Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.05.1945, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Verslunarhús Edinborgar 1895, og til hægri húsiö, sem brann 1915. Edinborg liefir jafnan verið ein af stærstu og stundum stærsta versl- un landsins. Á fyrsfu árum sínum setti hún á stofn útbú 'viða um land, svo sem á Akranesi, Akureyri, Hafn- arfirði, ísafirði, Keflavík, Stokkseyri og Vestmannaeyjum. Þau voru siðar lögð niður, en þess í stað fór Ás- geir Sigurðsson að reka heildsölu- verslun jafnframt Edinborg. Fyrstu mánuðina leigði Edinborg í búsi Þorláks O. Johnson í Lækjar- götu en keypti svo Knutsonshúsið í Hafnarstræti 12 og færði nú óð- fluga út kvíarnar. Vestur af liúsinu var reist stórt verslunarhús 1905, hið stærsta og fullkomnasta i Reykja vík í þá daga, og bak við þessi hús, út að Austurstræti keypti verslunin liús Sturlu Jónssonar, sem stóð ]>ar, sem nú er Búnaðarhankinn. Þar var nýlenduverslun niðri, en uppi var klæðskerastofa. En í liúsunum við Hafnarstræti var skóbúð i gamla húsinu, en liin eiginlega Edinborgar- verslun, búsmunir, hreinlætisvörur etc. í nýja húsinu. Þannig stóðu sakir í apríl 1915, er öll þessi hús verslunarinnar brunnu til ösku á einni nóttu, ásamt að heita níálli öllu, sem í þeim var. Þelta var mikið áfall. Og eflaust hefir það ráðið miklu um, að sú breyting varð á versluninni, sem raun ber vitni siðan. Eftir brunann tekur Edinborg á sig þá mynd, sein menn þekkja í dag. Skóverslunin var lögð niður, en forstöðumaður hennar, Stefán Gunnarsson, setti upp sjálfstæða skóverslun, Klæðskera- deildin rís upp aftur sem sjálfstætt fyrirtæki þeirra Guðmíindar Bjarna- sonar og Fjeldsted, en Sigurbjörn Þorkelsson, sem lengi hafði stjórn- að pakkhúsunum — þau voru þar, sem Eimskipafélagsliúsið er nú — stofnar verslunina Visi, ásamt Guðm- Ásbjörnssyni. Edinborg lieldur á- fram vefnaðarvöruverslun sinni og glervöru-, húsmuna- og lireinlætis- vöruverslun í Ingólfshvoli um tíu ára skeið, uns fullgert var liið mikla stórhýsi verslunarinnar, sem sjá má í dag. En það á tuttugu ára afmæli í ár. Ásgeir Sigurðsson hafði orðið einn eigandi Edinborgar árið 1917 og var það í níu ár. En árið 1926 gerðist Sigurður B. Sigurðsson meðeigandi i versluninni og tekur við stjórn hennar ásamt Ásgeiri. Og 1928 gerist Walter sonur Ásgeirs meðeigandi. Hans naut því miður stutt við, þvi að hann beið bana af slysi fjórum árum siðar. Misti fyrirtækið þar að því að li.f. Fiskimjöl var stofnað, 1929, og stjórnaði hann þvi meðan aldur entist, en síðan liefir Einar Pétursson verið forstjóri þess. Árið 1933 var stofnuð Veiðarfœragerö ís- lands, sem nú rekur fullkomna verksmiðju i nýtisku húsum við Einholt 6, og framleiðir þar fiski- linur, öngultaumia o. fl. i stórum stíl. Meðeigandi og framkvæmdarstjóri er Pétur Jóhannsson, en versmiðjustjóri Jón G. Jónsson. Gúmmí h.f var stofn- að 1943. En í rauninni er þetta fyrir tæki miklu eldra. Edinborg liafði lengi haft mikinn innflutning á bif- reiðagúmmíi — heildverslunin liafði umboð fyrir Goodricli — og kom sér því fljótlega upp viðgerðastofu Þegar einkasala á bifreiðum var tekin upp, keypti liún þetta fyrir- tæki, en seldi fyrri eigendum aftur, er hún var lögð niður. Stjórnar Sig- urður Stefánsson viðgerðarstofunni. í júlí 1940 var stofnað firmað Ilöföa- vík li.f. og rekur það netjagerð. ÖU þessi fyrirtæki eru að vísu sér- félög, en Edinborg meðeigandi í þeim og hefir gengist fyrir stofnun þeirra. Svo að þetta fimmtuga fyrir- tæki hefir átt eigi lítinn þátt í íslenskum iðnaði hin síðari árin. — Það er eftirtektarvert, hve margir þeirra, sem nú sfanda framarlega í islenskri verslunarstétt hafa „slitið barnsskónum“ í Edinborg. Hin unga Verslun méð nýju sniði, sem var að rísa upp í Reykjavík um aldamótin, befir heillað unga menn, sem vildu fara nýjar leiðir en ekki troða gaml- ar götur úrelts fyrirkomulags, er sumpart hyggði tilveru sína á náð stórkaupmanna við Eyrarsund. Af þeim mörgu, sem unnu bjá Edinborg á duggarabandsárum sinum má til dæmis nefna: Ólaf Johnson stórkaup nmnn, Arent Claessen stórkaupmann, Hallgrim Benediktsson stórkaupm. og Guðmund Þórðarson skrifstofu- stjóra frá Hól, Ólaf Proppé forstjóra og Sigurbjörn Þorkelsson kaupmann, svo að nefndir séu nokkrir, sem allir kannast við . Eitt af þeim nýmælum, sem Edin- borg flutti inn í landið með sér var: kurteisi við afgreiðslu, og var þetta í rauninni bein afleiðing af hinum breytta verslunarhætti. Skuldaversl- unin liafði í för með sér undirlægju skap viðskiftavinarins og liroka af- greiðslumannsins. Nú er þetta svo að segja óþekkt fyrirbrigði. En það þótti nýjung um aldamótin, hve af- greiðslufólkið í Edinborg var kur- teist. Enda varð það oft gamalt í Frh. á bls. Í4. mikils, því að Walter var maður prýðilega vel gefinn og áhugasamur um ýms nýmæli og vinsæll svo af bar. Var mikill liarmur kveðinn að Ásgeiri, sem þá var kominn fast að sjötugu, við þetta hörmulega fráfall sonarins. — Haraldur sonur hans hafði starfað í skrifstofu Edinborg- ar um hríð, en fyrir nokkrum árum dró hann sig í hlé frá kaupsýslu, og sinnir nú eingöngu þeim hugðar- efnum, sem liann hefir átt frá bernslcu: leiklist og leikritagerð. En meðeigandi er liann áfram ásamt Sigurði B. Sigurðssyni, og eru þeir eigendur, en heildversluninni var breytt i hlutafélag fyrir 4 árum. Síðan Walter Sigurðsson féll frá hefir Sigurður liaft stjórn fyrir- tækisins á heiuli í raun og veru, því að síðustu árin sinnti Ásgeir henni lítið. Hann hafði orðið bresk- ur aðalræðismaður árið 1928 — en ræðismaður hafi liann þá verið í 20 ár — og það voru aðallega ræðis- mannsstörfin, er hann sinnti síðustu árin. Enda átti hann nú skammt eftir ólifað. Hann andaðist 26. sept. 1935 og skorti þá tvo daga á 71 árs aldiir. Féll þar i valinn merkur ágætismaður, sem ávalt mun verða minnst í verslunarsögu íslendinga, og enda i sambandi við fleira, því að margt var honum vel gefið. En í verslunarmálum var hann einn af þeim, sem „hrintu vorum hag á leið, með heillar aldar taki.“ Þess liefir hér verið getið, að Versl. Edinborg fækkaði greinum sínum eftir brunan 1915. En þó dró ekki úr famkvæmdum þessa fyrir- tækis við það. Heildverslunin var efld og nú varð Ásgeir Sigurðsson einn af binum stóru fiskkaupmönn- um og fiskútflytjendum landsins — um nokkurt skeið í samlögum við Berrie fyrrv. félaga sinn, en Cop- land hafði sett upp eigin fiskverslun. Rak Ásgeir Sigurðsson fiskútflutn- ingsverslun fram að þvi er Sölusam- band islenskra fiskútflytjenda var stofnað. En á margvislegan annan hátt urðu þeir eigendur Edinborgar forgöngu- menn, ekki síst i iðnaði. Walter Sig- urðsson mun liafa átt frumkvæðið Núverandi verslunarhús, fullgert 1925.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.