Fálkinn - 17.08.1945, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
IBiii mlkla kjarnorku§preng:ja
Truman, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á
dögunum eitthuart mesta vísinddáfrek allra tíma: —
Breskum og amerískum vísindamönnum hafði tekist að
hagnýta sér orku frumeindanna. Nokkru síðar barst
önnúr tilkynning út um heimsbyggðina, og þótt hún
væri öllu lakari en hin fyrri, dró hún samt ekki síður
að sér athygli almehnings: Hin nýja uppgötvun hafði
í fyrsta skifti verið notuð í þágu eyðileggingarinnar.
Rúmlega helmingur borgarinnar Hiroshima í Japan var
lagður í eyði á svipstundu með einni kjarnorkusprengju.
Þessi hagnýting frumeinda-
orkunnar í eyðileggingarskyni
kom mönnum mjög á óvart.
Öllum var þegar ljóst, að í
næstu styrjöld — verði hún
nokkurntíma liáð — eyðileggj-
ast öll menuingarverðmæti
mannkynsins af óviturlegri með
ferð mannanna á þessari ægi-
legu orku frumeindanna. Sér-
fræðingar liafa látið þá skoðun
í ljós, að í næstu alheimsstyrj-
öld muni mannkynið jafnvel
líða undir lok, ef hinir trylltu
stríðsaðilar mundu nota frum-
eindaorkuna til tortímingar
hver öðrum. Þessi uppgötvun
varð til þess, að mannkynið
skildi til fulls, að aldrei framar
mætti heyja stríð á þessari jörð.
En hitt varð líka öllum Ijóst.
Fyrst liægt var að leysa orku
írumeindanna úr læðingi, opn-
ast nýir og stórkostlegir mögu-
leikar til hagnýtrar notkunar
hennar á öllum sviðum mann-
legs lífs. Með tímanum kæmi
hun í staðinn fyrir þá orku,
sem við nú fáum úr kolum og
olíu. Hér á íslandi mundi jafn-
vel liitaveitan ekki borga sig,
því að eitt frumeindaorkuvfer
mundi geta séð öllum heimil-
um landsins fyrir hita og Ijósi
og veitt öllum verksmiðjum
landsins nægilega orku. Ef vel
er á haldið, ættu þessir fram-
tíðardraumar að rætast, áður
en langt um líður.
Auðvitað er jjví stranglega
haldið leyndu, hvernig hinum
hresku og amerísku vísinda-
mönnum tókst að beisla frum-
eindaorlcuna, því að þjóðum
Ameriku og Evrópu mundi á-
reiðanlega ekki líða vel, ef Jap-
anir kynnu að hagnýta sér frum
eindaorkuna á sama hátt og
Thompson, manninum, sem upp-
götvuði rafeindir þœr, sem snúast í
kringum kjarna frumeindanna.
og Bandamenn gera nú.*) Hins
vegar þekkja japanskir mennta-
menn orku frumeindanna eins
vel og starfsbræður þeirra í
öðrum löndum, j)ó að þeim
bafi ekki tekist að beisla liana
eða hagnýta sér hana á nokkurn
hátt.
Fálkinn vill nú skýra lesend-
um sínum frá ])ví, sem birst
liefir í vísindaritum undanfar-
in ár um frumeindarannsóknir,
brautryðjendum jieirra rann-
sókna og aðferðum þeim, sem
notaðar liafa verið til þess að
kljúfa frumeindir. Er þar um
auðugan garð að gresja, því
að rannsóknir þessar hafa stað-
ið yfir i mörg ár og þúsundir
vísindamanna af ýmsum j)jóð-
um hafa unnið að þeim.
KJARNORKUSPRENGJAN.
Margir halda, að hér sé um
að ræða nýtt frumefni, sem
uppgötvað hafi verið. En svo
er ekki, lieldur hefir vísinda-
mönnum tekist að kljúfa
frumeindina (atómið), sem til
skamms tíma hefir verið álitin
minnsti skammtur efnisins. í
])essar sprengjur, sem lilotið
hafa nafnið kjarnorkusprengj-
ur, nota Bandamenn frumefni,
sem heitir Úraníum. Frumeind
þessa efnis er þyngri en frum-
eind nokkurs annars efnis, og
er líklegt að j)að sé ástæðan
fyrir því, að einmitt Úraníum
er notað. Með því að kíjúfa Úr-
aniumfrumeindina og kjarna
hennar, leysa Bandamenn úr
læðingi gífurlega orku, sem
])eir nota svo til sprenginga.
Um gerð þessarar sprengju vita
ekki nema örfáir vísindamenn,
og er lögð rík áhersla á, að þeir
haldi vitneskju sinni leyndri.
í Kaliforníu er til vél, sú
stærsta í heimi, og er hún notuð
*) Greinin var rituS áður en Japanir
gáfust upp.
til þess að kljúfa írumeindir
ýmissa efna. Yél þessi heitir
„cyclotron“ eða „frumeinda-
brjótur“. Ernest O. Lawrence
heitir sá, sem fann hana upp,
og fyrir vikið hefir hann verið
sæmdur Nóbelsverðlaunum í
eðlisfræði. Engin leynd hvílir
yfir þessari vél eða hvernig hún
klýfur frumeindirnar, enda er
ekki hægt að nota liana í
sprengjur, þvi að hún er hærri
en 10 liæða hús og yfir 50 tonn
á þyngd. I þessari vél er frum-
eindunum komið á hreyfingu.
Þær eru látnar snúast í eilífa
hringi með ofsahraða. Þegar
þær hafa náð vissum hraða, er
skotið á kjarna þeirra með alfa-
geislum eða „rafstormum“. Við
það klofna kjarnarnir og hin
óskaplega orka þeirra leysist
úr læðingi.
Menn liafa ekki almennt gert
sér ljóst, hVersu gífurleg orka
frumeindanna er. Allt líf á þess-
ari jörð er til og þróast fyrir
tilstilli frumeindaorkunnar, því
að sólin er liinn mikli frum-
eindabrjótur. Frumeindirnar i
sólinni ldjúfa hver aðra, en við
það myndast hitinn, sem er
undirstaða alls lífs á jörðinni.
FRÚMEINDÍN
OG KJARNI HENNAR.
Nú skulum við athuga svolit-
ið þessa margumtöluðu frum-
eind. Það er bæði skemmtilegt
og fróðlegt að fylgjast með
starfi þeirra vísindamanna, er
hafa lielgað frumeindinni alla
sina krafta.
Einhver snjallasta og frjó-
samasta hugmynd efnafræði-
vísindanna er liugmynd spek-
ingsins Demokritosar frá Ab-
dera, sem uppi var um 400 fyrir
Krist. Kenning hans um efnið
og frumparta þess hefir staðið
óliögguð í 2000 ár. Hann hélt
þvi fram, að allir hlutir væru
samsettir af örsmáum efnisögn-
um, sem hann kallaði atóm.
Atómin taldi hann vera minnsta
skammt hvers efnis, enda er
nafnið dregið af lýsingarorðinu
atomos, sem þýðir ódeilanlegur.
Á íslensku köllum við atómin
frumeindir. Demokritos sagði:
„í rauninni er ekkert til annaö en
frumeindir og hið tóma rúm.“
Þessi keiining Demokritosar
týndist og gleymdist lim lang-
an aldur, og það er ekki fyrr
en á dögum vísindalegrar efna-
fræði, að liún verður að sann-
indum á ný. Var það einkum
Lavoisier, franski efnafræðing-
urinn, sem færði vísindaleg rök
að henni, en siðan hefur hún
verið ui^pistaða efnafræðivísind
anna. Mönnum tókst að reikna
út þyngarhlutföllin á milli frum
einda hinna ýmsu efna og
margt sérkennilegt og harla
kerfisbundið kom þá í ljós. —
Enski efnafræðingurinn, Jolm
Dalton, sem uppi var um 1800
gaf frumeindakenningu Demo-
kristosar nýtt líf. Menn skiftu
nú efninu i tvo flokka. frum-
efni og efnasamþönd. Atóm eða
frumeindir ólíkra efna gátu
sameinast og myndað sameindir
(mólekúl), en við það skapað-
ist nýtt efni, sem liafði allt
aðra eiginleika en frumefnin,
sem það var myndað úr. Ágætt
dæmi um þetta er vatnið. —
Vatnssameindin er samsett af
einni súrefnisfrumeind og tveim
vatnsefnisfrumeindum.
Nú fleygði efnafræðivísind-
unum fram. Hver uppgötvunin
rak aðra og ný lögmál komu
fram í dagsljósið. Og einn góð-
an veðurdag er sú kenning fram
Sir Er.nest E. Rutherford er höf-
undur kjarnsprenginganna. Honum
tókst fgrstum manna að kljúfa frum-
eindakjarnann og lagði með þvi
grundvöilinn undir þær rannsókn-
ir, er leiddu til uppfinningar kjarn-
orkusprongjunnar.