Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 liann forsvaranlega, drógu þeir hann að klefadyrunum og létu hann liggja þar. En meðan þessu fór fram runnu blóðlækirnir um þilfarið, en ekki bærðist nokkur vöðvi í andliti hins hávaxna Kínverja. O’Connor varð flökurt, er hann horfði á, að hverj- um manninum eftir annan var varp- að fyrri borð, meira eða minna mis- þyrmdum, en honum varð rórra, er hann þóttist skilja, að þeir, sem voru honum vinveittir þarna á skip- inu, mundu sigra. Loksins þegar bardaganum slot- aði laut Kínverjinn niður og reisti skipstjórann við, eins og hann væri barn. Svo hvarf hann niður í klef- ann með hann, en skipið tók stefnu til lands. O’Connor var að springa af forvitni, en hásetarnir unnu sín störf í ró og lryrrð, eins og þeir voru vanir, en þó hrostu þeir vin- gjarnlega til hans, er þeir gengu framhjá. LENGI vel heyrðist hvorki hósti né stuna neðan úr klefanum, en allt í einu heyrðist neyðaróp, svo liræðilegt, að það fór gegnum merg og bein á O’Connor. Svo varð allt hljótt aftur, og eftir dálitla stund kom AIi Sing upp á þilfarið og leysti fjötranna af O’Connor, og fór með hann ofan í skipstjóraklefann, þar sem Kínverjinn sat með liátíðlegu fasi. Á gólfinu lá lík Clints skip- stjóra, og hlóðið úr stórum skurði á barka hans hafði safnast sam'an i stóran poll á gólfinu. Kínverjinn horfði kuldalega og alvarlega á O’ Connor, svo liristi liann höfuðið í áttina til skipstjórans og sagði: —- Þessi þarna var hálaunaður þjónn minn í tvö ár. Eg borgaði honum gífurkaup, svo að hann varð ríkur maður á þessum tveimur ár- um. En það var honum ekki nóg, og nú hefi ég fengið sannanir fyrir þvi, að liann liefir svikið mig lengi, og dregið of fjár í sinn eiginn vasa. Eg er forstjóri firmans i Honkong, sem á þetta skip, og ég á stóran flota af sjóræningja djunkum, sem starfa á þessum miðum. „Surrabee“ hefir flutt djunkunum það, sem þær þurftu og sótt liið dýrmæta herfang. Þetta cr fyrirtæki, sem er fljótt að gera hluthafa ríkan. Ekki veit ég liversvegna það er, en svo virðist mér samt, að þér séuð vel látinn af skipshöfninni liér um borð, og svik- arar, sem skipstjórinn hafði ráðið hingað, eru nú horfnir á bak og burt. Þessvegna býð ég yður nú skipstjórastöðuna — og hlut í fyrir- tækinu. O’ Connor hugsaði sig um sem snöggvast. Honum var Ijóst, að orð Kínverjans voru skipun, frekar en tilmæli, og ef hann neitaði að taka boðinu, mundi hann eflaust fara sömu leiðina og Clint slcipstjóri. — Þetta er ljómandi gott tilboð —■ en mú ég hugsa málið? sagði liann. — ,lá, fyrir alla muni hugsið þér yður um, svaraði Kínverjinn — En getið þér sagt mér hvar Clint skip- stjóri liefir geymt allt þýfið sitt? ALLt í einu minntis O’Connor skrífna lykilsins, sem hann liafði fundið á þilfarinu. Hann rétti Kínverjanum lykilinn, og svo fóru heir saman inn i einkaklefa skip- stjórans. Er þeir liöfðu leitað lengi fundu þeir lítið skráargat í gólfinu. rétt inn við fatabyrgið, og þegar þeir reyndu lykilinn þar, kom á daginn að hann gekk að. Ofurlítill lileri á gólfinu lækkaði nú og gekk til hlið- ar; sást þá í járnhring, mjög gildan, og þegar O’ Connor tók fast i hring- inn kom stór ferliyrningur úr gólf- inu með og sást ofan í dimmt fylgsni. Þeir sáu tvo mannsfætur í sjóstíg- vélum þarna niðri og eftir dálitla stund náðu þeir manninum upp. O’Connor hafði strax verið ljóst að þetta væri Johanson stýrimaður. •—■ Hann mundi vafalaust hafa spurt of margs um nóttina, meðan verið var að skipa varningnum út i djúnk- urnar. Og því hafði hann verið rot- aður og settur i geymslu þarna, þangað til hægt yrði að „afgreiða“ hann á sama hátt og I. stýrimann, sem hafði liorfið áður. Ah Sing fór að stumra yfir Johan- son, sem enn var meðvitundarlam, en Kínverjinn og O'Connor fóru að bera perlur og dýra. málma upp úr fylgsninu, er skipstjórinn liafði not- að sem geymslu. 'C'N ÞÁ voru þei.r truflaðir. Stóri k-' bátsmaðurinn, malajinn kom inn 'með miklu fasi og hvíslaði ein- hverju að Kínverjanum, og hann fór upp á þiljur með lionum án þess að segja eitt einasta orð. O’Connor horfði forviða á eftir þeim, en hélt svo áfram að taka upp fjársjóðinn. Þá fann hann sviðalykt. Ah Sing jós í sífellu köldu vatni á stýrimanninn inni í klefanum hans, og Svíinn virtist vera að jafna sig. O’Connor flýtti sér upp á þilfarið. Stóra lúkan miðskipa hafði verið opnuð og neðan úr lestinni steig þykkur, svartur reykjamökkur, sem dreifðist eins og spennt regnlilíf yfir liitasindrandi himininn. Á þilfarinu sást ekki nokkur maður. Og allir hát- arnir voru horfnir. En reykskýið yfir „Surrabee“ var ekki það eina, sem sást á himninum. Því að úti við sjóndeildarhringinn sást hilla undir fallbyssubát á hraðri ferð. Það var þá þessvegna, sem Kín- verjinn og áhöfnin höfðu kveikt í skipinu og flúið. Jú þarna sá hann bátana, sein leituðu til lands. En þeir liöfðu látið skeika að sköpuðu með þessa þrjá, sem enn voru um borð! Ef Kinverjinn og óþjóðalýður hans félli í hendur kínversku yfir- valdanna þá mundu þeir verða hengdir þegar í stað. O’Connor stóð og yfirvegaði horf- urnar á björguninni, og komst að þeirri niðurstöðu, að fallbyssubátur- inn mundi komast að skipinu i tæka tíð. Þetta hlaut að vera „Bali- yong“, en foringi á þvi skipi var Watford liðsforingi. O’Connor fór að leita að merkjaflöggum skipsins og dró svo þrjú tíglaflögg undir rána. Það voru merkin er sýndu bókstafina I, W og P. Þó að þetta merki stæði ekki í neinni alþjóða- merkjaskrá vissi hann að fallbyssu- báturinn mundi skilja þau og að fallbyssubáturinn kæmi beint að „Surrabee“ áður en hann færi að eltast við bátana. Ali Sing og Johanson lijálpuðu hon um að koma öllum farangri Clints skipstjóra aftur á skipið. Reykjar- mökkurinn var nú farinn að baka þeim óþægindi og þá sveið í augu, og þeir biðu með óþreyju keppninnar milli fallbyssubástins og eldsins, þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi undir fótum þeirra. PALLBYSSUBÁTURINN færðist nú óðum nær, og nú sá O’Connor að hann hafði líka dregið upp merkjaflagg. Hann var ánægður er hann las bókstafina R, F og P. Þá var það Dick Watford, sem var á fallbyssubátnum, og liann hafði ekki gleymt ókunnu merkjunum þeirra, síðan þeir voru í sjóliðinu við Kór- eastrendur forðum. Merkið I.W.P. þýddi nefnilega aðeins „I want a poker“ (mig langar i poker). Og' þegar félaginn á hinu skipinu var viðlátinn svaraði liann RFP eða „Ready for Poker“ (ég er til i poker). Hitinn var orðinn nálægt óþol- andi um borð í ,,Surrabee“ en nú Þegar Veronica Lake kom furst ti! Hollijwood, geröi hún sitt itrasta til aö temja sér fágaöa framkomu og hámenntað háltarlag, ef svo mætti segja. Tilgangurinn var sá, aö telja hinum nýju kunningjum trú um,, aö hún væri af „góöu fólki komin“ og heföi stundað nám viö l>e>stu skóla Bandaríkjanna. Síðar upplýst- ist það, að hún liafði alið allan sinn aldur i einu óþrifaliverfi New York-borgar og væri bara hreint ekki ,,af góðu fólki komin". Þetta varð til þess, að ýmsir sneru baki við henni og lengi vel vildu fáir nokkuð hafa saman við hana aö sælda. Ástæðan fgrir þessum refsi- ráðstöfunum mun vafalaust fgrst og fremst hafa verið hinn litilmann- legi ledkaraskapur hennar og blekkingartilraunir. — En nú er þetta allt gleymt og grafið, og Ver- onika Lake orðin eins vinsæl og hvcr önnur statlsystir hennar. — Mgndin sýnir hana með prjóna- skapinn sinn, sem reynist lienni vel til að koma ró á tauganmr i fri- stundilm milli leikþátta. var settur bátur frá borði við „Bah- yong“. Hann kom á fleygiferð. — Heyrðu gamli kunningi, O’ Connor. Tókst þetta? Hefirðu sann- anir gegn útgerðinni? heyrðist kall- að úr bátnum. Og gegnum reykjar- mökkinn heyrist rödd Patrick 0’ Connors, liðsforingja í kínverska sjóliðinu, sigrihrósandi: — Sannanir fyrir hendi og tvö vitni, Ali Sing og Johanson stýrimaður. Þeir liafa báð- ir séð foringjann. En þú hefðir ekki þurft að berja mig svona óþyrmilega niður i Hongkong, prakkarinn þinn! Það var nógu bölvað að þurfa að þamba whisky í tvo mánuði til þess að verða verðugur til að láta taka sig í þennan félagsskap. Illgjarnir menn vilja halda því fram að „síðbuxnatískan“ hafi í upphafi orðið til meðal sfúlkna, sem höföu svo takmarkað álit á úlliti fótleggja sinna, aö þeim þótti ráðlegast að hylja þá alveg sjónum manna með löngum skálmum. Vafalaust eiga þessar tilgátur ekki við nein rök að styðjast, og er jafnvel fullt eins lildegt, að þær eigi rœtur sínar að rekja til meinfúsra kvenna eins og illgjarnra karlmanna. Og vist er um þaö, að leikkonan Barbara Brit- ton, sem myndin er af, hefir klæðst þessum fötum eingöngu fyrir þá sök að þau eru hentug og þœgilcga frjálsl&g viö sérstök tœkifœri t. d. útiíþróttir. Hún hefir, sem sé, hlot- ið almenna iviðiirkenningu fyri'r fagurt vaxtarlag, og er sagt, að fótleggir lwnnar séu sist af öllu undanskildir þeim dómi. j______D!ekklð Eg!ls;,ðl.........I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.