Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Sláturtíðin er byrjuð. Nógur góður og hollur matur. Að taka á móti slátrinu. Þegar sláturs er von eru allir pottar, balar, fötur og brúsar þveg- ið, sem best og skolað úr heitum vötnum. Hnífar, nálar, saumgarn og gisið ljereft, þvegiS og soSiS, er haft tilbúiS í eldhúsinu. Rúgmjöl, hveiti, haframjöl, salt, pipar og lauk- ur er einnig haft viS höndina, svo allt geti gengið sem best. Þegar slátriS kemur heim er hið fyrsta vérk, sem gera þarf aS salta blóSiS. LokaSur hnefi af salti í hvert kindarblóS. Þá er aS aðskilja slátrið, þvi allt kemur þaS í sam- fastri bendu. Þindin, ,sem liggur föst viS lifr- ina er losuS meS liöndunum, ])arf til þess talsvert átak. Vömb, keppur og vinstur eru skil- in hvert frá öSru, og vjelindaS, sem fast er tið keppinn skoriS frá, er það látiS í sama ilát og þindin. Hjörtun og gollurhúsiS eru losuð frá lungunum og lögS hjá þindinni. notnlimc/i, langalangi og vinstur er látiS sjer. Á þaS er hellt köldu vatni, einnig á vambir og keppi. Ristillinn er rakinn frá mörkök- inni og vafinn upp í hendi sjer og lagSnr afsiSis. Er þá að mestu lokiS aSskilnaöi slátursins. ' Þá er hafist lianda meS sláturgerSina. Tvær taka ristilinn og rista hann meS mjóum og beittum hníf, skafa úr þeim allt slim og leggja þá i salt- vatn. Vömbunum, og keppunum er dyfið ofan i svo heitt vatn aS dökka húSin meS örSunum (flosiS) losni og maSur geti strokiS það af meS bitlausum hnif. Eins er fariS meS langa og vinstrar, en þaS þolir ekki jafnmikinn hita. Vömbin er sniSin í hæfilega stóra keppi, 5 - 7 úr vömb- inni, og þeir saumaðir vel og vand- lega. Saumið fyrir gatiS sem er á vjelindiskeppnum. Nú er allt tilbú- iS til sláturgerSarinnar. Blóðmör. Blóðið er mælt og þvi helt gegn- um sikti í balanum sem hræra á i. Einn kaffibolli af vatni er látin móti lVi I. af blóði. 94 rúgmjöl og % haframjöl er hrært út i blóðið og jafnað vel þangað til sleifin stendur ein, þó maður sleppi henni snöggvast. Mörin. sem er brytjaður og kirtlar teknir frá, er látinn út í eftir vild, einnig rúsínur í suma keppina. Ráðlegast er að láta ekki rúsinur í þá keppina sem á aS súrsa. Keppirnir eru fylltir að 94 og saumað fyrir þá, látnir ofan i sjóðandi saltvatn og látnir sjóða í 3-3%, tima. Bæta þarf vatni við og við i pottinn. (heitu). Stinga þarf á keppina svo vömbin springi ekki. Keppunum er raðað á fjöl eða borð til að kólna. Venjulega gengur af blóðinu þegar búið er að fela upp í keppina og cru þá saum- aðir Ijereftspokar. Þá má næstum fylla og binda vel fyrir þá, en mjöli er betra að bæta í blóðið sem í þá er látið. Pokarnir eru soðnir i 4 tíma, dálítið kalt vatn og þeim flett af blóðmörnum strax. Keppirn- ir eru geymdir í vatni með örlitlu af ediki út i. Lifrarpilsa. Lifrin og nýrun eru þvegin vel og liimnur teknar af, skorin i bita og hökkuð 2-3 í vjel. % 1. mjólk og ögn af vatni er blandað með V-i litlum bolla af salti móti hverri lifur. Þessu er hrært út í lifrina og % rúgmjöl % hveiti jafnað vel saman við. Mörinn látinn í eftir geð- þótta. Þetta er falið upp í vinstrarnar og langana, og poka ef þörf gerist, og soðið í 294 - 3 tíma. Langarnir eklci svo lengi. Sumum þykir gott að láta ögn af kúmeni i lifrapils- una. Bragðið á hrárri lifrarpilsu til !>ess að vita livort hún er mátulega sölt. Hún þarf að hrærast nokkuð þykk. Lundabaggi. Hann er búinn til úr hálfsæsuðum og ristlinum, lundin mun aldrei fylgja nú orSið. Ristillinn sem legið hefir i salt- vatni cr þvegin vandlega. Hálsæð- arnar eru lagðar í lófa sjer og breið- ari endi ristilsins lagður þrisvar með þeim að endilöngu og svo vafðir utan um þar til ristillinn er búinn. Þá er þindin saumuð utan um og lundarbagginn soðinn. Hann er búin þegar prjónn gengur liiklaust gegn- um hann. Þá er hann færður upp og látinn kólna. Geymdur í sýru- blöndu'. Vjelindin. Þau eru hreinsuð og himnur tekn- ar burtu, einnig fitukeppir sem sjald- an eru hreinir. Feitt kjöt er skorið í ræmur, lát- ið á hlýjan staS og svo er því troð- ið i vjelindin, þannig að þau snúist við um leið. Soðin i einn tíma með lundaböggunum og gollurhúsunum, sem einnig eru troðin út með kjöti eða öðru góðgæti. Venjulega er þetta borðað strax með nýju slátrinu en annars má geyma það á sama hátt og lundarbaggann. Lungun. Þau má sjóða, og þau voru einu sinni súrsuð og borðuð með góðri list, en nú munu þau varasöm og ólystug, vegna fjárpestanna. Sviðin. Hausarnir eru klipptir og sviðn- ir, klofnir að endilöngu og lagðir í kalt saltvatn. Því næst eru þeir skafnir vel og þvegnir úr mörgum heitum vötnum og soðnir þar til kjötið losnar af beinunum. Þá eru þeir teknir upp úr og beinin dregin varlega úr. Þeim er hvolft saman 2 og 2 og bundið um meðan þeir eru aS kólna. L’AMICO FRITZ. Frh. af bls. 6. hann hefir þekkt frá því að hún var barn að aldri, — er að verða yndis- lega fögur ásýndum. Susel skemtir sjer vel í þessum glaðværa hóp, en það sem einhvernvegin hefir mest álirif á hana þarna, er það að til er fengin Sigauna-stúlka, að skemta gestunum meS söng og hljðfæra- slætti, — og verður Susel einkum mjög gagntekin af fagurri og við- kvæmri kvöldlokku (serenade), sem hún leikur á hljóðfæri. Þear Susel ar farin úr veislunni, gerast menn háværir. Fara nú gest- irnir, og þó einkum tveir þeirra, Hancgo og Frederich, að stríða Fritz á þvi, að nú muni senn vera lokið friðnum þar á heimili hans og ein- setumannsæfinni, sem hann hafi lof- aS svo mjög, þvi að ekki muni þess dú langt að bíða, að hann Iáti fjötr- ast af fúsum vilja i lilekki heilags hjónabands, en David gengur jafn- vel svo langt, að hann býðst til að veðja við Fritz um, að þetta muni svo fara á næstunni. Fritz tekur veðmálinu hlægjandi, — og leggur undir, hvorki meira nje minna en allar vínlendur sínar, — sem eiga þá að falla David í skaut, ef hann vinn- ur veðmálið. Geymdir í sýrublöndu. Eigi að borða sviðin heit eru þau aðeins soðin þangað til sprettur af þeim. Kjötið hrekkur upp eftir kjamman- um. Mörgum þykir skemtilegra að borða af beinunum. Fótasulta. Fótunum er haldið yfir logandi eldi og liárið sviðið af. Klaufirnar, sem skorpna i hitanum, cru teknar glóðheitar af með hnif eða öðru járni, fóturinn strokin með striga- klút, til að sjá hvort hann er sviðin, og bætt um ef þarf. Þegar búið er að sviða eru fæt- urnar þvegnar og skafnar og soðn- ar vel i ekki mjög miklu vatni. Þegar kjötið losnar af beinunum eru þeir færðir upp og beinin tekin úr. Um leiS og klaufarbeinin eru tekin er „klaufmaðkurinn“, það er kirtill með dálitlum liárskúf, hann situr á milli klaufanna, tekinn burt, en íómaðkurinn soðinn áfram i síjuðu soðinu þar til allt er oðið að jöfnu mauki. Saltað mátulega, hrært vel og hellt í skál eða byttu. Hrært við og við á meðan það er að kólna. Þegar sullan er köld er hún skorin í bita og geymd i sýrublöndu. I.íka má borða sultuna nýja ef vill. Hjörtun. Hjörtun eru skorin upp og „ó- hljóðseyrun“, soðin í súpu, eins og venjulegri kjötsúpu, með gul- rófum og gulrótum ef til eru. Hjörtun má einnig steikja i smjöri á pönnu og hella ofurlillu af heitu vatni í pönnuna smátt og smátt. Jafna sósuna og borða með kál- meti. Slátursúpa. Taki maður innan úr einni kind, og sjóði það i einu lagi, fær maður ágætt súpusoð. Þegar fært hefir verið upp úr er soðið fleytt og síað, og látið i hreinan pott. Gul- rætur, gulrófur og allskonar græn- meíi má nota í súpuna Örlitlu af hveiti kastað út í. Einnig er gott að útákastið sje hrisgrjón. Súpan má ekki vera þykk. Fritz er maður vinsæll mjög, ekik aðeins í vinahóp, heldur og eigi siður meðal landseta sinna, enda er liann mjög mildur og lijálpfús, og er því almennt nefndur: „Vinur vor Fritz. Og lýkur fyrsta þætti á því, að hópur munaðarleysingja og annara fátæklinga koma i skrúS- göngu heim til hans, til að hylla velgjörðarmann sinn. Annar þáttur gerist i garði eins leiguliða vinar vors, Fritz, — föður Susel, þar sem Fritz er í heimsókn. Susel er úti í garðinum að velja blóm i greip sjer, handa ,herramanninum,’ og þegar hann kemur til hennar, rjettir hún honum blómvöndinn. Siðan hleypur hún upp stiga, sem stendur upp viS kirsiberjatrje í garðinum, — tinir ber af trjeun og fleygir til Fritz, en nú er svo komið um hann, að hann er ekki allskostar viss um, hvort sætari muni vera liin rauðu, fullþroskuðu ber, eða rauðar varir hinnar fögru meyj- ar. Þegar þessi leikur stendur sem hæst, heyrist hófadynur og svipu- smellir, — og ber þá nú þarna aS garði, bestu vinina, þá.er í veislunni höfSu sefið. Fritz hefir þá með sjer á brott, — í skemtigöngu að því er hann segir. En David gamli verð- ur einn cftir hj Susel, — kveðst hann vera þreyttur. Hann biður hana að gefa sjer svaladrykk, og sest hún síðan lijá lijá honum. — Spyr liann hana nú, livort hún muni nokkuð lengur í kristnum fræð- um, sem liann liafi kennt lienni í bernsku, — hvort liún muni til dæmis, og geti sagt sjer söguna af þeim ísak og Rebekku. Hún bregst vel við þvi, og segir fram söguna af svo mikilli tilfinningu, að Davið þykist skilja fyllilega, hvernig henni muni vera innanbrjósts. Og þegar þeir koma aftur, Fritz og vinur hans tekur Davíð Fritz tali, og segist vera búinn að finna Susel eiginmann, sem henni muni vel hæfa, og að hann muni hiklaust fá samþykki föður hennar til ráðahagsins. Þessi tíðindi vekja hjá Fritz slíkt ógeð og ótta, að honum verður það þá fyrst ljóst, hvernig tilfinningum hans sjálfs er varið, gagnvart hinni yndis- legu ungmey. Honum verður svo mikið um þetta, að liann kveður engan, en hverfur heim til sín sem skjótast. En Susel verða þetta sár vonbrigði — og ln'in fer að gráta. í þriðja þætti er Fritz, vinur vor heima hjá sjer, og er nú alveg eirð- arlaus. Davíd kemur til hans, og segir lionum, að nú sje allt „klappað og klárt“ um giftingu Susel, — en þá verður Fritz æfur og leggur blátt bann við þvi, að Susel, giftist nokkr- um manni, að sjer forspurðum. — Rjett i þessu kemur Susel, með á- vexti i körfu, handa Fritz. Hún er föl yfirlitum og sorgmædd svipinn. Og þegar Fritz spyr hana i kald- iiæðnistón, hvort liún sje komin til þess að bjóða sjer í brúðkaupiS, — sækir að henni grát. Og þá sjer Fritz loksins, hvernig hennar hugur er í lians garð, — og gefur hann nú lausan tauminn tilfinningum sínum og vefur hana örmum. Davíd vinnur þannig veðmálið, en vinninginn gefur liann Susel i heimanmund. Og jafnframt heitir hann þvi, að ekki skuli þess verða langt að biða, er hann komi þeim i hjónaband báðum, vinum Fritz og piparsveinunum, sem þarna eru á- horfendur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.