Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 11

Fálkinn - 08.12.1944, Qupperneq 11
F Á L R I N N 11 \ Bæknr Guðmundur Daníelsson: LANDIÐ HANDAN LANDSINS. Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Akureyri —- 1944. Guómundur Danielsson hefir bú- ið sér þann sess í meðvitund ís- lenskra lesenda, að þeir grípa hverja nýja bók eftir hann fegins hendi. Þessi nýjasta skáldsaga hans er í beinu framhaldi af „Sandi“, sem kom út fyrir tveim árum, og margar helstu persónurnar þær sömu. Þegar sagan liefst er Hrólf- ur Sigurðsson að leggja upp í bón- orðsför upp að Fosshóli, hann ætl- ar að biðja Gyðu, dóttur Búa Úlfs- sonar á Fosslióli; Hrólfur er kom- in nær fimtugu þegar sagan liefst, en vegna minnimáttarkendar sinn- ar hefir honum ekki tekist að eign- ast konu. Ferðin verður árangurs- laus, og nú tekur Halldóra ráðs- kona hans málið í sínar hendur og vísar lionum á Heiðrúnu Ákadótt- ur, unga ekkju úr höfuðstaðnum, sem kemur mikið við þessa sögu. Á öðrum þræði 'eru það einkum þeir Úlfur og Reginvaldur Búa- Synir, sem einkum segir af og svo Gylfi prestur og Ásdís Sölvadóttir. Og þó er það ekki síst lausinginn Reginvaldur, hrappurinn og skáld- ið, er engu eirir, sem verður minn- isstæðastur í þessari bók, ásamt tryggðartröllinu Gyðu. í „Landinu liandan iandsins" kynnist lesandinn þessu fólki til hlýtar. Þetta er gott fólk og illt, en um margt öðruvisi en fólk er flest. Umhverfið er það sama og áður, en aðstæðurnar breytast Skáldið hefir náð fastari tökum á persónum sínum en áður, það er eins og hann skygnist dýpra í leyndardóma þeirra og þessvegua dregur hann fram nýjar liiiðar á þessari hirð, sem skapar söguna. Stíll liöfundar verður markviss- ari og fastari með hverri nýrri bók, honum lætur vel að túlka mikið með fáum orðum og segja þau fáu orð á þann veg að þau munist. Og svo hefir höf. einnig hugkvæmni og andagift, sem gera lýsingar hans minnisstæðar. Jeg veit ekki hvort rjett er að segja, að þessi saga taki fram sumum af þeim eldri, en víst er að skáldið sjálft hefir sýnt á sjer ýmsar nýjar hliðar, þó að grunntónninn sje samur og áður. Og hann hefir verið góður frá byrj- un. Frederick L. Dunbar: KRISTÍN SVÍADROTNING. Sigurður Grísson íslenskaði. Útgefandi ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1944. Kristin Svíadrotning er einna sjerkennilegust persóna allra þeirra, sem borið hafa þjóðhöfðingjanatn á Norðurlöndum, og enda þótt víð- ar væri leitað, enda varð æfiferill hennar eftir þvj. Hún er dóttir hetjukonungsins Gustaf Adolfs, sem berst fyrir lúterskunni og fell- ur á þeirri gripid. Hún er einka- barn hans, og tekur ríki eftir hann, sex ára gömul, árið 1032, lifir næslu tvo áratugi í dýrlegum fagnaði við glys og glaum, en snýst þá til kaþólskrar trúaá, afsalar sjer völd- um og riki og heldur í suðurveg og á náðir páfa og nýtur einkum vel- vildar og skjóls Assolino kardínála. Hún bíður tækifæris til að koniast til valda í Svíþjóð, en tilraunir hennar í þá átt verða árangurslausar, þó að hún geri sjer tvær ferðir þangað, árið 1660 og 1667. Og loks deyr liún i útlegð suður i Ítalíu, södd lífdaga en brennandi í trúnni á páfadóminn, enda var jarðarför hennar gerð svo, sem kaþólskum þjóðhöfðingja sómdi. Tímarnir, sem Kristin drotnitig lifði á, eru eftirtektarverðir og við- burðarikir. Hún fæðist á árum 30 ára stríðsins. Svíar berjast við Dani í uppvexti liennar, Kristján IV., Lúðvik XIV. og Cromwell eru sam- tíðarmenn hennar, og í Svíþjóð eru forustumenn, sem eiga sjer fræga sögu, svo sem Axel Oxenstjerna og Magnus de la Gardie. Þessi saga Kristinar gerist á breiðum grund- velli og er í rauninni Evrópusaga 70 ára tímabils á seytjándu öld. Höfundurinn er þýsk-skotskur listsögufræðingur. Hann segir vel frá og skemtilega en virðist þó ekki falla fyrir þeirri freistingu sumra æfisöguhöfunda nútímans, að geta ímyndunaraflinu of lausan tauni- inn, enda eru miklar heimildir til um æfi Kristínar drotningar. Og heildarmyndin, sem hann bregður upp af henni, er einkar athyglis- verð og tekst höf. vel að gera grein fyrir ýmsum aðalþáttum skapgerð- ar hinnar einkennilegu og óláns- sömu drotningar. Sigurður Grimsson hefir þýtt bók- ina af mikilli lipurð og smekkvísi. Las hann þýðinguna í útvarpinu i fyrra og mun hlustendum hans eigi síst hugleikið að eiga söguna á prenti. Fjöldi mynda af helstu per- sónum sögunnar eru í bókinni. Þórir Bergsson: NÝJAR SÖGUR. Útgefandi ísafoldarprent- smiðja h.f. — 246 bls. Nú vita allir hver Þórir Bergsson er, það er ekkert leyndarmál leng- ur að hann heitir réttu nafni Þor- steinn Jónsson, enda er útgefandinn farinn að setja myndir af honum á auglýsingar. En það er langt sið- an menn fyrsf fóru að taka eftir nafninu undir stuttum og laggóðum smásögum, og þá var jafnan spurt hver hann væri, þessi Þórir. En i mörg ár varðveitti hann dul á sér. Það er eigi að efa, að smásögu- formið hentar Þóri Bergssyni best. Það eru sumir, sem halda, að það sje minni vandi að semja góða smá- sögu en aðra stærri, enda reyn- ist það svo, • að margir telja sig kallaða til smásagnagerðar, þó að næsta fáir sjeu útvaldir. Sannast að segja er mikið af þeim smásög- um, sem fram kemur á islensku, hálfgert rusl og rugl, iðnaður manna, sem ýmist hafa upplifað viðburð eða heyrt sagt frá honum, og ætla svo að færa hann í letur, án þess að hafa sæmilegt vald á máli og hugsun. Smásögur Þóris Bergssonar eru fágaðir gimsteinar, flestar hverjar. Þær eru ekki orðnar til i einu vet- fangi, lieldur árangur hugsanadýpt- ar, smekkvisi og vandvirkni. Þess- vegna hafa þær hlotið aðdáun þeirra, Framhald á bls. 14. Fimm nýjar bækur BYGGÐ OG SAGA, eftir Ólaf Lárusson prófessor. Bóldn er í 12 þáttum. Heita þeir: Úr byggðasögu Islands. Eyðing Þjórsárdals. Hversu Seltjarnarnes byggðist. Kirknatal Páls biskups Jónssonar. Undir Jökli (ýmislegt um Bárðarsögu Snæ- fellsáss). Árland. Þing Þjóðólfs Mostrarskeggs. Elsta óð- al á Islandi. Guðmundur góði í þjóðtrú Islendinga. Nokkur byggðanöfn. Kirkjuból og Hítará. -—Þessa bók þarf hver þjóðrækinn maður að eignast. EVUDÆTUR, eftir Þórunni Magnúsdóttur skáldkonu. — Þórunn Magn- úsdóttir er löngu orðin þjóðkunn fyrir skáldsögur sínar. I þesssari bók birtir hún 8 sögur, hverja annari skemti- legri og liefir Tryggvi Magnússon listmálari teilcnað mynd yfir hverja sögu og auk þess nokkrar heilsíðumyndir. Þórunn Magnúsdóttir Ólafur Lárusson prófessor KRISTÍN SVÍADROTTNING í þýðingu eftir Sigurð Grímsson skáld. Kafla úr þessari sögu las liann í útvarpi síðasta vetur, og birlir nú söguna í heild fyrir áskoranir fjölda manna um land alt. Bókin er skreytt fjölda mynda. NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM BÓK SIGURÐAR NORDALS „LÍF OG DAUÐI“. Mönnum er enn í fersku minni bók Sigurðar Nordals. Þegar hún kom fyrst út undir nafninu „líf og dauði“, urðu iim liana nokkrar umræður, með og móti. — Síra Kristinn Daníelsson gerir í þessári litlu bók allmargar athuga- semdir við bók Nordals. ÞÖGUL VITNI, eftir enska skáldið J. Stephen Strange. Skemtileg bók, lcostar aðeins 10 krónur. Bókaversluii Isafoldar og útibúið Laugavegi 12. i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.