Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 4
4 P Á L K I N N Týncftir í óJbyggðum Haustið 1941 nauðlenti bresk flugvél inni í óbyggðum íslands. Tveir menn voru í vélinni og komust þeir við illan leik til byggða. Annar þeirra félaga hefir skrifað lýs- ingu á þessu erfiða ferðalagi þeirra og birtir Fálkínn hana hér í íslenskri þýðingu. Flakið af flugvélinni. Það var á föstudag, 13. sept. 1941 klukkan 6 e. h., að við lögðum af stað loftleiðis til Ak- ureyrar frá flugvellinum í Kald- aðarnesi. Ennþá er ég ekki alveg viss um, hvort þetta var í rauninni lieilla eða óheilladagur fyrir okkur. Þið getið dregið ykkar eigin ályktanir, þegar þið hafið lesið söguna. í Kaldaðarnesi var fagurt kvöld, bjart sólskin og afbragðs skygni. Gola var af norðri, en litið skýjafar, það við gátum séð. Flugið var þægilegt og auðvelt í klukkustund eða þar um bil, þá lentum við i skýi og hurfum alveg inn í það. Það var mjög þétt og lá lágt og neyddi Willy (flugmanninn) til að fljúga eftir dalbotnum og „stökkva" yfir þær hindranir, sem komu skyndilega í ljós og ollu þungum áhyggjum hjá far- þeganum. Þetta var samt eina leiðin til að finna lendingarstaðinn i Mel- gerðisdalnum, og við mundum áreiðanlega hafa fundið hann, hefðum við verið í réttum dal. Þvi miður vorum við það ekki. Dalinn þraut skyndilega og við knúðum flugvélina upp fyr- ir lágskýin. Enginn blettur af landi eða sjó var sjáanlegur, ekkert nema ullhvít ský, sem lágu þétt sam- anþjöppuð fyrir neðan okkur. Willy gerði enn eina tilraun til að komast niður fyrir þau, en þar sem við sáum ekki til jarðar úr fárra feta hæð, ákváð- um við að láta Akureyri bíða, svo að við snerum við og héld- um aftur áleiðis til Kaldaðar- ness. Við höfðum komist út úr skýjunum á heimleiðinni, og fyrir neðan okkur til hægri sá- um við hinar miklu, hvítu fann- ir Hofsjökuls, þegar flugvélin féll skyndilega niður — ó- trúlega lágt. Hún virtist halda áfram að falla mínútum sam- an. Um leið stöðvaðist vélin og við tókum að renna niður. „Haltu þér fast,“ sagði Willy, „við verðum að nauðlenda.“ Willy sneri flugvélinni upp í vindinn og lenti með mikilli leikni á óákjósanlegasta stað, sem hægt er að hugsa sér í ó- byggðum. Stórir steinar voru á við og dreif um lendingarstað- inn, sem liallaði í öfuga átt. Milli steinanna var mjúkt undir. Hefði einhver sagt, að það væri mögulegur nauðlendingarstað- ur, mundi hann hafa verið tal- inn geggjaður. Engu að síður stansaði vélin eftir að hafa runnið 25 metra án þess að hún ylti á hliðina. Við fyrstu snert- ingu fóru hjólin undan henni, og við rennslið brotnaði allt undan skrokknum. Við fórum út og fengum hláturskviðu eins og manni verður oft eftir geðs- hræringu. Þá fórum við að at- huga aðstöðu okkar, og það stöðvaði fljótlega í okkur hlát- urinn. Klukkan var 8 e. h. Við vorum hér um bil inni í miðju landi. Til hægri handar var Hofsjökull, 50 mílur af ís og eldfjöllum, til vinstri handar var Vatnajökull og teygði sig sem augað eygði i átt til suður- strandar. Bak við okkur voru nærri því hundrað milur, há snæþakin fjöll algerlega líflaus. Fram undan var okkar eina von um að komast aftur til mannabyggða og það þýddi ferðalag yfir fjöll, hraun, mýr- ar, jökulár o. s. frv. kringum 70 mílna vegalengd. Ef við héld uni áttinni gætum við vonað að finna sveitina í suðvestri. Við rannsökuðum nesti okk- ar. Við höfðum 5 dósir af nauta keti, 6 pakka af kexi, 12 stang- ir af súkkulaði og 3 dósir af niðursoðinni mjólk. Einnig höfðum við sigarettuskammt handa R.A.F. deildinni á Akur- eyri, en aðeins einn eldspýtu- stokk. Willy liafði yfirliöfn, en var illa útbúinn til göngu, í lág- skóm. Ég hafði leðurjakka og regnverju og herklæði með stíg- vélum. Hvorugur okkar hafði hanska. Við höfðum báðir flug- húfur, hér um bil það eina, sem heldur eyrunum hlýjum í hvaða veðri sem er. Við gátum ekki náð áttavita flugvélarinnar, því að hann var skrúfaður fastur i vélarhorðið. Þó höfðum við íslandskort (ís- lenskt) 1/85.000 og annað minna. Það var napurt frost, bylja- veður og tekið að dimma af nóttu. Okkur voru tveir kostir ger'ðir. Við gátum beðið hjá flugvélinni í þeirri von, að leit- arvélar fyndu hana. Ef það yrði, gátum við búist við að teppum og öðru yrði kastað niður til okkar, og við gætum beðið komu björgunarflokks, sem kæmi fótgangandi eða á hestum. Þangað til yrðum við að skjálfa í skugga Hofsjökuls. Ef veðrið spilltist, mættum við búast við að okkur snjóaði í kaf og við yrðum að dúsa næsta missirið á þessum bann- setta stað. Annar möguleiki var, að við gætum haldið leiðar okk- ar eftir stjörnum um nætur og eftir sól á daginn. Þetta var auðvitað áhætta, þvi að auðveldlega gat það hent, að við viltumst, eða jafn- vel það sem var enn verra, að við lentum í sjálfheldu milli ófærra jökulvatna og frysum í hel jafnskjótt og matvæli okk- ar væru gengin til þurðar. — Þetta sýndist nú samt karl- mannlegri kosturinn og ráð til þess að halda á sér hita, svo við settnm matvæli okkar í gamla hermannapokann, hengdum ýmsa hluti á flugvélina til þess að gefa til kynna, að við hefð- um yfirgefið hana og hófum gönguna heim á leið. Til þess að forðast að þurfa að fara of neðarlega yfir hinar óteljandi jökulsár, þar sem bú- ast mátti við þeim dýpri og' straumharðari, stefndum við beint vestur, eftir Pólstjörn- unni, til þess að geta farið yf- ir þær nálægt uppökunum. Matarpokinn var hér um bil 30 Ibs. Fyrst reyndum við að festa liann á fallhlífarbönd og skiptumst á um að bera liann á bakinu, en hann rann stöðugt til, og þegar liann hafði næst- um hengt okkur nokkrum sinn- um, tókum við hvor sína ól og hármn hann milli okkar, og stönsuðum með 200 metra milli- bili eða svo, til að skipta um hendur, en þær urðu fljótlega kaldar,þar sem við vorum vetl- ingalausir. — Þegar við höfð- um gengið nokkrar ldukku- stundir sagði Willy skyndilega: „Við höfum gleymt Verey- marglileypunni." Svo var það, og vafalaust hefðum við átt að snúa við til þess að sækja hana, en það var sama og að bæta milum við göngu okkar og ekki var að vita livort við liefðum fundið flugvélina, svo að við ákváðum að snúa ekki við. Um klukkan tvö um nóttina kom- um við að fyrstu ánni. Ilún var auðveld, hnédjúp og lygn, en köld. Við fórum yfir hana og héldum áfram. Um fjögur leyt- ið komum við að annari 'h. Hún virtist stór með mörgum kvíslum. Við réðum af að stansa, fá okkur bita og athuga leiðina þegar dagaði. Tvær næstu stundirnar voru bölvaður. Það var ógjörningur að lialda á sér liita. Það var ekkert afdrep fyrir nöprum vindinum, og við vorum á-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.