Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 BRJEF FRA HOLLYWOOD Heather Angel og nýi maðurinn hennar, Robert Sinclair kapteinn, HEATHER ANGEL GIFTIST AMER/ KÖNSKUM FLUGMANNI. Kvikmyndaleikkonan Heather Ang- le, sem er af ensku bergi brotin, og Róbert Sinclair kapteinn, a'ðnr kvikmyndastjóri en nú í flugher Bandaríkjanna giftust 15. april í Hollywood, i Presbyterakirkjunni i Beverly Hills. Einu gesti.nir við athöfnina voru mæður brúðlijón- anna og Charles Boyer og Molly Lamonf, sem eru nánir vinir brúð- urinnar. Brúðhjónin kynntust fyrir hálfu þriðja ári, er Sinclair stýrði töku myndarinnar „The Wookey“, en þar ljek Heather Angel aðal kvenhlut- verkið. Þau vor’.i ieynilega trúloíuð í tvo mánuði. Heather Angel er fædd í Oxford í Englandi en er nú amerikanskur rikisborgari. Hún kom fram á leik- svið i í London og New York áður en hún fluttist til Hollywood. Ný- lega lauk hún við að leika i mynd- inni „In the Meentime, Darling“ fyrir 20th Century Fox. Sinclair kap- teinn er fæddur í Toledo, Ohio og hefir stjórnað töku ýmsra frægra mynda, m. a. með Ivatherine Heburn í aðalhlutverkinu. Hann var starf- andi hjá Metro Goldwyn Mayer, þegar liann gekk i herinn. Heather Angle var áður gift leikaranum Ralph Forbes en skildi við hann fyrir tveimur árum. í fjögur ár var hún mest sótti leik- ari í heimi. Nú er hún orðin lagleg ung stúlka, ljósu krullurnar eru horfnar en jarpt komið i staðinn. Hún er fimm fet ensk á hæð og hálfum þumlung betur, og vegur 92 pund. Hún er einstaklega hæg og prúð i framgöngu og látlaus í klæða- burði. Hún er nú farin að ráða sjer sjálf að mestu leyti, og for- eldrar hennar vænta þess að þau geti slept af henni hendinni fyrir fullt og allt þegar hún verður 18 ára. Ef Shirley verður jafn ágæt leik- kona, sem fullorðin, og menn gera sjer vonir um, verður ferill hennar einsdæmi. Þvi að það er sjaldgæft að börn, sem mikið hefir kveðið að í leik, verði afreksfólk í listinni, sem fullorðið. Shirleg Temple, 16 ára. SHIRLEY SEXTÁN ÁRA. Shirley Temple varð 16 ára í vor. Á afinælisdaginn sinn var hún að vinna að nýrri mynd „Double Fur- lough“ en í síðdegishljeinu gáfu meðleikararnir henni súkkulaði og ýmsir komu til að óska henni til hamingju. Leikarinn Monty Wooley gaf henni söguna „Life Begins at 40“ í afmælisgjöf. — Shirley var tekin í „stjörnutölu" fyrir tíu ár- um, er hún ljek i ,LittIe Miss Marker*. Nýr ungverskur HoIIywood-leikari. Walter Szurovy heitir ungverskur leikari, sem fyrrum fór mikið orð af í leikhúsum i Wien. Hann fluttist vestur fyrir fimm árum og. hefir starfað i frjettaþjónustu Bandarikja- hersins, en hefir nú verið ráðinn til að leika i mynd hjá Warner Broth- ers. í Wien ljek liann oft hjá Max Reinhardt. Hann er kvæntur operu- söngkonunni Rise Stevens, sem hann hafði kynnst i Praha. Flugvjelar ráðast á „Tirpitz". Þegar frægasta herskipið, sem Þjóðverjar eiga enn eftir, „Tirpitz“ ætlaði að liætta sjer út á rúmsjó í vor, varð það fyrir slæmum við- tökum af liálfu breska flotans. Bretar höfðu veður af ferð skipsins og sendu Barracuda-flugvjelar frá her- skipi eigi all fjarri, til að granda því. Lentu þrjár sprengjur á „Tirp- itz“ og særðu hann sárum, sem væntanlega verða ekki gróin þegar styrjöldinni lýkur. Þótti afrek flug- vjelanna frækilegt, þvi að þær urðu fyrir geigvænlegri skotliríð bæði frá skipinu sjálfu og skotvirkjum í landi. Teikningin hjer að ofan gef- ur hugmynd um þessa viðureign. AMERÍKUVÖRUR TIL ALZIR. Þetta eru tvö Arababörn suður i Alzir. Þau eru að skoða ýmiskonar fatnað, sem þau hafa fengið frá Bandarikjunum. Þegar Norður-Afríka gekk úr greipum Þjóðverja voru ibúarnir i Alzir og Tunis orðnir mjög aðþrengdir, bæði að þvi er snertir vistir og klæðnað. En hjálp- in kom fljótt, þvi að löngu áður hafði verið hafður viðbúnaður til að senda nauðsynjar til þeirra landa er bandamenn leystu undan hernámi. Eru þessar nauðsynjar látnar i tje, samkvæmt láns- og leigureglum. Til inaíloka höfðu Bandarikin sent vör- ur fyrir 40 miljón dollara til Norður- Afríku, frá þvi að Þjóðverjar liurfu úr landi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.