Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 „Hjer er enginn ófriður!‘; dettur þeim i hug, seni lítur myndina hjer að ofan, en hún er úr þorpinu Wonersh i Surrey, einu af hinum suðtœgu greifadæmum Englands, i jaðrinum á Lon- don. Þarna labba kýrnar um aðalgöturnar, alveg eins og stallsystur þeirra gerðu á götum Reykjavíkur til skamms tíma. Og engan viðbúnað er þarna að sjá, ekki einu sinni sandpoka- byrgi. En ef þetta væri „talmynd“ mætti sjálfsagt heyra frá henni drunur frá óvinaflugvjel- um og vitissprengjum á hverjum einasta degi. George Rretakonungur heimsótti vígstöðvarnar i Frakk- landi 16. júní í sumar og dvaldi um stund i herbúðum Montgomerys. Hjer sjest konungurinn ásamt sir Allan Lascelles (sá sem horfir upp) og generalmajór Laycoek. H.M.S. Warspite er það herskip, sem oftast heyrist nefni i sambandi við hreystiverk á sjá. Hjer sjest þetta frœga skip vera að skjóta á strendur Frakklands. „Sunnudagur æskulýðs Dretlands“ — „Empire Youth Sunday“ — er sjerstaklega helgaður bretskum æskulýð, og tilgangur dagsins er sá, að hvetja æskuna til dáða g brýna fyrir henni skyldurnar, er hún hefir við þjóð sina og föðurland. Þessi dagur er haldin á hverju ári og í þetta sinn var hann haldinn hátíðlegur 21. maí i vor. Hjer eru tvær my.ndir af slcrúðgöngu þessamr hátíöar í bænum Clavering, en í henni tóku þátt stúlkur, drengir úr hinni frægu „Boys Drigade", sem hefir verið sagt frá hjer í blaðinu, og drengir, sem búa sig undir að verða flugmenn. Önnur myndin sýnir skrúðgönguna á veginum i sveitinni, en á hinni nálgast skrúðgangan kirkjuna, sem sjest í baksýn. . .Hjer sjest ein brúin á Seine, rofin af sprengjum, viö Mantez-Gassicourt, skamt fyrir norðan París. Flestar Signubrýrnar hafa orðið að sœta sömu meðferð. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.