Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 10
,1
10
F Á L K I N N
VNft/VU
LES&NftUftNÍft
Fangi dverganna.
Dvergarnir voru að höggva og
grafa einliversstaðar langt niðri i
jörðinni. Þar smíðuðu þeir guli og
silfur og slípuðu dýrmæta eðalsteina
— og öllum þessum dýrgripum söfn-
uðu þeir saman í höll dvergalcon-
ungsins. Annað en þetta liöfðu þeir
ekki fyrir stafni.
En æfi álfanna var mildu skémti-
legri! Þeir flögruðu um skóga og
engi, máluðu blómin með allskonar
fallegum litum, bjuggu um ungu
blöðin i brúnum blómskeiðum á
haustin, svo að þau skyldu ekki
frjósa til bana yfit' veturinn — og
þegar vorið kom hjálpuðu þeir blöð-
unum til að springa út, fíngerðum
og silkimjúkum.
Um langar og bjartar sumarnætur
hjeldu þeir skemtanir----- og þegar
veðrið var kalt og óviðfelldið þá
fóru þeir beim til Álfalands. Og svo
fóru þeir að flögra um á jörðinni
aftur næsta vor.
Langalengi liöfðu dvergarnir alls
ekki hugsað neitt um álfana — það
lá við að þeir fyrirlitu þá, vegna
þess að þeir áttu enga fjársjóði eins
og þeir sjálfir — en einn dag sá
dvergakongurinn fallega álfadrotn-
inguna og sagði:
— Jeg vil eignast hana fyrir konu!
Hún skal fá alla fallegustu dýrgrip-
ina, kórónu og hálsfesti, hringa og
keðjur, — hún er fallegasta drotning
i heimi.
Hann vissi nú vel að ekki mundi
Jsað duga þó að hann færi heim til
álfadrotningarinnar og stingi upp á
því við hana að flytja ofan í jörð-
ina til þess að verða konan hans.
Þessvegna gerði hann lævísustu
mennina sína út af örkinni og einn
daginn tókst þeim að ná veslings
drotningunni á sitt vald og fóru
þeir svo með hana ofan i jörðina,
um langa og dimma rangala og göng,
þangað til þau komu í dvergabú-
staðinn.
Vitanlega varð sár harmur í Álfa-
landi þegar það frjettist að drotning-
in væri horfin. Enginn vissi hvað af
henni hafði orðið. Var nú leitað í
dyrum og dyngjum, en engum tókst
að finna hana, svo að álfarnir voru
komnir á fremsta hlunn með að kjósa
sjer nýja drotningu, því að drotning-
arlausir gátu þeir ekki verið. En
þarna var nú einn álfur, sem hjet
Hjartagóður. Hann þekti fjölkunnugu
konuna inni í skógi og fór til hennar
til þess að spyrjast fyrir um, hvort
hún gæti ekki gefið honum góð ráð.
— Jeg veit hvar álfadrotningin er!
sagði konan. — Dvergakongurinn
hefir látið nema hana á burl lil
sin og hefir hana nú í fangelsi niðri
í jörðinni. Þú getur ekki frelsað
hana þaðan — það geta engir gert
nema dvergar.
— Hversvegna get jeg ekki gert
það — jeg vil allt til vinna að geta
— Góði dvergur, þakka J)jer kær-
lega fyrir hjálpina, sagði álfadrotn-
ingin, þegar hún sá, að hann hafði
frelsað hana. Og svo kyssti hún
harin beint á munninn, þó hann væri
Ijótur'.
En nú var hann ekki ljótur leng-
ur — því að álög gömlu konunnar
voru þannig, að þau hurfu þegar
drotningin kyssti hann.
—- Þú skalt vera herra minn og
konungur! sagði álfadrotningin, —
þvi að þú vildir til vinna að verða
ljótur dvergur til þess að geta frels-
að mig.
Skrítlur.
frelsað drotninguna mína! sagði
hjartagóður.
— Vegna þess að enginn álfur
fær að koma nálægt heimkynnum
dverganna! sagði konan. — Það
væri þá helst að þú ljetir breyta
Jjjer í dverg — en það er svo hræði-
legt, að það tekur ekki tali....
— Það er ekkert hræðilegt ef jeg
get bjargað drotningunni með þvi,
sagði álfurinn. — Ef þú getur breytt
mjer í dverg Jiá segi jeg ekki neilt
við J)VÍ.
— Já, en mundu, að þú missir þá
vængina þína og svo geturðu ekki
lifað annarsstaðar en niðri i iörð-
inni og smíðað þar — J)að er hræði-
legt líf.
Það fór hrollur um veslings álf-
inn, en hann hugsaði til þess hve
veslings drotningunni hlyti að liða
hræðilega Jiarna niðri í dimmunni,
og þá fanst lionum skárra að hann
yrði dvergur alla sina æfi en að
hún ætti að hýrast þar.
— Jeg geri alt sem þú segir mjer
— þú mátt gjarngn breyta mjer í
dverg, ef að jeg get bjargað drotning-
uni með Jiví, sagði harin einbeittur.
— Þegar þú ert orðinn dvergur,
sagði gamla konan, og ior að skvetta
einhverjum dularvökva á hann, —
átíu að biðja um að fá að gæta fang-
ans dverganna — þú getur sagt áð
þú sjert ekki nógu sterkur til að
grafa eða smiða — og svo verðurðu
að biða þangað til hentugt tækifæri
kemur til að opna fyrir drotning-
uni og fylgja henni upp á jörðina.
Meðan hún var að segja þetta hafði
Hjartagóður smátt og smátt orðið að
Ijólum og óhreinum dverg, og nú var
hann orðinn gerbreyttur — enginn
gat sjeð að hann hefði nokkurn-
tima verið álfur.
— Jeg ætla að hjálpa þjer ofur-
litið betur, sagði konan, — á hverj-
um degi kemur ofurlítið fiðrildi
flögrandi að opinu á dvergahellin-
um. Þegar drotningin er orðin frjáis
og komin upp getur hún sest á fiðr-
ildið og flogið heim, því að hún get-
ur ekki flogið sjáif alla þessa íeið.
Það lcom brátt á daginn að það var
ekki erfitt fyrir Hjartagóð að verða
fangavörð. Dvergakongurinn sagði
við hann:
—- Gættu vel að álfadrotningunni!
Ef hún flýr þá verður þú settur i
hlekki og látinn strita i þúsund ár.
En Hjartagóður hirti ekkert uin
það, hann beið bara og beið, þaneað
til einn góðann veðurdag að hann sá
að tækifærið var komið.
— Vertu elcki lirædd, fagra drotn-
ing, sagði hann þegar liann kom inn
í fangelsið, — jeg ætla að frelsa þig.
— ó, er J)að satt! sagði álfadrotn-
ingin. Hún spratt upp og elti dverg-
inn, sem fylgdi henni að útgöngu-
dyrunum. Þar fyrir utan var fiðr-
ildi að flögra og stór gullsmiður
skamt frá.
— Svei mjer ef jeg fer ekki með
gullfiskinn minn hingað í gullfiska-
tjörnina, svo að honum leiðist ekki
einveran heima.
— Hún Matta litla hefir fengið
flís í fingurinn úr uppkveikjunni,
sem þú varst að höggva áðan.
— Ná, nú, Á jeg kanske að núa
uppkveikjuna með sandpappír?
Væntanegt miljónafyrirtæki:
— Fyrirgefið þjer, rjett sem
enöggvast, herra bankastjóri. Jeg
ætla að biðja einkaritarann minrf að
hœtta að glamra á ritvjelina rjett
á meðan jeg tala við yður.
DON JUAN — á sjó.
— Ekki mundi einlwer ykkar
geta skift fyrir mig einni krónu.
— Farðu inn og þvoðu þjer, dreng-
Jeg þarf að hringja nokkrum sinn- ur. Hendurnar á þjer eru alveg
um ennþá. hvitar af skít.