Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 4

Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 4
4 F Á L K 1 N N ÞÆTTÍR ÚR LANDFRÆÐI BANDARIKJANNA V. SUÐVESTURFYLKIN í suövesturfylkjum Bandarikjanna snúa skýjakljúfarnir og „Wild West“ bökum saman. Þar ægir saman kú- rekum og stásspiltum, og svo eru Indíánar líka í þessum hrærigraut. Fjögur fylki eru i þessum lands- hluta: Texas, Oklahoma, New Mexico og Arizona. Texas eitt er stærra en Þýskaland, en samtals eru þessi fjögur fyiki ferfalt stærri en Tvrkja veidi. — íbúarnir eru fáir. Flestir þeirra 10 miljóna sem byggja fylk- in, eiga heima í austurhluta Texas og í Oklahoma, en þar háttar landi þannig að gott er undir bú, og vind- arnir frá Mexicoflóa bera með sjer raka og regn. Þessi landshluti ligg- ur fyrir norðan ána Rio Grande, að mörkum Mexico. Að vestan ræð- ur Coloradofljót mörkum en að norð- an 37. stig nbr. Inni í landinu er loftslag heitt og rigningar óvissar og litlar. Þessvegna er vatnið dýrmætt, þvi að án þess þrífast hvorki jurtir nje dýr. \íða er þannig gott beitiland, en sums- staðar er svo úrkomulitið, að ekkert þrífst þar nema kaktus. í Arizona er mikið af kolum og málmum, sem ekki hefir verið ráðist í að vinna, vegna þess hve vatnslaust er i grend við námurnar. Þó er þetta eyðiiand ekki einskis nýtt. í New Mexico er mikið af kalí, og gerir framleiðslan þarna meira en fullnægja þörfum Bandarikjanna. í fjallasveitum Arizona og New Mexi- co er kopar, gull, silfur, ziúk og fleira unnið úr jörðu. í norðvestur- lijeruðunum Texas og Oklahoma er unnið fips og salt, og ennfremur helium. Heliumloftið, sem er óeld- fimt er mikilsvert fyrir Ioftskipin, i stað vatnsefnis. Hinar hálfskrælnuðu sljettur í Texas, New Mexico og Arisona eru heimkynni ameríkanska kúrekans. Það er þarna, sem hann brenni- merkir gripina sina og leikur listir sínar við þá, sem heimsfrægar eru orðnar fyrir tilstilli kvikmyndanna. Fyrrum var gripunum smalað cð kvíum sláturstöðva borganna, sem oft voru i hundrað mílna fjarlægð. En nú eru gripirnir flutti.r með járnbrautum ýmist á sláturstaðina eða til útflutningshafnanna við Mexi- coflóa. Helsta útflutningshöfnin er Houston i Texas, sem er 80 km. inn í landi, en skipgengur skurður er til sjávar, grafinn 1915. Síðan hefir íbúatala borgarinnar fimmfald- ast og er nú 400.000. Þó lifir borg- in ekki á kelútflutningi nema að iitlu Ieyti. Þarna er einnig steinolíu- hreinsun, bómullarverkun og útgerð. Steinolían hefir komið fótum und- ir ýmsa bæi í Texas og Oklahoma. í Oklahoma fer árferðið í Tulsa og Oklahoma City eftir því, hve mikiö berst þangað af „svartagulli“, en svo er olían kölluð. Dellas í Tpxa.-. er einnig mikil olíustöð, en jafnframt er þetta mesta bómullarborg Banda- ríkjanna, þeirra er ekki liggja að sjó. í Oklalioma var ekki farið að vinna olíu fyrr en 1903. Siðan fund- ust nýjar lindir í norðaustur-Texas, skamt frá Mexicoflóa. Og nú er olíu- vinsla aðalatvinna suðvesturfylkj- anna. Frá höfnunum í Huston og Galveston er oiía flutt til hreinsi- stöðvanna á Atlantshafsströnd. en þaðan er hún flutt með járnbraut- um til hinna þjettbýlu norðaustur- fylkja. Olíuleiðsla til Atlantshafsstrandar. Þegar styrjöldin hófst fór olíunotk- un þegar langt fram úr því, sem olíuskip og -lestir gátu annað. Ljet stjórnin þá leggja olíuleiðslur frá suðvesturríkjunum til Atlantshafs á ótrúlega stuttum tíma. Nú rennur nægilegt af oliu frá Texas og Okla- homa til hreinsistöðvanna á austur- ströndinni og til tankskipanna í Philadelphia og New York City. Svarta moldin i Austur-Texas er frjósöm og loftslagið rakt og hag- felt gróðri. Aðallega er ræktuð hóm- ull og borgirnar Ilallas, Fort Worth Houston, Waco og Paris, allar í Texas eiga bómullinni viðgang sinn að þakka. En þó einskorða bændurn- ir sig ekki við bómullarrækt, held- ur rækta þeir einnig mikið af maís, hveiti, grænmeti og ávöxtum. Landbúnaðarhjeruðin eru þvinær öll i austanverðum suðvesturlijcr- uðunum, því að eingöngu þar er úrkoman nægileg gróðrinum. En með áveitum hefir ræktanlega landið verið aukið mikið. Mest kveður að áveitunum meðfram Rio Grande neðanverðri; þar hefir verið gerður fjöldi af stíflum og fyrirhleðslum og dalnum breytt í aldingarð. Valn bregst þar aldrei og loftslagið er heitt, svo að jörðin grær og gefur uppskeru allan ársins hring. Bónd- inn fær eina eða tvær bómullarupp- skerur á sumri en á vetrum ræktar hann grænmeti. Þarna er og mikil sitrónurækt, eigi síður en i Flórída. Aðra fyrirhleðslu má nefna: Roose- velt-stífluna, sem girðir Saltárdalinn í Arizona. Stíflan var byggð 1911 og myndaðist þá 96 km. langt stöðu- vatn í dalnum fyrir ofan hana, sem hægt var að nota til áveitu allan ársins hring, og til raforkufram- leiðslu á bændabýlin og í borgum. Þarna er ræktað alfalfa, bómull, inelónur og ávextir, i stórum stíl. Kunnasta stíflan er j)ó Boulder Dam í Coloradofljóti. Þetta er hæsta stífla í heimi og vatnið notað bæði til áveitu og orkuvinslu. Hafa Jíessar fyriihleðslur gefist svo vel, að horfur eru á að hin skrælnuðu landsvæði suðvesturfylkjanna breyti algerlega um svip áður en lýkur. Það er sam- bandsstjórnin í Washington, sem gengst fyrir jiessum maunvirkjum og leggur fram fje til þeirra, en hlutaðeigandi fylki gera með sjer samning um notkun vatnsins og ork- unnar og setja reglur um það. — Indíánar höfðust við á þessum land- svæðum áður, og cr sjeð svo um, að þeir geti notið þeirra eftir sem áður. Þeir áttu einnig mest af Okla- homa, og þegar steinolían fannst þar urðu margir þeirra vellauðugir. Og eins auðgast þeir á áveitunum. Bandaríkjastjórn hefir gert margt til þess að lilynna að Indiánum. Þeir hafa fengið skóla og lækna, og lögð er stund á að viðhalda menn- ingu þeirra og listum. Það eru Pueblo- og Hop-Indíánar, sem bua í New Mexico og Arizona." Fornmenning Indíána hefir dregið margt ferðamanna til Arizona og New Mexico. Þar eru og mildir vetur og hreint og bjart loft, svo að margir leita þangað sjer til heilsubótar, og landslag er þar svipmikið og heill- andi, ekki sist i þjóðgörðunum miklu. Þarna eru skógar miklir og liiminhá fjöll og ýms náttúruundur. Frægast þeirra er Garnd Canyon, hið mikla gljúfur Colorado í Ari- zona, þar sem bæði línur og litir heilla huga skoðnndans. í suðvesturfylkjunum hittir maður enn kúrekann, með 50-potta hattinn sinn, Indíána sveipaða litskrúðugum voðum og Mexicomenn, sem hafa ílust norður yfir Rio Grande til þess að leita atvinnu i aldingörðun- um. En flestir íhúarnir eru afkom- endur hinna fyrstu hvítu landnema þarna, eða fluttir inn úr öðrum fylkj- um. Þeir eru yfirieitt alúðlegir og innilegir og mjög stoltir af átthög- um sínum. Þeir eru líka upp með sjer yfir þátttöku sinni i striðinu. Hafa þeir orðið kunnir að hreysti á öllum vígstöðvum, og Indíánarnir í hern um liafa getið sjer frábæran orðstír. í Texas og Arizona hafa bæði her og floti komið upp miklum æfinga- stöðvum og skólum fyrir flugnema, þvi að veðurskilyrði eru þar ágæt til flugs. Hvað framleiðsluna snertir verður aldrei of mikið úr þvi gert hve olían frá Texas og Oklahoma hefir haft mikla þýðingu fyrir hernaðinn, að ógleymduin öðrum framleiðsluvörum, svo sem bómull, kjöti og hveiti, sem líka verður nauðsynjavara eftir strið. VI. KÝRRAHAFSSTRÖNDIN. Fyrir stríðið voru hvergi meiri framfarir 'í Bandaríkjunum en vest- ur á Kyrrahafsströnd. En stríðið hefir enn hert á þessum framförum. Nær helmingur allra skipa, sem smíðuð eru í Bandarikjunum þessi árin hlaupa af stokkunum á Kyrra- hafsströnd. Flugvjelaframleiðslan þar er gífurleg. Bæði einkafyrirtæki og hið opinbera reynir að fylgjast með í þessum vexti, og er búist við að liann haldi átram cftir «tríð. Þetta landsvæði nær yfir alla strandlengju Bandaríkjanna út að Kyrrahafi. Þar eru fjögur íylki: California, Oregon, Washington og Nevada. Nevada eitt liggur ekki að sjó og er fámennast allra fyikja Bandarikjanna. Það á meira undir viðskiftum sínum við California en við hina grannana. Þessi fylki eru tvöfalt stærri en Frakkland og íbúatalan er 12 mil- jónir. Sjöttungur jjeirra eru nýjir innflytjendur, sem komnir eru þang- að vegna hergagnaiðnaðarins. Það eina rjetta sem sagt verður um loftslagið er, að það sje óákvarð- anlegt. í Nevada og Suðaustur-Cali- fornia er j)að hálfþurt. í Los Angel- es og suðurhluta California að sjón- um er það líkt og við Miðjarðarhaf. En að norðanverðu kalt, þokusamt og rigningasamt. Verslunarleiðirnar ganga . norður og suður eftir dölunum og strönd- inni. Sierra Nevada og Cascade-fjall- garðurinn liggja frá norðri til suð- urs og eru samgöngutálmi austur- yfir. En eigi að siður hafa sam- göngu;-nar aukist stórlega síðan stríð- ið hófst. Lega þessara fylkja við Kyrraliaf hefir gert þau mildlsverð núna í striðinu. Samkvæmt loftslagi og landshátt- um má skifta þessu svæði í önnur minni. Kunnust er Los Angeles-kvos- in, enda er hún mjög auglýst. Sem sölnmenn taka Suður-Cali- umum hjeruð suðvestur- kianna er svo :omulitið, að • vex ekkert na kakttis. En m getur orðið

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.