Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Nýi Englands- Lord Catto. Eftir David Thurlow. Lord Catto, hinn nýi aöalb'ankastjóri. Eng- landsbanka og eftir- maöur Montagu Nor- man, er 65 ára og hafði kaupsýslustörf aö aö- alatvinnu þangaö til fyrir fjórum árum. Breski fjármálamaðurinn Lord Catto tók við aðal- bankastjórastöðtinni við Englandsbanka í vor, eftir Montagu Norman, Síðan 1940 hefir Lord Catto verið ráðunautur bresku ríkisfjárhirslunnar, en í'yrir þann tíma var hann víðfrægur kaupsýslumaður. Hjar segir David Thurlow stutt æfiágrip hans. — ipFTIR 24 ára skeið hefir Englands " banki eignast nýjan aðalbanka- stjóra, eða governor, sem Bretar lcalla. Er það Lord Catto, liinn al- kunni fjármálafræðingur og kaup- sýslumaður. Hann tekur við af mr. Montagu Norman, sem héfir neyðst til að segja af sjer vegna sjúkdóms, sem hefir þjáð hann undanfarið. Á þeim 24 árum, sem Montagu Nor- man liefir stjórnað Englandsbanka, hefir Iiann orðið einskonar yfirnátt- úrleg vera, sem þjóðsögur liafa myndast uin, og sumum fanst hann vera orðinn jafn sívarandi og bank- inn sjálfur. Það er enginn hægðarleikur nokkr um menskum manni að setjast í sæti annars eins manns og Montagu Normans, sem hafði náð frægð um allan heim. En það sýnir traustið á Lord Catto, hve einlægar kveðj- ur hann fjekk í kaupsýsluheimi Lundúnaborgar er hann tók við embætti. í útliti er Lord Catto gerólíkur Montagu Norman, sein likist mest háættuðum listamanni. Lord Catto er glaðlegur, þjettvaxinn og grá- hærður Skoti, fremur lítill vexti, aðeins tæpir 162 cm. á hæð. Hann er mjög heimakær, kann vel við sig í sveitinni, og þar elta hann jafnan hundarnir lians tveir, Prince og Duke, þegar liann labbar um landeignina sína, sem er 40 km. fyrir sunnan London og að vísu er ekki stór, þvi að liún er aðeins 16 hektarar, eða eins og ríflega meðal- tún. Hann ann starl'i sínu i City því að engum manni getur orðið vel ágengt i lífsstarfinu nema liann hafi mætur á því og sje þar af lifi og sál. En þegar hann vill hvíla sig fer hann i gömul vaðmálsföt og tek- ur veiðistöngina sína. City of London — fjármálaheim- ur Lundúnabúa hefir Lord Catto mjög í heiðri sakir langs og frægs starfs hans í viðskiftamálum. Hann er nú 65 ára og getur 'litið yfir inargbreytilegan og viðburðaríkan feril i þeirri grein. sem komið hefir viða við, og beint götu hans tii margra landa. Lord Catto fæddist 15. mars 1879 og var settur til menta í skólanum í Peterhead í Aberdeenshire. Það- an fjekk hann skólavist i Ruther- ford College, nálægt ensku skíð- smíðastöðvunum við New Castle On-Tyne. Það var i New Caslle sem þessi áhugasami ungi Skoti gekk kaupsýslunni á hönd, er hann fór að starfa á eimskipaafgreiðslu, 16 ára gamall. Og eigi var hann nema 19 ára þegar hann rakst á auglýs- ingu í blaði, þar sem kaupsýslufyr- irtæki ■ eitt auglýsti eftir manni til þess að starfa á skrifstofu siiini í Kákasus. Catto litli sótti um stöð- una og fjekk hana. Hann varð bráð- lega aðstoðarframkvæmdastjóri firm- ans þar, og dvaldist nú vestra i níu en 29 ára gamall var hann sendhr til Ameríku, sem varaforstjóri firm- ans þar, og dvaldist nú vetra i níu ár. Frá Ameríku fór hann til Indlands og gerðist þar framkvæmdastjóri hins fræga firma Andrew Yule and Company í Calcutta. Þar var hann í ellefu ár. Árið 1928 varð liann forseti firmans. Þegar hann kom heim frá Indlandi árið 1930 stofnaði hann sjer sjálfstæða aðstöðu meðal Jjankaeigenda i Bretlandi. Hann varð forstjóri firmans Morgan Gren- fell and Co. Ltd., Royal Bank of Scotland, Royal Excliange Assurance Corporation, Mercantile Bank of India og Union Castle Steamship Company. Og i mars 1940 var hann kjörinn einn af stjórnendum Eng- landsbanka. í júní sama ár sagði Lord Catto af sjer öjlum þessum forstjórastöðum til þess að takast á hendur nýstofnað embætti ólaun- að, sem ráðunautur ríkisfjehirsl- unnar. Áður en liann tók við þvi hafði hann um tíma verið forstjóri í birgðamálaráðuneytinu. En þetta var ekki í fyysta skifti, sem enska stjórnin hafði kvatt þenn- an Skota til starfa fyrir sig. Þannig var hann fullrtúi flotastjórnarinnar i rússnesku nefndinni í Bandaríkj- unuin 1915—17, og formaður mat- vælanefndar Breta og bandamanna þeirra í Bandaríkjunum og Canada 1918—19. Lord Catto á heima í hundrað ára gömlu sveitahúsi i Surrey. Hann á fjögur börn, sem gegna starfi í þágu hernaðarins. Elsta dóttir hans stjórnar hjálparstarfsemi Kristilegs fjelags ungra kvenna i Cariro. Önnur er í Kvenhjálparliði flughersins i Englandi, jjriðja er gift flugsveitar- stjóra í breska flughernum og eru þau hjón búsett í Indlandi. En Stephen sonur hans, sem er 21 árs er í flughernum og tók fyrir skömmu flugpróf i Canada með miklum sórna. Lord Catto ann sveitalífinu og heimilislífinu með fjölskyldu sinni. Honum þykir gaman að veiða og reika um forna staði úti i náttúr- unni. Hann les mikið — sjersták- lega hagfræðileg efni og kaupsýslu. Hann er talinn miljónamæringur í pundum, en það mun áreiðanlega ekki vara rjett, enda þótt hann muni vera vel efnaður, eftir fimtíu ára starf. í þessari styrjöld hefir Lord Catto, ásamt Lord Keynes, borið ábyrgðina á mörgum þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið af hálfu fjármála- ráðuneytisins, því að þeir liáfa báðir verið ráðunautar stjórnarinn- ar. Nú verður það aðaíverkefni hans að sjá velgengni þjóðar sinnar far- borða á árunum eftir styrjöldina, því að um hana getur bankastjóri Englandsbanka — stærstu peninga- stofnunar veraldar — ráðið miklu. KVENNADÁLKUR: Framhald af bls. 6. Hreinsiefni eru flest mjög eldfim. Gætið þess að láta hvorki eldspýt- ur nje straujárn koma nærri þeim. Gólffernis næst best af fingrunum með þvi að bera á sig svínafeiti og þvo sjer svo, úr volgu vatni, með góðri sápu. Gömul dagblöð eru til margar hluta nytsamleg. Kerrupoka, loðkraga og þessháttar er best að vefja inn í gömul dagblöð. Melurinn sem sæk- ist í slíka hluti, forðasl prentsvert- una. Mörgum stofublómum hættir við að fá hvíta smáa orma. Þeir hverfa ef maður vökvar blómin með vatni sem kartöfluskrælingur hefir legið í. Saltið. Saltið er til margra hluta nyt- samlegt. Sje hálsinn aurnur er gott að skola hann úr volgu saltvatni. Saltvatn er einnig gott til að baða með augun en þó mjög lint. Nýja sokka er gott að vinda upp úr volgu saltvatni. Þurt salt má nota til að hreinsa með steikarpönnur, einnig strau- járnið, sje það stamt, (ekki þó fin- húðað járn) og til þess að þýða klaka af rúðum og tröppum o. fl. Vörtum má eyða með þvi að leggja laukflís yfir vörtuna og binda vel upp. Endurtaka þetta 4—5 sinnum og hverfa þá vörturnar. Gotl er að láta egg sem á að sjóða allra snöggvast ofan i volgt vatn. Þau springa siður er þau koma í heita vatnið. Talið aldrei um áhyggjur ykkar við máltíðarnar því áriðandi er að vera i góðu skapi er menn matast. Börn ætti aldrei að reka til þess að borða það sem þeim býður við. Aluminiumpotla má aldrei þvo úr sóda. Víxlari einn frá New York kom að gullna hliðinu. — Hver eruð þjer? spurði Sankti Pjetur. — Jeg var áður víxlari í New York. — Hverl er erindi yðar? spurði Sankti Pjetur. — Mig langar til þess að koni- ast inn. — Hvað hafið þjer unnið til þess? — Jeg hitti lasburða konu hjerna um daginn og gaf henni tvö cent. — Heyrðu, Gabríel, hefir það verið skrifað? spurði St. Pjetur. — Já, Sankti Pjetur, það hefir verið fært lionum til tekna. — Hvað liafið þjer gert fte'ra? — Eitt kvöldið fór jeg um Brook- lyn brúna og hitti skjálfandi blað- sölustrák og gaf lionum eitt cent. — Er þetta i bókunum, Gabríel? — Já, það hefir verið skrifað á reikninginn hans, St. Pjetur. — Hvað hafið þjer svo gert fleira? — Já, jeg man nú ekki eftir fleiru i svipinn. — Heyrðu Gabríel, hvað finnst þjer að við ættum að gera við mann- greyið? — Mjer finnst þú ættir að borga honum þessi þrjú cent og segja honum svo að fara til helvítis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.