Fálkinn - 08.12.1944, Síða 8
8
F A L K I N N
Þórir Þögli:
s
Bankinn telur rjett.
Sannarlega taldi jeg mig nú kom-
inn á græna grein. Fastráðinn starts-
maSur hjá Hjörleifi Bjarnasyni &
Co., einu stærsta og gróðasælasla
verslunarfyrirtæki Reykjavíkur. —
Fastráðinn? Já, til reynslu i þrjá
mánuði. Hver skyldi svo sem efast
um að jeg mundi standasf það próf,
jafn reglusamur og ábyggilegur ung-
ur maður og jeg var þá. Jeg gerði það
að minsta kosti ekki sjálfur. Þarna
var j’eg búinn að ná fótfestu í nefista
þrepinu, og þeirri fótfestu ætlaði jeg
ekki að sleppa nema til þess að stíga
hærra. Launin? Já, við skulum ekki
tala mikið um þau, sjerlega há voru
þau ekki. En hvað um það. Þetta
var þó nokkuð annað en að rölta á
gölóttum skóin um stræti bæjarins,
og híma niður við höfn í vön uin
vinnusnapir, sem stundum fjellu í
minn hlut, — og ,stundum ekki.
Þpgar mjer yrðu greidd fyrstu mán-
aðariaunin skyldi jeg svo sannar-
lega láta slá sóla undir skóna, ef
jeg keypti mjer þá ekki nýja. Það
er svo margt, sem hægt er að veita
sjer útborgunardaginn. Raunar var
jeg nú strax búinn að slá mjer lán
fyrir sæmilegum fötum og giæsileg-
um hatti. Jeg mátti ekki hefja starfs-
feril minn hjá Hjörleifi Bjarnasyni
& Co. með því að ganga klæddur
tötrum. Frakkalaus' gat jeg sem best
gengið þessa dagana, blessuð vor-
blíðan sá fyrir því.
Jú, hamingjan brosti svo sem við
mjer, — i framtíðinni. Senn mundi
jeg geta látið Dísu frá Koti, sem
flutt hafði til Reykjavíkur fyrir
rúmu ári, og vann í vist hjá ein-
hverri fínni hefðarfrú, sjá að jeg
kæmi líka ár minni dálaglega fyrir
borð í höfuðstaðnum. Satt að segja
var það Dísu vegna að jeg fór að
heiinan, til Reykjavíkur. Frá því að
við vorum fermd saman hafði hún
altaf verkað á mig eins og ilmandi
vorhlóm, eða seyðandi sönglag. Þess-
vegna þráði jeg návist hennar, og
svo fluttist jeg að heiman á eftir
stelpunni.
Fyrstu mánuðirnir i borginni voru
mjer þó hvorki sólblíðir nje ilmsætir.
Atvinnuleysi, sultur og kuldi gerðu
mjer dagana langa og dapra. Sárast
af öllu var þó, að Disa forðaðist að
iáta sjá sig með tötrughypjunni. —
Hún, sem nú gekk skrúðbúin og
angaði keyptum ilmi fegurðarlyij-
anna. Freistnndi varir liennar báru
/ nú annarlega rauðan farða og litur
augabrúnanna var einnig breyttur.
Þrátt fyrir þennan gerfiþokka er
Dísa hafði aflað sjer í höfuðstaðn-
um, og mjer, sveitaheimalningnum
stóð hálfgerður stuggur af, og allt hið
bágstæða í kjörum minum, þráði
jeg hana lieitar en nokkru sinni fvr.
En því skyldi jeg vera að ryfja
upp þessar liðnu raunir nú, þegar
jeg er kominn á græna grein, starfs-
maður lijá voldugu viðskiftafyrir-
tæki. Dísa skyldi sjá það þegar jeg
fengi mánaðarlaunin min greidd, að
hún þyrfti eklci lengur að skammast
sín fyrir fylgd mína. Og, sem betur
fór var þess dags nú ekki langt að
bíða. Áætlun mín fyrir það kvöld,
var fyrir löngu fastráðin.
Áætlun. Jú, víst var hún fyrir
löngu lögð, og því var ekki annað
fyrir liendi en að bíða þess dags, —
þess kvölds. En rás viðburðanna
hirðir harla lítið um kænlega lagð-
ar áætlanir og djúpt hugsaðar, ef
svo vill verkast. Sum kvöld koma
viku á undan tímanum og rætast á
liinn óvæntasla hátt.
Jeg var sendur í bankann með á-
vísun á tíu þúsund krónur, sem firm-
að Hjörleifur Bjarnason & Co. óskaði
að fá greidda. Þetta var árdegis.
Veðrið var hlýtt, dumbungsloft með
sterku sólskini í skýjarofum öðru
hvoru, en þess á milli steypi skúrir,
óheppilegt veður fyrir frakkalausan
mann eins og mig.
Gjaldkerinn, maðurinn á bak við
glervegginn, tók við ávísuninni,
gaumgæfði hana og taldi mjer siðan
peningana fyrir hana. Mjer mikl-
aðist handflýtir hans og tök, er hann
fór höndum um peningana. Þessa
fúlgu, lang slærstu peningaupphæð-
ina, sem jeg hafði nokkurntíma
augum litið tii þessa dags, livað þá
handleikið, virtist í syfjulegum
augum lians bak við gullspangagler-
augun, sem ryk eitt og aska. Jeg
skyldi ekki lotningarleysi hans fyrir
peningunum, sem þó voru þess megn-
ugir að breyta kjörum manna frá
bitrustu eymd og skorti, til alsnægta
jiess er hugur manna mátti girnast.
Jeg stakk peningabúntunum í tösk-
una, kvaddi þennan einkennilega
mann og fór.
Þegar jeg var kominn iítinn spöl
áleiðis, skall yfir ein regnhryðjan,
svo jeg sá mjer þann kost vænstan
að hörfa undir sóltjald, sein strengt
var yfir búðarglugga í Austurstræti,
til að komast hjá því að verða gegn-
drepa. Meðan jeg stóð þarna og
beið, smeygði jeg hendinni ofan í
töskuna og handljek peningana,
taldi seðlabúntin með áþreifingu.
Logandi heitur straumur þaut um
mig allan. Búntin voru ellefu í stað
tíu. Heitur og titrandi af æsingi
opnaði jegt öskuna og taldi á ný,
bæði með sjón og áþreifingu. Hjer
varð ekki um vilist, jeg hafði einu
þúsundi of mikið i töskunni. Nú
var aðeins um eitt að gera. Söm
heiðarlegur maður varð jeg tafar-
laust að fara i bankann aftur og
skila peningunum, leiðrjetta mistök-
in, afhenda gjaldkeranum pening-
ana.
Nokkrum augnablikum síðar stóð
jeg á ný augliti til auglitis við vold-
uga manninn bak við glervegginn,
sem þá stundina var upptekinn af
þvi að snyrta á sjer neglurnar.
„Góðan daginn! Afsakið. En jeg
fjekk víst of mikið greitt út á ávis-
unina áðan“, sagði jeg. „Einu þús-
undi of mikið. Gjörið þjer svo vel“.
Jeg lagði peningana á borðið fyr-
ir framan gjaldkerann.
Hann liorfði snöggvast útundan
gullspangagleraugunum á seðlaböggul-
inn á borðinu, svo skimaði hann
um afgreiðslusalinn, leit síðan fyrir-
litlega á. mig og mælti:
„Þjer liafið víst farið fremur seint
að hátta í gærkveldi, ungi maður.
Það hefnir sín á morgnana og er
óliolt fyrir unga menn.“
Svo sneri hann sjer að þvi að
fægja þumalfingursnögl liægri hand-
ar.
Jeg beið stundarkorn, en athygli
þessa mikla manns beindist óskift
að nöglinni. Jeg ræskti nrig til að
minna enn á nærveru mína og er-
indi.
Gjaldkerinn leit upp: „Eitthvað
fyrir þennan unga mann?“
„Já. Það var þetta með mistalning-
una. Gjörið þjer svo vel.“
Jeg ýtti peningunum til hans.
„Mistalningu?“ Háð og fyrirlitning
blönduðust kynlega saman í þessu
eina orði.
„Nei, ungi vinur. Þjer ættuð að
fara fyr að hátta á kvöldin, þá yrðuð
þjer skýrari i hugsun á morgnana."
Hann geispaði langan djúpan geispa
bak við hvíta vel snyrta höndina.
„Nei, góði vinur. Bankinn telnr
rjett
Svo sópaði hann peningunum til
hliðar líkt og með ósjálfráðri hreif-
ingu og virti mig ekki viðlits fram-
ar. _
Jeg gat ekki staðið þarna lengar
og orðið að viðundri í augum þeirra
manna sein sífellt komu og fóru.
Jeg stakk því peningunum aftur i
töskuna og fór, sneyptur yfir við-
tökunum. Hingað hafði jeg komið
til jiess að leiðrjetta misskilning,
skila peningunum, sem mjer höfðu
i ógáti verið fengnir. Að launum
fjekk jeg fyrirlitningu og glósur um
að jeg slarkaði úti á kvöldin og
væri tæpast algáður að morgni.
Jeg hraðaði mjer heimleiðis með
þetta eigandalausa þúsund í tösk-
unni. Bersýnilegt var að liinn ó-
skeikuli gjaldkeri í bankanum skerti
ekki virðingu sina með því að taka
við því aftur, þó að í sjóði hans
ætlu þær heima og hvergi annars-
staðar. Hitt var þá einnig jafn ljóst,
að ekki átti firmað Hjörleifur Bjarna-
son & Co. nokkurn eyri af þvi mcð
rjettu. Átti jeg samt sem áður að
skila því á skrifstofuna þar, eða
. . hjartað í mjer stöðvaðist snöggv-
ast við hugsunina, — átti jeg að eiga
þaS sjálfur?
Fyrir Hjörleif Bjarnason & Co.
þýddi eitt þúsund krónur sama sem
ekki neitt. Fyrir mig voru jiað auð-
æfi. Hjer gafst enginn tími til heila-
hrota. Jeg skautst inn i port við göt-
una, og með fálmandi óstyrkri hendi
og hamslausum hjartslætti smeygði
jeg liendinni ofan í töskuna og flutti
eitt seðlabúntið yfir í buxnavasann
ininn. Svo skálmaði jeg heim á skrif-
stofuna og afhenti töskuna ineð pen-
ingunum. Um leið og jeg sleppti
hendinni af töskunni varð jeg grip-
inn ólýsanlegri skelfingu, jeg kóln-
aði allur og ískaldur sviti perlaðist
á enninu á mjer. Ef mjer hefði nú
skjátlast með töluna, og búntin aldrei
verið nema tíu, þá vanlaði nú eilt
í töskuna. Og hvað þá? Þá mundi jeg
aldrei stíga i hærri tröppu sem
starfsmaður þarna, en þessa lægstu
reynslutröppu, sem jeg nú liafði tyllt
tánum i. Gjaldkerinn minn taldi
peningana. Allt í lagi. Þúsundið i
buxnavasanum mínum var ekki i
neinni hættu, og mannorði mínu
var borgið.
Hefir þú reynt það, að sitja á
skrifstofu og eiga að leggja saman
hálfsmetra langa talnadálka, þegar
maí er byrjaður að mála græna bletti
í Esjuna, og vor þinnar eigin æsku
syngur í blóði þinu? Þegar þú sjerð
óvænta möguleika til þess að láta
langþráðar óskir þínar rætast, óskir,
sem þú hefir reiknað með að margra
mánaða strit, jafnvel árlangt strit,
mundi þurfa til að gera að veru-
leika, þegar þú sjerð og finnur mögu-
leika til að Iáta þær rætast í einni
svipan, — strax í kvöld? Hafir þú
reynt það, áfellist þú mig ekki hart,
þó villur kunni að hafa slæðst í
dálkana hjá mjer þennan dag.
Sannast að segja veit jeg naumast
hvernig þessi dagur fór að líða. Jeg
var alveg friðlaus i sæti minu. Var
þetta ekki allt draumur? Hlaut jeg
ekki að vakna frá þessu, þegar minst
varði, jafn snauður og áður? Nei.
Þarna Iá seðlabúntið áþreifanlegt í
vasa minum. Tíu rauðir eitthundrað
krónu seðlar, sem skrjáfaði í þegar
þeir voru hreifðir. Þetta var meira
en þriggja mánaða kaup mitt, sem
svona hafði dottið ofan í vasa minn,
fyrirhafnarlaust eins og happdrættis-
vinningur. Happdrættisvinningur. —
það ætlaði jeg einmitt að segja Dísu.
Jeg hafði unnið í happdrætti.
Mjer fór að þykja lítið koma til
atvinnu minnar þarna á skrifstof-
unni og launa minna þar. Sú fram-
tíðarhamingja, sem þar brosti við
mjer, virtist mjer eins og lagleg
stúlka, sem maður hitlir í strætis-
vagni og brosir við manni með óviss
fyrirheit um meira síðar. Hamingjan
sem mjer hafði brosað um morgun-
inn, var eins og kona, sem brosir
og uppfyllir öll fyrirlieit um leið.
Við Dísa sátum við borð í horninu
á einum salnum á Hótel Borg. Nú
þegar jeg hafði eitt þúsund krónur
í vasaijum gatt jeg ekki verið þekkt-
ur fyrir að hjóða lienni annað, þö
að mínar fyrri áætlanir liefðu ekki
verið stilaðar svo hátt. Jeg var dá-
lítið taugáóstyrkur, enda óvanur
slíkum salarkynnum. Hún virtist hjer
heimavanari, og mundi hafa komið
þarna áður, en þá í fylgd með öðr-
um en mjer. Salurinn var næstum
fullsetinn. Kliður af samræðum og
glamrandi borðbúnaði hófst og dvín-
aði á víxl, líkt og fallandi brim við
fjöruhlein. Tóbaksreykurinn hjekk i
loftinu eins og hálfgagnsæ móða.
Andrúmsloftið var þungt af kaffi
og vinlykt, blandinni þef af ilmvötn-
um og andlitsdufti kvenna. Einhver
æsingarkennd óró lá í loftinu, sem
olli því að jeg fór lijá mjer í fyrstu,
og óskaði þess að jeg hefði helst
aldrei þarna komið. Helst hefði jeg
viljað vera. horfinn heim í gömlu
/