Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlasoa. Framkv.stjóri: Svavar Hjalteated Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavlk. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út hvem föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Máttur þjóðar og afkomumöguleik- ar eru ekki undir höfðatölu þegn- anna einni komin, heldur undir manngildi einstaklinganna og gæð- um landsins. Um hið síðrnefnda er fólk nú yfirleitt orðið sammála, það er hætt að níða landið og lasta það, en kemur saman um, að ísland sé gott land og eigi milda framtíðar- möguleika. íslensk fiskimið eru hin auðugustu í heimi, enda dregur eng- in þjóð jafn mikið guil úr sjó og íslendingar gera, að tiltölu við fólks- fjp'lda. Og landið er enn að mestú ó- numið, og engin þjóð í Evrópu á jafn mikið iand á hvern ibúa og Islend- ingar, jjví a'.S þar er hvert liarn scm fæðist erfingi að nær heilum fer- kílómetra. Um liitt, livi..;nig manngildi þjúð- arinnar sé háttað, eru skoðanirnar skiftari, og dómarnir um þetta eru að jafnaði ýmist í ökla eða eyru. Of oft heyrast menn tala um það án þess að roðna, að íslendingar séu gáfaðast þjóðin i veröldinni og þar fram eftir götunum. En þetta er of- lántunglega mælt, því að jafnvel þó að satt væri mundu vel siðaðir menn ekki tala þannig um sjálfa sig. Vitrir menn eru lat'nan yfiriætis- lausir, en gortið þykir bera vott uin frekar götótt gáfnafar. Eflaust eru íslendingar yfirleitt vel gefin þjóð, og hún hefir gert sér far um að mennta vel syni sína og dætur og búa þau þannig sem best undir lifsbaráttuna. En liitt verður líka að segjast, að íslend- ingar eru upp og nifii' eins og aðr- ir menn og skortir inikið á að verða jafningjar ýmsra annara þjóða livað siðfágun snertir og góða lieg'ð- un. Prakkaranáttúran er t. d. rauna- lega rík í ísiendiugum, og það svo að beinn vansi er að. Og hér er raunar um að í æða anuað verra en prakkaranáttúru — beinlínis þorp- araeðli. Er jiað t. d. ekki þjóðarvansi, að ekki má sjást mannlaust liús án þess að götustrákar mölvi í því allar rúður. Hvernig var það ekki núna með yfirgefnu braggana og hvernig var það ekki forðum með þá bygg- ingu, sem gerð liafði verið foklield en beið svo mörg ár í millibilsá- standi: Sundhöllina. Hvernig var það ekki með skógarkjarriö á Þing- völlum í vor? Jafnvel á helgasta stað þjóðarinnar gátu þórpararnir ekki stillt sig um að þjóna óeðli sínu. Fyrsti þjóðk|örinn forseti Islands Sveinn Björnsson, fyrsti þjóð- kjörinn forseti íslands, vann em- bættiseið hinn á miðvikudag, 1. ágúst síðastliðinn. í tilefni al' þessu fór fram virðu- leg athöfn í Dómkirkjunni og Al- þingishúsinu, að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar og fuiltrúa fíestra nágrannaríkja. Laust fyrir klukkan 8 um kvöld- ið gengu þeir biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson og Friðrik Hallgríms- son, dómprófastur, fyrir forseta- hjónunum í kirkju, en Páll ísólfs- son lék „præludium" áður en sung- inn var sálmurinn „Upp þúsund ára þjóð“. Biskup steig nú i stói- inn og ias upp ritningarkafla úr 95. sálmi Daviðs, flutti síðan bæn og veitti blessun. Kirkjuathöfn- inni lauk með því að sunginn var sálmurinn „Faðir andanna.“ Nú var gengið í neðri deildarsal Alþingis, þar sem embættistaka for- setans átti sér stað. Er menn voru komnir til sæta sinna, söng karlakór undir stjórn Jóns Halldórssonar lýðveldislag Em- ils Thoroddsen, „Veit nokkur fegra föðurland." Þegar Þórður Eyjólfsson, forseti Hæstaréttar, hafði lesið ákvæði stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1941 um forsetakjör, undirskrifaði Sveinn Björnsson embættiseið sinn og gekk síðan út á svalir Alþingishússins Forseti ge.ngur inn í þingsalinn. ..„Eg tek nú við forsetastarfinu með óbreyttum ásetningi um að rækja störf mín samkvæmt viður- kenndum venjum nútímans í iýð- frjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfð- ingjavaldið er þingbundið. Þjón- ustuhugur minn við heill oy hag allrar þjóðarinnar er og óbreittur. í þoim anda mun ég með guðs hjálp reyna að rækja störf mi.n þann tima sem mér er ætlað meðan mér endist heilsa og líf.“ Þessari merku athöfn lauk með því að sunginn var þjóðsöngurinn. (Myndirnar tók Vigfús Sigurgeirs- son ljósm.) _______ + Forseti flytur ávarp. sem lyrsti þjóðkjörinn forseti ís- lendinga. Mikill mannfjöldi hafði safnast sam an á Austurvelli og var forsetinn hylltur með dynjandi lófataki, en liann svaraði með því að biðja menn að hrópa ferfalt húrra fyrir ættjörðinni. Síðan lék Lúðrasveit Reykjavíkur „Eg vil elska mitt land.“ Þá flutti forseti skörulegt ávarp til allrar þjóðarinnar. Ræddi liann af skarpskyggni þann þátt sem ís- lendingar hafa átt í undangenginni baráttu lýðræðisþjóða fyrir frelsi og velferð mannkynsins, og lagði á- herslu á þau þjóðfélagsatriði, sem vænlegust væru til að tryggja okkur sæmandi sess í hinum nýja heimi. Lauk hann ræðu sinni með ]iess- um drengilegu orðum: Valgeir Jónsson, húsasmíðameistari, Frú Sigríður Einarsdóttir, Karlagötu Egilt Þorgilsson stýrimaður, varð Hringbr. 75, verður 55 árar 10. ágúst. 3, verður 50 ára 10. þ. m. (i dag). 50 ára 5. ágúst.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.