Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Þjónninn svaraði ekki — heldur tuggði sem ákai'ast vindilstúf. „Látið mig heyra livað það er!“ sagði Wilí'ort og færði sig nær. „Svei attan, þetta er ljótt að sjá — Iiver gaf yður þetta?“ „En jiessi bófi — hann König!“ — Fratz skók hnefana ógnandi í áttina út á veginn, sem liúsbóndi lians hafði farið að heiman. — „En hann skal fá það borgað. Þó að ég liafi ekki krafta til að slást við hann þá skal ég —“ Hann kinkaði kolli og setti undir sig liausinn. „Hversvegna sló hann yður?“ „Hversvegna? — Vegna þess að maðurinn er bandvitlaus þessa dag- ana! En maður tekur nú ekki öllu þegjandi! Maður verður að svara fyrir sig. En ]já var hann fljótur til. Ég fékk 4—5 hnefahögg i andlitið undir eins. En ég skal-------“ „Nú, hvað ætlið þér að gera?“ „Þér megið kalla mig hvað sem þér viljið!“ — Fratz laut ísmeygi- lega fram til Wilforts. — „Ég skal ná mér niðri á honum. Hann skal komast i tugthúsið fyrir þetta! — Eg' skal nefnilega segja yður nokk- uð .... König er ekki sá, sem hann segist vera. König er — glæpamað- ur!“ „Gætið þér að því sem þér segið, góðurinn minn!“ „Ég segi ekki nema það sem satt cr. Eg veit hvað ég--------“ Wilfort hlustaði á gióðum, en brá ekki svip. „Ég skal leika á hann, það skal ég! Lítið þér á —“ sagði liann lágt -— „inni í skógi er gamall kofi — og í þeim kofa hefir König falið eitthvað. Jú, það er alveg áreiðan- legt. Og livað geymir maður svo- leiðis, án þess að — — nú, þér skiljið mig!“ Vitið þér hvað það er, sem hann felur þarna?“ „Ég veit ekkert um það, nema að það er í gamalli tösku, sem hann hefir stungið undir eitt gólfborðið. Ég fór ])angað einu sinni, en hætti við að rannsaka það — ég duga ekki til þess — ekki einn!“ „Kanske að ])að séu peningar? Þjónninn deplaði refsaugunum. „Heyrið þér Fratz — þetta er víst ekki lygasaga, sem þér ætlið að láta mig trúa?“ — Wilfort hnyklaði brúnirnar, eins og hann efaðist. „Þetta er satt, hvert einasta orð! Ef þér viljið koma með mér „Það er ég til i!“ sagði Wilfort. „Hvenær eigum við að fara?“ . „Við verðum að bíða þangað til á morgun. Þá á ég frí. Við skulum hittast eftir að farið er að skyggja.“ „Á morgun, þá!“ Hann gaf þjón- inum olbogaskot i bakið og fór svo upp í herbergið sitt. Hann þramm- aði þar um gólfið, mjög hugsandi, en ánægjubros lék um varir lians. Þarna var ekkert um að efast. Sam hafði gert þjóninn að trúnaðar- manni sínum. Og svo gerði hann sér upp fjandskáp við liann, svo að allt væri enn öruggara. Annað kvöld —■ Þá. Hann var boðinn og búinn til að mæta. Aðeins eitt átti hann ó- gert, og svo — — Wilfort néri hcndurnar af á- nægju ....... Það var mjög sköggsýnt þegar Wilfort og Fratz gengu inn i skóg- inn kvöldið eftir. Fratz liafði telc- ið með sér stormblys til að geta séð kringum sig þegar að kofanum kæmi, en vegna þess hve dimmt var kveikti hann á því í skóginum. Eftir tuttugu minútur komu þeir i kofann, hrörlegan bjálkakofa með ofurlitlum palli við dyrnar. „Haldið þér snöggvast á lukt- inni!“ tautáði Fratz. „Ég kem und- ir eins aftur.“ Wilfort tók þegjandi við luktinni og liélt lienni upp með sér, svo að hann sást allur. Ekkert hljóð heyrð- ist nema skrjáfið í laufinu undir fótum Fratz, þegar liann hvarf inn i myrkrið, bak við kofann. Svo varð grafkyrrt, eins og í klaustur- kjallara. Þá kvað við skothvellur — og annar lil — Blossarnir vörpuðu ljósi á hið draugslega andlit skot- mannsins .... Fritz König — öðru nafni Samúel Chapman. Wilfort missti ljóskerið, hann rið- aði og lineig svo máttlaus til jarðar, og andlitið lá á öðrum handleggn- um, en liinn handleggurinn lá nið- ur með kroppnum, svo að höndin var á buxnastrengnum — —- hann snerti skeftið á skammbyssu sinni með fingurgómunum. Nú heyrðist hratt fótatak, þaðan sem skotið liafði verið. „Þetta er Fratz!“ hugsaði Wil- fort með sér. „Hann var ekki sem verstur leikari! Setjum svo að ég hefði ekki séð samliengið i þessu — og að Sam hefði ekki látið byss- una sína hanga þar sem ég gat kom- ist að lienni og gat skekkt sigtið á henni, svo að hann hlaut að skjóta fram lijá mér — þá hefði ég orðið að lienda spilunum á borðið og fara mína leið - eða þá að ég hefði aldrei staðið upp af þessari þúfu Chapman og Fratz staðnæmdust spölkorn frá. Hann heyrði piskrið i þeini, en ekki hvað þeir voru að tala um. „Þeir bíða til að sjá hvort nokk- ur liftóra er eftir í mér!“ liugsaði Wilfort og brosti i kampinn. „Nei, vinir minir, ég er dauður — dauð- ur eins og saltsíld! Þið getið verið alveg rólegir, og þurfið ekki að koma nær mér.“ Þeir stóðu þarna heilt kortér inni á milli trjánna, svo lieyrði Wilfort að þeir fóru. Það var slokknað á Ijóskerinu, sem hann hafði misst. Eftir að liann hafði beðið svo sem tvær mínútur stóð hann upp og liélt af stað í humáttina á eftir hin- um tveimur. Chapman og Fratz gengu hratt. Þeir námu staðar við vegamót ein, töluðu nokkur orð saman og skildu svo. Chapman hélt áfram lieim að gistihúsinu, og þessvegna veittist Wilfort að hafa gát á honum, án þess að sjást sjálfur. Undir eins var kveikt inni i stofu gestgjafans, er liann var kominn inn í húsið. Wilfort faldi sig bak við tré og sá hvernig skuggi Sams hreyfðist ótt fram og til baka á gluggatjaldinu. Hann gat lesið úr þessum lireyfingum .... Sam var að hafa fataskifti — hann var að pakka niður! — Jú, auðvitað — að vísu hafði hann nú útrýmt Freddy, en svo voru það — að hann liélt — hinir tveir, sem að- eins voru ókomnir, og ])á varð hann að forðast ....... Nú opnuðust dyrnar frá veitinga- stofunni, Heinrich Uhl, ferjumað- ur, kom niður þrepin og gekk i átt- ina til l'erjunnar. „Nú, eruð það þér?“ sagði Uhl, þegar Wilfort kom upp með hlið- inni á honum. „Já, það er ég. Ætlið þér yfir ána?“ „Já, ICönig ætlar með lestinni kl. 22.15 liann ætlar — —“ Meira gat hann ekki sagt. Hann fékk þungt hnefahögg í hausinn. Hann hneig í faðm Wilforts án þess að gefa frá sér hljóð .... Þegar Chapman kom hlaupandi út á mjóa bátabryggjuna með tösk- una í hendinni, voru orðin síðustu forvöð að hann næði í lestina til Berlín. „Takið þér við þessu!“ kallaði hann til mannsins í bátnum og fleygði töskunni lil hans. — „Lengra inn með bryggjunni — hvað er þetta maður — getið þér ekki heyrt?“ Hann hljóp ofan i bátinn i sama bili, maðurinn í bátnum rétti út höndina og hitti bringu Cliapmans með hnefanum, svo að hann rak upp öskur og datt ofan i ána. Wilfort hafði þrifið töskuna úr hendinni á honum. „Þegar þú kemst upp úr pyttin- um aftur þá skaltu t'lýta þér lieim og' fara i þurr l'öt, svo að þú fáir ekki kvef!“ sagði Wilfort hlæjandi og settist undir árarnar og réri eins og' hann gat. Úti á miðri ánni nam liann stað- ar sem snöggvast og sprengdi lás- inn á tösku Sams með hnífnum sínum. Þarna — ílangur, hvítur poki! Það var að finna eins og liann væri fullur af litlum steinvölum. — — Wilfort hló og þreif árarnar aftur. Hann mátti engan tima íiiissa. Hann fann tóman klefa í lestinni og var að loka að sér dyrunum ])egar hann heyrði glaðlega rödd á hak við sig. „Halló, hr. Wilfort! má ég ekki koma Iíka?“ Þetta var listmálarinn. Fari hann til — — — Wilfort rýmdi fyrir honum, nauðugur viljugur, svo að hann kæmist inn um dyrnar. — Nú, þarna komu fleiri! — Tveir menn komu inn í klefann á eftir Lander. „Þetta eru vinir mínir og stéttar- bræður,“ sagði Lander. „Sakamála- fulltrúarnir Peters og Heincken! Komið þér nú með framlappirnar, Freddy Howard — hérna eru smokk arnir yðar!“ Handjárnin lokuðust um úlfliði Freddys. „Þér cruð hand- tekinn — samkvæmt skipun frá ríkislögreglu Bretlands og Ástralíu!“ Wilfort — Iloward stóð þarna eins og steini lostinn - ósegjanleg undrun skcin út úr andliti lians. „Þér — —“ stamaði hann. „Þér-------—-?“ „Verið þér ekki að furða yður á neinu!“ sagði Lander, „það var bara þarna á gistihúsinu, sem ég var listmálari. Við sakarannsóknar- menn liöfurn stundum hamskifti, eins og þér vitið. Þegar þér kornuð á gistiliúsið hafði ég haft gætur á Samúel Chapman um nokkurt skeið — en ég var ekki viss í minni sök. Það var hjálp að því að þér komuð. Þið fóruð svo afar ógætilega þið hélduð að þið væruð einir 'um leik- inn — það var heimska af ykkur.“ Lestin kipptist við og rann af stað. „En Samúel Chapman — Sam! — á liann að sleppa?“ öskraði Wil- fort örvita af bræði. „Verið þér óhræddur!" sagði Lander. „Okkar menn eru með liann hinumegin við ána. Við höfum allt — yður — Chapman og —“ Hann gerði bendingu til hand- töskunnar og koffortsins, sem lá í netinu yfir sæti fangans. KANADA. Talið er að fyrsti liviti maðurinn hafi stigið fæti á kanadiskt land árið 1534. Hét hann Jactpies Cartier og sigldi frá St. Malo i Frakklandi en lenti i mynni St. Lawrencefljótsins. — En yfir 500 árum áður munu ís- lendingar hafa lent við slrendur Kanada, þó að eigi verði sagt livar það hefir verið. Við höfiim heyrt mikið lalað um ,,plastic“ sem það efiii, er einna mest inuni notað í framtiðinni. Hér sést Binnie Side- bothain, Los Angeles, Bandar., með fiðlu úr þessu u.ndraefni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.