Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1944, Side 9

Fálkinn - 08.12.1944, Side 9
F Á L K i N N sveilina mína meö Dísu, eða aö minnsta kosti eithvaö út i vorkvöld- ið. Jeg lireifði því við hana, hvort við ættum ekki að fá okkur bíl og aka eithvert burtu úr bænum. „Yfirgefa Borgina!“ sagði liún og hló svo að spjekopparnir dönsuðu 1 kinnunum á henni. „Yfirgefa Borgina þegar kvöldið var að byrja?“ Hún tæmdi kaffibollann sinn og hristi höfuðið yfir þessari fjarstæðu. „Ætlum við ekki hejdur að fá okkur eina flösku af portvíni?“ spurði hún og brosti kankvislega framap í mig. Vín, það hafði mjer ekki dottið í hug að veita. Líklega var jeg þarna ósvinnur orðinn, að liafa ekki látið mjer detta slíkt í hug. Og nú var þó að sjálfsögðu kurteisisskylda mín að veita henni þennan drykk, er hún hafði ákveðið óskað hans. Von bráðar stóð þvi vínflaska og glös á b'orðinu hjá okkur. „Jeg helti í glösin, ófimlega, og við skáluðum. Ljúfsætur drykkurinn rann vel niður og lilýjaði notalega fyrir brjósti. Taugaóstyrkur minn hvarf, og jeg varð upplitsdjarfari og ræðnari við Dísu. Jeg rifjaði upp gömul atvik og æfintýri heiman úr sveitinni. Dísa fylgdist með dálítið annars hugar. Hennar draumheimur virtist ekki lengur austur i Flóa, heldur hjer í höfuðstaðnum, hjer á Borginni. Sólarglóð hinnar suðrænu þrúgu flaut í æðum okkar og örvaði hjarta- slögin. Því skyldum við ekki bera höfuðið hátt og' njóta kvöldsins eins og aðrir hjer í salnum? Dísa þokaði sjer þjettar upp að mjer í sófanum. Nú hafði hún ekkert á móti því að jeg legði handlegginn yfir um mittið á henni. Jeg teygaði ilminn úr hári hennar og klæðum. í kvöld mundi luin ekki neita mjer um að fylgja sjer heim. Hljómsveitin ljek Dónáröldur, Sál mín vaggaðist í bylgjum tónanna. Allt var ljúft og ljett. Hjer var indælt að eyða kvöldinu með Dísu. Og jeg, heimskinginn, hafði fyrir lítilli stind verið að óska mjer hjeðan burtu, austur í fúlan Flóa, eða í bílskrjóð eitthvað út á gróðurlausa melana i nágrenni Reykjavíkur. Nei, Borgin, það var æfintýrið, vorið i mjúku hægindi. Hávaxinn maður ruggandi i gangi eins og þeir sem iangdvölum lifa á sjónum, leiddi konu í áttina til okkar, og svipaðist um eftir borði. Eitthvað kunnuglegt við manninn varð þvi valdandi að jeg veitti hon- um athygli um leið og hann sneri til baka. „Stj-áni“, kallaði jeg, „Stjáni!“ Maðurinn kom til okkar. Mjer hafði ekki skjátlast. Þetta var gam- all sveitungi okkar Dísu. Stjáni frá Holti, sem farið hafði að heiman fyrir sex árum, og hæhU sjer af því að vera nú búinn að sigla um öll heimsins höf. „Hvað sje jeg? Gamlan sveitunga,“ sagði Stjáni og rjetti mjer hendina. „Leyfist mjer að setjast þarna við borðið hjá þjer?“ Hann bauð fylgd- arkonu sinni sæti og settist sjálfur, án þess að bíða eftir svari. „Nei, og Dísa i Koti. Ekki ber á öðru, og orðin Borgarfrökcn eftir nýjasta sniði. Sannarlega gaman að rekast svona óvænt á æskukunningja á góðum stað og stundu.“ Hann þagnaði andartak og virli Disu fyrir sjer með aðdáun í aug- um. Æska hennar og yndisþokki fjell auðsjáanlega i hans smekk. „Má jeg kynna ykkur förunaut minn, frú Jónson“. ,,Fröken“, leiðrjetti konan, lág- vaxin, holdug og hörundsbjört í flegnum svörtum kjól. „Fyrirgefðu. Jeg gleymdi þvi snöggvast að þú ert fröken i kvöld. Ekki samt jómfrú“, hvíslaði hann að mjer, en svo hátt að konan hlaut að heyra. Hún gretti sig ofurlítið framan í hann og hló lágum kurr- andi hlátri. „Hvaða mixtúru drekkið þið svo hjerna?“ spurði Stjáni og athugaði flöskuna. „O-jæja. Hálfgerður við- vaningsdrykkur er nú þetta“. Hann hringdi á þjón, pantaði fleiri glös og meiri vínföng. Og nú skáluðum við í óblönduðu visky. Stjáni tók nú alveg sjálfkrafa við allri stjórn þarna við borðið. Hann sveigði samræðurnar að vild sinni að þeim efnum sem honum liek hugur á að vita. Innan fárra augna- blika voru honum fullkunnir allir hagir okkar Dísu. Hafði tekið skýrslu af mjer um það hvað mikil peninga- ráð jeg hefði, og áður en jeg vissi af hafði hann tekið að láni hjá mjer til tveggja daga, næstum því ada þá peninga, sem jeg átti eftir hand- hæra af þúsund krónunum mínum. Kvöldið leið við glaum og gleði. Stjáni skemmti okkur á ýmsan hátt, sagði sjóferðaæfintýri úr fjarlægum heimsálfum, og kom með margar frumlegar og hnyttnar athugasemd- ir um gestina víðsvegar um salinn. Jeg hef víst verið orðinn það sem kallað er „hátt uppi“, því þrátt fyrir það að jeg var ekki annað en auka- persóna í leiknum eftir að Stjáni kom og þrátt fyrir einkennilega öld- hreifingu, sem mjer fannst vera kominn á salargólfið, skoðaði jeg mig stoðugt, sem ótvíræðan herra kvöldsins. Þegar leið að lokun kallaði Stjáni á þjóninn, og greiddi reikninginn fyrir okkur öll, þrátt fyrir mótmæli mín, sem hann Ijest ekki heyra. Það kom sjer líka hetur fyrir mig, þvi að þegar jeg ætiaði að taka upp mina peninga komst jeg á snoðir um að þeir hefðu hvergi nærri nægt til að ljúka minum hluta reiknings- ins. „Jeg vil hafa ánægjuna af þvi að veita i kvöld“, sagði Stjáni aðeins, „af því að jeg var svo heppinn að hitta ykkur hjer tvo gamla sveit- unga“. Og svo greiddi liann reikn- inginn, ásamt rausnarlegu þjórfje, með peningunum, sem hann hafði tekið að láni hjá mjer. Voru þetta minar fætur, sem að þvældust svona einkennilega fyrir injer, þegar jeg stóð upp, og neituðu að ldýða, svo að mjer lá við falli á ruggandi salargólfinu? Jeg vissi það naumast. Stjáni tók undir handlegg- inn á mjer og leiddi mig út. Föru- nautur hans veitti Dísu sömu að- stoð. Úti fyrir anddyrinu hjálpaði Stiáni okkur inn í bil og sagði fyrir um hvert aka skyldi. Jeg sat við hlið konunnar, sem kynnti sig sem ung- frú í kvöld, en Stjáni sat við hlið Disu. Þetta var ógn þægilegt ferða- lag og áhyggjulítið. Mjer stóð svona nokkurnveginn á sama hvert haldið var. Allt var svo ljúft og gott í kvöld, einkum eftir að seinni flaskan kom á borðið. Mjer faunst óhugsandi að þetta sæluástand gæti nokkurntíma tekið enda. Jeg sá reyndar ekki betur en að Stjáni væri farinn að kitla Dísu undir hökunni, og henni virtist ekki falla það neitt miður. Jæja, á sama stóð mjer. Jeg fann sterka löngun til að strjúka hvítu og mjúkholda axl- irnar á sessunaut mínum, sem nú hallaði sjer værðarlega upp i fangið á mjer. Og jeg ljet eftir þeirri löng- un. Úti fyrir húsinu sem Dísa bjó i staðnæmdist bíllinn og Stjáni. hvarf með henni inn í húsið. Þá ók bíll- inn að húskumbaldanum, þar sem jeg leigði herbergiskytru undir súð- inni. Jeg staulaðist út og ungfrú kvöldsins með mjer. Senniiega liefði jeg fallið saman eins og tuska á gö,tunni ef jeg hefði ekki notið að- stoðar hennar inn í liúsið og alla leið inn i herbergiskompuna mína. Þrátt fyrir lágnættishúm mainæturinnar, var fljótt sjeð að herbergið var fáum þægindum búið og harla óvistlegt, skörp mótsetning við þau pelli- skrýddu salarkynni og flosuðu hús- gogn, er við höfðum fyrir skemmstu yfirgefið. Ungfrú kvöldsins duldist heldur ekki hýbýlahættir mínir. Hún staðnæmdist hikandi í dyrunum fitj- aði ofurlítið upp á nefið fussaði við og sagði: Sparnaðarráð. Síðan á fyrsta ári styrjaldarinnar hefir verið tilfinnanlegur skortur rakvjelablaða á Englandi. Ilafa þvi menn þar í landi leitað margra ráða til þess að láta hvert blað endast sem lengst, meðal annars að láta liau liggja í sjerstökum legi. Er það gamalt ráð Pg vissi jeg það notað með góðum árangri á Englandi fyr- ir meira en þrjátiu árum. Mátti fa þennan lög í hverri lyfjabúð, en ekki þekki jeg samsetningu hans, og er hún þó ekki neitt leyndarmál. Á öndverðu síðasta vori skýrði ofursti einn frá því í Thc Times, að hann hefði árum saman brýnt rakvjelablöð sín innan í vatnsglasi, með þeim árangri, að hvert blað liefði dugað sjer í marga mánuði. Urðu þá fleiri til þess, að skýra frá, að þeir höfðu gert hið sama, og allir höfðu þeir sömu sögu að segja. Þegar jeg las brjef þessi, þótti mjer sem ekki væri úr vegi, að reyna þetta ráð. Það var i maímán- uði. Brýndi jeg eftir það rakvjelar- blað mitt i glasi og notaði það allt sumarið til septemberloka. Þá var það tekið að sljóvgast. Tók jeg þá gamalt blað, sem jeg hafði endur fyrir löngu verið búinn að brúka svo lengi, sem það dugði. Brýndi jeg það á þann hátt, rakaði mig með því 1. október og hefi gert siðan. Það er enn sem nýtt er jeg skrifa þetta i miðjan nóvember. Brýnslan fer fram á þann hátt, að blaðinu er stungið niður í glas með vatni í, fingrinum stutt þjett á blaðið og því svo núið fram og aftur innan í glasinu tíu til tuttugu sinnum, fyrst öðrumegin, svo hinu- megin. Dálítið lag þarf til þess að gera það, en það lag mun hver mað- ur fljótlega finna, ef hann er ekki erkiklaufi. Það er kostnaðarlítið að gera þessa tilraun. Sparnaðarmaður. „Hjer er nú naumast gistilegt“. Svo hvarf hún öfug út úr dyrunum án þess að kveðja. Jeg reyndi á- rangurslaust að rísa upp af legu- bekknum til að fara á eftir henni og fá hana með mjer inn í herbei*gið aftur. Mjer fanst óhjákvæmilegt annað en að strjúka mjúku axlirnar hennar ofurlitið meira. Jeg vaknaði morgunin eftir með kveljandi höfuðverk og brennandi þorsta. Jeg leit á klukkuna. Nú varð að hafa hraðan á, ef jeg ætti ekki að mæta of seint á skrifstofunni. Meðan jeg baðaði höfuðið úr ís- köldu vatni fóru atvik liðins kvölds að rifjasl upp fyrir mjer og skýrast. • Þúsund krónurnar mínar voru horfn- ar úr vösunum, aðeins tveir lúnir fimm-kallar eftir af allri fúlgunni. Æ-i, já, það var satt, eg hafði lánað gömlum sveitunga, Stjána sjóara mest alla peningana, til tveggja daga. Tveggja daga. Það stóð lieima, eftir tvo daga var hann sigldur, guð mátti vita hvert, og þó svo hefði ekki ver- ið var jeg jafn nær, eftir þvi sem orð fór af honum í fjármálum. Verst af öllu var þó að það rifjaðist upp fyrir mjer að i gærkveldi þegar jeg var hæst uppi, hafði jeg af hreinu lítijlæti skrifað nafn mitt á þrjú- hundruð króna víxil fyrir Stjána. Þá upphæð, það var nákvæmlega mánaðarkaup mitt hjá Hjörleifi Bjarnasyni & Co., varð jeg auðvitnð að greiða á sínum tíma, því vafalaust hafði Stjána tekist að selja vixilinn. Og allt þetta orsakast af því að bankinn telur rjett. Látið þvottinn liggja i Rinsoleg- inum I 12 ininút- Aðferðin til að spara einn Rinso pakka af hverjun þrem er sú, að nota aðeins helming af þvi vatni, sem þjer eruð vön, oy aðeins tvo þriðju af Rinso ur. þvoið hann siðan og skol- ið, og hengið hann til þerr- is. Engin þörf cr á að nudda hann mikið — þessvegna endist fatnaðuHnn mik- ið lengur. Rcynið þessa nýju Rinso-aðferð RINSO X-R EOft- 7R8

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.