Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl 5flBfln - Njósnír od gagnnjósnir Eftir Bernhard Newman "D RESKIR gagn-njósnarar hafa aö minsta kosti eitt til síns á- gætis: þeir þekkja sæmilega vel hvernig þýsku njósnararnir eru mennta^ir. Karl Werfel er gott dæmi um nemanda' í þýskum njósnaraskóla. Hann liafði áður tekið út refs- ingu fyrir smávegis þjófnað, og hann hafði verið viðriðinn Ijóta sögu viðvíkjandi kvenmanni. En að öðru ieyti gat fortið lians komið honum að lialdi. Hann hefir verið þjónn á stóra Ameríkufarinu „Brem- en“, og talaði vel ensku og frönsku. Þegar njósnaraforinginn rjeði hann í þjónustu sína sá hann undir eins til hvers hann ætti að nota þennan unga mann. „Þjer verðið sendur til Englandfi, sagði hann. „Við höfum ekki nógu glöggar upplýsingar um skipalest- irnar — og það eru kafbátarnir sem eiga að vinna stríðið. Þjer eigið að vera belgískur sjómaður af flæmsk- um ættum — það er skýringin á því að þjer talið frönsku með út- lendum hreim. Það getur vel verið að þjer verðið að fara nokkrar ferðir með skipalestum vestur yíir Atlandtshaf, en þá áhættu verðið þjer að gangast undir. Á morgun verðið þjer að skrá yður á namskeið fyrir frjettaþjónustumenn. Þarna er heimilisfangið. Þegar þjer byrjið á skólanum verðið þjer að gleyma nafninu yðar -— hjeðan i frá heit- ið þjer Nr. 34.“ ESSI njósnaraskóli var til húsa í útjaðri Berlínar. Werfel sá, að það var von á honum. Skóla- stjórinn brá honum á eintal, nefndi hann aðeins með númeri og tók honum vara fyrir að kynnast nokkr- um af hinum nemendunum — svo að enginn þeirra gæti svikið hann í trygðum, ef svo bæri undir. Honum var afhent skilmerkileg námsáætlun. Nr. 34 átti að læra morse-kerfið og hann átti að setja sig inn í leyndardóma firðritunarinnar. Hann átti að leggja sjerstaka stund ó ensk bögumæli og sjóaramól, og vitanlega fjekk hann ítarlega fræðslu um njósnaraðferðir. Werfel fann að hann varð að vinna kappsamlega. Hann hafði gaman af enskukennslunni. Með þýskri nákvæmni hafði verið prentað handa nemendunum bók með ýmsum setn- ingum, sem gott var að kunna. Þarna stóðu setningar með hátíðlegu mál- færi, svo sem: „May I invite you to partake of refreshment? (Má jeg bjóða yður hressingu með mjer?). en við hliðina stóð tilsvarandi setn- ing á mæltu máli: „Have this one with me! Firðritunarnámskeiðið var miög áríðandi. „Þetta er í raumnni n:jög einfalt,“ sagði kennarinn, gamall verkfræðingur, sem nefndist Ingle- mann. „Þegar þjer komið til Englands eigið þjer að kaupa yður viðtæki, sem heitir fíronco. Það er smiðað i Ameriku, laf þýsk-ameríkönsku firma, og smíðað þannig, að auð- velt er að gera úr því senditæki. Það er liægt að fá þessi tæki í F.ng- landi ennþó. Svo kaupið þjer nokkra varahluta, sinn í liverri búðinni. Listann yfir þessa varaliluta verðið þjer að kunna utanað. Og þegar þjer hafið fengið þá getið þjer breytt víðtækinu í senditæki.“ „Get jeg sent tilkynningar mínar beint til Þýskalands?“ „Nei, þessar öldur draga ekki nema 60-70 kílómetra. En það dugar. Þjer komið í ýmsa liafnarbrei og þar fáið þjer nónari skýringu á hvernig þjer eigið að nota sendar- ann yðar. Um borð getið þjer lika sent skeyti til kafbátanna. Þjer verð- ið að hlýða vel reglunum um hvernig þjer eigið að nota sendarann, því að það er auðvelt að taka mið á liann. Þjer megið aldrei nota hann nema einu sinni á sama stað.“ T17'ERFEL stundaði frjettahjon- * * ustunámið marga tíma á dag, hjá kennara sem lijet Vogel. Hann sagði að Werfel yrði að gleyma öllu þvi, sem hann hefði sjeð um njósn- ir á kvikmyndum, gleyma öllum dramatískum grillum og ekki búast við neinum æfintýrum. Njósnara- starfsemin væri hvorki dramatísk nje æfintýraleg, sagði hann. En það væri hægt að ná í margar og mikils- verðar upplýsingar, aðeins með því að hlusta á fólk og tala við fólk. Werfel var kennt að hann mætti aldrei skrifa neitt hjá sjer svo að aðrir sæu til; liann yrði að læra að skrifa með höndina í vasanuin. Ef hann kæmist að því að tuttugu og fimm skip ættu að hafa samflot, átti hann að skrifa í vasabókina sína, að hann liefði haft 25 shillinga útgjöld um daginn. Vogel lýsti fyrir honum hvernig njósnarar iiefði komið upp um sig, fyrir óaðgætni: „Einn af okkar mönnum, sem ljest vera Englendingur, stal reið- hjóli en ók af stað hægra megin á götunni. Annar skrifaði töluna 7 með þverstriki yfir legginn, en það mundi Englendingur aldrei gera. Þjer liafið góða afstöðu í þesskonar skissum, úr því að þjer þykist vera Belgi.“ erið eins blátt áfram í allri fram- komu og þjer getið. Það er gott ráð að þjer fáið yður sparisjóðsbók í næsta banka — það er vottorð um gott mannorð og góða samvisku. Það hefir ávalt góð áhrif á tor- tryggna menn, að þeir sjái spari- sjóðsbók þegar yður er sagt að sýna skirteinin yðar. Vegabrjefið yðar á að vera snjáð og slitið, og svo fáið þjer með yður nægilegt af enskum peningum ~ auðvitað gamla, velkta seðla.” OKS kom sá dagur að Werfel var útskrifaður af njósnaraskól- anum. Hann fór til Belgíu; þar „stal“ hann vjelbát í einum hafnar- bænum, og „flýði“ til Englands. Vitanlega var hann tekinn fastur þegar hann kom, og yfirheyrður rækilega. Plögg hans voru i fullu 'lagi, saga hans reyndist trúleg, liann gat vitnað til belgísks flug- mannns, sem a visu hafði hrapað til bana nokkru áður, og liann gat sannfært yfirvöldin. Hann bauð sig fram sem sjálfiboðaliða í kaupj flotann og var sendur i höfn, sem við skulum kalla Norport. Og ætlun- in var að skrá hann hið fyrsta á eitt af skipum bandamanna. Fyrstu dagarnir í Norport liðu án Jiess að nokkuö gerðist tíðinda. 'Hann virtist dálítið órrór en Jiað gal stafað af æsingnum, sem hann hafði verið í þegar liann flýði frá Þýska- verjum í Belgíu. Svo fór Werfel að reyna að safna upplýsingum. Það var mikið að gera við liöfnina, en ógreitt að ná í óreiðanlegar upplýsingar. Auðsjeð var, að Jiarna lágu mörg skip ferð- búin. — en livenær áttu þau að sigla og hvert áttu þau að fara? En það reyndist svo, að Vogel hafði haft rjett að mæla. Þegar Werfel var að missa móðinn náði hann í tvær mikilsverðar upplýs- ingar á knæpum — báðar sama kvöldið. Tveir sjómenn höfðu boðið honum staupinu Jiegar þeir heyrðu að liann væri flóttamaður frá Belgíu. Og liegar þeir höfðu spurt hann spjörunum úr hjeldu þeir áfram að tala saman. „Alltaf eltir óheppnin mig,“ sagði annar. „Við sigldum frá Alsir áður en jeg fjekk nærfötin mín úr Jivott- inum — og nú verð jeg, sem jeg er lifandi maður að fara norður i ís- haf án þess að hafa sæmilega þykk- ar nærbuxur að fara í“. Það var eins og heituc- straumur færi um Werfel. Þarna hafði liann fengið mikilsverðar upplýsingar. Skipalest átti að fara til Rússlands einhvern næstu daga. Sjómennirnir fóru á burt. En Werfel sat eftir og lilustaði á mál mannanna við næstu borðin. „Á móti hverjum á Norport að keppa á morgun?“ spurði einliver. „Manchester United. En jeg fæ ekki að sjá þann leik. Við verðm að liafa lokið útskipun á mánudags- morgun. Við verðum að vinna yfir- vinnu bæði i dag og á morgun.“ ERFEL flýtti sjer heim til sín. Hann titraði af spenn- ingu, Jiví að loksins hafði hnífur lians komið i feitt. Hann hafði keypt hlulina í Bronco-tækið og gert úr því senditæki, en hann hafði ekki reynt það ennþá. Nú lireyfði hann sendilykilinn í fyrsta sinn, og á- haldið virtist vera í lagi. En þá skeði dálítið, sem virtist vera grunsamlega líkt Jivi, er hann liafði sjeð í njósnaramyndum og lesið um í reyfurum. Hann ætlaði einnmitt að fara að senda dulmáls- cinkennið sitt, sem liann vissi að minsta kosti tveir af starfsbræðrum hans í Englandi mundu ná i, en þó var hurðin opnuð. Tveir menn með skammbyssur stóðu í dyrunum, Þeir fóru á burt með Werfel — liann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann var leiddur fyrir herrjett, jótti þar öllu, og var dæmdur til dauða. Nú sat hann í klefa í Wands- worth-fangelsinu. Eftir þrjátíu og sex tíma átti að hengja hann. "D RESKUR frjettaþjónustumaður kom inn í klefann til að tala við hann. „Þessi njósnaraskóli var ekki eins góður og jeg hjelt.“ sagði Werfel meðan á viðræðunum stóð, og glotti út í annað munnvikið. „Nei, við höfum náð ýmsum af neinendunum úr Jiessum skóla áður. Þjer skiljið það, Werfel, að það er mikill munur á þýskri og enskri leyniþjónustu. Þjóðverjar halda upp á skipulagningu í stórum stíl og senda hundruð erindreka út um hvippinn og hvappinn — en flestir Jjeirra eru aðeins hálflærðir ræn- ingjar eins og Jijer. Við viljum held- ur hafa fáa menn, sem kunna mikið og hafa æft sig upp á eigin spýtur“, „Það er eitt, sem jeg ekki skil,“ sagði Werfel. „Hvernig komust þið á hnotskóg um mig, og með hverju kom jeg upp um mig?“ „Við höfum haft gát á yður síðan Jijer komuð. Sagan sein lijer sögðuð okkur, og plöggin sem lijer sýnduíj voru svo sannfærandi að innflytj- endaeftirlitið grunaði ekki neitt. En svo genguð Jijer inn á fyrsta póst- húsið sem Jjjer sáuð og fenguð yður sparisjóðsbók. Eftir það mistum við aldrei sjónar af yður.“ „Hversvegna ekki? Þetta skil jeg ekki.... Herra Vogel lagði rikt á við mig að fá rnjer sparisjóðsbók, hann sagði að Jiað vekti traust og væri á við bestu meðmæli.“ „Einmitt. Þetta var ágætt vottorð — en kanske enginn meðmæli. Ur því sem komið er ]iá getur liað ekki skaðað, að jeg trúi yður fyrir leynd- armóli, — og það þess heldur, sem Vogel er ekki framar kennari við hina ágætu stofnun yðar í Berlín. Hann er nefnilega einn af þessum fullmentuðu og sjerreyndu leyni- lijónustumönnum, sem jeg minntist á áðan.“ AÐFERÐIN. Þegar þjer notið Lux-spæni þá munið að niæla þá ná- kvæmlega. Ein sljettfull mat- skeið í 1 litra af vatni gef- ur ágætt sápulöður. Mælið vatnið líka. Ef þjer notið meira vatn en þjer þurfið, þá verðið þjer lika að nota meira Lux. Safnið þvottinum saman. Þvoið ekki blúsur, nærföt. sokka og þessháttar hvað út af fyrir sig. Það er hag- feldara að þvo alt i sömu lotunni. Vindið blúsurnar og nærfötin upp úr sápu- löðrinu fyrst, siðan ullarföt- in og loks sokkana. Allt i sama sápulöðrinu. Þetta eru einföld ráð, en með þvi að fara eftir þeim sparið þjer mikið af Lux, hinu dýrmæta þvottaefni. LUX EYKUIi ENDJNGU FATNAÐARINS X-LX 619-786 A LEVER PBODUCT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.