Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 17 \ Litlu flakkararnir Fanfan liafði farið með Claudinet á bak við vagninn og lagt hann á hálmhrúgu, sem Troppmann átti. Hann breiddi á hann teppi. — Líður þjer betur núna? Er þjer kalt? Fer vel um þig? — Já þakka þjer fyrir, en þú verður að vera hjá mjer. Jeg er svo glaður, J)vi að jeg lield að jeg muni deyja. — Segðu þetta ekki. — Hversvegna ekki, Fanfan. Heldur J)ú að það sje vont að deyja. Jeg' óttast Jíað ekki. Jeg er svo feginn að öllu skuli bráð- um vera lokið. — Á jeg þá að vera einn eftir. — Nei, þú sagðir mjer að þeir sem deyja verði englar og fái vængi. Þá kem jeg fljúgandi til þín. — Það værir samt betra að þú værir hjá mjer, sagði Fanfan. — Hver á að hugga mig, þegar þau berja mig? — Þú verður ekki hjá þeim. — Hvert á jeg þá að fara? — Þú átt að fara þangað, sem þú varst áður. Þú hefir ekki alltaf verið hjer. Þú komst einu sinni um morguntíma. — Mjer hefir verið komið fyrir um tíma, það hefir hann sjálfur sagt mjer. Hann tók mig heim aftur, þegar jeg stækkaði. — Trúir þú því? — Hann hefir sýnt mjer skírnarvottorð mitt og útskýrt þetta fyrir mjer. Við verð- um að vera hjá þeim, þangað til við erum fullorðnir. En við höldum ekki áfram á sömu braut og þau. — Nei, sagði Claudinet, sem nú var alveg hættur að liugsa um dauðann, — jeg ætla að verða trjesmiður. Mjer þykir alltaf svo gaman, þegar jeg fer um bæina, að sjá hvernig trjen eru söguð sundur. Jeg liefi gaman af því. Svo mundi jeg reisa lítið hús við ána, og hafa trje i garðinum og gaggandi hænu. Þá mundi jeg vinna af kappi allan daginn. Þetta ætti vel við mig, — Jeg ætla að verða hermaður, sagði Fanfan. — Herinaður, en þá getum við ekki alltaf verið saman. — Nei, það er satt, sagði Fanfan hnugg- inn, — en jeg kem til þín, þegar friður kemst á. Galgopinn kallaði til drengjanna: — Segið þið Zephyrine að jeg hafi gengið inn í næstu krá. Hún getur komið þangað ef hún er þyrst. — Fá gamlir vinir enga hressingu? sagði maður, sem kom út úr myrkrinu. Galgopinn starði á ókunna manninn og reyndi að koma honum fyrir sig. — Þekkir þú ekki garnlan vin? sagði röddin. Galgopinn hugsaði sig um. — Ert þetta þú Isidor? Já, gamli tryggi vinur, það er reyndar jeg. — En jeg hjelt að þú. . .. — Væri í Cayenne! Já, en þaðan kein jeg líka. — Á þessu átti jeg' ekki von. Vinirnir fjellust í faðma. Þetta v.ar sann- áhrifaríkur atburður. VII. Þorpari bætist í hópinn. Nú var orðið einum fleira hjá Galgopan- um. t Isidor hafði gengið í fjelag með honum og Zephyrine var glöð yfir Jivi. Ilún Iiafði að vísu ekki þekkt hann áður, en hann var svo fallegur og myndarlegur maður að hver kona mátti vera hreykinn af að eiga hann að vini. Galgopanum gekk auðvitað eitthvað sjer- stakt til með fjelagsskap þessum. Isidor hafði sagt við þau: — Jeg held að það sje ekki hyggilegt fyrir mig að fara strax til Parísar, þar sem einhverjir kunna að þekkja mig. Jeg vildi gjarnan fei-ðast dálítið um Frakkland. Viljið þið vera með? Til allra hamingju hefi jeg amerískt vegabrjef, sem gerir mjer allar leiðir færar, og þið tapið ekki á því hafa mig með. Við færum út kviarnar og látum Zephvrine halda áfram miðilsstarfi sínu, því að slíkt er mikið í tísku nú sem stendur. Jeg kann líka töluvert til þesshátt- ar bragða. Við gætum svei mjer komið ár okkar vel fyrir borð. Og þú veist að jeg er ekki fjegjarn og skifti bróðurlega, ef við yrðum fyrir óvænlu happi á leiðinni. Svo var þetta fastmælum bundið. Isidor og Galgopinn voru reyndar gamalkunnug- ir. Þeir kynntust i fangelsi. Galgopinn var dæmdur til tveggja ára, en slapp með eitt, vegna góðrar framkomu. Isidor sat inni í þriðja skifti. Hann var ])á tæplega tuttugu og þriggja ára. Þegar þeir voru látnir lausir, höfðu þeir hitst og gert innbrot í sameiningu, en það mistókst fyrir þeim. Gömul kona æpti svo að þeir urðu að beita hnifunum. Isidor var handtekinn og dæmdur í tuttugu ára betrunarhúsvist. — Varstu þessvegna sendur til Cayenne? spurði Zephyrine meðan vagninn ók frá Brest. — Já, frú, það var algerlega á móti lög- um og rjetti en hvað skeyta þessir herrar um lögin. Þeir mega nefnilega ekki senda menn til Cayenne, það var afnumið 1880, en þeir gerðu það samt, því að þeir sögðusl ekki ráða neitt við mig. Auðvitað tók jeg eltki þegjandi við heimskupörum þeirra og verðirnir óttuðust mig. Síðan var jeg send- ur til Nýju-Kaledoniu, og lýsing af mjer send á undan. Þeir vissu allir hver jeg var, og báru virðingu fyrir mjer, svo mikla að gefið var út af sendiherranum sjerstakt brjef um að senda mig til Cay- enne. Það er laglega gert af manni í minni stöðu að ónáða sjálfan sendiherrann. Zephyrine horfði með hrifningu á mann- inn, sem hafði skotið varðmönnunum skelk í bringu, og ónáðað sendiherra. — Jæja, en hvernig var á Cayenne? — Þar var jeg fyrst settur i fangelsi á eyjunni, en jeg sá strax að Jiaðan var ekki hægt að flýja. Jeg kvartaði og var sendur inn í landið. Við vorum hafðir í skógi, sem úði og grúði af villudýrum. Þá sá jeg strax að jeg varð að hafa tvennt: Vopn og skol- færi. —- Hvers vegna? — Vegna þess að jeg hefði aldrei getað dregið fram lífið, Jiótt jeg liefði sloppið úr fangabúðunum. En með byssunni hefði jeg getað veitt mjer til viðurværis. — Svo datt mjer snjallræði í hug. Fang- arnir voru allir á mínu bandi, það vissi jeg vel. Þá lagði jeg á ráðin um uppreisn- ina, hún var hafin þá nótt, sem ákveðið liafði verið, í hinu versta óveðri. Það var mjög bagalegt fyrir okkur. í stað þess að taka þátt í árásinni, laumaðist jeg í burt með fimm fjelögum minum. Við liittum þá fyrir mann að nafni Saint-Hyrieiz, sem sendur var af stjórnarvöldunum, til að koma nýrri skipan á fangelsismálin. Við skutum hann og hröðuðum okkur burt. — Allir sex? — Já, það var gamall franskur hermaður sem dæmdur haf^i verið í æfilangt fang- elsi fyrir morð og naugunartiiraumr, blökkumaður er liafði drepið börn með öxi, gamall flakkari, sem setið hafði í fangelsi í tuttugu og fimm úr, embættismaður frá Algier, sem uppvís hafði orðið að fölsun, en eftir eigin sögn voru það pólitískar of- sóknir, málflutningsmaður, sem horíið hafði með gildan fjársjóð og svo jeg. Við vorum vel vopnum búnir. En við mistum hvern manninn á fætur öðrum, er við ruddum okkuir braut gegnum skóginn. Þegar við um síðir komum að fljóti einu, vorum við aðeins þrír eftir. Það var ó- gerningur að synda yfir það, Jivi að bæði var það mjög breitt og þár að auki fullt af krókodilum. En þá sáum við lítið skip, og gátum vakið athygli þeirra, sem á skip- inu voru, á okkur. Við sögðum skipstjóranum hina venju- legu sögu um að við værum skipsbrotsmenn og hann tók okkur með. Hann kunni aðeins ensku og við frönsku, svo að samtalið gekk skrykkjótt, en við komumst þó að raun um að hann var sjóræningi, þó að hann væri kaupmaður að nafninu til. Hann vildi ráða okkur til sín í stað manna þeirra er hann hafði mist úr kóleru. Nú skal jeg segja ykkur frá ferðinni með hinum ágæta skipstjóra Jonathan Blascow. — Jonathan Blascow, sagði Galgopinn, er það ekki nafnið, sem stendur á skjölun- um þínum? — Já, jeg er Jonatlian Blascow, jeg er kaupmaður fæddur í San Francisco, jeg hefi ekki haft liepnina með mjer, og eftir að jeg varð gjaldþrota, flutti jeg til Frakk- lands. Þar hefi jeg síðan haft ofan af fyrir mjer með allskonar heiðarlegri vinnu. Er Jietta ekki gott? — Jú, en livernig náðir þú í skjölin? — Við vorum fimm á skipinu. Stýrimað-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.