Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 10
'10 F Á L K 1 N N VNCSSW LES&HbURNIR Gæsin, sem verpti gulleggjum. RAGNHILDUR sat við gluggann og horfði út — æ, hvað þetta var raunalegt, allt saman! Nú voru bráðum komnir páskar, en það var líkast því að enginn vildi muna eftir því. Enginn nema Ragnhildur. Hún mundi vel að í fyrra hafði mamma hennar gefið henni ósköp falleg páskaegg — sum þeirra voru úr marsípani, eitt var úr súkkulaði, já, en þau allra fallegustu voru gul og rauð og græn og blá, röndótt og flekkótt aö utan, og innan í þeiin var margt ótrúlega skrítið. — Heldurðu ekki að jeg fái páska- egg í ár, Ella frænka? spurði hún, og röddin var ósköp vesældarleg og veimiltítuleg. — Jeg hugsa að það verði ekkert úr því núna, þú manst víst að hún mamma þín er veik, sagði Ella frænka, sem hafði nóg að hugsa og gaf sjer ekki tíma til að leika við Rönku litlu, eins og mamma hennar hafði gert. — Jeg held að jeg verði að spyrja hann pabba, hugsaði Ranka með sjer og þegar hún heyrði, að pabbi lienn- ar kom heim af skrifstofunni, þá læddist hún inn og spurði. En pabbi hennar tók ekkert eftir því; hann var önnum kafinn við að raða einhverjum blöðum, og svaraði, úti á þekju: — Já, páskaegg — jæja, við skul- um nú sjá til — nei í dag verð jeg að fara til hennar mömmu þinnar, jeg get þetta ekki núna, Ranka mín. Og nú skildi Ranka, að fullorðna fólkið hafði svo margt að hugsa, að það gaf sjer engann tima til að hugsa um páskaegg. En þess meira hugsaði hún um eggin sjálf, þegar hún var liáttuð um kvöldið — sjerstaklega þessi, sem svo margt skrítið var innan i. Að hugsa sjer. í fyrra var ofur- litil brúða í einu egginu. Og í öðru voru litlir kjólar handa brúðunni — og svo var eitt stórt með kaffibollasamstæðu, sem lýstu eins og silfur. — Æ, bara að jeg fengi nú páska- egg með einhverju skrítnu í, sagði hún upphátt. — Gegg - gegg - gegg - páskaegg — heyrði liún að gaggað var rjett hjá henni undir eins og hún sleppti orð- inu, og hún settist upp.í rúminu til þess að sjá hvað þetta væri. Og hugsið ykkur! Þarna stóð svo- lítil kerling í svo skringilegum föt- um, og við hliðina á henni stór og falleg gullgæs! — Já, þetfa er gæsin, sem verpir gulleggjunum, sagði konan. — Jeg kom hingað til að heimsækja þig, Ranka mín, hver veit nema þú get- ir hjálpað okkur! Ragnhildur hoppaði fram úr rúm- inu, hana langaði til að skoða þessa merkilegu gæs betur. Hún var ekk- ert hrædd við hana.... Og gamla konan var líka svo góðleg. — Líttu á telpa min, þessi gæs hefir verpt fullt hreiður af páska- eggjum — því að um þetta leyti árs verpir hún ekki eingöngu gull- eggjum. En nú vill svo illa til að liún man ekkert eftir hvar hreiðrið hennar er. — Manstu ekki hvar það er? sagði Ranka áköf. — Ne-i, ne-i, ne-i, svaraði gæsin. — Var það ekki á jörðinni? — Ja-u, ja-u, ja-u, svaraði gæsin. — Gæsin getur ekkert sagt nema já og nei, sagði konan,— en lialtu nú samt áfram að spyrja hana, hver veit nema hún geti sagt þjer livar hreiðrið er. Nú datt Ragnhildi nokkuð í hug! Hún sneri sjer að gullgæsinni og spurði: — Það er víst ekki í lysti- liúsinu, bak við bekkinn? Því að þá mundi hún að það var einmitt þar, sem hún hafði fundið öll fallegu páskaeggin í fyrra, þegar hún mamma hennar sagði, að hún skyldi líta undir bekkinn. — Ja - ja - ja - ja - ! gaggaði gæsin í ákafa. — Þá veit jeg hvar jeg á að leita, sagði Ranka og hljóp eins og fætur toguðu niður stiga og út í lystihús- ið. Það var skritið að hvorki pabbi eða mamma skyldu taka eftir henni, en þau hafa víst verið að hugsa um eitthvað annað. Og þetta stóð alveg heima. Þegar konan og gullgæsin komu inn, stóð Ranka við hreiður, sem var fullt af Ijómandi fallegum páskaeggjum með öllum regnbogans litum! — Það er eitthvað skrítið innan i þessum eggjum, hugsaði Ranka með sjer, sjerstaklega þessi tvö, sem fall- egu silkiböndin eru bundin um. — Nú veistu hvar páskaeggin eru! sagði konan með gullgæsina, — en nú verður þú að láta hreiðrið vera og ekki hreyfa við því fyrr en á morgun, því að þá eru páskarnir. — Má jeg ekki skoða þetta hjerna — með bandinu utanum? Ranka benti á eggið. Konan brosti svo undurfurðulega hún tók eggið upp, tók utan af því gagnsæja pappírinn og leysti silki- bandið af, og svo lauk hún því upp. Vitið þið hvað er í egginu? Þar svaf skelfing lítið barn í vöggu, með pínu litlar hendur og pínulítin rauðan munn! Svo lagði konan eggið saman aftur og sagði: — Bíddu þangað til á morgun, þá eru páskar og þá skaltu nú sjá til! Rönlcu fannst að sjer mundi verða ómögulegt að sofna í nótt fyrir eftir- væntingu, — en samt hlýtur hún nú að hafa sofnað, þvi að þegar hún vaknaði skein páskasólin inn til hennar og frænka sagði: — Flýttu þjer að klæða þig, þá skaltu sjá dálítið skritið, sem hún mamma þín hefir handa þjer! — Það eru páskaeggin! hugsaði Fagnhildur, en það var nú annað. LÁTIÐ SÁPUNA VEITA YÐUR FEGURÐ FILMSTJÖRNUNNAR oq sfjarið sápuna um leið. t fyrsta lagi skuluð þjer, i stað þess að nudda sápustykkinu við þvottaklútinn, væta bendurnar, strjúka sápunni nokkrum sinn- um um þær og nudda siðan sápunni inn i undlitið, frá höku til ennis. Þvoið yður siðan úr volgu vatni, og síðan úr költlu. DOROTHY LAMOUR hin ynciislega Paramount- sljarna segir: ,,Jeg á Lux að þakka að hörund mitt er att- af mjúkt og fallegt“. LUX HAND-SÁPA 9 af huerjum 10 filmstjörnum nota LUX-SÁPU. X-LTS66S-814 a LEVER product Frænka tók hana við hönd sjer og og fór eð hana á Landspítalann. en þar lá mamma hennar. Og víst fjekk Ranka að sjá nokkuð skrítið. Við hliðina á rúmi mömmu stóð ofurlífil karfa, sem var í laginu eins og hálft páskaegg. Og i körf- unni lá ofurlítill bróðir og svaf. — Hann er alveg eins og litla barnið í páskaegginu, hugsaði Ragn- Iiildur með sjer. — Þetta er hann nýi, litli bróðir þinn! sagði mamma. — Finnst þjer hann ekki fallegur? — Var hann i páskaegginu, sem jeg sá i lystiliúsinu? spurði Ranka, og svo sagði hún mömmu sinni frá konunni og gullgæsinni. — Það hefir þig víst dreymt, sagði frænka, því að það segir full- orðna fólkið svo oft — og það er leiðinlegt að lieyra! En mamma kyssti litlu stúlkuna sína og sagði: — Nú skaltu líta inn í lystihúsið þegar þú kcmur lieim! En fannst lijer þó ekki best að eignast hann litla bróður? En i lystigarðinum var hrúga af pláskaeggjum, þegar Ratika kóin þangað. í fallega egginu með silki- bandinu var bara ofurlítil brúða, en ekki lifandi barn, eins og hún hafði sjeð um nóttina. — Þetta er ljómandi falleg brúðá, sagði Ranka, — og mjer þykir skelf- ing vænt um hana.... þó hún sje ekki eins falleg og litli bróðir. — Hugsið þjer yður frú Olsenl Honum Viggo minum litla hefir ver- ið falið að leika hlutverk Wilhelms Tell. Ástarjátning i „Wild WesV'-stil. Frúin: —- Ilegrið þjer, María Ilversvegna í ósköpunum þurkið þjer ekki þennan kongulóarvef burt? Maria: — Jeg hjelt að það væri útvarpsloftnetið. Á ofanverðri myndinni sjest fjöl- skylda úr borginni á heimleið úr sveitinni. — En að neðan er sýnt hvernig fœri ef sveitafólk hagaði sjer eins þegar það kemur í kaup- staðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.