Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
Framhaldi§aga Imrnaima:
¥itns Bciing
vm*m§
LC/&N&URHIR
Hnetuprinsessan
Einu sinni var indæl prinsessa;
hún átti heima í stóru og fallegu
ríki, og öllum þótti skelfing vænt
um hana. nema einni manneskju —
og það var hún stjúpsystir hennar.
„Ef Stella væri ekki til,“ hugsaði
stjúpsystirin með sér, ,,þá yrði ég
drottning hérna þegar hann faðir
rninn deyr.“
En hún fór vel með þetta, og lét
eins og sér þætti jafn vænt um Stellu
og öllum hinum, þó að hún hataði
og öfundaði hana.
Stella var góð við alla, og einn
daginn, þegar hún var úti í skógi,
sá hún gamla konu koma gangandi;
ungur maður leiddi hana.
„Komdu sæl, prinsessa,“ sagði
konan, „stattu kyrr dálitla stund,
meðan ég spái fyrir þér! Ég er
skógarkonan, og ungi pilturinn
þarna heitir Olgeir, og er fóstur-
sonur minn.“
Prinsessan hafði heyrt getið um
skógarkonuna; hún rétti fram hönd-
ina, svo að skógarkonan gæti lesið
í lófann.
Skógarkonan hristi höfuðið, og
sagði: „Nei, ég les forlög þín ann-
arsstaðar. En ég ætla bara að að-
vara þig — snertu aldrei hnetur,
borðaðu aldrei hnetur, því að þá
fer illa.“
„Það var skritið,“ sagði Stella.
„Mér þykja hnetur svo góðar!“
„Farðu varlega, og mundu hvað
ég hefi sagt,“ sagði konan og svo
hélt hún áfram með Olgeir sínum,
en ungi pilturinn leit við; hann
hafði aldrei séð svona fallega stúlku.
En þegar prinsessan kom heim
gleymdi hún ráði konunnar. Þarna
stóð full skál af valhnetum og hesli-
hnetum og ýmsum fleiri tegundum.
Stjúpsystir hennar hafði komið með
þær.
„Þér finnst þær svo góðar,“ sagði
hún lokkandi, og þá tímdi Stella
ekki að segja, að hún hefði verið
vöruð við að borða hnetur.
Einn góðan veðurdag seint á slætti
kom sjúpsystirin inn og sagði við
Stellu: „Væri ekki gaman að sigla
út í hólmann, sem við sjáum hérna
úr glugganum? Þar er allt fullt af
hnetum, við gætum farið þangað og
skemmt okkur einar, þú og ég.“
Stellu fannst það mundi geta orðið
gaman, og svo tóku þær bát og réru
út í hólmann.
En stjúpsystirin hafði lært galdra
af móður sinni, sem var norn, og
nú hafði hún fundið ráð til að losna
við Stellu og verða sjálf prinsessa
í hennar stað. Á einum runninum
óx afarstór hneta; hún rétti Stellu
hana og sagði: „Taktu þessa!“
En naumast hafði prinsessan
rennt hnetunni niður, fyrr en hræði
legur atburður gerðist. Fallegu föt-
in hennar breyttust á svipstundu í
tötra af gamalli konu, sjálf varð
hún blökk og hrukkótt og bogin i
baki — engum datt i liug að trúa
að þetta væri prinsessan.
„Æ, prinsessan er horfin. Það er
gömul kerlingarherfa úti í hólman-
um — hún hefir víst hrint Stellu í
sjóinn, og segist sjálf vera prins-
essa! Komið þið og hjálpið mér að
finna prinsessuna, og drepa kerling-
una!“
Meðan þessu fór fram sat skógar
konan heima hjá sér og var að
vinna, en fóstursonur hennar að
hjálpa henni. Á hverjum degi stað-
næmdist konan fyrir framan falleg-
an spegil, sem hékk á þilinu og
starði i hann. Þá sá hún myndir af
því, sem skeði annarsstaðar, og oft-
ast sá hún Stellu, og þá gægðist
Olgeir í spegilinn líka. — Og nú
sá konan hvað hafði komið fyrir
Stellu í hólmanum, og þá sneri hún
sér að Olgeir og sagði:
„Fljótt! Förum út í hólma, ann-
ars verður prinsessan drepin!“
Þau sigldu út í hólmann og sóttu
veslings prinsessuna; það mátti ekki
seinna vera, þvi að þau sigldu frá
norðurbakkanum á sama augnabliki
og stjúpsystirin kom með hóp af
hermönnum að suðurbakkanum.
Auðvitað gátu þeir ekki fundið
ókunnu kerlinguna og því siður
prinsessuna, svo að þeir urðu liissa
og stjúpsystirin varð bæði lirædd og
reið. Nú vildi enginn hafa hana
fyrir drotningu, þvi að enginn vissi
nema prinsessan kæmi heim, og
þegar nornin, sem stjúpsystirin
hafði talað um, fannst ekki heldur,
þá trúði enginn meira en svo því, að
nornin hefði drepið hana.
En Stella veslingurinn var svo
hrygg, að hún skyldi vera orðin
svona. — Skógarkonan reyndi með
öllu móti að leysa hana úr álögun-
um, en þvi miður var stjúpsystirin
dugleg í göldruin, svo að ekki var
hægt að breyta því, sem hún hafði
gert.
En stjúpsystirin var alltaf að leita
að prinsessunni og þeim, sem höfðu
hjálpað lienni, og loksins komst liún
að því, að hún var hjá skógarkon-
unni og Olgeiri.
Hún afréð að drepa þau öll, en
skógarkonan hafði séð þetta í spegl-
inum og fór i bátinn sinn með prins-
essuna og Olgeir. Þau sigldu út á
sjó, en þá kom svartur svanur nteð
rautt auga á móti þeim, baðaði út
vængjunum og reyndi að hvolfa
bátnum.
„Þetta er nornin!“ sagði skógar-
konan og greip silfurhnapp af kjóln-
um sinum, stakk honum í byssu-
hlaup Olgeirs og skaut svarta svan-
inn. Hann gargaði og sökk, en í
staðinn skaut stjúpsysturinni upp
úr sjónum, en nú var hún dauð, og
gat ekki gert þeim mein.
Og í sama bili fann Stella, að nú
var hún ekki gömul og bogin lengur
<T)
5) Vitus Bering varð nú fyrir von-
brigðum. í 20 ár hafði hann ekki
verið hækkaður í tign. En dag nokk-
urn fékk Pétur, keisari, skyndilega
not fyrir hæfileika hans. Bering var
skipaður kapteinn af fyrstu gráðu
og útnefndur foringi og stjórnandi
í geysimiklum leiðangri, sem átti
að rannsaka, livort meginlönd Asíu
og Ameríku væru tengd saman. í
fleiri hundruð ár höfðu siglinga-
þjóðir lieimsins reynt að finna leið
norður um þessar heimsálfur. Nú
féll það í lilut Vitusar Berings að
finna lausnina.
„Afsakaðu hvað ég kem seint, en
ég tafðist á hárgreiðslustofimni."
Hún: Gætirðu ekki lært að elska
mig?
Iiann: Nei, það gæti ég aldrei.
Hún: Þessu bjóst ég við. Þú ert
orðinn of gamall til að læra nokkuð,
ræfillinn þinn.
VEISTU —
að sekúnduvísirinn á úrinu þinu fer
720 umferðir meðan litli vísirinn
fer eina? —
— liún var í fallega kjólnuin sinum,
og ung og fríð eins og áður, þvi að
nú var hún laus úr álögunum.
Þau sigldu heim að ströndinni og
þar komu hermennirnir hlaupandi
á móti þeim og heilsuðu glaðir
prinsessunni, sem nú var komin
aftur.
En prinsessan giftist Olgeiri —
liann var nefnilega prins lika, en
hafði verið i skóla hjá skógarkon-
unni til þess að læra visku.
6) f febrúar 1725 lagði hann af
stað með leiðangur sinn frá Péturs-
borg í áttina til ósa Kamstjaka-
fljótsins. Hann barðist gegn um
ógnir og skelfingar; yfir óþekkt
landsvæði , fjöll og frumskóga,
steppur og stórfljót. Að vetrinum
rikti liinn liræðilegasti kuldi í Si-
beríu og hríðarstormurinn nísti
í gegn um merg og bein. Og það var
ekki fyrr en eftir þriggja ára erfitt
ferðalag, að leiðangurinn náði settu
marki. Þá hafði Vitus Bering og
félagar hans farið mörg þúsund míl-
ur gegn um eyðilegustu landsvæði
á jörðinni. (Framh. i. næsta blaði).
,,Er hér enginn maður, sem gæti
hlaupið eftir hjálp ......!“
w
„Það er póstkort frá ungu hjón-
unum.“
„llvað segja þau gott?“
„Þaa segjast vera í sjöunda
himni.“
,,Láttu mig hafa frímerkið."
/**/+/r+/