Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N EMIL jörgensen: SÍÐASTA SPILIÐ JOIIN WILFORT leit kringum sig í herberginu, sem þjónninn í „Hotel SkogIy“ Iiafði vísað honuin til, og murraði ánægjulega. „Já, ég tek þetta lierbergi!“ sagði hann og kinkaði kolli. „Sjáið um að kveikt verði upp á arninum, og seg- ið svo gestgjafanum, að mig langi til að tala við hann.“ „Ég skal segja hr. König frá þvi undir eins og hann kemur heim,“ svaraði þjónninn, „við eigtim von á Iionum á hverri stundu.“ Bráðum tók að snarka í rótarkurl- unum á gamla arninum og á með- an staðnæmdist hinn nýkomni gest- ur, sem var maður á fertugs aldri og horaður en hrottalegur I andliti, l'ram við gluggann og horfði út. Þar var dimmt og kalt — svartur blað- laus skógurinn, aursorinn á vegin- um, skolgrá áin með nokkrum prömmum á reki og ferjubrúin, sem ltann var nýkominn'yfir. „Þú hefir falið þig vel hérna, kunningi!" sagði hann við sjálfan sig og brosti fólskulega. „En þó gat ég fundið þig!“ Það var að heita mátti aldimml i herberginu þegar barið var að dyr- um, og limastór maður gekk inn. „Ég er gestgjafinn,“ sagði hann og hneigði sig kurteislega. „Þér vilduð hafa tal af mér?“ Gesturinn gekk hægt til lians. Bjarminn frá arninum flögraði um beinabert andlitið, sem vegna þess- arar óhugnanlegu birtu varð enn ógeðslegra en ella. „ S a m!“ Gestgjáfinn riðaði nokkur skref aftur á bak, eins og hann hefði orð- ið fyrir höggi. „Fred — Freddy Howard!“ Við skuluni nota nöfnin, sem við göngum undir núna!“ sagði gestur- inn lágt og hló. „Freddy Howard er orðinn að John Wilfort, .— og Samúel Chapman að herra gestgjafa Fritz König. Við skulum bara minn- ast ofurlítið á gömlu félagana, en annar þeirra, Freddy, var fyrir lúa- leg svik af hálfu hins, sem hét Sam og annars þorpara til, sendur i járn- umbúðum til refsivistar í Norður- Kimberley í glæpamannanýlenduna Port Darwin — hræðilegustu fanga- búðir Ástralíu, fyrir tilverknað ])essara svokölluðu kunningja sinnaJ* „Þú lýgur þessu!“ öskraði hinn, öskugrár í framan. „Ég hefi sannanirnar! Þú og Moeskopp svikuð mig og Wilkins og .Tack. Þið höfðuð demantana, þegar við flýðum úr námunni eftir ránið, og þið framselduð okkur miskunnarlaust — þið höfðuð afráð- ið það áður, þú og Moeskopp — Moeskopp, sem þú annars lést iletta fyrir borð við Tjagoseyjar, til þess að geta haldið öllum ránsfengnum sjálfur!“ „Þú ert geðbilaður — kolbrjál- aður!“. — Gestgjafinn hafði kveikt á rafljósinu og starði eins og mann- ýgt naut á manninn, sem kallaði sig Jolin Wilfort. „Hvað er það sem fyrir þér vakir — hvað ætlastu fyrir?“ „Það skal ég. segja þér, en fyrst ætla ég að segja þér niðurlagið á sögunni." — Wilfort naut þess auð- sjáanlega að sjá hvernig óvinur lians afskræmdist. — „Wilkins og Jack sluppu — en mig náðu þeir í. Dómurinn varð fimmtán ára þrælk- unarvinna. Fimmtán ár — jú, það var ekki nema hæfilegt! Réttu einu ári og tuttugu og einum degi eftir að ég hélt innreið mína í Port Dar- wins-fangelsið, með .hlekki á. hönd- um og fótum, fór ég þaðan aftur, hljóðlega og í kyrrþei — og hér er ég !“ „En livað viltu mér?“ tautaði Samuel Chapman loðmæltur. „Heimta minn hlut af Kimberley- demöntunum!“ „Þú ert gamansamur! Ég hefi þá ekki undir höndum. Eg varð að skilja allt herfangið eftir.“ „Lygari! Þú hefir falið þá hérna. Flg veit að þér tókst að smygla tösku inn i fríhöfnina í Hamborg, en þú liefir verið svo varkár að láta þá ekki koma á markaðinn ennþá. Fáðú mér minn part, og þá skal ég -fara aftur.“ „Gefðu mér tunglið, Freddy!" sagði Chapman og hló hásum hlátri. — „Var það fleira, sem ég get gert fyrir yður, hr. — eh — Wilfort?" Hinn maðurinn kipptist við og ]iagði. Það sást á leifrtinu í auga hans að hann skildi skensið — og ]>að var illkvittið. „Nei, þökk fyrir, lierra gestgjafi!“ svaraði hann. „En ég læt yður að- eins vita, að ég liefi afráðið að setj- ast að liér á gistihúsinu fyrst um sinn-------á yðar ágæta gistiliúsi." Samuel Chapman — öðru nafni Fritz König — var fjarri því eiiís rólegur og hann reyndi að sýnast. Hinn ganili félagi hans mundi verða þaulsætinn, hanga á honuin eins og blóðigla og fylgjast grandgæfilega með öllum aðgerðum hans. Niðri i veitingastofunni sátu Hein- rich Uhl, ferjumaðurinn, og hinn hálfgeggjaði listmálari Lander og voru að spila billiard, en það gerðu þeir á hverju kvöldi. Þjónninn Fratz, sem var þúsund þjala smið- urinn á þessu sveitagistihúsi, trítl- aði á milli með pentudúkinn undir hendinni og virtist í slæmu skapi. Málarinn bauð König að taka þátt i ballskákinni en König var afundinn og svaraði því neitandi, en fór að þrámma fram og aftur við af- greiðsluborðið ....... Hann var í hættu — mikilli hættu! — Hvernig gat liann losnað við þenna óboðna gest aftur? Hann varð að losna við hann — fyrir fult og allt. Næstu daga varð lítið vart við hr. Wilfort. Einstöku sinnum fór hann i ballskák við listmálarann, sem hélt sig lengstum í drykkju- stofu gistihússins; en Wilfort þreytt- ist auðsjáanlega á orðagjálfri mál- arans og tók að forðast hann. Stöku sinnum ferjaði ferjumaður- irin hann yfir ána, og þá sást hann fara inn í síinstöðina í þorpinu þar. Róin, sem Wilfort ’ sýndi í öllu dagfari sínu, gerði hr. König e'nn órólegra innanbrjósts. „Hvað hyggst hann fyrir?“ hugs- aði hann skelkaður. „Hvaða sim- skeyti geta það verið, sem hann er að senda og taka á móti?“ En svo reyndi hann að gera sig rólegan. Ekki gat Freddy komist yf- ir leyndarmál hans — og hvað þá? Hann mundi vara sig á að hléypa öllu í uppnám. Því að það mundi koma jafn liart niður á þeim báð- um, ef lögreglan færi að skerast í málið. En á næsla augnabliki setti kví'ð- ann að honum aftur. Hvar sem liann fór elti hin föla vofa óvissunnar hann. Hann svitnaði um allan lík- amann þegar vindurinn þaut í dimmum trjákrónunum i skóginum; ef kalgrein brotnaði undir fæti hans átti hann það til að hrökkva í kút og renna flóttaaugum í allar áttir. „Eitthvað hlýtur að ske!“ ságði hann oft við sjálfan sig'. „Eitthvað hlýtur að ske! Það er eins og net sé að herpast saman kringum mig — en ég sé ekkert, heyri ekkert — þetta verður að taka einhvern endi.“ Seint þetta sama kvöld, þegar list- málarinn haf'ði fengið sér full mik- ið neðan í því og rausaði svo mikla vitleysu, að hinir neyddust til að forða sér undir bert loft, sá hann neðan úr garðinum a'ð enn brann Ijós rippi hjá Wilfort. Hann fékk æðiskast. Var hann allt í einu orðin blauð kerling? „Nú verður maður að hafast að!“ tautaði hann. „Núna strax! Hann verður að fara burt — undir eins — bui;t!“ Horium' óx reiðiri í sífellu uns harin þaut inn í húsið og upp stig- ann. Og ruddist inn í herbergi Wil- forts án þess að drepa á dyr. Wilfort sat við arininn' og var að lesa. „Þér farið ekki að kurteisisiðum, hr. König,“ sagðf Wilfort og- brosti og lagði bókina frá sér. „Farðu til fjandans með allan þinn loddaraskap!“ hrópaði Chap- man ógnandi. „Nú er nóg komi'ð! Burt með ]rig héðan — og það und- ir eins!“ „Því fyrr því betra!“ svaraði Wil- fort og kinkaði kolli i rólegheitum. „En fyrst verð ég að fá minn lilut!“ Andlitið á Chapman var afmynd- að af bræði. „Þinn hlut —- þinn lilut í tungl- inu!“ fnæsti hann. „Nei, minn hlut hérna! En ann- ars getum við látið bíða að tala um þetta mál, þangað til hinir koma.“ „ H i n i r?“ „Já, Wilkins og Jack! Ég hefi sím- að þeim að koma hingað til fundar við mig liérna hjá þér. Wilkins sigldi í gær frá Lissabon — .Tack slæst i fqrina í Bremenhafen.“ Chapman starði fram fyrir sig, sótgrár í andliti. „Wilkins — Jack —■'“ tautaði hann hreinriausri röddu. „Já, gömlu félagarnir þínir, seín þú liafðir ætlað sömu fordæming- una og mér, en það var fyrir krafta- verk að þeir sluppu. Ekki hafa þeir fundið púðrið, strákarnir, og þeir hafa ekki getað rakið slóð þína hingað, eins og ég hefi gert — en nú koma þeir í heimboði mínu — og' 'þcir hlakka víst einhver lif- andi ósköp lil að sjá þig!“ „Og þessu ert þú valdur að!“ Öskraði Chapman og gleymdi allri varkárni. „Ég neyddist til þess — af þvi að þú varst svo þrár, Sam! Og nú skiftist þetta því miður á milli fjög- urrá!“ Andlítið á Chapman var hræði- legt. Hann riðaði stundum eins og hann væri að fá aðsvif — svo þreif hann löks i öxl Wilforts, bölvandi og ragnandi. . „Djöfull!" Orðið liraut . fram á milli tannanna á lionum. „Djö.../‘ Þá mættust augu þeirra Wilforts. Nístandi háð ljómaði út úr augum Wilforts. llinn sleppti aftur tak- inu ....... „Fáðu mér minn hluta, Sam!“ Ghapman svaraði ekki. „Fáðu mér minn hluta — og' þá skal ég síma til Wilkins og Jacks, að þú sért genginn mér úr greip- um!“ „Ég hefi sagt þér að ég hefi ekki þessa demanta!“ urrsði Chapman hás. Það er satt, ég hefi ])á ekki, FYeddy! Mér er ómögulegt að af- henda ]>að, sem ég ekki hef.“ „Þú lýgur, því!“ Þeir horfðu hvor á annan stutta stund, svo yppti Wilfort öxlum. „Gerðu eins bg þú vilt, Sam! Á föstudaginn, - éða eftir fimm daga — verða Wilkins og Jack báðir i .Bremen —= á föstudaginn hérna — ef þú verður ekki — — Hann íáuk ekki setningunni, en settist aftur og tók bókina, sem hann hafði verið að lesa í. Rétt á eftir lokaðist hurðin að baki Chap- mans, og kom nú bros á fölt and- litið. „Þetta virðist ætla að verða göð lækning!“ sagði hann við sjálfan sig. „Hann er farinn að sprikla — og getur í rauninni ekki aðhafst neitt, nema að gera skissung, sem ég býst við að hann geri. Gott að harin vissi ekki að Wilkins er dauð- ur, og að Jack situr í ensku fang- elsi fyrir manndráp!“--------- — A priðjudáginn undir kvöld kom Wilfort niður í krána. Úr gluggan- um hafði Iiann séð óvin sinn fara á lmrt úr húsinu með rifil um öxl, og nú ætlaði liann að svipast um. Loftið hafði verið lævi blandið síð- an þeir töluðu saman. Þeir vissu báðir, að nú var lokasennan að hefjast — og hún var um lif annars þeirra eða beggja. Fratz þjónn sat við einn gluggann yfir tómri ölkollu, og virtist vera mjög husandi. Wllfort rak upp stór augu, er hann sá að blóðvættar um- búðir voru á meira en hálfu aridlit- inu á honum. „Jæja, Fratz!í‘ Wilfort slangraði til hans. — „Rekið yður á, eða hvað?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.