Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 hyggjufullir um, að okkur tæk- ist ekki að finna leið yfir ána. í dögun hófum við athuganir. Útlitið var illt, og við höfðum næstum afráðið að fylgja vinstri bakka árinnar ofan eftir, (það hefði verið heillavænlegt), þeg- ar við fundum vað, sem okkur virtist fært. Ekki var það of gott, meira en hnédjúpt og all- straumhart, en við komumst það án mikilla erfiðleika. Ég mun aldrei gleyma hinum geig- vænlega lculda þessara jökul- vatna eða vindinum, sem nísti fæturna þegar upp úr var komið. Klukkan um það bil 8 að morgni komum við að þriðju ánni og settumst niður til að fá okkur bita. Við urðum glaðir við að sjá eina af flug- vélunum okkar auðsjáanlega i leit eftir flakinu. Eftir tvær kexkökur og lcjötsneið hvor réðumst við í þriðju ána. Þessi á var frosin, nema í miðju, þar sem straumurinn var of mikill til þess. Það var erfitt að brjóta ísinn í hverju spori, þegar mað- ur bar um leið þungan poka. Aftur brutumst við yfir og' héld- um áleiðis með auma fætur og leggi. Nú kvartaði Willy um að sér væri illt í fætinum. Hann hlýtur að hafa orðið fyrir á- verka á leiðinni gegnum hröngl- ið. Honum versnaði fljótt, svo að hvert skref varð kvöl og för okkar tafðist svo, að við kom- umst ekki nema IV2 mílu á klukkustund. Klukkan 11 f. h. ákváðum við að við yrðum að komast niður af jökulruðnings- hálendinu til lægri staða, því að við fundum, að önnur nótt á þessum klakasvæðum yrði of hættuleg. Við snerum til suð- vesturs og um kl. 1 um daginn fundum við notalegan blett í klettaskjóli, þar sem við átum okkar tvær kexkökur og kjöt- sneið, og sváfum klukkustund í sólskininu. Flugvél fór beint upp yfir okkur, en sá ekki merki okkar, sem var hvitt handklæði. Við bölvuðum heimsku okkar að skilja eftir Verey-marghleypuna. Þegar við héldum aftur af stað, var fóturinn á Willy svo stirður, að hann gat varla hreyft hann. Við héldum áleiðis mjög liægt og liðkuðumst smátt og smátt, en samt var ástæða til mjög verulegs kvíða. Við höfðum nú lækkað okk- ur um nokkur hundruð fet og vorum komnir í hris og mýr- lendi. Hér sáum við fyrst kind- ur. Einu lifandi verurnar, sem við sáum á leiðinni. Um kl. 4 um daginn komum við að stórri á. Það var annaðhvort Laxá eða Þjórsá. Við vorum ekki viss ir hvor væri, en ég hélt að það væri Laxá. Hún var mjög breið og auðsjáanlega algerlega ófær yfirferðar. Okkar megin risu háar brekkur (um 500 fet) upp frá árfarveginum, þær voru sundurskornar með mílu milli- bili eða um það bil, af djúpum gljúfrum, og um þau runnu lækir út í aðal ána, víðast í mjög fallegum fossum í augum þeirra, sem ekki þurftu að fara yfir þá. Fyrir neðan okkur var geysistór foss í sjálfu aðal- vatnsfallinu, liann virtist á stærð við Gullfoss. Ekki gat ég fundið liann á kortinu minu. I fjarska sáum við eitthvað, sem líktist hver á bakka árinn- ar. Hann gaus reglulega á einn- ar mínútu fresti. Við ákváðum að reyna að komast þangað áð- ur en við tækjum okkur næt- urstað, þar sem okkur datt í hug, að við gætum notað hver- inn til þess að baða kalda fæt- ur okkar. Við komumst þangað um kl. 7 um kvöldið. Þetta var ekki hver — það var geysilega stór foss, og vindurinn blés löðrinu til haka svo að það líkt- ist hver. Vatnið rann niður feikna stórt gljúfur. Hliðar þess hljóta að liafa verið 3—400 fet á hæð. Það tók okkur nokkurn tíma að finna sæmilegan ofan- göngustað, og Willy átti erf- itt með að komast niður með veikan fótinn. Við höfðum okk- ur þó og tókum að leita að vaði. Þetta var ein af verstu ánum. Hún var mjög strauin- hörð, klappirnar afar hálar og vatnsmagnið mikið. Eftir að við vorum komnir yfii', áttum við mjög örðugt uppgöngu úr gljúfrinu. Aldrei mun ég gleyma hversu ég hataði vistapokann síðustu tvö hundruð fetin upp úr gljúfrinu, sem var næstum lóðrétt. Willy var afleitur í fæt- inum eftir áreynsluna, svo að við lituðumst um eftir nætur- stað. Við fundum klettagjá og grófum okkur gröf, sem skýldi okkur fyrir næðingnum. Við nærðum okkur á einni mjólk- urdósinni. Ég hefi aldrei verið gefinn fyrir mjólk, en þetta voru sannarlegar guðaveigar. Við reyndum að sofa fast hvor upp við annan og sofnuðum einn eða tvo tíma milli þess, sem við klifruðum upp úr gröf- inni og dönsuðum i kring til þess að halda á okkur hita. I dögun héldum við aftur af stað. Eftir eina eða tvær stund- ir beygðum við fvrir hæð og sáum stóra á renna út í hina fyrr um töluðu frá vinstri. í fjarska var Hekla. Nú gátum við notað kortið okkar og það sýndi okkur, að við vorum hjá Þjórsá, og við áttum aðeins eft- ir að ganga hér um bil 10 míl- ur áður en við kæmum á veg. Okkur létti mikið við að vita loksins hvar við vorum staddir. Við gengum nokkra klukkutíma yfir frosið mýrlendi. Á þvi voru frosnar lækjarsprænur á víð og dreif. Þessir lækir voru einu viðfeldnu sýnirnar á þessu kaldranalega landsvæði. Þeir runnu í litlum farvegum, lág- vaxið gras i kring, og vatnið var hreint og svalandi. Það var alltaf erfitt að yfirgefa þessar skemmtilegu litlu dældir eftir að hafa etið og drukkið og snúa á móti köldum gjóstrin- um aftur. Um klukkan 3 um daginn varð önnur stór á á vegi okkar. Hún virtist í fyrstu ætla að verða okkur Waterloo. Það sýndist alveg ómögulegt að vaða hana. Hún rann æðisgeng- in í fossum, og við heyrðum beljandann í henni i mörg hundruð metra fjarlægð. Lang- an tíma tók það okkur að finna álitlegt vað. Einu sinni hélt ég, að við yrðum að skilja malpok- ann við okkur. Ég stóð í fimm mínútur í miðjum straumnum og gat ekki lirært mig aftur á bak eða áfram. Við liéngum livor í öðrum á leiðinni yfir. Annar okkar í einu hreyfði annan fótinn, en stóðum fast í hina þrjá og' loksins komumst við yfir um. Okkur launaðist þetta vel, því að hinumegin hittum við fyrir okkur varð- aða slóð, sem hestar liöfðu sýni- laga farið um nýlega. Eftir stutta hvíld þrömmuðum við af stað eftir götunni, og þegar við vorum komnir upp undir liæð- Leitarmenn leggja af staö. arbrún kom flokkur ríðandi manna í, ljós uppi á brúuinni. Það voru fyrstu mannlegu ver- urnar sem við höfðum séð síð- an við fórum frá Kaldaðarnesi fyrir 48 klukkustundum. Það var kanadisk björgunarsveit undir forustu McColl majórs. Þeir voru að fara af stað í leit eftir okkur. Við drukkum pela af óblönduðu rommi úr fullri vatnsflösku McColls, stigum á bak og eftir fimm milna reið komum við til bráðabirgðaher- búða þeirra við vegarenda. Hér fyrirhittum við flota hans há- tignar i líki Langs liðsforingja, sem myndað hafði björgunar- sveit og ætlaði að leita á svæð- inu norðvestan Þjórsár, ef við skyldum hafa lialdið okkur við hálendið. Okkur fannst við vera nýir menn eftir að hafa fengið bolla af heitu kakói, hreina, þurra sokka og skó, og eftir hvild hjá hinum gestrisnu Kanadamönn- um héldum við í síðasta hluta ferðalagsins í bifreið Langs, til bóndabæjarins, þar sem búið liafði verið undir koniu okkar. Á þessari bílferð fórum við yf- ir seinustu ána og einu sinni enn urðum við að fara út og vaða yfir og ýta bílnum, þó skeði þá ekkert merkilegt. Og þar með er sagan búin. Hver fann: GUFUVÉLINA? Það er sagt að snillingurinn Arki- medes, sem átti heima i Syrakusu um 200 árum f. Kr. liafi smíðað svonefnda gufukanónu. Óvíst er þó um þetta, en hitt er víst að gamlir lærdómsmenn þekktu vel gufu- þrýstinginn, en þeir fundu ekki ráð til að beisla hann eða orkuna sem i honurn var fólgin, svo að þessi vitneskja varð þýðingarlaus. Fyrsti maðurinn sem beislaði gufuorkuna var i rauninni Papín, er liann bjó til „pott“ sinn. Svo kom Savary og þá Ne’wcomen með gufudælu sina. En þó er það James Watt (f. 1736, d. 1819), sem talinn er hinn eiginlegi höfundur gufuvélar- innar. Það var nefnilega hann, sem endurbætti hana svo, að hún fékk þá stórkostlegu þýðingu fyrir mann- kynið, sem enn er í gildi. James Watt var Skoti, fæddur á fátæku heimili í Grenock við ána Clyde. Á barnsaldri var liann mjög hneigður til allskonar vélfræði: kom hann sér innundir hjá öllum á- haldasmiðum í bænum og var heimagangur á vinnustofum þeirra og skoðaði þar ýms tæki, svo sem sextanta, kíkja og önnur siglinga- verkfæri, sem komu á stofurnar til viðgerðar. Menntun fékk liann litla, en hafði næma eftirtekt og ríkt Framhald á bls. lb.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.