Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNesvtf bUSMMttMtlt Sjö mílna stígvelin Ælintýxi Það skeði svo margt undarlegt í landinu þegar þessi saga gerðist, að allir voru hræddir og harm- þrungnir. Ræningjar rjeðust á gam- alt fólk, tóku það með ofbeldi og fluttu það burt, en skiluðu því ekki aftur fyrr en ættingjar þess höfðu borgað of fjár í lausnarfje fyrir það. En sumt stolna fólkið kom aldrei aftur. Engum tókst að koma ræningj- unum í opna skjöldu eða finna bú- stað þeirra. Stundum var ráðist á fólk uppi í fjöllum — klukkutíma siðar var ráðist á aðra í hundrað milna fjarlægð, niður við sjó og skömmu siðar frjettist um aðra ránsferð á allt öðru landshorni. Hvernig gat staðið á þessu? Það er ósköp skiljanlegt þegar maður vissi hvernig í öiiu lá. Ræn- inginn, sem átti sök á öiluin þess- um voða, var einn einasti maður. En hann var fljótur i ferðum, vegna þess að rann átti sjömiina stígvel. Þessvegna gat hann komist iangt i burt i einu hendingskasti, þegar hann hafði framið rán á einum staðnum, og skotið upp á fjarlægmn stað fáeinum mínutum síðar. Einn daginn hafði liann rænt tveimur börnum, nefnilega dóttur borgarstjórans og syni garðyrkju- mannsins, og þessum börnum hjelt hann lengi, langa lengi í varðlialdi í höllinni sinni, langt inni í skógi. — Þú átt að þvo gólfin og elda matinn handa mjer, sagði ræning- inn við Geirþrúði. — og drengur- inn getur sótt vatn, höggvið í eldinn og burstað skóna mína og stígvjelin. Holgeir var dugnaðar drengur, en honum var það ljóst, að ekki gæti hann gert ræningjanum óskunda nema hann fengi hjálp til þess. Því að ræninginn var stór og sterk- ur og gat tekið fullorðna menn og borið þá heirn í kjallarann til sín, og þar hjelt hann þeim þangað til lausnargjaldið var greitt fyrir þá. Þegar það var gert fór hann með þá eilthvað út í skóg og slepti þeim þar. Lausnargjaldið var alltaf látið undir stein eða í holu í trje í ann- ari sveit, svo að enginn gat vitað hver hirti það. Og jafnvel þó að vörður væri settur nálægt staðnum, þá tókst honum ekki að sjá ræn- ingjann þegar hann kom. því að hann fór svo hratt yfir á sjö mílna stígvelunum sínum. Einn daginn sagði Holgeir: — Mjer sýnist stigvelin þín vera svo slitinn, það veitir vist ekki af að sóla þau. Ræninginn leit á þau — jú, þau voru talsvert mikið slitin, en hann gat ekki sólað þau sjálfur. En það voru ráð við þvi. Næsta dag fór hann eitthvað út í tuskann, og kom aftur með skósmið, sem hann hafði rænt. — Þú verður að dúsa hjerna þangað til þú hefir sólað stígvel- in min! sagði ræninginn. Holgeir getur fært þjer mat og drykk, en þú skalt ekki reyna að flyja, því að þá kem jeg á eftir þjer! Skóarinn þorði ekki annað en að gera eins og ræninginn sagði, og svo fjekk liann leður og biksaums- garn, plukkur og sýl, ’og annað sein skóarar þurfa á að halda til vinnu sinnar. Fyrsta daginn sem Holgeir kom niður i kjallarann þar sem skóar- sat og reyndi að vinna, hristi hann höfuðið og sagði: — Þetta er vond vinna, mjer finnst jeg ómögulega geta lokið við Jiana. Og mest langar mig til að eyðileggja bannsetta' skóna. — Gerðu það ekki, sagði Holgeir. — Mjer dettur ráð í hug. Ef þú ferð að mínum ráðum, þá liður ekki á löngu þangað til við sigrumst á ræningjanum. Og svo sagði hann skóaranum frá áformi sínu og hann kinkaði kolli. Jú, víst var þetta gott ráð! Nú fór skógarinn að smíða skó sem voru óþekkjanlegir frá gömlu skónum. Þegar þeir voru búnir var ómögulegt að þekkja skóna sundur. — Nú er um að gera að gevma skökku stígvjelin, svo að ræninginn finni þau ekki. Og þegar jeg sje mjer færi þá ætla jeg að hafa skifli á þeim, og þá skaltu sjá hvernig fer! Þegar ræninginn kom til að líta eftir livort skóarinn væri búinn, sýndi hann honum rjettu stígvjelin, en hin hafði Holgeir geymt uppi á lofti. Ræninginn reyndi þau und- ir eins og liafði skóarann með sjer. Þau reyndust prýðilega, og skóarinn fjekk að fara heim. En nokkru síðar ætlaði ræning- inn að fara ríðandi út í skóg, þvi að hann hafði gaman af að koma á hestbak. Og svo þurfti að geyina sjömílna stígvjelin vel á meðan, svo að engin skyldi ná í þau. — Komdu með stígvjelin mín! kallaði hann til Holgeirs, — en burstaðu þau vel fyrst, þvi að þau eru óhrein. Það var einmitt þetta tækifæri, sem Holgeir beið eftir. Hann fór að bursta óhreinu stígvjeiin, en á meðan skaust Geirþrúður upp á loft og sótti hin. Svo fór Holgeir með þau inn til ræningjans, sem setti þau inn i stóra skápinn sinn og iæsti lionum. — Nú tek jeg skáplykilinn og svo læsi jeg herberginu líka, og þá hugsa jeg að þeir verði ekki margir, sem geta náð í sjömílna stigvelin min. Hann hló sigri lirósandi og svo reið hann út í skóginn. — Nú er best að nota tækifærið, sagði Holgeir. Hann fór i rjettu stígvjelin og tók Geirþrúði á bakið. — Haltu þjer nú vel! Eftir þrjú skref voru þau komin í órafjarlægð. Þau komust að vörmu spori í bæinn, þar sem faðir Geir- þrúðar var borgarstjóri og þar sögðu þau frá hvernig þeim hefði lekist að leika á ræningjann. Nú gat Holgeir sagt hermönnunum frá hvar ræningjahöllin væri, og þegar ræninginn kom aftur var hann tekinn höndum, en allir fang- arnir hans látnir lausir. Fjárajóðirnir, sem hann hafði sölsað undir sig voru afhentir rjett- um eigendum, en mikið var afgangs og það fjekk Holgeir, fyrir það hve hann hafði verið duglegur. — Jeg vil þetta ekki abt einn, sagði Holgeir. Jeg ætla að skifta því milli Geirþrúðar, skóarans og mín. því að þau hjálpuðu mjer bæði. r*/ r*/ k r í 11 u r. — Heyrðu, Umba. Sjáðu skritna manninn J)arna. Hann gengur sitj- andi! — Heyrðu, mamma — hvað heit- ir þetta þarna? — Það lxeitir hrífa, drengur minn. —Hann pabbi kallaði það alt ann- að þegar hann datt um það í gær. — Hvað er nú þetta? Ertu ekki búinn með heimastílinn minn ennþá? Kennarinn: — / Kína getur mað- nr, sem dæmdur er til dauða, keypt annan til að deyja í staðinn sinn. Það eru margir fátæklingar, sem lifa á þvi að hlaupa svona i skarð- — Viljið þjer ekki kaupa hentug- an brjefaopnara? — Þarf ekki á honum að halda. Jeg er giftur. Það var svarta þoka og skip- stjórinn stóð í brúnni og hallaði sjer fram á riðið og horfði út í þokuna. Allt í einu sá liann sjer til mikillar furðu mann, sem liallaði sjer fram á annað handrið, nokkra metra burtu. — Eruð þjer vitlaus, kallaði skip- stjórinn. Hvert eruð þjer að stefna? Vitið þjer ekki að jeg er i mínum rjetti? Þá kom þetta svar út úr þokunni: — Þetta er ekki skip, maöur minn, það er viti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.