Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 6
ti
F Á L K I N N
- LITLfi SfiBfiíÍ -
Ulfarnir
i Cernogratz.
„Eru nokkrar inunnmœlasögur um
þennan kastala?4' spurði Conrad
systir sina. Conrad var auðusur
kaupinaður frá Hamborg en hann
var einasti meðlimur fjölskyldunnar
sem var skáldlegur í sjer.
Barónsl'rú Gruebel yppti feitum
öxlunum. „Það eru sögur um alla
þessa gömlu staði. Það er auðvelt
að búa þœr til og þœr kosta engan
neitt. Hjer segir sagan að þegar ein-
hver deyji í kastalanum spangóli
allir hundarnir í þorpinu og vilii-
dýrin i skóginum alla nóttina. Það
mundi nú alls ekki -vera skemtilegt
að hlusta á það, eða hvað?“
„Það mundi vera draugalegt og
rómantískt,“ sagði kaupmaðurinn
frá Hamborg.
„Það er hvort sem er ekki satt,
sagði barónsfrúin makindalega. „Þvi
siðan við keyptum þennan stað,
höfum við sannað það, að það
skeður ekkert slíkt. Þegar tengda-
mamma gamia dó í vor hlustuðum
við öll, en heyrðum ekki neitt.
Þetta er aðeins saga, sem gerir
staðinn meira spennandi, án þess
að kosta neitt.“
„Sagan er ekki eins og þjer hafið
sagt hana,“ sagði Amalie gamla, grá-
hærða kennslukonan. Allir sneru
sjer við og litu á hana með mestu
undrun. Hún var vön að sitja þögul,
róleg og föl á sínum stað við borð-
ið, segja aldrei orð nema talað væri
til hennar, og það voru fáir, sem
kærðu sig um að brjóta upp á sam-
ræðum við hana. í dag var hún
óvenju ræðin; liún hjelt áfram að
tala, liratt og órólega, horfði beint
frain undan sjer og leit ekki út
fyrir að tala^til neinnar sjerstakrar
manneskju, af þeiin sem viðstaddir
voru.
Það er ekki alitaf, þegar mann.
eskja deyr í kastalanum, að spangól-
ið heyrist. Það er þegar einhver
meðlimur Cernogratz-fjölskyldunnar
deyr hjer, að úlfarnir þyrpast «ð,
nær og fjær, og væla úti i skóginum
rjett á undan dauðastundinni, og
hundarnir í kastalanum og þorpinu
og bæjuiium í kring spangóla af
hræðslu og reiði við úlfana. Og
þegar sál sjúklingsins skilur við
Iikamann fellur eittlivert trjeð i garð-
inum. Þetta skeður, þegar Cernogratz
deyr i sínum eigin kastaJa. En þó að
einhver óviðkomandi deyi hér, skeður
ekki neitt. Alls ekki.
Hún sagði siðustu orðin næstum
því fyrirlitlega. Hin velalda og fínt-
klædda barónsfrú starði reiðilega á
gömlu konuna, sem sýndist hafa
gleymt þeirri framkomu, sem stöðu
hennar sæmdi.
„Þjer vitið mikið um sögu Cerno-
gratz-fólksins, frökin Schmidt,“
sagði hún skarpri rödd. „Jeg vissi
ekki að það væri námsgrein, sem
þjer gætuð kennt.“
Svarið við þessari hæðni hennar
var jafnvel einkennilegra en fram-
koma kennslukonunnar hingað til.
„Jeg er sjálf af Cernogratzættinni,
sagði gamla konan. „Þessvegna kann
jeg sögu hennar.“
„Þjer, von Cernogratz — þjerl“
Undrun og vantrú lýstu sjer í rödd-
unum.
„Þegar við vorum mjög fátæk“
útskýrði lhin, „og jeg varð að fara
að kenna, tók jeg mjer annað nafn.
Mjer fannst það eiga betur við. En
faðir minn sagði mjer auðvitað
gömiu sögurnar, og þegar maður á
ekkert nema minrfingarnar geymir
maður þær vandlega. Mig grunaði
ekki, þegar jeg rjeði mig til ykkar,
að jeg mundi búa hjá ykkur á ættar-
óðali mínu. Jeg hefði fremur kosið-
alla aðra staði.“
Þögn rílcti þegar liún hætti að tala
og svo sneri barónsfrúin sainræð-
unum að öðrum efnum. En seinna
þegar gamla kennslukonan sneri
aftur til starfa sinna, var farið að
ræða það sem skeð liafði.
„Það var óforskammað af henni,“
sagði baróninn, „að tala svona við
okkar borð. Hún sama sem sagði
okkur að við værum rjeltlaus hjer,
og jeg trúi ekki orði af þvi, sem
hún sagði. Hún er bara fröken
Schmidt. Hún hefir verið að tala
við bændurna hjerna i kring og
heyrt söguna hjá þeim.“
„Hún vill sýnast mikils virði,“
sagði barónsfrúin. „Hún verður bráð-
um ófær til vinnu og vill fullvissa
sig um meðaumkvun okkar.“
Kaupmaðurinn frá Hamborg sagði
ekkert. Honum hafði sýnst hann
sjá tár i augum gömlu konunnar,
en liann var nú svo skáldlegur.
„Jeg ætla að segja henni upp
strax eftir nýár,“ sagði barónsfrú-
in. „Þangað til kemst jeg ekki af án
herínar.“
En lnin varð nú samt að komast
af án hennar, þvi að i kuldanum
eftir jólin lagðist gamla konan í
rúmið.
„Það er ósköp þreytandi,“ sagði
barónsfrúin. „Allan þennan tima
sem liún hefir verið hjá okkur,
hefir hún aldrei verið svo veik,
að hún gæti ekki sjeð um sín störf.
Og einmitt núna, þegar mest var að
gera, veikist hún. Maður finnur
auðvitað til með henni; lnin er
orðin svo lirum, en þetta er nú samt
mjög óþægilegt. Auðvitað er hún
orðin mjög gömul. Jeg vildi, að jeg
hefði sagt lienni upp fyrir jól, þá
hefði hún verið farin, áður en hun
veiktist. En, Vappi, hvað gengur að
þjer?“
Litli kjölturakkinn hnfði stokkið
ofan af koddanum sínum og skriðið
skjálfandi undir borð. Á sama augna-
hlikihe yrðist reiðilegt gelt i liund-
unumn iðri í garðinum og spangól
og ýlfur i hundunum lengra i burtu.
„Hvað gengur að skepnunum?“
spurði baróninn. Og svarið kom.
ílr öllum áttum heyrðist veinandi
ýlfur, liækkandi og lækkandi, stund-
um eins og í fjarska, stundum eius
og það væri beint undir kastalanum.
Allt vonleysi, hungur og eymd hinn-
ar viltu, frosnu veraldar fyrir ufan
hljómaði í þessu dýrslega væli.
„Úlfarl“ hrópaði baróninn.
„Ilundruð af úlfum,“ sagði kaup-
maðurinn hinn skáldlegi.
Barónsfrúin skildi gesti sina eina
eftir og fór, án þess að skilja hvers-
vegna hún gerði það, upp í jiakher-
bergið, þar sem gamla konan lá.
Bókarfregnir
í RJINNINGU
SÍMONAR DALASKÁLDS.
Hinn 2. júlí síðastliðinn voru 100
ár liðin síðan Símon Dalaskáld
fæddist norður á Höskuldsstöðum i
Blönduhlíð. Hann dó, tæplega 72ja
ára í Vesturdalnum' i Skagafirði,
saddur lífdaga og á sveitinni. Var
hann þá orðinn mesta skar og hætt-
ur að yrkja.
En varla mun á siðari manns-
öldum meiri hraðrímari en hann.
AJIt gat orðið að ljóði á tungu hans,
en góðskáld varð hann aldrei, ef
til vill vegna þess, að honum var
of ljett um að ríma. Að því leytinu
svipaði honum til hinna fornu barða
að liann hirti lítt um að halda til
haga því sem hann orkti, og þó að
Þrátt fyrir kuldann var glugginn
opinn. Hún hljóp til og ætlaði að
loka honum.
„Látið hann ve’a,“ sagði gamla
konan og þó röddin væri veik var
i henni skipunartónn.
„En þjer deyjið úr kulda“ mót-
inælti hún.
„Jeg er livort sem er að deyja,“
sagði gamla konan, „og mig langar
að lilusta á hljómleikana þeirra.
Það er fallegt af þeim að koma og
syngja fyrir mig. Jeg er siðust af
ættinni og jeg dey hjer. En hvað
þeir syngja fallega!“ Það' var stolt
hainingjubros á andlitinu. „Farið
þjer burtu,“ sagði hún. ,„Jeg er ekki
einmana lengur.“
„Jeg lield hún sje að deyja,“ sagði
barónsfrúin, þegar liún kom aftur
lil gestanna. „Jeg sendi eftir lækni.
Hvað er þetta?‘ bætti lnin við.
Það fjell trje í garðinum.
’ Þögn. Svo sagði kona kaupmanns-
ins: „Það er þessi kuldi sem fellir
trjen. Það er líka kuldans vegna,
að úlfarnir komu. Þetta er mesli
frostaveturinn í mörg ár.“
Barónsfrúin greip við þessu fegins
hendi. Og kuldanum af opna glugg-
anum var líka kennt um hjartaslagið
sem kom á undan lækninum upp á
litla þalcherbergið. En tilkynningin
í blöðunum leit nú samt mjög vel
út:
„Þann 29. þ. m. andaðist að Cerno-
gratz-kastala, Amalie von Cernogratz
t mörg ár elskuð vinkona baróns og
barónsfrúar Gruebel.“
til sjeu á prenti eftir hann allmörg
ljóðakver, þá er þar sennilesa ekki
geymdur 20. hluti þess, sem hann
liefir kveðið. Og um mest af því,
sem hann kvað mun það sannast,
að almenningur hefir gleymt því.
Að vísu muna ýmsir stökur hans, þær
er snerta þá sjálfa eða nákomna. En
meginið er grafið og gleymt. Sumt
á það skilið en sumt ekki. Því að
ýmislegt orkti Símon, sem að efni
stendur ekki að baki því, sem nú
er á borð borið. Og bragsnilld átti
hann meiri, en flestir þeirra er nú
yrkja í bundnu máli.
Á aldarafmæli Simonar Dalaskálds
minntist Ríkisútvarpið hans að nokk-
uru, en ekki var gefið út neitt rit
um hann eða safn af ljóðum hans.
En nýlega hefir li.f. Leiftur gefið út
snotra bók, sem nefnist „SAGNA-
KVER — HELGAÐ MINNINGU
SÍMONAR DALASKÁLDS“ og er
það Snæbjörn Jónsson, sem safnað
hefir til þessa rits og sjeð um út-
gáfuna. Þarna eru þrjár ritgerðir um
Símon, eftir Guðmund Jósafatsson,
Pál á Hjálmsstöðum og Jón Pjeturs-
son frá Valadal, allar góðar og mun
Símoni lýst þar af íullum skilningi
og sanngirni.
En Sagnakver þetta hefir fleira
að geyma. Þarna er fjöldi sagna og
Ijóða, sem áður hefir eigi prentað
verið, og inargt af því dulræns efnis.
Þarna er og ný útgáfa af sögunni
um Katanessdýrið, sennilegri en
þær, sem áður liafa skráðar verið.
ítarlegar atliugasemdir og skýringar,
sem mikill fróðleikur er í, hefir
Snæbjörn ritað, á þeim atriðum,
sem þess þarfnast.
Þeim, sem unna þjóðlegum fróð-
leik og muna Símon, mun þykja mik-
ill fengur að bók þessari.
MILO
etr tttlw&á.
C-C þcuf dc/Ci*
MILO Ut~
'í' tl.Í f. . f
HEILDSÖLU b iroð ir:
ÁRNI JÓNSSON,
HAFNARSTR-3 REYKJAVIK.