Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N W. Blassingame: Hann gat ekki hefnt! EGAR Ed Britton ók framhjá Pálmakrá stó'ðu tíu til tólf menn þar fyrir utan. Hann kinkaði kolli til þeirra, og Ijet sem ekkert væri. Skammt fyrir neðan nam hann staðið við lítið lnis. Við dyrnar var lítið spjald og á því stóð orðið: „SHERIFF“. Þegar hann gekk yfir gangstjettina lejt hann ekki við, til mannanna við Pálmakrá, en liann vissi að þeir mundu hafa gát á hon- um og segja hverjir við aðra: „Nú <er hann til hreppstjórans. Hvað ætli hann hafi upp úr þvi? Tveir menn sátu í stofunni, sem hann kom inn í — Rus Crowder lireppstjóri og Marks, fulltrúi lians. Hann sat á trjestól og rjeri sjer upp að þilinu. Þegar Ed Britton kom inn sagði Marks: „Góðan daginn, Ed!“ Hreppstjórinn var stór maður með istru. Augun Iílil og á kafi undir þykkum augnalokum. En það lítið, sem maður sá af þeim, virtist bera ineð sjer að þau væru gráblá og hörð. Hann sat við skrifborð sitt og fór sjer hægt þangað til loksins liann sagði: „Góðan daginn, Britten. Gerið svo vel að fá yður sæti.“ „Hvenær hafið þjer liugsað yður að handtaka Sam Jenkins?“ spurði Ed. Það tognaði á andlitinu á hrepp- stjóranum. „Handtaka Sam Jenkins — fyrir livað?“ „Þjer vitið það vel. Hann hefir skotið frænda minn.“ Ed var óða- mála, og varirnar titruðu. Hann var ekki nema tuttugu ára, og vegna geðshræringarinnar, sem hann var í, virtist hann enn yngri. „Jeg veit að það var Sam Jenkins. Allir vifa það — þjer Iíka!“ Augu lireppstjórans urðu hvöss, og Marks beið með eftirvæntingu þess, sem koma skyldi. Hreppstjór- inn sagði: „Þú verður að haga orðum þín- um gætilega. Jeg vil ekki taka hart á þessu vegna þess að þú ert svo ungur, og vegna þess að frændi þinn hefir verið drepinn. Jeg hefi rann- sakað málið, en jeg hefi ekki getað gengið úr skugga um hver hafi drepið liann. Og það eru litlar lík- ur á að jeg finni ódæðismanninn.“ „Hafið þjer reynt að finna Sam Jenkins?“ „Já, jeg hefi fundið hann. Jeg hitti hann heima hjá sjer. Hann sagðíst ekki hafa gert það. Hann sagðist hafa lent í skömmum við Robert Britton, enda vitum við það allir. Það var útaf einhverjum kálf- um, sem þeir báru livor á annan að hafa stolið. En hann segist ekki eiga riffil. Og Robert frændi þinn var skotinn með riffli.“ — Og þjer látið yður nægja þessa skýringu?“ „Jeg lield enn áfram að rannsaka málið, en mjer verður ekkert ágengt nema jeg fái sannaniir. Og það eina sem við vitum er að frændi þinn var á dögunum skotinn aftanfrá á Wauchulaveginum. Maður kemst ekki langt áleiðis með þá vitneskju.“ „Nei, sjerstaklega þegar ódæðis- maðurinn er frændi hreppstjórans sjálfs,“ sagði Ed Britton. Áður en lireppstjóranum gafst tóm til að svara snerist Ed á hæli og fór út. Honum fannst tilgangslaust að tefja þarna lengur. HANN hafði sjeð fyrir að svona mundi fara. Hann hafði vitað það síðan gamli MacSinger kom til hans og sagði honum að frændi hans hefði fundist dauður í vegar- skurði, með kúlu i bakinu. Hann vissi einnig hvers vænta mátti af fólki þegar svona stóð á; hann liafði sjeð það í augum þess, hvers ein- asta manns og konu, sem kom í hús- ið, þar sem lik frænda hans lá á börunum. Jafnvel initt í hinni beisku sorg eftir frænda sinn, sem hann elskaði, gat hann fundið þessa undarlegu forvitnisvon fólksins um að hann mundi liefna frænda síns. Hann fann þetta eins vel og maður finnur liina geigvænlegu kyrrð, sem stundum er á undan óveðri. Nú voru þrír dagar liðnir frá jarðarförinni og fólk beið enn með eftirvæntingu. Þegar liann gekk yfir gangstjett- ina og settist upp í bílinn aftur, vissi hann að mennirnir höfðu enn gát á honum, og liann vissi hvað þeir sögðu, alveg eins og liann hafði heyrt hljóðskraf þeirra: „Nú er honum ljóst að hreppstjórinn ætlar ekkert að gera.... hvað skyldi hann laka til bragðs? .... Við vitum vel hvað Robert gamli Britton hefði gert. Hann mundi ekki hafa tvínón- að lengi.... En Ed er ekki sonur Roberts. Hann er sonur Howard Brittons, úrræðalausu liðleskjunnar, svo að það getur vel farið svo, að hann geri ekki neitt, Hann sneri vörubílnum við og ók til baka. Hann gætti þess að aka hvorki of hægt nje of hratt. Þegar liann kom að Pálmakrá kom gamli MacSinger á móti honum og veifaði til lians, og sagði: „Sam Jenkins er inni í kaffihúsinu!" Ed Britton svaraði ekki. Og þeir óku út úr bænum. „Hvað hefir þú hugsað þjer að gera, Ed?“ „Jeg veit ekki.“ Gamli maðurinn sagði, gramur og stuttur í spuna: „Hann skaut frænda þinn!“ „Hreppstjórinn sagðist ekki liafa neinar sannanir fyrir því, og að hann gæti ekkert gert án þess að hafa sannanir.“ „Fari sanpanirnar til fjandans! Þú máttir vita fyrirfram, að hann mundi ekki hreyfa hönd nje fót gegn lionum frænda sínum.“ „Já, jeg vissi það.“ Ungi maður- inn leit við og þorfði snöggvast í augu MacSinger. Hann var kvölin uppmáluð og varirnar klemmdar saman af vonleysi. „En hvað get jeg gert? Hvað I ósköpunum get jeg gert?“ „Það er ekki nema eitt að gera,“ sagði gamli maðurinn „Þú verður að reka erindi rjetlætisins sjálfur. Ef þú vilt þá skal jeg gera það fyr- ir þig. Jeg hefi unnið lijá frænda þinum í tuttugu ár, svo að mjer finst jeg hafa nokkurn rjett til þess.“ „Nei, hvað sem jeg tek mjer fyr- ir liendur þá framkvæmi jeg það sjálfur." „Þú getur varla látið það dragast lengur. Fólk er farið að....<‘ „Jeg veit það.“ Hann vissi livað frændi hans mundi liafa gert, en innri rödd hans hrópaði: „Það er skylda hreppstjórans að vera vörð- ur laga og rjettar. Enginn hefir rjett til þess að lieimta að jeg drepi menn!“ Hann var likur föður sínum í þessu, liann gat varla drepið skepnu og því síður svift manneskju lífi. Hann gat það ekki. Gamli Mac sagði, án þess að líta á liann: „Sam gengur vitanlega með skammbyssu, og liann fer ekki út nema hafa Bill Murphy eða Jake með sjer. Þeir voru báðir með lion- um í Pálmakrá i dag.“ Og svo bætti liann við: „Jeg mun vera sá, sem stendur þjer næstur. Þú verður að láta mig vita þegar þú þarft á mjer að halda.“ „Já, jeg skal láta þig vita þegar jeg liefi tekið ákvörðun," sagði Ed Britton. Hann sneri sjer snöggt að gamla manninum. „Það er ekki af því að jeg sje hræddur. En pabbi sagði alltaf, að maður mætti ekki gera hvað sem manni dytti i hug. Þá mundi ekkert rjettlæti verða til í heiminum." „Nei,“ sagði Mac. „En þegar rjett- lætið vill ekki sjálft gera neitt, þá verður maður að gera það sjálfur." „En rjettlætið skal. Það er skylda þess —----“ „Jú, en þegar það vanrækir skyld- una. Maður getur ekki sjeð mann leika lausum liala og myrða manns nánustu. Þú veist hvað Robert Britt- on mundi hafa gert, ef það hefði verið þú, sem varst skotinn af manni sem, liafði stolið kálfunum þinum og sagðist eiga þá sjálfur." „Já,“ sagði ungi maðurinn þurrum rómi. „Jeg veit það.“ 14* N ÞAÐ var nú samt ekki nóg að hann vissi það. Dagarnir Jiðu. Heil vika leið. Hann forðaðist að verða fyrir augnaráði Macs gamla og hann forðaðist lika að hitta ann- að fólk, því að hann vissi hverjum augum það leit á hann. Þessvegna fór hann ekki í bæinn næsta laugar- dag, þó að Mac bæði hann um það. Það var liðið að miðnætti þegar liann heyrði gamla manninn hrasa á þrepunum við bakdyr hússins. Hann lieyrði að hann strjáklaði um eldhúsið og var að gutla í vatni, en án þess að hann kveikti ljós. Ed fór á fætur, kveikti á lampanum og fór fram í eldhús. Gamli maðurinn stóð álútur yfir þvottaskál og sneri bakinu að Ed. Hann leit ekki við og sagði ekki neitt. En þegar Ed kom nær sá liann að vatnið í skálinni var dumb- rault á litinn. „Hvað liefir komið fyrir, Mac?“ „Ekkert. Farðu bara i bólið aftur! „Það blæðir úr þjer. Hvað hefir komið fyrir?“ „Ekkert, segi jeg,“ sagði Mac aftur. „Farðu bara....“ En ungi maðurinn horfði á andlit- ið á honum, blátt og bólgið. Kring- um munninn og augun voru skrámur og sár. „Hvað hefirðu verið að gera, Mac? Mac leit þrjóskulega a hann. „Jeg lenti i áflogum.“ „Við hvern?“ „Við Sam Jenkins. Hann sagði að allir þessir Brittonar væru bleyður, bæði þú, faðir þinn og Robert." „Og þá rjeðist þú á hann?“ sagði ungi maðurinn liægt. Og hann Ijek þig svona.“ „Hann ók ekki heilum vngm hei.m heldur.“ „Nei, sagði Ed liljóðlega. „Jeg er ekki í vafa um það. Stattu kyrr, þá skal jeg lijálpa þjer. Og svo verð- ur þú að fara beint í rúmið.“ „Þetta er ekki hættulegt. Jeg get vel hjálpað mjer sjálfur.“ Snemma næsta morgun reið Ed Britton inn í bæinn og innan skains var liann kominn inn ti! hrepstjór- ans á nýjan leik. „Hvað á jeg að gera til þess að sanna að Sam Jenkins hafi skotið frænda ininn?'1 Fulltrúinn hætti sem snöggvast að jóðla tóbakstöluna sina. En hrepp- stjórinn virtist verða hvumsa við. „Hvað segið þjer?“ „Þjer sögðuð að þjer gætuð ekki aðhafst neitt gagnvart Sam Jenkins nema þjer liefðuð sannanir. Hvers- konar sannanir viljið þjer fá?“ „Nú, þannig. —Þú verður helst að finna einlivern, sem hefir sjeð liann skjóta. Helst tvö vitni, því að annars verður einn vitnisburðurinn á móli öðrum. „Það er enginn sem sá það. En þa'ð hlýtur að vera hægt að sanna þetta á annan hátt.“ „Nei, þetta er einasta sönnunin, sem kemur að gagni.“ „Hafið upp á rifflinum, sem liann var skötinn með.“ Það var fulltrúinn sem talaði. Hreppstjórinn slnddi feitum höndunum á borðið og hall- aði sjer fram. „Við livað áttu með því. Sam sagð- ist ekki eiga neinn riffil.“ „Já, þa ðsagði liann. En ef Ed Britton gæti sannað það gagnstæða

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.