Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Piersre Decourelli: 20 Litlu fiakkararnir ama, en það styrkti hana í trúnni á köllun sína. Orðrómur gekk meðal annars um það, að hún væri heitbundin Poul Vernier. Kona eftirlitsmannsins átti upptökin að því. — Henni skjátlaðis þó eklci nema að hálfu leyti, því að þótt Helena felldi ekki liug til póstmeistarans, var það rjett að liann elskaði hana og hann hjelt að hún væri ekkja. Hann hafði aldrei látið ást sína í ljós með látbragði sínu. Hann ljet sjer nægja að standa álengdar. Helena hafði þó ó- ljóst hugboð um ást hans. Hún var Ramon trú í hjarta sínu. Hún elskaði minningar lians, þótt liann væri henni liorfinn. Ást hins unga manns var eins og sólargeisli fyrir sjúkling, sem situr í herbergi sínu og þráir sól og vor. Hún reyndi að hafa á heimili sínu tvo drengjanna frá hælinu. En það tókst ekki vel til. Annar drengurinn stal frá lienni og strauk til Parísar og lifði þar góðu lífi meðan peningarnir entust. Hinn drengur- inn, sem hjelt að hann æti að lifa eins og prins, tók það mjög óstinnt upp, þegar Helena ávítaði hann í fyrsta skifti. Hann hellti yfir hana hinum verstu ókvæðisorð- um og Ijet fylgja með slúðursögurnar, sem um hana gengu í bænum. Helena fann ennþá sárar til vonbrigð- anna vegna þess að hún fór að hugsa um í hvernig ástandi sonur liennar yrði, ef hún fyndi liann nokkurntíma. Dag nokkurn sagði presturinn henni að barn hefði fundist i Rouen, sem gæti ef til vill verið hennar barn. Hún varð í senn kviðin og glöð, og skrifaði strax til að fá nánari upplýsingar og það leit svo út sem það reyndist rjett. Hún tók saman föggur sínar og fór þang- að eins fljótt og hún gat. Þeim hafði skjátlast.... Ást Poul Vernier færði henni Ijós og yl í öllum vonbrigðum hennar og andstreym- inu, þó að hún gæti ekki endurgoldið hana. Hún lifði stöðugt í endurminningunum um eiginmann sinn, og barn. Dag nokkurn sat hún niðursokkin við að skoða myndir af Ramon og Fanfan. Það var barið að dyrum. Þernan kom inn. — Herra Vernier spyr eftir yður. Hann er með blómvönd. — Bjóðið þjer honum inn. Kinnar hennar voru ennþá tárvotar. Hún rjetti Vernier brosandi höndina. Hún lagði ekki til hliðar myndirnar, eða brjefin, sem hún liafði tekið fram. Kven- eðli hennar sagði henni að þetta væri ekki eingöngu venjuleg heimsókn. Poul Vernier var mjög fölur. — Ilann hneigði sig djúpt fyrir Helenu og þrýsti hönd hennar. — Þjer hafið grátið, hefir einhver ógæfa hent yður? Mig langar til að segja yður að jeg er alltaf reiðubúinn að hjálpa yður — Jeg er sannfærð um það, svaraði Hel- ena; og' jeg þakka það af öllu hjarta. Já, jeg grjet, en sá sársauki er gamall en þó ávalt nýr. — Jeg skil, þjer grátið eiginmann yðar. — Helena leit undan. — Já, hjelt hann áfram, — andlát herra Penhöet liefir aúðvitað fengið mjög á yður og það er eðlilegt að maður geti ekki glevmt þeim sem maður hefir elskað. En finnst yður, að sorgin eigi að hindra yður í að leita yður huggunar fyrir þær raunir er þjer hafið ratað í? Poul Vernier hafði talað stanslaust. Nú þegar ísinn var brotinn hjelt hann ótrauður áfram. Helena svaraði ekki, en varir liennar titr- uðu. Hún horfði á unga manninn. Allur svipur hans var fyrirmannlegur og lieiðai’- legur. Hún kveinkaði sjer við að særa hann. Hann hjelt áfram: — Þjer vitið það, frú, að einvera min er einnig full salcnaðar. Jeg hafði helgað list- inni líf mitt og vænti mjer nokkurs árang- urs. En eftir orustuna við Gravelotte, þegar jeg sá björtustu vonir mínar í rústum, lá nærri að jeg rjeði mig af dögum. Jeg átti móður á lífi, jeg var eina stoð hennar í ellinni, hennar vegna hóf jeg' nýtt líf og jeg gleðst yfir.þvi að hafa getað sjeð lxenni sómasamlega farborða þegar hún var lmig- in á efri ár, en jeg þrái stöðugt ástina. .. . — Ástina, sagði Helena lágt. Tvö stór tár hrundu niður kinnar hennar og skyndi- lega greip hún hendur unga mannsins. — Það er ef til vill vonlaus ást, en sú ást hefir verið mjer liimnaríki. Þjer megið ekki reka mig burtu, ekki skipa mjer að þegja, jeg elska yður, með brennandi ást. . — Segið ekki meira, sagði Helena lirærð, jeg get ekki leyft yður að segja meira. Þjer segist elska mig. Jeg treysti ást yðar og er hreykin af henni. Jeg elska yður líka, en eins og systir elskar bróður sinn. Jeg elska yður vegna þess að þjer eruð góður, liugrakkur og göfugui’. Þessvegna ætla jeg að trúa yður fyrir leyndarmáli mínu. Jeg heiti Montlaur greifafrú. Penhöet- nafnið er föðurnafn mitt. Maðurinn minn er á lífi. Við eigum eitt barn. Hún benti á myndirnar, sem lágu á borð- inu. — Þetta er maðurinn minn og þetta er sonur minn. Jeg græt yfir þeim á hverjum degi, ekki eins og þeir sjeu dánir, heldur horfnir. Vernier var þögull. Helena sagði honum síðan alla söguna. Þegar hún hafði lokið frásögninni um hinn hræðlega harmleik, sagði ungi maðui’inn skelfdur: — Hvílíkt varmenni. — Samt elska jeg hann, hrópaði Helena, þó að liann hafi dæmt mig til að lifa við sorg og grát. Jeg elska hann að eilífu. Það varð löng þögn. Helena liugsaði um löngu liðna tíma, sem nú rifjuðust upp fyrir henni. Loks leit Poul Vernier upp: — Frú, sagði hann titrandi röddu, — jeg skil yður og dáist að yður.... elska án allrar vonar. Jeg mun reyna að vinna samúð yðar með því að hjálpa yður í starfi yðar. Hjeðan af verðum við tvö, sem leitum að barni yðar. — Þakka yður fyrii’, sagði lxún og i'jetti honum höndina. — Jeg tek tilboði yðar. XV. Rjettlæti. Ramon hafði hefnt sín. Hann sagði sem svo. — Menn af Montlaurættinni liafa aldrei látið ganga á rjett sinn, án þess að liefna þess, og hann hafði dæmt hina ótryggu eigmkonu sína til grimmilegrar refsing- ar. Hann liafði svift liana öllu þvi, er oi’ðið gæti lienni til huggunar. Hann rannsakaði árangurslaust rithönd- ina á bi'jefinu, og bar hana saman við rit- hönd allra kunningja hennar, en komst ekki til botns í því, hver hefði skrifað hin nafnlausu brjef. Hefnd Ramons liafði boxið tilætlaðan á- rangui’, það var því í fyllsta máta óeðlilegt að hann væri dapur í bragði. En hversvegna lokaði liann sig inni i klefa sínum á leið- inni til Panama, og hversvegna gekk hann um niðurlútur og fölur í bragði? — Það var vegna þess, að hann sá stöð- ugt fyrir sjer litla veru og heyrði mjúka rödd segja: — Elsku pabbi, mjer þykir svo vænt um lúg. Og önnur blíð rödd sagði: — Ramon, jeg elska þig. Hann reyndi að þagga niður í þessum röddum, en það tókst ekki. Hann heyrði þær aðeins ennþá betur. — Kystu mig elsku pabbi. Þetta voru síðustu orð sonar hans. Helena hafði hrópað til hans í angist sinni: — Ramon, jeg er saklaus. Kaldur sviti spratt fram á enni hans, hann hló beisk- lega: —- Jeg var rjettlátur, jeg hefndi mín. Hann hitti vin sinn glaðan og reifan í Panama. — Kæri Ramon sagði hann, er þeir höfðu heilsast, eftir nokkur ár veltum við miljón- um, jeg hefi náð í nokkur ný sambönd, sem jeg mun skýra þjer nánar frá. Hann tók siðan að útskýra áætlanir sínar. — Kæri Nerville, sagði Ramon, „ jeg samgleðst þjer með hinar nýju hugmyndir þínar, en jeg er liræddur um, að jeg geti ekki hjálpað þjer til að koma þeim í fram- kvæmd. — Hvað áttu við? — Jeg varð fyrir þungri sorg, meðan jeg dvaldi í Frakklandi, liún hefir bugað krafta mína, svo að jeg er til einskis nýtui’. Rainon og Nei’ville höfðu aldrei verið trúnaðarvinir. Þeir unnu hvor fyrir sig, og töluðu fátt saman. Nerville var fæddur verslunarmaður. Hann var hagsýnn og sökti sjer ekki niður í draumóra og heimþrá, en undi vel liag sínum í Panama. Þótt hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.