Fálkinn - 10.08.1945, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
- FEGRUN OG SNYRTING -
Eins og allar skynsamar konar nolar Ale-xis Smith eingöngu
skó, sem hæfa fótum hennar.
Ástæðan fyrir því, að 7 af hverj-
um 10 komun jjjást af fótaveiki, er
af sérfræðingum sögð vera fáránleg
tískufyrirbrigði i fótabúnaði.
Hvað er [)á að okkur? Svo virðist,
sem við séum að styrkjast i höfðinu
en veikjast í fótunum. Eitthvað verð-
ur að gera til að bæta úr þvi.
Það er hægðarleikur að komast að
raun um, hverjar okkar eru sekar í
þessum málum. Standið á götuhorni
einhvern daginn, þegar innkaupin
eru í algleymingi, og liorfið á hóp-
ana fara fram lijá. Þær konur, sem
líða áfram léttum skrefum, teinrétt-
ar og rösklegar, vita varla að þær
liafa fætur. Aðrar eru niðurlútar og
allar i keng, og orsök þess er í flest-
um tilfellum sú, að skórnir þeirra
valda kvölum í fótunum.
Þær, sem liafa heilbrigt gönguiag,
setja sólann og hælinn samtímis á
jörðina. Hinar — þessar klossalegu
— plampa á veslings tánum, sem
auðvitað geta ekki annað gert en
tekið á sig likþorn og inngrónar
neglur. Auk þessa hefir þetta i för
með sér skelfiléga raun fyrir rist-
beinin; öklarnir gildna vegna óstöð-
ugs fótaburðar; voðvarnir í fótleggj-
um og lærum verða fyrir stöðugri
ofreynslu.
Reynið að ganga þannig, að tærn-
ar visi beint fram. Ef þér beinið
tánum upp á við, sýnist fóturinn
miklu stærri, og þér eigið á hættu
allra lianda óþægindi i göngutækj-
unum,
Inngrónar neglur eru bein afleið-
ing af of litlum eða þröngum skóm.
Holdið með fram nöglunum nudd-
ast upp og myndar húðþykknið;
sem verður viðkvæmt með tímanum.
Orsök líkþorna er öllum kunn.
ÓPERUR, SEM LIFA.
Framhald af bls tl.
elskendunum á óvart og láta siðan
draga þau fyrir dómara. En annars
felur liann Malatesta að sjá um allt
þetta mál i sinn stað.
Siðasti þáttur hefst á því, að elsk-
endurnir, Ernesto og Norina hitt-
ast í garðinum. Don Pasquale ber
þar að, en Ernesto kemst undan án
þess að hann þekki hann, og þykir
honum nú súrt í broti að þurfa að
hlusta á reiðilestur konu sinnar,
sem ekkert [jykist vita um stefnu-
mót, — í stað þess að geta rekið
liana á dyr.
En nú ber Malatesta þarna að og
lætur hann kalla á Ernesto. Tæki-
færið er nú notað, á meðan kariinn
er í vanda, til þess að láta hann
leyfa Ernesto að giftast Norinu og
lofa þeim drjúgum heimanmundi.
Don Pásquale veit ekki um, liver
þessi Norina er, því að konan sem
liann þ'ykist vera giftur sjálfur hefir
jafnan verið nefnd Sófrónía. Og
hún hefdur áfram að leika hlutvcrk
sitt og leggur blátt bann við þessu
hjónabandi. Þykir Pasquale þá vel
horfa, að geta nú einu sinni gert
þessu kvenskassi grikk og er óðfús
að samþykkja ráðaliaginn. Skipar
hann síðan Ernesto að sækja konu-
efni sitt.
Og engin furða er það, að honum
bregður heldur en ekki í brún þegar
honum verður það luinnugt, að
unnusta Ernestos og kvenskassið eru
ein og sama persóna. Hinsvegar
sættir liann sig við þessi málalok
eftir ástæðum, því að hann hugsar
sem svo, að vel komi nú á vondan,
að Ernesto fái þessa konu, og sjálf-
ur er hann feginn mjög að losna við
hana og leggur blessun sína yfir
þáu.
Soðinn saltfiskur
(handa 4).
Fiskurinn er afvatnaður og látinn
ofan í kalt vatnið i pottinum, látið
fljóta yfir. Soðinn við hægan eld i
Vi—% tima. Froðan tekin af. Færð-
ur strax upp á fat og borðaður með
kartöflum og bræddu l'loti eða sinn-
epssósu.
Sósan: 30 gr. hveiti hrærist út í
Vt i. mjólk. Þegar þetta sýður er 50
gr. af smjöri látið út í og hrært i
þar til það bráðnar, þá eru 2 te.sk.
sinnep hrærðar út í mjólk, sykur á
hnifsoddi og saltögn látin í, og lát-
ið hitna vel.
Plokkfiskur.
Vi kg. soðinn saltfiskur, 250 gr.
soðnar, smátt skornar kartöflur er
hitað í 100 gr. bræddu smjöri og
mjólk eftir þörfum (að það verði
mátulega þykkt). Salt og pipar lirær-
ist vel saman við og 2 eggjarauður
rétt áður en borðað er, en þeim má
sleppa ef vill.
Makkarónusúpa.
(lianda 4).
100 gr. makkaróni er soðið í söll-
uðu vatni og skorin í smábita. 50
gr. smjör er brætt og hrært í það
50 gr. af hveiti, jafnað með 2 1.
kjötsoði, sem smátt óg smátl er bætt
út í. Látið sjóða nokkrar mínútur,
tekið ofan og makkarónurnar látnar
í og ef vill smátt brytjað, soðið,
feitt saltkjöt (aðeins örlítið) eggja-
rauða og rjómalögg hrærð í súpu-
skálinni.
Makkarónusúpa úr mjólk.
(handa 4).
2 1. mjólk, 125 gr. makkaróni og
1 st. kanell er soðið í V> tíma. Salt-
að. 1—2' eggjarauður og 2 msk. syk-
ur hrærist í súpuskálinni áður en
súpunni er hellt upp i liana.
Steikt þorskhrogn.
2 stór, góð og órifin lirogn, erú
þvegin gætilega svo þau fari eltki
sundur. Þau eru soðin í sjóðandi
saltvatni í Vi—% tima; best er að
binda þunnri rýu utan um livert
lirogn. Þegar þau eru orðin köld er
tekið utan af þeim og þau skorin í
1 Vi cm. þykkar sneiðar, velt úr eggi
og muldum tvíbökum, eða hveiti, og
þær brúnaðar á pönnu á báðum
hliðum. Borðað með kartöflum og
brúnuðu smjöri af pönnunni.
Saltkjötssúpa
(handa 6).
250 gr. hrísgrjón leggist i bleyti
yfir nóttina. 1 Vi kg. saltkjöt leggist
einnig i bleyti, þvoist vel og skift-
ist um vatn eftir þörfum. Gætið þess
að kjötið verði ekki ol' salt. Látið
grjónin, með vatninu sem þau eru
bleytt í og kjötið í 4 I. vatns og
sjóða við hægan eld í 2—3 thna.
.Blandaðar súpujurtir eða gulrófur
látnar með % tíma áður en soðið
er til fulls.
Gulrófnamjólk.
(handa 0).
3% 1. mjólk, 1/4 kg. gulrófur er
sett yfir eld og soðið þar til róf-
urnar eru meyrar, þá er 1 tesk. salt
látið út í og 1 slétt matskeið sykur.
Sé mjólkin soðin of mikið niður er
bælt við liana, eða bætt sjóðandi
vatni sé mjólk ekki til, og suðan
látin koma upp aftur.
Smásteik
(handa (i).
(50 gr. flesk er skorið í teninga
og brúnað með 175 gr. lauk, ])á er
1 Vi kg. smátt brytjað kjöt látið út
í og brúnað vel. Soðið i 1—2 tima,
vatn svo lljóti yfir. 2 tesk. salt, ’A
tesk. negull, 4 lárberjalauf og V>
lesk. pipar bætl út í og sósan jöfn-
uð með 100. gr. hveiti. Borðuð með
kartöfluhring.
Fallegur sumar útiklæðnaður.
Jakkinn er hvítur, kragalaus og ein-
faldur í sniði, með stóra vasa. Pilsið
er blátt með hvítum mjóum dúkiim
sem tagðir eru í fellingar.
TUNGUMÁL.
Talið er að 3420 tungumál séu töl-
uð í heiminum, og er þó hvorki
nesjamál, vestfirska eða Fáskrúðs-
fjarðarfranska meðtalið. Svo að ekki
þarf fólk að kvarta undan að sig
vanti mál til að læra.