaðar á íslandi. Banalagið fjekk liún frá tveimur mjólkurbilum austan úr Flóa, sem fóru yfir liana samtímis, þó að það væri marg-til- kynt, að eigi mætti nema einn bíll fara á brúnni í einu. En að því er sagt er liafði annar bíllinn verið bilaður, svo að hinn varð að bafa hann i eftirdragi. Þessa hleðslu þoldi brúin ekki. Þegar fremri bifreiðin var komin út á miðja brú slitnuðu efri (nyrðri) strengirnir nálægt akkerunum að vestanverðu og lafði brúin á neðri strengjunum — og lafir enn þegar þetta er ritað, þó að búast megi við að neðri strengirnir bili þá og þeg- ar. Fremri bifreiðin fór í aðalálinn og á kaf, en liin veltist út af brúar- gólfinu, eina veltu og kom niður á hjólin. Stendur hún í ánni á grunnu. Báðir voru bifreiðarnar frá Kaup- félagi Árnesinga og í förum fyrir Mjólkurbú Flóamanna. Maðurinn á aftari bifreiðinni komst upp á stýris- húsþakið, en bílstjóranum á þeirri fremri tókst með herkjum að kom- ast út úr stýrishúsi sínu. Varð þá fyrir honum tómur mjólkurbrúsi og flaut hann á honum um stund, þang- að til að hann fann bíldekk á floti. Notaði hann það sem bjarghring og ljet berast með þvi niður úr iðun- um, á grynningar, og gat síðan vað- ið til lands. Farþegar voru engir í bifreiðunum og varð manntjón því ekki. En furðulegt má það heita, að bílstjórarnir báðir skyldu kom- ast lífs af. Er hjer lokið sögu elstu stórbrú arinnar á íslandi og þeirrar, sem mest umferð liefir verið um, allra slíkra brúa. Hún var orðin göniul og mædd, var bygð fyrir kerruum- ferð og mátti ekki veikari vera fyr- ir venjulega bílaumferð, hvað þá þungaflutninga setuliðsins. Undan- farin ár hefir verið rætt um að byggja nýja brú á ölfusá, úr járn- bentri steinsteypu, og munu teikn- ingar vera til af þeirri brú, en fram- kvæmdir hafa dregist á langinn. Þess má geta, núna í dýrtíðinni, að Ölfusárbrúin kostaði 60.000 krónur, auk smávegis uppbótar, sem Tryggi -Gunnarsson fjekk upp í halla þann, sem hann beið við að koma brúar- smíðinni i framkvæmd. Lesendum til fróðleiks skal birt hjer á eftir stutt lýsing á Ölfusár- brúnni, frá 1891: Lengdin járnbrúarinnar sjálfrar er um 180 álnir. Þar af eru 120 áln- ir milli stöplanna, er standa sinn á hvorum árbakka, en 60 yfir haf það, er milli er aðalstöpulsins á eystri bakkanum og akkerisstöpulsins þeim megin. Breiddin er 4 álnir. Járnrið er beggja vegna, með 3 langböndum, ög nær meðalmanni þvi nær undir liendur. Hæðin frá brúnni niður að vatns- fletinum, þegar ekki er vöxtur í ánni, er 12 álnir. Brúin er hengibrú, eins og menn vita, þ. e. brúin sjálf hengd með Ljósm.: Fálkinn Akkerið sem efri vírstrengurinn slitnaði úr. Ljósm.: Fálkinn uppihöldum af járni neðan í þrjá járnstrengi hvors vegar. Járnstreng- ir þessir eru alldigrir, og strengdir yfir tvo stöpla við hvorn brúarsporð, 20 álna liáa alls að austanverðu, og er neðri hlutinn, 914 alin, úr vel limdu og vel hög'gnu grjóti, en efri hlutinn ferföld járnsúla eða súlna- grind og haft á milli þeirra að ofan. Vestanmegin eru járnsúlurnar jafn- liáar, en neðri lilutinn ekki nema 1 álnar hleðsla, með því þar er bár klettur undir. Járnstrengjunum er brúnni halda uppi og þandir eru yfir nýnefnda stöpla (járnsúlurnar), er fest í akk- eri til beggja enda, en það eru klett- ar af inannahöndum gjörðir, þ. e. hlaðnir úr grjóti og grjótsteypu og ramlega límdir. Neðst i þeim klett- um eru járnspengur þversum, cr strengjaendunum er brugðið um. Alt járnið í brúnni er um 50 smá- lestir að þyngd, eða sama sem 100,000 pd. Þar að auki er i brúnni, gólfinu á lienni, 100 tylftir af plönkum, og 72 stórtrje undir þeim, ofan á trjá- slánum og járnbitunum. Plankagólf- ið er tvöfalt. Um traustleika brúarinnar er það að segja, að það er ætlast til að hún beri járnbrautarlest, en til þess má vera á henni í einu 50 punda þungi á bverju ferli.feti. Gjöri maður með- almanns þyngd 144 pd., mega eftir þvi standa á brúnni i einu 1.000 manns, svo að óhætt sje í alla staði. Út frá brúnni liggur á báða vegu vegargarðar eða mjög uppliækkaður vegur úl á jafnsljettu, og þar á sund eða op i einum stað að austanverðu, 15 álna breitt, með trébrú yfir. Er það gjört til renslis fyrir ána i af- taka-'vatnavöxtum, ásamt 60 álna sundinu milli stöpuls og akkeris, sem áður fyr er getið. Alt járn í brúnni er málað rautt. Til þess að vera enn öruggari um, að brúnni væri óhætt við öllu grandi af isruðningum, görði herra Tryggvi Gunnarsson ýmsar umbælur á henni frá því, sem upphaflega var tilætl- ast. Meðal annars liafði hánn aðal- brúarstöplana talsvert fjær ánni, 3 álnir að austanverðu og 1 að vest- an, með því honum .virtust klappírn- Framhald á bls. /.) ÞESSI 2-MÍNÚTNA SNYRTING I VARÐVEITIU LITARHÁTT YÐAR — <><j sparið sápuna um leið. — • 1. f stað jiess að nudda sápunni í þvotta- klúlinn þá nuddið stykkinu nokkrurn sinnum rnilli rakra lófanna. ^ 2. N’úið andlitið svo mjúklega upp eftir, frá höku og upp á enni. < 3. Þvoið yður ' svo úr volgu vatni og hin fræga filmstjama loks úr költiu ( segir: „Jeg lield hörund- , _ ‘ inu frísku , björtu og . •'./•' ý , j ^ *'I fatlegu með Lux hand■ ’’ ’.ý. „ w ... - • sapunni . LUX HAND-SÁPA *' i i Fegrunarsáþa filmstjarnanna. > pi X-LTS 664-814 ' a l EVl’K rBomvct

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.