Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 7-.'' / Bretlcmdi er nú mjög rætt fram- tíöarskipulag bœj- anna, enda verö- ur þaö eitt fyrsta verkefni þfóöar- innar aö endur- reisa bæi og borg- arhluta, sem fall- iö hafa i rústir. Hér er mynd af sambyggöunt hús- um í stórborg, eins og Bretar hugsa sér þau. - Hú.sasamstæöurn- ar eru mjög stór- ar, en opiö svæði eöa réttara sagt trjúgarður fylgir hvorri hús((sam- stæðu. —• Rex Harrisson Rex Harrison leilcari. ÞaS var kaldhæðni örlaganna, að Rex Harrison slcyldi fyrst fá viðurkenningu fyrir lilutverk í leik, sem engunij fannst til um. Og þeg- ar lionum bárust tilboð frá kvik- myindafélögunum, símleiðis, h'réf- lega og munnlega, gat hann ekki tekið þeim vegna þess að hann átti ekkert til nema — farseðil til London. Leiksviðið var New York, leikur- inn „Sweet AIoes“ og sagan gerðist 1935. Þá var Rex Harrison 27 ára og hafði ellefu ára strit og reynslu að baki — en hafði aldrei unnið sigur, þangað til í gamanhlutverki í „Sweet Aloes“. Hann er fœddur í Liverpool, en þar' er frægl leíkarafélag, sem heitir „Repertory Company“ og gekk hann í þjónustu þess er hann var 16 ára. Stúdent varð hann tveimur árum siðar, og liugðist nú að fara að vinna sem sjálfstæður maður. Sú leið varð grýlt. Oft var liann blank- ur og oft atvinnulaus. Stundum fékk hann statistahlutverk hjá leikhúsi í London en þó oftar með umferða- leikfélögum, og stöku sinnum smá- hlutverk í kvikmynd. Á misjöfnu þrífast börnin best, og þetta líf gerði úr Rex glaðværan og frakkan ungling, sem ávalt eru vinsælir í kvikmyndum. Þegar lionum var boðið hlutverkið i „Sweet Aloes“ i New York varð liann að fá lánuð tíu pund i „land- göngufé“ það, sem krafist er sam- kvæmt innflytjendalögum .Bandarikj- anna. Og leikhúsið greiddi farmið- ann heim til London. Leikdómendurnir létu sér fátt um finnast, en hrósuðu allir leik Rex Harrison. Morguninn eftir frum- sýninguna höfðu „mannaveiðarar“ kvikmyndafélaganna og leikhúsanna nóg að gera. Eitt kvikmyndafélagið lét liann reyna sig í New York, og bað hann um að bíða í mánuð. Áð- ur en sá mánuður var liðinn yrði byrjað að leika myndina. En Rex átti enga peninga fyrir dvölinni og átti samkvæmt samningi að fara til Englands með leikfélagi sínu, svo að hann varð að fara heim. En „Sweet Aloes“ varð þáttaskifti i lífi hans. Næst fékk hann annað gott hlutverk. Og svo, samtímis, ný hlut- verk bæði á leikhúsi og í kvikmynd. Kvikmyndin hét ,Storm in a Teacup* með Vivian Leigh í aðalhlutverkinu. Meðan hann lék í henni á daginn, lék hann að kvöldinu í „French Without Tears“ á leikhúsi í London. Þegar striðið hófst, 1939, reyndi Rex Harrison að komast i breska flugherinn, en var neitað, vegna sjón galla. Nokkru siðar varð hann að- stoðarmaður á flugvelli. Meðan loft- árásirnar voru sem mestar á Eng- land ferðaðist hann um og lék i íeik, sem heitir „Design for Living“. Meðal mynda, sem hann hefir leik- ið i, eru frægastar „Næturlestin til Munchen“ og „Major Barbara" eftir Bernhard Shaw, þar sem hann lélc á móti Wendy Hiller, en hún varð fræg fyrir leik sinn i aðalhlutverk- inu i „Pygmalion“. Rex Harrison gekk síðar úr flughernum og hefir nýlega leikið hlutverk í .kvikmynda- útgáfu af leiknum „Blitlie Spirit“ eftir Noel Coward, sem byrjað verð- ur að sýna núna í vor. KLING-KLANG. Þessir góðkunnu fimmmenningar héldu liljómleika i Gamla Bíó á fyrra þriðjudágskvöld og buðu upp á langa og lipra söngskrá stuttra og skem'mtilegra laga, alls fimmtán. En þau urðu miklu fleiri áður en lauk, j)ví að fólkið heimtaði meira og klappaði söngmennina upp livað eftir annað. Viðtökurnar voru í stuttu máli og reykvísku: svellandi. Söngmennirnir hafa góðar raddir og hafa gaman af að syngja og nenna að æfa sig. Þessvegna eru þeir orðn- ir svo samtaka og samæfðir að gam- an er að hlusta á þá. Og ýmsar „fín- essur“ hafa þeir tekið upp, svona til bragðbætis, og kunni fólkið að meta þær. SNORRI ARINBJARNAR er einn þeirra þriggja dráttlistar- manna, sem gerðu myndirnar i Njáluútgáfuna skrautlegu, sem vænt- anleg er í haust. Verða alls 23 myndir eftir liann í bókinni. Það hefir meðal annars fallið i hans hlut að gera myndina af því er Hildigunnur varpar skikkju Höskuld- ar Hvítanesgoða, með blóðlifrunum, yfir Flosa, til þess að eggja hann til hefnda, svo og myndina af Höskuldi og Hrút, er Höskuldur kallar til sín barnið Hallgerði, og Hrútur þykist sjó þjófsaugun í ætt þeirra. LÖKIN OG HANDKLÆ8IN ENDAST BETUR Mikið nudd slitur lökum og handklæðum. En Rinso þva-1- ir þau hrein á 12 minútum, svo að þau endist lengur. Notið helmingi minna vatn, og aðeins tvo þriðju af þvi Rinso, sem þjer hafið verið vön að nota. I.átið hvita þvottinn fyrst liggja i Rinso- bleyli í 12 mínútur, og siðan mislita þ'vottinn i sama bleyt- inu. Þá er ekki annað eftir en að þvo þvotlinn og skola hann. LJEREFTIN ERU DÝR NÚNA. Hlífið þeiin með Rinso-að- ferðinni næsta þvottadag. RINSO X-R 210-786 Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.