Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 5
Laval, Petain, Hascha, Tiso, Konrad Henlein, Ribbentrop. eru þar miklu verri en í hinum illræmdu fangabúðum í Dachau. Hafa Þjóðverjar reist i Oswie- cim gasklefa með sjerstökum úl húnaði til þess að geta í þemi líflátið yfir 6.000 manns daglega En jafnvel gasklefarnir í Oswje- cim dugðu ekki til á siðara missiri ársins 1942, þegar Þjoð- verjar tóku hókstaflega að af- má pólsku Gyðingana. Voru þ\i reistar i Póllandi tvennar aðrar hrannmorðabúðir, aðrar í Trem- blinka en hinar við Rawa Ruska í grend við Lvov. I þessurn Iiúð- um eru yfir 2.000.000 j.ólskra Gyðinga sagðir hafa verrð tekn- ir af lífi. Meðal annara, e;- sæltu sömu örlögum, voru mavgir merkismenn Pólverja. Ráðherra upplýsingamálanna (á Bretlandi þ. e. Mr. Brendan Brackeu, einn af ágætustu mönnum Englend- inga. Þýð.), lýsti ástandinu rjettilega þann 6. júlí, þegar hann sagði að það sem Þjóð- verjar væru að gera, væri blátt áfram að setja upp sláturhús a meginlandi Evrópu og að Gvð- ingar, sem væri smalað inn í þau, „væru afmáðir með þeim ruddaskapar-dugnaði, sem væri unun Prússa“. Mr. Bracken bætti við: „Þetta er stærsta hneykslið i giæpasögu mannkynsins, og það er þýska þjóðin, sem ábyrgðina ber“...... „Eftir því sem ósigurinn náig- ast og smánarlegur brottrekst- ur þeirra, herða Þjóðverjar á ódæðisverkum sínum á Grikk- landi. Nýlegt atvik í ógnunar- framferði þeirra er meðferð þeirra á ibúunum i Distomon, þorpi í grend við Delfi, á leið- jnni milli Levadeia og Amfissa, þrjár mílur (5 km.) norður af Korintuflóa. Þegar Þjóðverjar komu akandi i bílum sínum frá Levadeia, skutu þeir á sveita- fólk sem vai’ að vinna á ökr- unum, á þorpsbúa sem voru á gangi á veginum, og á hvern sem þeir komu auga á. í þorp- inu spörkuðu þeir börn til bana, og myrtu konur og stúlkur eftir að hafa tekið þær nauðugar og limlest þær á hinn svívirðileg- asta hátt. Öðrum þorpsbúum var smalað saman og þeir skotn- ir með hnoðkúlum. (Alþjóða- lög banna notkun slíkra kúlna. Þýð.). Þjóðver]ar bönnuðu þeim er eftir lifðu að veita þeim læknishjálp, er sárir voru, og Iyfsalann i þorpinu drápu þeir fyrir að gera tilraun til slíks. Prestinn drapu þeir einnig eftir að hafa stungið úr honum aug- un. Þegar þeir fóru, höiðu þeir lifiatið yfir 700 manns, að með- löldum konum og börnum, i þessu litla þorpi einu saman. Annar slaður, scm Þjóðverjar völdu til ógnunaraðgerða sinna, var þorpið Sperchias, nálægt tuttugu mílum (32 km) vesíur af Lamia. Vai' Sperchias brent til ósku, eftir að Þjoðveriai höfðu drepið 26 gainalmermi, sem ekki komust að heiman. Þegar tbúarnir komu aítur til þess að bjarga því, sem bjarga mætti úr rústum heimila sinna, kom- ust þeir að raun um að Þjóð- verjar höfðu falið martndráps- sprengjur í rústunum. Þriðja þorpið, sem villimennska Þjoð- verja hefir nýlega lagt í eyði, er Klisúra, nálægt 10 mílum (16 km.) vestur af borginni Kastoria i Makedoniu. Grískir skæruhermenn drápu tvo þýska mótorhjólreiðamenn í nánd við Klisúra, og fóru þá karhnenn- irnir úr þorpinu til fjalla. því að þeir vissu hvað í vændum var. Konur og börn voru eftir skilin, í þeirri von að Þjóðverjar mundu hlifa þeim. Nokkrum stundum síðar kom þýskur lier- flokkur til Klisúra og leitaði skæruliðanna í þorpinu. Leitin varð árangurslaus, en þeir kveiktu í húsunum. Helmingur þeirra brann til kaldra kola. Nokkrum dögum síðar voru lik 250 kvenna og barna grafin úr rústunum. „Frá því að landið var her- numið í apríl og maí 1941 og til loka síðastiiðms marzmánað- ar, lögðu Þjóðverjar (ásamt með ítölum og Búlgörum) í eyði 1.085 borgir og þorp og hröktu meira en 1.500.000 manns til fjaila, an matvæla, skýlis eða viðunandi klæðnaðar".... Það er ekki að undra þótt íslenskir blaðamenn hliðri sjer hjá því að skrifa um slika hluti sem þessa, þvi að það er ekki skemtilegt hlutverk. En þótt eigi beri að atelja, að þetta hefir hingað til verið að mestu ógert látið, er nú sá timi kominn, að það verður að gerast. Ella er sem sagt ekki þess að vænta, að islensk alþýða geti litið með fullum skilningi á þau giæpa- gjöid, sem Þjóðverj ir hljóta að eiga í vændum. Sn. .1. FLUGvjjkua- FRAMLEIÐSLAN LÖMUÐ. Þó að Þýskaland verði nú fyrir sprengjuárásum dag og nótt af hálfu Bandarikjamanna og Brcta, reyna Þjóðverjar ekki að senda flugvjelar sínar til ái’ása á óvinaiöndin, held- ur láta svifsprengjurnar nægja. Er aðferð Þjóðverja livað flugherinn snertir svipuð j)ví og var með flot- ann í síðustu styrjöld. En þó að Göring flugmarskálkur hætti ekki ílugvjeium sinum i voöann pa eru liær ekki óhultar fyrir því. Banda- menn leggja sig mjög í framkróka um að ráðast á flugstöðvar Þjóð- verja. Þar eyðileggja þeir bæðófull- gerðar flugvjelar og eins ákveðna hluta þeirra, bæði i Þýskalandi sjálfu og eins í hernumdu löndun- um, þar sem innbornir menn hjálpa þeim til með spellvirkjum. Hjer er mynd af enskum flugvjelum, sem eru að gera sprengjuárás á þýska flugvjelaverksmiðju.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.