Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.09.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 mundi málið horfa öðruvísi við. Við höfum enn kúluna, sem drap Britton — liað er að segja, jeg hefi hana.“ „Hvað ætlarðu að sanna með þvi. Enginn kann deili á slíku.“ „Það er til staður, sem hægt er að senda skotvopnið og kúluna á, og sjá hvort það heyrir saman. Þessu getur maður til dæmis fengið skorið úr á glæparannsóknarstofunni í Was- hington." "LJREPPSTJÓRlNN dró djúpt and- ■* ann og starði eins og manneygt naut á fulltrúa sinn, sem nú var farin að jóðla munntóbakið á ný. „Þú ferð víst. að verða sniðugri og nýtískari en okkur hæfir hjer,“ sagði hann. „Hver veit nema jeg neyðist til að fara að svipast um eftir öðrum fulltrúa.“ Marks laut fram og spýtti í rifuna á gólfinu. „Það er vafasamt hvort þú færð að vera hreppstjóri svo lengi að þú þurfir nokkurn fulltrúa.“ „Jæja, svo að það er þetta, sem þú gengur með í maganum. Þig langar til að verða hreppstjóri sjálf- ur. Nú skil jeg.“ „Já, mjer hefir verið að detla það i hug.“ Hreppstjór'inn hatlaði sjer aftur i stólnum. „Hafðu uppi á ljessum riffli, þá verður þú kanske hreppstjóri. Sam á nefnilega engan riffil. Það veist þú eins vel og jeg, jjví að við gerðum húsrannsóknina hjá honum saman.“ „Nei, liann er ekki i húsinu hans.“ Marks leit á Ed Brilton. Hann talaði liægt og rólega og langa andlitið á honum var jafn sviplaust og það var vant. „Jeg tók eftir öllu þegar við vorum heima lijá honum daginn eftir að Róberl var skotinn. Eigi hann riffil þá er hann að minsta kosti ekki í húsinu.“ „Ætli mjer takist ekki að finna hann,“ sagði Ed Britton. Þeir litu háðir á liann. Þeir skildu að hann var að gefa sjálfum sjer órjúfanlegt loforð. „Jeg skal finna hann, hvar sem hann er niður kominn.“ MARGA daga og nætur hjelt hann vörð i kjarri skamt frá húsi Sam Jenkins. Þaðan gat liann sjeð livað morðingi frænda hans hafðist að. Fyrsta daginn sá hann lirepp- stjórann koma akandi í bilnum sín- um og nema staðar við liúsið. Sam Jenkins kom út og stóð lengi með annan fótinn á aurbrettinu. Þeir töluðu saman jafnt og þjett, og voru alltaf að skima kringum sig. Svo ók hreppstjórinn áfram og Sam Jenkins gekk hægt lieim að dyrun- um. Hann leit þjófslega kringum sig áður en liann fór inn. Nú veit hann að jeg er að leita að rifflinum,“ hugsaði Ed Britton með sjcr. „Og nú brýtur hann víst heilann um hvað jeg ætli að gera. Hann er ekki svo gerður að hann timi að fleygja góðum riffli út i á eða í dý, þar sem hann getur ekki náð í hann aftur.“ Svo var það eitt kvöldið að hann var að tala við Mac um málið. „Hann geymir riffilinn í hlöðunni, sagði hann. , jeg er viss um það. Hann fer aldrei í hlöðuna á daginn, en hann fer heldur aldrei lengra í burt en svo, að hann geti sjeð þang- að. Og ef hundarnir gelta nálægt hlöðunni á nóttunni þá kemur hann út undir eins. Riffillinn hlýtur að vera geymdur þar, en jeg get ekki komist þangað fyrir hundunum.“ Mac gamli sagði: „Hann drepur þig með skammbyssunni sinni ef hann sjer þig á höttunum þarna í kring, og, kviðdómur mundi sýkna hann, ef þetta gerðist í hans eigin hlöðu.“ „Jú. En riffilinn verð jeg að finna. Mjer hefir dottið i hug að sækja uni leyfi til j)ess að mega kanna lilö.ð- una. En áður en jeg fengi það leyfi og kæmist þangað, mundi hrepp- stjórinn hafa aðvarað Sam. Jeg verð að komast þarna inn sjálfur." „Farðu nú varlega,“ sagði Mac. „Sam Jenkins reynir áreiðanlega að sitja fyrir þjer.“ Ed Britton sneri sjer hvatlega að Mac. Já, einmitt,“ sagði liann „Hann gerir mjer fyrirsát, með riffilinn sinn. Hann lætur skammbyssuna duga meðan hann heldur að jeg ætli ekki að gera sjcr neitt. En ekki ef jeg verð sjálfur með riffil. Hann mátti til að nota riffil þegar hann skaut Róbert frænda. Þú verður að hjálpa mjer. Þú verður að ginna hundana i burt.“ "p1 D var kaldur og rólegur þegar ^ hann fór út til l)ess að setja vöru bílinn sinn af stað. En eftir ]iað voru allar hans endurminningar þoku- kenndar: kjarrið, sem hann og Mac földu sig í, guli ljósbjarminn i glugg- anum hjá Sam Jenkins, og skuggi Sams bak við gluggatjaldið. Ed Britton hvíslaði: „Þegar jeg skýt hleypur þú að bifreiðinni. Hafðu eins hátt og Jíú getur, svo að hundarnir elti þig. Og svo nær þú í Marks.“ „En þó að Sam sæki riffilinn, hvernig ætlar þú þá að ráða við hann? Hann drepur þig!“ „Þú nærð bara í fulltrúann,“ sagði Ed. Svo lyfti liann riffli frænda sins rólega og örugt og skaut skoti gegnum rúðuna, spannarlengd yfir hausinn á Sam Jenkins. Svo tók hann til fótanna. Hann hljóp eins rólega og hann gat, og i stóran boga, svo að hann ætti hægara með að komast að hlöðunni frá hinni hliðinni. í nokkrar sekúndur lieyrði liann Mac ryðjast um í kjarrinu hinumegin. Svo drukkanði það hljóð i áköfu hundagelti. Skömmu siðar lieyrði hann Mac setja vjelina i gang og liillinn aka af stað. Ed Britton skaúst inn i hlöðuna. jV/f YRKRID þarna it.ni blindaði hann gersamlega. Hestur spark- aði á básnum sínum og rotta hljóp yfir góifið. Sennilega mundi riffill- inn vera geymdur í heyinu á hlöðu- loftinu, hugsaði hann með sjer. Hann hraðaði sjer eins og hann frekast þorði, og fálmaði sig áfram, með riffilinn sinn í annari liend- inni. Loks fann hann stigann upp á lo'ftið og fór upp. Hann hnipraði sig i slcoti bak við bita einn — og beið átekta. Nú var hurð lokið upp, að heita mátti beinl undir honum, og lokað aftur. — Hann lieyrði fótatak. — Nú liljóðnaði það. Hann heyrði að kveikt var á cldspýtu og ljósglætu brá fyrir gegnum rifurnar í lofts- gólfinu. Þetta ljós varð sterkara og samfellt, eftir að kveikt hafði verið á ljóskeri. Og Ioks kom sterkur geisli upp úr stigagatinu. Maðurinn með ljóskerið var á leiðinni upp stig- ann. Nú sjest á liaus og herðar Sams. Meðan hann stóð efst í stiganum setti liann ljóskerið frá sjer á stiga- pallinn. Ljósið fjell á klunnalegt andlitið á honum, og stórir skegg- broddarnir sáust greinilega. Og nú sá Ed að hann hjelt á skammbyssu í liendinni sem liann hafði haldið á Ijóskerinu. Sam skreið upp á loftið og tók ljóskerið upp aftur. En nú tók hann það með vinstri hendinni. Svo stakk liann skammbyssunni i vasann, lagð- ist á linje og fór að róta i lieyinu. Ed kom fram úr fylgsni sínu balc við bitann og inn í birtuna frá ljós- kerinu. Það marraði í gólfborðunum undir fótum hans. Hann sagði: „Stattu upp, Sam, en skammbyssulaus óg riffillaus.“ Maðurinn lireyfði sig ekki hænu- fet. Hann leil bara hægt út undan sjér og starði á unga manninn og inn í hlaupið á rifflinúm, sem Ed lijelt á. „Það er riffillinn lians frænda míns, sem jeg held á.“ sagði Ed. „Þú gafst honuni ekki færi á að nota liann.“ Sam Jenkins hreyfði sig ekki enn. Hann lá þarna, með báðar liendurn- ar niðri i lieyinu og sneri sjer að Ed. Niðri hneggjaði hestur. í sama vetfangi sveiflaði Sam Jenkins sjer til og stóð nú upprjett- ur. Nú hafði hann riffil í hendinni. Það glampaði á hlaupið á honum í birtunni frá ljóskerinu. Ed titraði af reiði, en gat ekki fengið sig*lil að skjóta eins og stóð á. í stað þess óð liann að manninum. Þeir svift- ust á lengi þarna i heyinu. Ed hafði kastað frá sjer rifflinum sínum, en báðir hjeldu fast um liinn riffilinn. Svo rak Ed Britton fótinn í ljóskerið svo að það þeyttist fram á gólf. -—• Glerið brotnaði og lokinn blossaði upp og slokknaði svo. T MYRKRINU steyptust báðir tveir ■*■ sem enn hjeldu dauðahaldi hvor í annan, niður um stigagatið. Þeir háveinuðu. Ed sortnaði fyrir augum. Nú fylltist hl’aðan svörtum TYPHON-ORUSTUFLUGVJELAIt hafa unnið hræðilegt tjón á víg- stöðvum Þjóðverja síðan Banda- mönnum tókst að komast inn í Frakkland. Þær eru sendar á undan landhernum til þess að eyðilcggja stórskotaliðsvirki Þjóðverja og fram- reykjarmekki og éinhversstaðar snarkaði í eldi. Ed kom fyrir sig fótunum. Blóð- ið streymdi úr sári á enninu á hon- um. Hann hrasaði og datt — hrasaði og datt. Svo kom hann auga á Sam Jenkins. Hann hjekk og hausiiin vissi nið- ur. Ed yfir honum, kringum stiga; gatið var eldurinn farinn að leika sjer. Ed varð að brölta upp nokkur þrep, lil þess að ná lil lians. Með annan fótinn á einni stigariminni og annan á stallinum gat hann los- að fætura á manninum, tók hann á iixl sjer og reikaði með liann út úr hlöðunni. Skammt frá lagði hann Sam á grasið og tók viðbragð inn i lilöðuna aftur, til þess að ná í riffilinn hans, sem hann liafði sjeð við stigann. Síðan gat hann lileypt héstinum út. Svo hnje liann liemagna og hálfkafnaður af reyk niður i varpann. AR fundu þeir Marks fulltrúi og Mac hann, þegar þeir komu á vettvang skönnnu síðar. ,Hversvegna ljestu hann ekki verða þarna inni?“ sagði fulltrúinn. „Þú hefðir getað látið hann liggja, en aðeins liirt riffilinn; þá liefðum við sloppið við allt þetta umstang með yfirheyrslur og þess háttar.“ „Skilur þú ekki að hann var til- neyddur að bjarga honum,“ sagði Mac gamli gramur. „Enginn Britton gefst upp fyrr en hann hefir náð í manninn, sem liann þarf að ná i.“ Hann tók hendinni um herðar Eds. „Ekki miindi Róbert frændi hafa gert þetta svona,“ sagði Ed. „En það getur verið að hann verði á- nægður með það samt.“ „Já, sagði fulltrúinn og spýtti tóbakslegi. „Það held jeg ílka. Að minsta kosti getur enginn verið í vafa um, að hann frændi hans er karl í krapinu.“ Ed brosti lítið eilt. Hann liafði fengið sjálfsvirðingu sína aftur — án ]iess að taka lif annars manns. sveitir þeirra, svo og í lengri ferð- ir til þess að eyðileggja samgöngu- miðstöðvar, flugvjelaverksmiðjur og því um líkt. Myndin á að sýna lág- fleyga árás Thyponvjela og sprengju vjela á birgðarstöðvar Þjóðverja i Norður-Frakkalandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.